Vísir - 30.07.1963, Page 7

Vísir - 30.07.1963, Page 7
VÍSIR . Þriðjudagur 30. júlí 1963. ESEWSSIBV : ☆ I Sigurjón Bj'órnsson sáifraedingur: Ósamlyndi foreldra ‘l/'afalaust væri æskilegt, að öllum hjónum kæmi alltaf vel saman, að þau misstu aldrei stjóm á skapi sínu og segðu aldrei særandi orð hvort við ann að. En er hægt að gera slíkar kröfur á hendur nokkrum ein- staldingi? Ég held ekki. Þegar rætt er um manninn, þýðir ekki að miða við einhverja hugsjón, sem má heita enginn nær upp til heldur er hyggilegra að gera ráð fyrir. þeim venjulega breyskleika sem flestum fylgir. ■ Vitaskuld ber okkur að kapp- kosta að hafa hemil á skaps- munum okkar, en það er heldur ekki tiltökumál þó að oft og tíðum sjóði upp úr, einkum hjá þeim, sem skapríkir eru. — Sé nú gert ráð fyrir því, að flest hjón deili meira og minna, hvað er þá réttast að gera til þess að börnin bíði ekki tjón af því? Er t.d. ráðlegast að foreldrar deili aldrei svo að börnin heyri? Eða gerir kannski ekkert til þó að þau fylgist með? Á að leyfa börnunum að blanda sér í leikinn? Trúað get ég, að margir foreldrar, velti þess- um spurningum og öðrum hlið- stæðum fyrir sér. Við .skulum reyna að reifa máiið lítið eitt. Fyrst er rétt að greina á milli tvenns konar ósamlyndis. Annars vegar þar sem hjóna- bandið er í öllum grundvallar- atriðum gott og traust og ósam- lyndið er er ekki annað en smá- vægilegir árekstrar, oft í sam- bandi við þreytu, fjárhagsá- hyggjur eða ýmsa smámuni dag- legs lífs. Hins vegar þar sem alvarlegir brestir eru í grund- vallarsambandi hjónanna. Þeim. hefur e. t. v. aldrei tekizt að læra að lifa saman á eðlilegan hátt, þó að þau hafi reynt að sætta sig við orðinn hlut á yfir- borðinu. Þar sem svo er háttað, er viðbúið, að eldurinn sem undir lifir, blossi upp við minnsta tækifæri. Ótrúlegustu smámunir geta þá hleypt af stað hinum harðvítugustu deii- um. HéL verður ekki rætt um þessa síðari tegund ósam- lyndis (það gæti orðið efni í aðra grein), en við skulum snúa okkur að hinni fyrri, — Ég hugsa að hyggilegt sé fyrir hjón að venja sig á að leysa misklíðarefni sín alltaf jafnóð- um. Það getur verið varasamt að safna þeim saman, Og þaö ætti að vera skaðlaust, þótt stundum verði nokkuð hávaða- samt, slíkt getur oft hreinsað andrúmsloftið. Aðalatriðið er, að vilji sé til sátta og báðir að- iljar viðurkenni þörf hins til að hleypa út geðshræringum. En á að fela öll þess háttar uppgjör fyrir börnunum? Ég held ekki. Væri það gert, myndu börnin fá þá hugmynd, að pabba og mömmu kæmi allt- af vel saman, — þau myndu alast upp í fölsku andrúmslofti og vera illa undir það búin að mæta erfiðleikum síðar á lífs- leiðinni. Auk þess er aldrei hægt að fela slíkt algjöríega fyrir börnum. Þau finna oftast á sér, hvað er á seyði, og það er hollara fyrir þau að heyra og sjá sannieikann, heldur en lifa við þær hugmyndir, sem þau smíða sér sjálf. Og svo er annað. Deilur foreldranna eiga að hafa uppeldisgildi. Þetta kann að virðast ákaflega ein- kennilegt. Þær eiga að vera börnunum skóli, af þeim eiga þau að geta Iært, að það er ó- hætt að láta tilfinningar sínar í Ijós, jafnvel þótt það sé reiði, og foreldrarnir eiga að vera þeim fyrirmynd um það, hvern- ig árekstrar milli fólks eru til lykta leiddir á farsællegan hátt. Það hlýtur að vera augljóst, hve nauðsynlegt er fyrir börnin að læra þetta, — og að enginn getur kennt það annar en for- eldrarnir. Tjegar við rýnpm svolítið dýpra, sést jafnvel að hér er e. t. v. lykillinn að sambúðar- vandamálum á þjóðfélagssvið- inu, jafnvel í alþjóðamálum. Svo mikilvægt er það sem gerist innan vébanda fjölskyldunnar. En ef foreldrarnir kunna nú ekki að leiða deilur sínar til lykta á farsælan hátt? Ef end- irinn verður alltaf enn þá meira sundurþykki, margra daga þagn- ir, refsiaðgerðir o. m. fl. Sé svo, er sjálfsagt rétt að reyna að halda börnunum sem mest utan við, Og foreldrarnir verða þá sjálfs sín vegna og barnanna að gera allt sem I þeirra valdi stendi.r til þess að kippa vand- kvæðunum í lag. Ef ailt er látið reka á reiðanum, getur það eyðilagt hjónabönd, sem ekki höfðu minni möguleika í upp- hafi til að heppnast vel en mörg önnur, sem vel hafa gengið. Og það verður aldrei lögð nóg- samleg áherzla á það, hvað hjón geta áorkað miklu sjálf í þess- um efnum, ef góður vilji og þolinmæði er fyrir hendi. Það er líka annað, sem vinnst. Fátt færir tvo einstaklinga nær hvorn öðrum og tengir þá sterkari böndum en það að yfir- stíga mikla erfiðleika í sam- einingu. Aðeins 200 m. sundsprettur til þess að auka hróður íslands meðal frændþjóðanna á Norð- urlöndum. a n o sa n n 13 E3 (3 □ □ ri ci SJ a n n 13 n B 13 tl n n n n a ti 13 □ n □ □ n n □ E3 □ n n a u n n n □ □ a n □ □ E3 □ □ £3 □ n □ u n □ n □ a n n n n n n n n n n n n E3 □ n □ E3 E3 n p □ Tom Kristensen. jar bækur frá Gyldendal /''' YLDENDAL-útgáfan er þekkt fyrir að gefa út valdar bækur, sendir yfirleitt aðeins frá sér verk með bók- menntalegt gildi. Sum forlög virðast hafa efni á því að lækka aldrei kröfurnar þrátt fyrir breytilegt árferði. I sumar koma út hjá Gylden- dal bækur, sem er skipt niður í fjóra flokka. Kennir þar góðra grasa sem vænta mátti. í fyrsta flokknum, sem heyrir undir fagrar bólpmenntir (Skön- litteratur) eru m. a. bækur eftir lífs og liðna góðhöfunda: Karen Blixen, Bertold Brecht, Albert Camus, Tom Kristensen, Nexö, Steinbeck, svo að nokkrir séu laldir. Karen Blixen (sem Heming- way dáðist mest af) er í for- ystusæti með síðustu fullunnu bók sinni, Ehrengard. Skáldkon- an lauk við þessa sögu skömmu fyrir andlát sitt. Þulan, sem Blixen lætur segja söguna, er gömui kona, sem fer 120 ár aftur í tímann og fjallar um at- vik, sem gerast á litlu þýzku aðalssetri. Auk „Ehrengard“ kemur enn einu sinni út eftir sama höfund bókin „Afríkanski búgarðurinn" (Den allrikanske Farm), sem höfundurinn er einna frægastur fyrir. Sú bók hefur þegar verið gefin út í 77 þúsund eintökum í Danmörku. öðrum forvitnilegum bók- um er róm^ninn „Et bchagdigt OphoIdssted“ (Þægi- leg vistarvera) eftir Aage Dons. Bókin kemur út í ágúst í tilefni af sextugsafmæli höfundarins í'19. ág.). Titill bókarinnar er skírskotun til tíbetsks orðskvið- ar, sem segir eitthvað á þá leið, að við ákveðnar aðstæður geti sjálft helvíti verið þægiieg vist- arvera — hugnanlegasti dvalar- staður. Atburðarásin snýst um hvarf hálfáttræðs listmálara í heimaborginni Kaupmannahöfn. Gamli maðurinn finnst ekki, hvernig sem leitað er, og menn fara að álykta hitt og þetta, m. a. að hann hafi orðið glæpalýð að bráð. Þetta leiðir til æðis- iegrar leitar. Rómaninn er á- deilukennd skoplýsing á fólki og lífssviðum þess. I ágúst kemur einnig út eftir sama höfund „Hrím á glliggun- um“ (Frosten pa Rudene), sem talin er bezta skáldsaga hans (hún ber höfundi vitni um glögga mannþekkingu). Hans Brix kallar bókina „listaverk", sem beri að heiðra Aage Dons ■iyrir. Plágan eftir Albert Camus er gefin út í nýrri útgáfu. Margir telja hana bezta verk hans (bókin hefur komið út á ís- lenzku). Plágan herjar á bæinn Óran í Alsír. Plágan er tákn- mynd allra illra og lífseyðandi afla, sem ógna mannkyni í til- gangslausum heimi. Hins vegar skilst lesanda það á höfundi, að vegna glundroðans og vitleys- unnar í heiminum spretti upp eitthvað jákvætt; og dyggðirnar þrjár: hugrekki, heiðarleiki og ósérhlífni eru ótvíræð verð- mæti. ■T ágústmánuði koma eftirtald- ar bækur út: „Ilr. Norris skiptir um lest“ eftir Christ- opher Isherwood. Fjallar um andrúmsloftið í Berlín rétt fyrir valdatöku Hitlers. Isherwood er einn þessara meinfyndnu ensku rithöfunda. Þá er skáldsagan „Hjertet er en ensom Vandrer“ í þýðingu Doreta Oddal. Kjeld Elfelt skrifaði um (íiana: „Óvanalega þroskaleg skáldsaga, andrík og fyndin; stíll og tækni. Lífs- reynsla kemur fram í mannlýs- ingum“. Tom Kristensen verður sjö- tugur 4. ágúst n. k. í því tilefni kemur út úrval ljóða hans. Or- valið er svo alhliða, að öll tíma- bil í skáldlist hans eru kynnt. afmæli skáldsins kemur einnig út hin fræga bók „Hærværk“ í sjöunda sinn. Auk framangreindra bóka ber að nefna „Den döde Mand“ eftir Hans Scherfing, sem er satíra með glæpasöguívafi. Gerist meðal listamanna og rithöfunda í Kaupmannahöfn, en nokkuð af sögunni gerist líka í París. Þá er ritsafn Sören Kierke- gaards, en í ágúst verða.komin út 12 bindi af 20 í heildarsafn- í öðrum bókaflokkinum á vegum Gyldendals er „Kultur- litteratur": heimspeki, bók- menntasaga, ævisögur andans manna, guðfræði o. s. frv. Heimspekisaga Alfs Ahlbergs 1—6, Litteraturúdvalg eftir Chr. N. Brodersen og Sven Möller Kristensen, Confessio Augustina, eru helztu verkin. Þriðji flokkurinn nefnist Sag- litteratur, eingöngu orðabækur. Fjórði og síðasti flokkurinn eru barna- og ungiingabækur, aðallega endurútgáfur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.