Vísir - 23.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963. 5 \ Menntaskéli — Framh aí 1. síðu en það eru slíkar stofur sem verða í byggingunni, sem menn hafa verið að sprengja og grafa fyrir í vor og sumar. Það, sem að ofan greinir, kom fram í viðtalinu við rektor, sagði hann ennfremur: — Það eru ýmsar orsakir fyr- ir því, að framkvæmdir við hina nýju byggingu, sem reisa á, hafa tafizt. í fyrsta lagi tók lengri tíma en búizt var við að ná samningum um nauðsynlegar lóðir og ganga frá þeim, f öðru lagi hefir vinna við grunninn tafizt sökum þess hve mikið hef ir þurft að sprengja, og í þriðja lagi veldur mannekla við þessar framkvæmdir sem margar aðrar nokkrum töfum. — í þessari byggingu verða sér kennslustofur? — Já, í sér-kennslustofunum þar verður kennd náttúrufræði, efna- og eðlisfræði, og tungu- málakennsla á einnig að fara þar fram. Allt sem varðar tilhögun og útbúnað á slíkum stofum kynntum við okkur í Norður- landaferðinni ,eins og ég vék að áður. — Hve margir nemendur bætast við í haust og hvernig hugsið þið ykkur að ráða fram úr kennsluerfiðleikunum á vetri komanda? — Nemendum í Menntaskól- anum fjölgar um 50-100 á ári og nemendur á vetri komanda munu verða nálega 900. Við mikla erfiðleika varðandi kennsl na verður að etja eins og verið hefir og öllu meiri eins og skilj- ánlegt er eftir þvf sem nemend um fjölgar. Við verðum að þrengja enn meira að okkur og við höfum Þrúðvang, gamla Tón listarskólann eins og í fyrravet- Ur, og fleira er til athugunar og hefir verið síðan í vetur. — Hvað líður undirbúningi að því að reisa nýjan menntaskóla. — Næsta skrefið er að reisa nýjan menntaskóia, sem á að rísa upp í Hlíðunum. Unnið er að athugunum og undirbúningi málsins. Ég vil geta þess, að í borgum í menningarlöndum, borgum á stærð við Reykjavík, er talin þörf fyrir 2-3 mennta- skóla, og fyrir þeim þörfum séð. Og að þessu marki er stefnt hér. OSiuhreinsun — Framhald >jf bls. 1. að verður hvar unnt sé að kaupa óunna olíu, jarðolíu, á hag- stæðu verði, en fullvfst er talið að það sé mögulegt, Olfufélagið bandaríska hefur lýst sig reiðu- búið til að gerast hluthafi í fé- lagi sem stofnað yrði um olíu- hreinsunarstöðina, og selja Is- Iendingum hlutabréf sín að nokkrum árum Iiðnum, þannig að hún verði alíslenzkt fyrir- tæki. Það mun taka um tvö ár að reisa oliuhreinsunarstöðina, verði af framkvæmdum. Hún á að geta fullnægt þörfum okkar í allmörg ár og sparað stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri. Hagnaður er talinn geta orðið nægilega mikill til að hægt verði að greiða 10—15% arð. Með því skapast möguleikar til að hún verði vinsælt almenn- ingshlutafélag. Og það er ein- mitt ætlunin að safna fé til byggingar stöðvarinnar með hlutabréfasölu til almennings auk þess sem fyrirtækjum lands ins standa hlutabréfin einnig til boða. Olíufélögin fslenzku munu örugglega gerast hluthaf- ar, en þau munu sjá um dreif- ingu olfunnar, eins og verið hefur. Iþréttir — Framhald af bls. 16. ingar munu fara á laugardag og hvíla sig fyrir norðan yfir nótt- ina og hafa mikinn viðbúnað. Klappliðin eru einnig vel und irbúin og er ekki að vita nema Akureyringar dreifi fjölrituðum hvatningarorðum meðal áhorf- enda, eins og þeir hafa áður gert, þegar þeir hafa undirbúið orusturnar við KR-inga: Norðanstrákar — stærri spörk, styttri sanileik — fleiri mörk. Héðan úr Reykjavík munu KR-ingar og aðrir knattspyrnu- unnendur fjölmenna. Tugir einkabifreiða halda norður á föstudag og laugardag, áætlun- arferðum verður fjölgað og Flug félagið efnir til aukaferða með sérstökum kjörum. Heyrzt hef- ur qg um menn, sem hyggjast leigja sér minni flugvélar og fljúga norður á sunnudaginn, í þeim tilgangi einum að sjá leik- inn. Þegar reiknað er með á- horfendum úr nærsveitum Akur eyrar eins og áður, þá er ekki ólíklegt að á vellinum á Akur- eyri verði á fimmta þúsund manns. Er það mikil aðsókn í ekki stærri bæ. Hver sem endalokin verða, hvort leikurinn verður jafn og spennandi, eða yfirburðir af annars hálfu, þá er eitt víst: Það verður barizt á vellinum á Akureyri á sunnudag. Réðherrafundur — Framhald af bls. 1 sen, sem kemur í stað félags- málaráðherrans kom ekki fyrr en í gær og hafði flugvél hans einnig seinkað. Kl. 9.30 á miðvikudagsmorg- un hófst dagskráin og var þá ekið til Þingvalla og síðar um daginn var lagt upp á Kaldadal og ekið að Bifröst um kvöldið. I gærmorgun kl. 9.30 hófst fundurinn og stóð hann til kl. 6.30 í gærkvöld. Á fundinum í gær var rætt um tryggingu tekna á meðan á veikindum stendur og hafði Guðjón Hansen fram framsögu, hvenær borgarar skuli fá rétt til ellilifeyris og hafði þar fram- sögu Ottar Lund frá Noregi, verkþjálfun fullorðins fólks og hafði þar framsögu G. R. Coln frá Danmörku og að lokum ýmis vandamál varðandi heim- ili og íbúðir aldraðs fólks. í morgun kl. 9.30 hófst fund- ur aftur og átti að slfta honum á hádegi í dag. Mættu -til fund- ar fulltrúar félagsmálanefndar Norðurlandaráðs og ræddu þar við fundarmenn ýmis sameigin- Ieg mál. Fréttamenn Vísis brugðu sér upp að Bifröst í gær og er þá bar að garði var fundarhlé og fundarmenn voru ýmist á gangi eða sátu fyrir sunnan húsið * enda var veðrið dásamlegt, sól- skin og blíða. Dáðust hinir er- Iendu fulltrúar mjög að staðn- um og umhverfinu og einnig hafði þeim þótt mjög tilkomu- mikið að aka Kaldadal daginn áður. í gærkvöld óku fundar- menn um nágrenni Bifrastar og skoðuðu þá m. a. Laxfoss. Sænsku fulltrúarnir sem til ís- lands komu á undan hinum höfðu þegar skoðað Gullfoss og Geysi og ætla þeir að dveljast hér á landi fram yfir helgi og fara til Akureyrar og Mývatns. Hefur svikið — Framhald af bls. 16. til baka og afla sér þannig skotsilfurs, auk varningsins sem hann tók út. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk hjá Ingólfi Þor- steinssyni, er enn ekki vitað hve heildarupphæðin er mikil sem maðurinn hefur á þennan hátt svikið út. Alls mun hann hafa gefið út 16 ávísanir af þeim 25 sem tékkheftinu eru. En þær hafa ekki allar borizt í hendur lögreglunnar ennþá. Hún hefur samt náð í margar þeirra og af þeim er engin undir 2 þús. kr. en sumar allmiklu hærri. Það er því Ijóst að maðurinn hefir svikið út vörur og peninga sem nema nokkrum tugum þúsunda króna að verðmæti. Að öðru leyti kvaðst Ingólfur ekki geta sagt frekar um mál þetta þar sem rannsókn í málinu er enn á frumstigi. Vísir innti Ingólf Þorsteinsson ennfremur eftir því hvort Sig- urður nokkur Arnbjörnsson, er lögreglunni er kunnur fyrir ým- iskonar pretti og svik, væri að nýju undir smásjá lögreglunnar fyrir samskonar athæfi og Sig- urður hefur áður verið sakfelld- ur fyrir. Ingólfur staðfesti að Sigurður hafi verið kærður fyrir að svíkja út nokkur armbandsúr á Sauðárkróki, en að öðru leyti kvaðst hann verjast allra frétta um hann, þvf Sigurður hefur ekki verið handtekinn né yfir- heyrður hér f Reykjavík og þar af leiðandi ekkert geta um mál hans sagt. UndraBand — Framhald af bls. 16. til að gera úr því einskonar undraland. 1 garðinum er m.a. lítil tjörn, sem silungar eru í og hefur fjöl skyldan gaman af þvf að sjá fiskana sprikla í vatninu. Þá er þar gosbrunnur og skemmtileg- ar gangstéttir úr hraunhellum og göngubrú. Myndin, sem hér birtist, var tekin í morgun f þessum verð- launagarði. Á henni sést hús- freyjan Guðmunda Guðbjarts- dóttir og dóttir þeirra hjóna,' Sigurlaug Ásgeirsdóttir. Þau hjónin fóru að vinna að garðinum fyrir fimm árum. Þau hafa sjálf skipulagt hann og unnið allt í honum. Trén í hon- um eru enn lág, en mikið blóma skrúð f hrauribollunum. Gerhardsen Framnald at bls. 1. sem eftir væru á mælendaskrá, um 40 þingmenn, fengju aðeins 10 mínútur til umráða hver, en að auki hafa 20 þingmemn beð- ið um tvær mínútur hver og má jafnvel vænta þess, að úrslit í atkvæðagreiðslunni verði kunn fyrir miðnætti, eftir norskum tíma eða fyrir kl. 10 eftir ísl. tíma. Yfirleitt er búizt við, að ný stjóm, sem borgaraflokkarnir að líkindum mynda, muni verða skammlíf, og Finn Gustavsen, formaður Socialska þjóðarflokks ins, en stjórn Gerhardsens mun falla á þeim tveimur atkvæðum sem flokkurinn ræður yfir, að því er horfir, — Iýstj yfir því í gpsr, að hann myndi nota fyrsta tækifæri sem gefst til þess að fella borgaralega stjórn, jafnvel á morgun. S'ildarbingur œn Framhald af bls. 16. einnig veidd ineð öðrum þjóð- um. Þeir benda og á það, að dýptarmælar sýni gífurlegt síld- armagn í sjónum. Bátarnir streyma til Faxaf.hafna með síldina, þar sem móttöku- skilyrði eru lítil sem engin í Vesi,mannaeyjum. í Hafnarfirði hefur meira að segja orðið að grípa til þess ráðs að aka síld- inni í mikinn bing á tún skammt fyrir sunnan Hafnar- fjörð. Sést þessi mikli bingur hér á myndinni, þar sem hann breiðir úr sér i sólinni. Þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför föður okkar og tengdaföður, AUÐUNS AUÐUNSSONAR. Vigfús Auðunsson. Karl Auðunsson og fjölskyldur. Alltaf fj ölgar Áður en þér kaupið bíl, þá Hið lága varahlutaverð VOLKSWAGEN er þegar landsþekkt kynnið yður hvort varahlut- ir fást og hvað þeir kosta Tökum á móti pöntunum til afgreiðslu í september Komið og skoðið árg. 1964 H E K L A , Laugavegi Nýju bflarnir, árgerð 1964, til sýnis að Laugaveg 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.