Vísir - 18.07.1963, Side 9

Vísir - 18.07.1963, Side 9
V í S IR . Fimmtudagur 18. júlí 1963. „Ég er alveg að gefast upp á því að fara með konuna í ökuferð austur fyrir fjall því um leið og við komum í Hveragerði byrjar hún að kaupa blóm. Og hún hættir ekki fyrr en búið er að fylla aftursætið af blóm- um og tæma budduna mína. Síðan verður að halda beint í bæinn, til þess að blessuð blómin skemmist ekki“. — Þann ig fórust einum eigin- manninum orð, þegar við hittum hann fyrir utan gróðrarstöðina Ed- en í Hveragerði, þar sem hann beið þess að frúin lyki blómakaupunum. Þetta er ekkert einsdæmi, þvf þeir eru orðnir án efa nokkuð margir eiginmennimir, sem eiga við svipaða erfiðleika að strfða, og enn verra eiga þeir, sem eru sendir einhvern laugardaginn eða sunnudaginn austur f Hvera gerði, gagngert til þess að kaupa fallegt stofublóm handa frúnni. ADAM OG EVA. Gárungarnir kalla þau Adam og Evu, því þau eiga og reka gróðrarstöðina Eden, sem stað- sett er við þjóðbrautina við Hveragerði. Réttnefni þeirra eru Bragi Einarsson, garðyrkjumað- „Adam og Eva í Eden“ eru þau oftast kölluð, en réttnefni þeirra eru Dúa Bjömsdóttir og Bragi Einarsson. (Ljósm. Vísis: B. G.) Tannhvöss tengdamamma 55 ur að mennt, og Dúa Bjöms- dóttir. Um hverja helgi má sjá stóra röð bifreiða fyrir utan Eden, og inni í skálanum e^ t, ávallt stór hópur ferðafólks að skoða blómin þeirra, og fæstir geta yfirgefið staðinn án þess að kaupa falleg blóm. Dag einn fyrir skömmu skrupp um við austur og ræddum við þau Braga og Dúu um gróðrar- stöðina þeirra og þann fjölda fólks, sem heimsækir þau. ðiv isnssni 1300 FERM. GRÓÐRARSTÖÐ. — Hvað er Jangt síðan þú byrjaðir með þessa gróðrarstöð, Bragi? ■— Það var fyrir fimm ámm, að við byrjuðum hérna með gróðrarstöð. Við völdum henni nafnið Eden, því það er stutt og gott að muna það, og eru mjög margir útlendingar hrifnir af 'nafninu. »• ;>i - 1 ,!Stöðih var ekki stór í fyrstu, en við höfum smátt og smátt stsikVað ‘ stöðina, og í dag eru 1300 fbiín. undir gleri. 700 ferm. eigum við sjálf, en hitt leigjum við. — Og viðskiptin hafa auldzt mikið? — Okkur er óhætt að segja, að viðskiptin hafi tvöfaldazt á hverju ári. En þetta er fremur stuttur tími á ári, sem veruleg umferð er hérna. Hingað kemur fólk sumar helgarnar svo þús- undum skiptir. Þó nokkur fjöldi kemur hingáð aðeins til þess Framh. á bla. 10. Veiðimennimir eru meöal beztu viðskiptavina okkar“, segja þau hjónin. A myndrnni em nokkrlr veiðimenn að kaupa blóm í Eden áður en þeir fara í bæinn. Ein starfsstúikan í Eden, Guðný Gunnarsdóttir, við bananaplöntu. selst alltaf vel“ Á

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.