Vísir - 23.08.1963, Page 7

Vísir - 23.08.1963, Page 7
V1SIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963. Greinar um byggingarmál, birtar í samvinnu við Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands. HÚS í TílKNINGU Margar gryfjur verða á leið þess, sem hefur í hyggju að koma þaki yfir sig og sína. Skipt ir þá ekki máli hvort hann bygg- ir sjálfur eða kaupir það sem aðrir hafa Iátið byggja. Það er því ekki úr vegi að benda á nokkrar af þessum gryfjum ef vera mætti að færri féllu f þær en hingað til. Og ber þá fyrst að nefna þá gryfjuna, sem fæst- ir sjá og falla í, en það er illa skipulögð og illa nýtt íbúð og þar með bruðl í húsrými og fjármunum. Að skipuleggja íbúð ina vel með tilliti til nýtingar, er sama og að spara tugi þús- unda i byggingarkostnaði auk þess sem íbúðin verður hag- kvæmari til þess viðburðaríka lífs, sem fjölskyldan lifir þar, ár eftir ár. jþað er einkennandi fyrir íbúð- ir hérlendis að þær eru að meðaltali mun stærri en íbúðir í nágrannalöndum okkar. Hugs- anleg skýring er að hér sé um lakari nýtingu, skipulagningu í- búðarinnar að ræða en erlend- is. Um þetta er þó ekki gott að fullyrða, því hér hefur ekki farið fram skipuleg, vísindaleg rannsókn á híbýlum og híbýla- háttum, en það er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir þessu atriði. TTitt má vera hverjum manni ljóst að það er hægt að ganga svo frá einni fbúð að nýting sé minni en eðlilegt er og frá' herbergi, einu eða fleiri, að nýting þeirra verði sáralítil, miðað við það blutverk sem herberginu var ætlað. Það kost- ar nákvæma athugun, mikla vinnu og þekkingu að vinna verkið svo að vel sé. Það er hlutverk arkitektsins, en í nánu samráði við óskir þess sem hann teiknar og byggir fyrir. Arkitektinn á að vera hlutlaus ráðgjafi. jLTjá þeim sem ætlar að byggja * vakna margar spurningar. Á að byggja eina eða tvær hæðir? Með eða án kjallara? Hvernig á að staðsetja húsið á lóðinni, þannig að hún nýtist sem bezt? Eiga svefnherbergi að snúa í norður? Eða einhverja aðra átt? Hvar á að staðsetja eldhús með tilliti til sólarinnar? Hvernig væri að hafa afdrep fyrir tómstundastarf? í hvaða stíl á húsið að vera? Sumum spurningunum svarar arkitek- inn frá sérfræðilegri þekkingu sinni einni saman. Öðrum spurn ingum verður ekki svarað nema hann hafi kynnt sér óskir og þarfir húsbyggjandans til hins ýtrasta. Húsbyggjandinn þarf í rauninni ekkert að vita um byggingar, en hann verður að þekkja sjálfan sig og þarfir sín- ar og óskir, þegar að því kemur að rætt verður um húsið. Og arkitektinn og viðskiptavinurinn verða að skapa kunningsskap sín í milli, sem gerir arkitektin- um mögulegt að leggja raun- sætt mat á þarfir og óskir við- skiptavinarins. Tjekktur bandarískur arkitekt hefur látið svo ummælt að hann vildi helzt geta búið um tíma hjá viðskiptavininum til að kynnast lífsvenjum og skoðun- veg og gróðúrmöguleika og ó- tal margt fleira. Hlutverk íbúðar Kröfur þær, sem fbúðin þarf að uppfylla eru sumpart al- menns eðlis, t. d. hvað snertir hvíld, máltíðir og sumpart frem- ur tæknilegs eðlis, t. d. það sauma á daginn auk hvíldar á nóttinni. Ljóst er að þarfir þessar gera kröfur til þess að herbergið sé rétt mótað, að lengd og breidd séu vel nýtt, einkum þegar her- bergisstærð er mjög takmörkuð. Nýting herbergis er aldrei háð stærð þess heldur þeim mögu- leikum sem það gefur til niður- röðunar húsgagna. Þar- ræður form herbergis, lengd, breidd og hæð, staðsetning glugga, hurða o. s. frv. Niðurröðun hús- gagna verður að geta verið þannig að herbergið verði vist- legt og auðvelt að þrffa það. Cérhver bygging eða fbúð, jafn- ° vel herbergi er listaverk, en mismunandi góð listaverk, eins og gengur og gerist. Hinn list- ræni þáttur eq ekki síður mik- ilvægur en góð nýting. Vel skipulagt hús er listaverk en það verður ekki sagt um illa skipulagt hús. Hið listræna fer ekki eftir kostnaði byggingar- innar. Þvf einfaldari sem bygg- ingin er þeim mun betri og Fyrirmyndarhús eftir arkitektana Jörgen Bo og Vilhelm Wohlert. Þetta 'er mjög vandað einbýlishús, efnisval og handverk er frábært. um hans og fjölskyldunnar. Arkitektinn þarf að afla sér upplýsinga um stærð fjölskyld- unnar, ef um slíkt er að ræða, aldur einstakra meðlima, sér- þarfir hvers og eins og sameigin legar þarfir, heilsufar getur skipt máli, fjárhagslega getu hsbyggjandans auk þess seni hann kannar hvað lóðin eða byggingarstaðurinn hefur upp á að bjóða, t. d. útsýni, næstu hús og götur, sól, lándslag, jarð sem snertir matreiðslu og þvotta. íbúðin kann iafnvel að þurfa að vera vinnustaður fyr- irvinnunnar. "í stærri íbúðum er yfireitt hægt að ætla einstökum þáttum þessa hlutverks sín sérstöku svæði af gólfhetinum, sérstök herbergi. I öðrum tilfellum verða herbergin að þjóna meir en einu hlutverki. Stundum e t. d. svefnherbergið notað ' ti' fegurri. Þess vegna er listræn bygging ekki endilega dýrari en sú sem er lakari að list- listrænu gildi. i IVÍ"argir telja að okkur hafi farið aftur í listrænu mati okkar á byggingum. Torfbæ- irnir, afsprengi langrar reynslu voru mikil list í einfaldleik sín- un. Þrátt fyrir það fólust í gerð þeirra lausnir á margvísleguni aunhæfum vandamálum að þvi er snertir kröfur þeirra sem í þeim urðu að búa. Og það er einmitt vandinn að geta byggt byggingu sem hvort tveggja 1 senn fullnægir óskum og þörf- um byggjenda og er gerð á Iist- rænan hátt. jyjenn hafa það sér til afsök- unar að nú eru efnin fleiri, og alltaf bætast ný og ný efni við. Áður genþekktu menn efn- ið sem bfbýlin voru gerð úr. Nú er þessu öðru vísi varið. .En eftir því sem þekking og skilningur á þessu atriði er meiri því fegurri hfbýli. Nú er rétt að drepa lauslega á þær kröfur, sem gera verður til íbúðar. Einstökum þáttum verða síðar gerð nánari skil. Svefn ^p^skilegast er að hver fjöl- skyldumeðlimur hafi eigið svefnherbergi. Aldrei ættu þó að vera fleiri en tveir um sama svefnherbergið, utan foreldra með hvftvoðung. Börn eldri en 12 ára og af ólíku kyni verða að fá sitt hvort herbergið. Borðhald Á að snæða í eldhúsi, sér- stakri borðstofu eða dagstofu? Hvað húsmóðurina snertir er til þægindaauka að ætla matborði rými í eldhúsi. Æskilegt er að matborðshlutinn sé svo stór að hann geti verið fyrir börn að leik á daginn. Þröngur borðkrókur er alltaf hvimleið lausn. En rétt þykir þrátt fyrir þetta að geta staðsett matborð í stofu, til hátíðarbrigða, ef borðstofa er engin, eða mjög lítil. Tómstundir T íbúðinni verður að vera rúm- góð og vistleg stofa þar sem fjölskyldan getur safnazt saman, blandað geði og tekið á móti vinum og kunningj- um. Æskilegast er að sérstakri tómstundaiðju einstakra með- lima fjölskyldunnar sé ætlaður ákveðinn staður t. d. þegar um smíðar, ijósmyndagerð og annað þess háttar er að ræða, sem á ekki heima innan um annað. Leikir Mikilvægt er að íbúðin sé skipulögð með tilliti til þess að börnin hafi eitthvað leiksvæði fyrir sig og kunningja sína. Stór borðstofa gæti verið lausn, eða eigið herbergi barnanna, ef stórt er, jafnvel dagstofa íbúðarinnar. Lestur og skriftir Ckólabörn og námsfólk þurfa ^ næði, það verður bezt skap að með því að þau hafi eigið herbergi. En sameigirilegt borð, skrifborð er æskilegt t. d. í stofu, vel lýst, helzt hliðarljós frá vinstri. Framhald á bls. 10. Kvik- mynda- sýning Kvikmyndasýning fyrir ai- menning verður n. k. miðviku- dagskvöld 28. ágúst í húsakynn um Byggingarþjónustunnar Laugaveg 18A og hefst hún kl. 20.30. Sýndar verða kvikmyndir um ýmsar byggingaraðferðir í nágrannalöndum okkar. Aðgang ur er ókeypis.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.