Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 15
V í S I R . Fimmtuciagur 18. júlí 1963.
Konarv sem ekki brást
FRAMHALDSSAGA EFTIR MARY RICHMOND
,— Kg héit ekki, að neitt þessu
líkt gæti gerzt, skaut Blanche irfn í.
— Jú, það getur gerzt meðal
hinna snauðustu. Konur öreiganna
hafa margt reynt, kynslóð fram áf
kynslóð, og bresta ekki hvernig
' sem alit velkist. Þegar ég var 7
ára geisaði hungursneyð í landinu
og foreldrar mínir vissu ekki hvar
þau gátu náð í mat. Sumar fjöl-
skyldur fóru á flakk, suður á bóg-
inn, allt til Shanghai, og sumar
reyndu enda að komast til Hong-
kong. En við gátum ekki farið, við
vorum of mörg, og móðir mín var
nýbúin að eignast tvíbura. Þá gerð-
ist það, að nokkrir kaupmenn komu
. norður á bóginn, en þeir voru að
leita að telpum, sem átti að ala upp
til starfa í tehúsunum í Peking,
Hankow og Shanghai. Þeir voru
mjög vandlátir í vali. Menn þeir,
, sem skiptu við þessi tehús voru af
. æðstu stéttum landsins, og þeir
; l'.öfðu engan áhuga fyrir venjuleg-
um bændadætrum. En þeir fengu
áhuga á mér. Ég hafði alltaf veriö
öðru vísi en hinar og móðir mín
■ dró alltaf minn taum og hlífði mér
og hafði kennt mér það lítið, sem
ég kunni tii þess að snyrta mig
svo ég liti vel út. Ég skildi það
ekki þá, að ég átti annan föður
en systkini mfn. Átta mánuðum áð-
ur en ég fæddist hafði hersveit
komið til þorpsins og hafðist þar
við um hríð. Móðir mín fór í her-
búðirnar tii þvotta. Yfirforinginn
var ungur maður, fríður sýnum —
og móðir mín varð þunguð af hans
r völdtim.
; —” Vésálings móðir yðar, sagði
Blanche.
— Hvers vegna segið þér: vesa-
lings móðir yðar? Það er áttæðu-
laust að aumka sig yfir hana. Þetta
var ekki nema eðliiegt og annað
eins og þetta er alltaf að gerast,
og ég á óþekktum föður að þakka
eiginleika, sem ég hefði ekki haft
af að segja, ef ég hefði verið dóttir
venjulegs, ómenntaðs bónda. Móðir
mín .sá sér nú þarna leik á borði,
að bjarga mér frá því lífi ,sem
hafði orðið hlutskipti hennar um
mörg, löng ár. Hún seldi mig kaup-
mönnunum og maðurinn, sem ég
hafði kallað föður minn, hreyfði
ekki mótmælum, því að fyrir pen-
ingana gat hann ferðazt suður á
bóginn með fjölskylduna.
— Þetta er hræðilegt, sagði
Blanche.
— Það var það ekki, þótt yður
finnist það kannski.
— En þér voruð raunverulega
hnepptar í þrældóm, sagði Blanche
í mtómælatón.
— Allar konur eru ambáttir að
einhverju leyti, heimila sinna,
barna, eiginmanns eða það sem
verst er, ambáttir vegna fátæktar-
innar ... Það var farið með mig
til Peking og í tehús, sem var talið
hafa sambönd við æðstu menn
landsins. Og þar var mér kennt.
— O, já, hélt hún áfram, þegar
hún sá hve undrandi og trufluð
Blanche var, — þetta var talið
heiðarlegt þá, — margar telpnanna,
sem ólust þarna upp með mér lögðu
síðar upp mikið fé í heimanmund,
svo að þær gátu gifzt ágætum
mönnum. Þær urðu virtar húsfreyj-
ur og eignuðust mörg börn. En ég
hneigðist aldrei að því að fara
þessa leið.
— Mér var kennt allt sem til
heyrði prúðmannlegri framkomu,
að tala, standa, sitja, mjúkar hreyf-
ingar, ekki sízt að hreyfa hend-
urnar af mýkt og þokka. Mér var
kennt allt, sem að gagni gat komið
um fatnað og skartgripi, og að leika
á ýmiss konar hljóðftori. Á fjórt-
ánda ári var ég látin hefia fram-
tíðarstarf mitt. Ég hafði þá verið
6 ár í tehúsinu og gengið í strang-
an skóla. Ekkert hafði verið til
sparað og ég hafði mína eigin
þernu.
— En — fannst yður þetta líf
ekki andstyggilegt?
— Að vera til reiðu karlmönn-
um? Nei. Það var betra en að þræla
á akrinum, betra en að svelta
hálfu eða heilu hungri, strita
hverj.a stund myrkraijná'
barn á hverju ári, ge{a aldréi fario
á skémmtanir, aldre? haft fallega
hlutj í kringum sig. Eins og ég
sagði, komu þarna aðeins menn
af æðstu stéttum Iandsins éða þá
vellauðugir. Ég var bundin tehús-
inu í 2 ár og allt sem ég vann mér
inn gekk til hússins sem greiðsla
fyrir uppeldi mitt, en þegar ég var
16 ára og var farin að vinna mér
inn fyrir sjálfa mig, greiddi auð-
ugur mandaríni tehúsinu mikla fjár
hæð fyrir að fá mig lausa, og ég
fór með honum til eignar hans fyr-
ir utan Hankow, og þar bjó ég
með honum í 3 misseri. Hann var
gamall, en hann var mér góður,
og ég gerði sem ég gat til þess
að sýna honum hve þakklát ég
var. Þegar hann dó — verkamaður
drap hann — komst ég að raun
um, að hann hafði arfleitt mig að
miklum eignum, og nægu fé, til
þess að ég gæti verið sjálfstæð,
það sem eftir var ævinnar.
— En ég var etkki enn 18 ára
og allar brautir stóðu mér opnar.
Ég var laus við allar skuldbind-
ingar og gat gert það, sem ég helzt
vildi. Ég fór til Shanghai og á
næstu árum átti ég marga elsk-
huga — og allir vorou þeir áhrifa-
menn. Aldrei sleit neinn þeirra
samvistir við mig án þess að færa
mér miklar gjafir, peninga og
skartgripi. Ég varð ekki fyrir ó-
þægindum af völdum stríðsins,
jafnvel ekkj þegar ég fór tii Pek-
ing og naut þar verndar mjög hátt
setts manns, en þegar í ljós kom,
að þjóðernissinnar mundu ekki
geta varizt í Kina öllu lengur fór
ég að ala áhyggjur. Verndari minn
varð að yfirgefa mig og seinna
frétti ég, að hann hefði verið lokk-
aður í gildru, sem kommúnistar
lögðu fyrir hann. Mér skildist, að
ég mundi einnig í hættu, því að
ég komst á snoðir um, að þeir
leituðu uppi alla, sem voru hollir
þióðernissinnastjórninni. Og ég
tók mínar varúðarreglur
— Hvers konar varúðarreglur?
spurði Blanche.
— Það var ósköp einfalt. Ég
tók mér einn af helztu forsprökk-
'im hinna nýju manna fyrir elsk-
huga. Ég vil ekki halda því fram,
| að þetta hafi verið mér að skapi,
; en þegar sambandið rofnr.ði okkar
í milli var hann mér ákaflega þakk-
látur. Og hann léí hakklæti sitt
í Ijós á bann hátt. sem éghafði
vonazt eftir. og ég fór að * svip-
ast um eftir landsetri, sem var
hæfilega iangt frá vettvangi aðal-
viðburða, svo að ég gæti fengið
að vera í friði. Ég flutti hingað
^ftibðídiiímRiÉrygga þjóháliði og 'hér
hef ég verið síðan. Þetta. er ejn-
manalegt líf og hentar mér ekki,
því að mér þykir gaman að ferðast,
og sú var tíðin að ég ferðaðist
um Evrópulönd með elskhugum
mínum. Einn þeirra var stjórnar-
erindreki og hann var sendur til
Parísar og tók mig með sér þang-
að.
— En hvernig kynntust þér
Nicholas Petrov? spurði Blanche.
— Það var á þeim tíma sem ég
bjó með seinasta elskhuga mínum.
Petrov ofursti var nýkominn frá
Rússlandi í erindagerðum fyrir rík
isstjórn sína og mér bar að hafa
ofan af fyrir honum sem gesti
okkar. Húsbóndi minn bað mig
oft að gera slíkt, þegar um hátt
setta menn var að ræða, en hann
var sjálfur lítt menntaður og ekki
öruggur með sjálfan sig. Það tókst
góð vinátta með okkur og ég sagði
honum, að ef hann einhvern tíma
þyrfti á því að halda. skyldi hann
njóta vináttu minnar.
_ Var—?
728
Vilduð þér fá að tala við skóla-
stjórann? — Augnablik, ég skal fá
hann til að koma út í glugga.
Blanche þagnaði skyndilega. Hún
gat ekki spurt hana hvort Nick
hefði verið í flokki ástmanna henn
ar. Henni fannst það líklegt, hvern \
ig gæti hann ella verið svo náinn j
vinur hennar, að hann hefði jafn- j
vel getað beðið hana fyrir hana. j
Hvernig gat hann ella treyst þess- ^
ari konu í blindni?
En Blásóley hafði langa reynslu
í að lesa hugsanir annarra og hún
lagði róandi hönd á handlegg
Blanche og sagði:
— Það hefur aldrei verið milli
mín og Petrovs ofursta, því megið
þér trúa. Ef svo hefði verið, hefði
ég aldrei fallizt á að leyna yður
hér.
— Ég skil ekki hvers vegna þér
leggið yður í þessa hættu, sagði
Blanche. Hví skylduð þér hætta á
neitt mín vegna?
— Áhættan er ekki ýkja mikil,
og ég get ekki annað en kennt í
brjósti um konu, sem lendir (
slíkum vandroeðum sem þér, án
þess að hafa nokkuð ti! saka unn-
ið. Ég hef lofað Petrov ofursta, að
þér gætuð verið öruggar hér. Það
loforð mun ég halda. Komist ég
í vanda vegna þessa, mun ég sjá
um, að þeir nái mér ekki lifandi.
— En ég ætti ekki að vera hér
og tefla yður í hættu, sagði Blan-
che.
— Stundum hefur hættan bara
örvandj áhrif á mann — svipað og
gott vín á meltinguna, en hún get-
ur líka orðið of mikil og óbæri-
leg.
II.
Blanche fannst dagarnir aldrei
ætla að líða og hún heyrði ekkert
frá Petrov ofursta. Hún spurði Blá-
sóley hvort hún héldi, að nokkuð
væri að, hvort Petrov ofursti gæti
verið kominn f ósátt við stjórnar-
völdin, en Blásóley bað hana vera
rólega.
— Ég get fullvissað yður um,
sagði hún, að Petrov ofursti getur
gætt sín. Þér skuluð ekki hafa
áhyggjur hans vegna. Hann nýtur
vernd yfirvaldanna og ég held ekki,
að hinn heimskasti meðal heimskra
kínverskra liðsforingja myndi á-
ræða að leggja hendur á hann.
R
1
A
N
Kraima gamla hefur mikið vald
yfir konunum Naomi. Moto-Moto
villimennirnir eru mjög hjátrúar
fullir. Kraima segir að guðirnir
heimti að þeir drepi fleiri útlend-
inga. Getum við ekki komist héð-
an fljótlega, spyr hjúkrunarkon-
an. Það er öruggara að vera hér
þangað til dimmir, svarar Tarzan.
Ég er ekkert hrædd við að fara
með þér, segir hjúkrunarkonan,
við skulum flýta okkur til flug-
vélarinnar.
16 mm filmuleiga
Kvikmyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlampa
Odýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu 15
Gi'rp) onppt
Morris minor. — Crysler ’53,
| fæst fyrir fasteignabréf. Hill
i man ’50 góðir skilmálar.
Benz ’51 verð 32 þús. Benz
'55 ó hagstæðu verði. Flestar
árgerðir Volkswagen og
fleira og fleira.
Hef kaupendur að bílum fyrii
j fasteignatryggð skuldabréf.
rauðarA
SKÚLAGATA 55 — StlUI 15512
HÚSBYGGJENDUR
Leigjum skurðgröfur, tökum
að okkur f tfmavinnu eða i
kvæðisvinnu allskonar gröft og I
mokstur. — Uppl. f síma 14295 |
kí. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á
kvöldin i síma 16493.
Bílakjör
Nýir bílar,
Commer Cope St.
6IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12 Símar 13660,
34475 og 36598
Eldhúshorð
kr. 990,00