Vísir - 30.07.1963, Side 5

Vísir - 30.07.1963, Side 5
V í SIR . Þriðjudagur 30. júli 1963. 5 75 ára i dag: Dr. Jón Dúason í dag er 75 ára Jón Norðmann Dúason, víðkunnur maður fyrir rit sín um Grænland. Hann er fæddur að Langhúsum I Fljótum. Hann varð stúdent 1913 og cand. polit í Kaupmannahöfn 1919. Hann varð dr. juris við há- skólann í Osló 1928 fyrir doktors- S&dpulig — Framhald af bis. 16. u~ • strandlengju Oddeyrar, sem er gii ‘gusvæði. Gatnakerfið, aðkoma að hinum þremur hlutum hans og staðsetn- ingu bllastæða, er mjög athyglis- verð, en gönguleiðir milli þeirra yfirleitt óþarflega langar. Eigi eru gerðar fyllingar sunnan Oddevrar eins og ætlazt er til I skilmálunum, heldur grafið út svæði til að gefa strandlengjunni hið sérstaka lag. Höfundur hefur lagt á þetta það ríka áherzlu að hafnarsvæðj og hafnarmannvirkium innan Oddevr ar er alltof þröngur stakkur snið- inn. 1 tillögunni er gerð ítarleg grein fyrir miðbæiarþörfinni og þróun bæiarins. Akandi umferð er vel aðgreind frá göngusvæðum, sem þó eru vlðáttumeiri en góðu hófi gegnir. Tillagan hefur fagurt svipmót og samrœmist vel núverandi byggð og strandlengju, að svo miklu Ieyti sem ráðið verður af uppdrættum.en jafnframt er dómnefndinni ljóst. að tillagan er mjög óraunhæf hvað snertir hafnarmannvirki, uppfyll- ingar o.fl. í almennum athugasemdum dóm nefndar segir: Fram hafa komið margar athyglisverðar hugmyndir að endurbyggingu og stækkun mið bæjarkiarnans, ásamt umferðaræð- um og hafnarmannvirkium, en dóm nefndin er þeirrar skoðunar að eng in einstök tillaga í heild geti ó- breytt myndað grundvöll að endan legri skipulagningu samkeppnis- svæðisins. Leiðrétting Það er Gunnlaugur Pálsson, en ekki Halldórsson, sem sæti á í dóm nefnd um skipulag miðbæjar Ak- ureyrar, og greint var frá hér í blaðinu í gær. Dr. Jón Dúason. ritgerð sína um „Grönlands retts- stilling i middelalderen". Um Græn land samdi hann mörg rit, og mergð tímarita- og blaðagreina skrifaði hann um Grænland og rétt ísiend- inga til Grænlands, er birtust í er- lendum og innlendum blöðum og tímaritum. Jón Dúason dvelst nú á Vífils- stöðum og munu vinir hans og aðr- ir, sem kynni hafa af áhuga hans og starfi, senda honum góðar óskir í tilefni afmælisins. — A. Th. Svartaþoka á síldarmiðum Síldaraflinn nam aðeins 7.200 tunnum undangenginn sólarhring. Svarta þoka var komin á síldar- miðin í morgun, að þvi er Vísi var tjáð, er hann hringdi upp Rauf- arhöfn, og veiðihorfur litlar sem engar, nema veður batni. Til Raufarhafnar var aðeins von á m.b. Jóni Jónssynj með 900 tn. Islendingar gefn í jurí- skjálftasöfnunina Rauði Kross íslands hefir beint þeirri ósk til dagblaðanna að þau veiti viðtöku gjöfum er berast munu til hjálpar fólki er bágstatt er vegna jarðskjálftans í Skoplje í Makedóníu. Rauði kross íslands hefur eins og R.K. félög allra landa fengið beiðni frá höfuðstöðvum í Genf um hjálp til hins bágstadda fólks enda mun hjálpin berast víðsveg ar að úr heiminum. Endanlegar upplýsingar um tjón á mannslífum og eignum eru enn ekki fyrir hendi, en auð sætt er að geysimikið fé þarf til uppbyggingar hinnar hrundu borgar fyrir hið allslausa fólk. Rauði kross allra landa beitir sér fyrir aðstoð við aðþrengda fólkið í Skoplje. íslendingar hafa jafnvel haft sóma að þátt- töku í slíkum söfnunum á veg- um Rauða krossins. Vísj er ljúft að verða við þessari ósk Rauða krossins. — Verður tekið á móti framlögum á afgreiðslu Vísis, Ingólfsstræti 200 norsk síldvei SeyðisfirSi um helgiisa Um 200 norsk síldveiðiskip voru inni á Seyðisfirði um helgina og voru þau að tínast út í morgun, þegar blaðið átti tal við fréttaritara sinn þar. Hann kvað stöðugt vera saltað af miklu kappi. Kjörbúð. Fréttaritarinn sagði, að kjörbúð hefði verið opnuð á Siglufirði í nýju húsi, og væri búðin stór og öllu vel og smekklega fyrir komið. Eigandi hennar er Filippus Sigurðs- son. Neitað um mjólkurkaup. i ÞæSrrfurðuIega hefir skeð, að hontím hefir nú verið synjað um mjólkurkaup frá mjólkurbúinu á Egilsstöðum, en hann hefir áður fengið mjólk hjá því. Hann hefir að vísu mjólk frá eigin búi og nokkrum bændum í nágrenninu, en það dugir hvergi nærri til að full- nægja eftirspurn, þar sem margir bátar er skipti eiga við verzlun hans, vilja fá mjólk líka. — Ekk- ert liggur neitt fyrir um það hvers vegna verzluninni hefir verið neit- að um mjó'lkurkaup I mjólkurbú- inu, og er mjólk þaðan nú aðeins seld í Ilaupfélaginu. Ágætt héraðsmót Sjálf- stæðismanna að Hellu Hið árlega héraðsmót Sjálf- stæðismanna í Rangárvallasýsiu var haldið að Heliu s.l. laugardag. Var mótið vel sótt og hið ánægju- íslendingar 183 þúsund talsins Hagstofan hefir gefið út skýrslu um mannfjöldann á ís- landi samkvæmt síðustu tölum. Eru þær miðaðar við 1. des. 1962. Þá var heiidarfjöidinn 183.478. í Reykjavík voru 74.978 manns búsettir, í kaupstöðum lands- ins, að höfuðborginni frádreg- inni, bjuggu 48.972. 1 sveitum landsins og kauptúnum bjuggu 59.528. Stærsti bærinn utan Reykja- víkur er Akureyri. Þar bjuggu 9.152. í Kópavogi bjuggu 7.163 ogfHafnarfirði 7.490. legasta eins og ávailt áður, enda vel til þess vandað. Sótti það fÓIk viðsvegar að úr sýslunni. Mótið setti Lárus Ág. Gíslason, hreppstjóri, Miðhúsum, og stjóm- aði því síðan. Dagskráin hófst með einsöng Guðmundar Guðjónssonar, óperu- söngvara, en undirleik annaðist Skúli Halldórsson pfanóleikari. Þá flutti Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri, ræðu. Síðan söng Guð- mundur Guðjónsson öðru sinni. Þessu næst flutti Steinþór Gests- son, bóndi að Hæli ræðu. Að lokinni ræðu Steinþórs var gamanþáttur, er þeir fluttu leik- ararnir Árni Tryggvason og Klem- enz Jónsson. Var ræðumönnum og listamönn- unum mjög vel fagnað. Lauk síðan þessari samkomu með því að stiginn var dans fram eftir nóttu. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN FERÐIZTJ VOLKSWAGEN

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.