Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 16
VISIR „FIugvélaverksmiðjan“ f Hlaðbæ býr við heldur þröngan húsakost og er því erfitt um myndatöku. Myndina tók B. G., ljósmyndari Þrlðjudagur 3. sept. 1963. Vfsis, af Halldóri þar sem hann er að vinna við þyrilvængjuna. Smíðar þyrilvængfu / Vestmannaeyjum Stutt rabb við Halldór B. Arnason, sem smíðar flugvél í frístundum sínum Ungur Vestmannaey- ingur, Halldór B. Áma- son, 18 ára að aldri, er nú langt kominn með smíði á eins manns þyr- ilvængju. Þyrilvængjan á að hafa VÆ tíma flug- þol, og flughraðinn verð ur um 60 hnútar á klukkustund. Fréttamenn Vísis voru fyrir skömmu á ferð í Vestmannaeyjum og hittu þá Halldór í smíða- skúrnum í Hlaðbæ, sem í janúar í ár var breytt í „flugvélaverksmiðju“. — Ég get ekki neitað því, að ég hef í langan tíma haft brenn andi áhuga á flugvélum. En hins vegar hefur áhuginn á því að ger ast flugmaður aldrei gripið mig, sagði Halldór, þegar við spurðum hann, hvernig stæði á því, að honum hefði dottið í hug að fara að smfða flugvél. — Ekki alls fyrir iöngu rakst ég á teikningu af þyrilvængju í tímaritinu Flying. Ég fékk strax áhuga á því að reyna að smíða þyrilvængjuna, og núna er ég nokkuð langt kominn með sjálfa þyrilvængjuna. Leyfi hef- ég fengið fyrir vélinni, og ég panta hana einhvern tíma á næstunni frá Bandaríkjunum. — Hvað er þetta stór vél? — Hún er um 72 hestöfl. Flugþol hennar er eitthvað um 1 y2 klukkustund og ég held mér sé óhætt að segja, að hrað- inn sé um það bil 60 hnútar á klukkustund. Framh. á bls. 5 ’WVWWVWVWWVSÍW' Málið gegn Smith þingfest 1 gær var þingfest f Sakadómi Reykjavfkur málið gegn John Smith, skipstjóra á Miiwood. Við þingsetninguna f gær voru mættir Jón Thors fulltrúi sak- sóknara ríkisins. Tveir mats- menn, sem metið höfðu veiðar- færi Milwood, þeir Hafsteinn Bergþórsson og Steindór Áma- son. Dómari f málinu er yfirsak dómari Logi Einarsson, en með dómarar Halldór Gíslason og Hannes Pálsson. Eins og flesta, ef ekki alla grunaði, lét Smith ekki sjá sig, en ekkert bendir til þess að hann mæti fyrir sakadóml. Verjandi John Smith f málinu er Gfsli ísleifsson, hdl. f fjarveru hans mætti Ragnar Aðalsteinsson hdl. Ákveðið var að munnlegur málflutningur farl fram í málinu 29. okt. n.k. Laugarvatn vakti Norðmenn kynna sér skólcimól á íslandi «\AAAAAAAAAAAA/WAAAA/' Áskriftaverð VISIS er aðeins kr. 70.00 pr. mánuð Dagana 26. ágúst til 1. sept- ember dvöldust hér á landi tveir norskir fræðslumálastjórar, þeir Örbeck Sörheim frá Kristians- sand og Langlo frá Álasundi, en Langlo er jafnframt stórþings- maður. Voru þeir hingað komnir til að kynna sér skólakerfið á^ fslandi, en nú stendur fyrir dyr- um að semja frumvarp til laga um 9 ára skólaskyldu f Noregi. Þingkjörin nefnd hefur verið skipuð til að endurskoða fræðslulöggjöfina, og er örbeck Sörheim formaður hennar en Langlo einn nefndarmanna. Er fslandsferð þessi meðal verk- efna nefndarinnar og líkar kynn ingarferðir eru farnar til hinna Norðurlandanna og Bretlanda Fræðslumálastjóri Helgi Elfas son annaðist móttöku Norð- mannanna hér og ræddi mikið við þá, auk þess sem þeir ræddu við menntarnáTStáðherra Gylfa Þ. Gíslason og ýmsa framámenn í skólamálum. Norðmennirnir höfðu einkum áhuga á að kynna sér skipun skólamála í dreifbýlinu hér, því að í dreifbýli Noregs eru eink- um erfiðleikar í skólamálum. Fóru Norðmennirnir í tvær ferð ir, aðra um Árnessýslu og hina um Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. 1 fyrri heimsókninni heim- sóttu þeir m. a. Selfoss, Þing- borg, Skálholt, íþróttaskólann að Geysi og Laugarvatn, en að Laugarvatni dvöldust þeir Framhald í bls. 5. Ungur ávís- anafalsari Ungur ávísanafalsari var tekinn fyrir skemmstu hér í Reykjavfk fyrir árvekni kaupmanns nokkurs. Tildrögin að þessu voru _þau gð 12 ára drengur fékk 75 króna ávfs- un frá brotajárnssala fyrir brota- járn. Drengurinn breytti upphæð- inni í 500 krónur og fór með hana í verzlun þar sem hann ætlaði að selja hana. ’ Búðarmaðurinn lét hins vegar ekki blekkjast. Hann veitti strax athygli að ekki var allt með feljdu með ávísunina, hringdí til lögregl- unnar en kyrrsetti strák á meðan. Hefur strákur nú játað brot sitt fyrir lögreglunni. Lymlon Johnson kom til Stokkhólms / morgun Lyndon Johnson varaforseti Bandarfkjanna kom f morgun í op- inbera heimsókn til Svíþjóðar. Með Góð veiði í ELUÐAANUM Brátt fer laxveiði að ljúka í flestum ám lands ins og í nokkrum er lax- veiði þegar lokið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofunni hefur veiði verið betri í Norð- urá, Laxá í Kjós, Laxá í Þingeyjarsýslu og Elliða ánum en í fyrra. En Veiðimálastofunni hafa ekki borizt nýlegar skýrslur um veiði í nokkrum ám. í gær höfðu verið dregnir á land um níu hundruð laxar f Elliða- ánum. Er það mun betra en í fyrra, en þá veiddust alls 856 laxar yfir allt veiðitímabilið. Veiði í Elliða- ánum lýkur 4. september. Tvær-vikur -eru eftir af veiði- tímabilinu f Víðidalsá í V.-Húna- vatnssýslu. Þar höfðu verið veidd- ir fyrir nokkru um 1200 laxar. Yfir allt veiðitímabilið í fyrra veiddust alls 1329 laxar. Ekki hafði veiði- málastofnunin fengið nýlegar töl- ur úr Miðfjarðará, en fréttir þaðan herma að laxveiði þar sé um þess- ar mundir nokkuð góð. Veiði hefur gengið vel í Laxá í Þingeyjarsýslu. Á veiðisvæði Laxá- félagsins hafa verið dregnir 959 lax ar 18. ágúst s.l., en yfir allt veiði- tfmabilið f fyrra var veiðin á svæði félagsins 958 laxar. honum eru kona hans og 19 ára i og fremst vináttuheimsókn, þar dóttir Lynda Bird. sem hann komi fram sem sérstakur Flugvél hans lenti á Arlanda-flug [ fulltrúi Kennedy forseta. Þá mun velli og var öll sænska ríkisstjórnin | hann einnig ræða stjómmála- komin saman á flugvellinum til að viðhorfið við norræna forustumenp bjóða hann velkominn. Við móttök- einkum aðstöðu Norðurlanda gagn una lék herlúðrasveit þjóðsöngva landanna og Johnson kannaði heið ursvörð úr sænska hernum. Flutti hann síðan stutt ávarp. Að því búnu stigu bandarísku gestirnir upp í þyrilvængju, sem fluttu þá inn f Stokkhólm, en leiðin er um 40 km. löng. Var lent á opnum grasfleti í miðborginni, en þaðan ók forsetinn og fylgdarlið hans um götur borgarinnar. Þetta er upphafið á hálfs mánaðar ferðalagi Lyndon Johnsons um Norðurlönd. Hann dvelst þrjá daga í Svíþjóð og 5 f Finnlandi. Mun hann meðal annars fara í Lappland og heimsækja Rovaniemi og þaðan fer hann til Bodö nyrzt í Noregi, síðan til Osló og Khafnar. Bandarísk yfirvöld leggja áherzlu á, að heimsókn Johnsons sé fyrst vart Efnahagsbandalaginu. Ráðherra á ferðalagi Þýzki vísindamálaráðherrann, Hans Lentz, sem hér er í heimsókn í boði stjórnarvaldanna, fór í morgun í ferðalag að Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og Skálholti. Snæða átti kvöldverð í Skíðaskálanum í Hvera- dölum. Með ráðherranum fóru menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gfsla son, ráðuneytisstjóri Birgir Thorla- cius og frúr þeirra, prófessorarnir Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson og Kristján Albertsson, rithöfundur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.