Vísir - 30.07.1963, Side 3

Vísir - 30.07.1963, Side 3
V í S I R . Þriðjudagur 30. júlí 1963, Systumar Helga og Hulda Valtýsdætur og eiginmenn þeirra, Bjöm Thors og Gunnar Hansson, bjóða gesti velkomna á sýninguna, — (Ljósm. Edvard Sigurgeirsson). Á StNINGU KRISTÍNAR Á sunnudaginn var opnuð sýn ing á síðustu málverkum Kristín ar Jónsdóttur á Akureyri. Eru það dætur hennar, frúrnar Helga og Hulda Valtýsdætur, sem til sýningarinnar hafa stofnað, en svipuð sýning var haldin hér í borg í október í fyrra. Sýningin norðanfjaila var opn uð í viðurvist allmargra gesta. Opnaði frú Helga Valtýsdóttir sýninguna með stuttri ræðu og minntist listakonunnar, móður sinnar. Gat frú Helga þess að þannig vildi til að fimmtudag- inn 1. ágúst ætti afi þeirra systra, Stefán Stefánsson skóla meistari aldarafmæli. 1 því til- efni vildu þær systur færa Menntaskólanum á Akureyri eitt málverkanna að gjöf, olíumynd- ina Fjárrekstur. Þórarinn Björnsson skóla- meistari þakkaði með nokkrum orðum fyrir hönd Menntaskól- ans. Þetta er góð gjöf í sjálfu sér, sagði hann og hún verður feg- urðar og minningarauki f skól- anuni, eins og alSt sem frá Stefáni skólameistara kom. Mér er ánægja að taka við lista- verkinu og þá ekki sizt vegna þess að gjöfin er tengd nafni Stefáns Stefánssonar. Hann á einn ríkastan þátt í þvf sem skól inn hefur orðið. Tré sem Stefán skólameistari gróðursetti við skólann eru enn að gróa. Og fræin, sem hann sáði í hinn ís- lenzka menningarakur eru enn að dafna. Vottaði skólameistari fyrirrennara sínum í starfj síðan virðingu og þökk. Á sýningu Kristínar í Gilda- skálanum eru 19 málverk, lands lags og blómamyndir. Sýningin verður opin fram yfir næstu helgi. Þórarinn Bjömsson skólameistari þakkar frú Helgu Valtýsdóttur gjöf systranna til Menntaskólans. Akureyringar skoða sýninguna. Systir hstakonunnar, frú Jónína Schram, og Helga og Hulda Val- týsdætur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.