Vísir - 23.08.1963, Qupperneq 8
VÍSIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963
í?
Útgetandr. BÍáðaútgáfan VISIR
Ritstjöri: G.innar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f
Tíðindi úr Noregi
Míkil tíðindi gerast nú í stjórnmálalífi frænda
okkar Norðmanna. Norska stjórnin mun nú láta af
völdum eftir 28 ára stjórnartímabil jafnaðarmanna.
Orsök vantraustsins er námaslysið á Svalbarða, sem
kunnugt 'er, en hitt dylst ekki að þar er að nokkru um
yfirvarp að ræða- Stjórnarandstaðan hefur notað slys-
ið sem hentugt árásarefni á stjómina, þótt annað og
víðtækara búi undir.
Undir stjórn jafnaðarmanna hafa orðið miklar
framfarir í landinu og stjóm þeirra hefur notiö
óvanalegs trausts. Það er tvímælalaust vegna þess að
hún hefir ekki stjómað eftir forskrift sósíalismans,
eins og í upphafi var þó til stofnað, heldur reynzt
umbótasinnuð borgarastjóm. Þar í liggur lykillinn að
hinum langa valdatíma jafnaðarmanna í Noregi. Hafa
þeir farið svipaða slóð að þessu leyti og fokksbræður
þeirra á hinum Norðurlöndunum.
Foringi hægrimanna, John Lyng, mun væntanlega
mynda hina nýju stjórn. Fá þá hægri menn og bor-
araflokkarnir tækifæri til þess að koma hugmyndum
sínum í framkvæmd eftir þriggja áratuga dvöl í eyði-
mörkinni. Utanríkisstefnan mun verða mjög svipuð,
en margt ber á milli í innanlandsmálunum. En hin
nýja stjóm hefir lík í lestinni- Það eru lærisveinar
Ragnars Frisch, hálfkommúnistamir tveir sem réðu
falli stjórnar Gerhardsen, fulltrúar Socialisk Folke-
parti. Þeir hafa örlög hinnar nýju stjómar í hendi sér
og því er hætt við að framtíð stjómarinnar verði örð-
ug og stjórnartími hennar skammur.
En stjómarskiptin eru engur að síður mikilvæg
hausthreingerning í norskum stjómmálum. Það er
óheilbrigt að einn flokkur fari áratugum saman með
völdin og það skapar óhjákvæmilega spillingu og
stöðnun. Því munu margir Norðmenn fagna nýrri
stjóm, þótt fæstir telji hana líklega til langlífis.
Hvalfjörður
Hún varð skammlíf, Hvalfjarðarsprengingin stjóm-
arandstöðunnar. Skynsemin sýndi kommúnistum og
framsóknarmönnum fram á að ekki þýddi að telja
þjóðinni trú um að stofna ætti kafbátahöfn á Miðsandi.
En lærdómsrík voru viðbrögð Framsóknarflokksins í
upphafi moldviðrisins. Hann telur sig styðja Atlants-
hafsbandalagið, en þegar á ríður þýtur hann í fang
kommúnista. Það sýnir hve heilindin eru mikil í þeim
herbúðum og hver hugur fylgir máli hjá sumum for-
ystumönnum flokksins í vestrænni samvinnu.
BANDARfKIN ÓLÍK ÞVÍ
SEM MAÐUR SÉR í BÍÓ
Það eru nokkuð margir ís-
lenzkir unglingar sem á ári
hverju fara til annarra landa,
aðallega Bandarikjanna og
Bretiands, til þess að stunda
nám og kynnast öðrum þjóðum
en sinni eigin, eða bara til þcss
aö Ieika sér. Nokkur hluti þess-
ara unglinga er jafnan á veg-
um þjóðkirkjunnar, eða Ameri-
can Field Service.
Fyrir skömmu kom hingað
frá Bandaríkjunum hópur ung-
linga, sem hafði dvalizt þar um
eins árs skeið við nám í banda-
rískum skólum. Einn hinna
ungu manna, sem í förinni voru,
vár Sfmon Kjærnested, sonur
Guðmundar Kjærnested skip-
herra á t»ór og Margrétar konu
hans. Símon stundaði nám við
Iýðháskólann í Bangor og bjó
— á meðan á dvöl hans stóð —
á heimili bandarískra hjóna.
Fréttamaður Vísis hafði tal
af Sfmoni skömmu eftir að
hann kom heim og spurði með-
al annars:
— Hvemig samræmdist um-
hverfið þeim hugmyndum sem
þú hafðir gert þér um það,
áður en þú fórst utan?
— Það samræmdist ekkert
sérstakiega vel. Ég komst fljótt
að raun um að ég var tiltölulega
fáfróður um lifnaðarhætti og
annað slíkt. Þær hugmyndir
sem ég hafði gert mér, voru að
mestu mótaðar af kvikmyndum
og bókum, sem ég hafði lesið.
Og daglegt líf er harla ólíkt
því, sem þar er dregið upp.
— Hvernig gekk þér að kynn-
ast amerísku krökkunum?
— Það gekk mjög vel. Það
er yfirleitt mikið fljótlegra að
kynnast þeim en íslenzkum
jafnöldrum þeirra, en hins vegar
held ég að ekki sé eins mikið
um varanlega vináttu. En aðeins
tveimur dögum eftir að ég kom,
var ég búinn að eignast nokkra
ágæta vini, og búið að bjóða
mér að gerast meðlimur í
nokkurs konar skólafélagi sem
þeir höfðu, og nefndist Young
Men’s Christian Association.
Mér finnst nú trúlegt að forvitni
hafi ráðið þar nokkru um.
Pabbi og mamma
— Hvernig féll þér við fólk-
ið sem þú bjóst hjá?
— Mjög vel. Þau voru í sann-
leika dásamlegar manneskjur.
Ég kallaði þau pabba og
mömmu, og varð fijótlega eins
og einn af fjölskyldunni.
— Hvernig fannst þér af-
staða Bandaríkjamanna til Is-
lands, og þá vitneskja þeirra
um land og þjóð?
— Um afstöðuna get ég ekki
mikið sagt, en það sem þeir
vissu, var furðanlega mikið,
þótt það væri líka nokkuð
„gloppótt". Satt að segja iærði
ég sjálfur töluvert um fóstur-
jörðina meðan ég var þarna.
Það eru mörg atriði, sem maður
tekur ekki eftir í daglegu iífi
hérna heima. En þegar út er
komið, og maður hefur tóm tii
þess að hugsa um þetta — sér-
staklega fyrst í stað — þá er
það furðu margt sem maður
vill kynna sér betur. Einnig
varð ég að svara mörgum spurn-
ingum, og lærði þvi hvað er
sérstakt við landið í augum út-
lendingsins.
Námstilhögun betri
— Þú varst við nám I Banda-
ríkjunum, Símon, hvernig fannst
þér námstilhögunin þar?
— Mjög góð. Satt að segja
mikið betri en hér heima. Hún
♦ffiuiu-jT-uui'i'rcuv
Sfmon Kjærnested.
kennarar við skólana — sem
leiðbeina, og gefa góð ráð í
sambandi við val og tilhögun.
Þeir hafa þannig nokkur völd
á ákaflega „diplomatiskan" hátt.
— Hver fannst þér vera helzti
munurinn á íslenzkum og
bandarískum unglingum?
— Það er ekki gott að segja.
Þetta er í raun og veru okkur
fjarlægt fólk, sem er alið upp
við ólíka siði, og ólíkar aðstæð-
ur. Unglingar eru að vfsu alltaf
unglingar hvaðan sem þeir eru,
en aðstæður hljóta að móta þá
á annan hátt. Ég veit það eitt
með vissu, að mér féll mjög vel
við alla þá, sem ég kynntist og
fannst gaman að eiga þá fyrir
vini.
Kunningjamir í stríð
— Þú varst úti Símon, þegar
Kúbudeilan stóð sem hæst,
hver þóttu þér vera viðbrögð
hinna amerísku vina þinna?
— Þeir voru flestir mjög al-
varlegir, þegar minnzt var á
þetta og eiginlega allir töluðu
um stríð, og ég held að margir
hafi verið sannfærðir um, að
það mundi verða. Og allir voru
einhuga með Kennedy. Ef til
stríðs hefði komið, hefðu strák-
arnir vinir mlnir að öllum lik-
indum verið kallaðir í herþjón-
ustu. Mér þótti þetta allt ákaf-
lega leiðinlegt, en þeir virtust
hafa mestar áhyggjur yfir að
þurfa að skilja mig eftir einan
hjá stelpunum.
Rabbað við 18 ára gamlan piðt, sem
lífði eins og Ameríkani í eitt ár
er t. d. öll mikið frjálsari. Við
skulum segja að Jón Jónsson
ætlaði sér að taka fyrir ein-
hverja grein, þar sem hann
verður að taka próf í 16 fögum,
og námstíminn er 4 ár. Hann
getur valið sjálfur hvaða fög
hann vill taka fyrst fyrir, valið
t. d. einhver fjögur fög, sem
hann lýkur svo alveg við á því
ári, svo önnur fjögur næsta ár,
og koil af kolli. Hér heimá má
hins vegar segja að nemendur
séu að læra sum fög allan sinn
skólatíma. Má þar nefna t. d.
íslandssögu o. fl. Val er engan
veginn frjálst. Hin aðferðin
leiðir óhjákvæmilega til þess,
að fólk vinnur betur og fær rík-
ari ábyrgðartilfinningu. Fyrir
þá sem eru I einhverjum vafa,
og svo erlenda nemendur, eru
sérstakir menn — yfirleitt
— Hvernig finnst þér svo að
vera kominn heim?
— Það er dásamlegt, þó að
ennþá. Það er að sjálfsögðu
gaman að hitta fjölskylduna
aftur, og svo vini og kunningja.
— Áttu í nokkrum erfiðleik-
um með móðurmálið?
— Nei, ekki get ég sagt
það. Mér verða að vlsu helzt til
oft mismæli. 1 Ameríku er oft
sagt „I see“ í merkingunni ég
skil. En mér verður stundum
á að þýða það beint, og segja:
Ég sé. En þetta hverfur eftir
2—3 daga.
— Heldur þú, að þú farir út
aftur f nánustu framtíð?
— Nei, ætli það. Mig langar
nú til þess að vera dálítið leng-
ur heima. Og ég er lfka alveg
óráðinn um framtíðina ennþá,
segir Símon að lokum.
SPRENGING
Litlar skemmdir urðu, og eng-
inn slasaðist, þegar miðstöðvar-
ketill sprakk í húsinu Ljósheim-
ar 8—12 kl, rúml. 11 í gær-
d-g. Slökkviliðið var kallað á
vettvang vegna reyks, en eldur
reyndist enginn vera.
Talið er að sprengingin hafi
orðið vegna gasmyndunar sem
átti sér stað, þegar ketillinn —
sem er sjálfvirkur — stanzaði.
I