Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 3. sept. 1963. ? 5 Peggy Gaddis: 14 Kveniæknirinn — Ég? Og hversu má svo vera, ekki gat mig dreymt, að ég næði slíkum árangri. — Nú, í fyrsta lagi, sagði Lou- ella, björguðuð þér lífi mínu, en það var ekki það bezta, því að þér björguðuð líka lífi Jimmy og það var það albezta sem fyrir gat komið, og svo rákuð þér smiðs- höggið á með því, hvernig sem þér nú fóruð að því, að snúa mömmu á okkar band Við Jimmy erum trú- lofuð og opinberum á morgun, og í september, þegar Jimmy er kom inn f herinn fer ég f beljuskóla til þess að búa mig undir að verða sveitákona. — Beljuskóla?, endurtók Mere- dith undrandi. — Kvennadeild Landbúnaðar- skóla ríkisins, sagði Louella svo sem ti> frekari skýringar. Jimmy og félagar hans kalla hann „beljuskól- ann“. Jimmy hafði annars sparað sér saman til þess að fara í þenn an sama skóla, en Sámur frændi hefir önnur áform sem stendur varð andi Jimmé. Ég ætla að stunda nám ið af kappi, ég ætla að geyma kennslubækurnar, og allt, sem ég skrifa f minnisbækur, og svo get- um við farið yfir allt saman, og svo reynum við semeiginlega að reka fyrirmyndar bú, og er þetta ekkí allt dásamlegt, Merry Iæknir, og eiginlega er allt yður að þakka. Þegar Meredith gat komið upp orði mælti hún: — Og móðir þín hefir fallizt á þetta allt? — Já, ég held nú það og betur, sagði hún og hristi korngulu lokk- ana sína. Hún. reikaði eins og í þoku f nokkra daga og eins og hún vissi hvorki í þennan lieim né ann an, — það var dagana eftir að þér rifuð í sundur tékkann hennar. og svo byrjaði hún að smákiökra við og við, og svo var eins og öll mótspyrna væri úr henni, og hún sagði, að ef ég elskaði Jimmy og gætj ekki elskað neinn annan, þá vrði svo að vera. bví að hún vildi að ég yrði hamnsiusöm. Og svo fór hún að gera grein fvrir stórum áformum um að kaupa handa okk- ur stóran búgarð með fínum bygg ingum, en Jimmv vill bað ekki og ég ekki heldur Ép á siálf 2500 dollara, sem er erfði eftir ömmu mína, og ég fæ umráð vfir, besar ég verð tuttugu og eins, og Jimmy sagði að við rrctum notað bá oen- inga og það, sem hann hafði sparað saman, til þess að festa kaup á snotru býli, þar sem hann gæti séð fyrir okkur, og svona verður það þá, og ég er svo hamingjusöm, að ég er alveg. að springa. — Og ég samgleðst þér, sam- gleðst þér af hjarta, sagði Meredith — Jimmé er góður og dugandi drengur og ég veit, að þið eigið eftir að verða mjög hamingjusöm. Nokkru síðar, þegar Louella fór frá henni, kát og léttstíg, fannst Meredith gott til þess að hugsa, að hún hafði þó átt þátt í að koma þessum ungmennum yfir örðugan hjalla og þangað, sem þau áttu, ef allt færi vel, að geta átt mikla ham ingju í vændum, og hún fann nú sinn innri styrk aukast, til þess að sinna því, sem framundan var—þá um kvöldið, með aðstoð Fraziers, og hún gat líka glaðst af tilhugsun inni um, að Hugh ætlaði að koma. Og hvernig sem allt velktist var eitt, sem hún var sannfærð um hún gæti allt af treyst á, og það var ást Hugh’s. Níundi kapituli. Það var orðið áliðið kvölds. Mar- thy var löngu komin I háttinn, en þau Meredith og Frazier voru í læknisstofu hennar að atnuga ijönt- genmyndirnar, en Hugh og Rosalie styttu sér biðina á meðan með því að fara í kotru. Mereditht horfði áhyggjufull á Frazier, sem var eigi síður alvar- legur á svip en hún. — Það er þá — krabbi, sagði hún, og hann lyfti höfði, strauk enni sitt dapur á svip: — Á grundvellj þeirrar þekking- ar og reynslu, sem ég hef getað aflað mér, tel ég vafalaust að svo sé — meira hef ég ekki rétt til að segja, ungur læknir með litla reynslu að baki. — Mér virðist líka augljóst, að um krabbamein er að ræða, og sennilega svo komið, að henni verð- ur ekki bjargað, sagði Meredith sorgmædd. Frazier varð hikandi á svip, en sagði svo: — Ég mundi ekki segja það, án þess að leita álits sérfræðings. Þeir hafa þegar bjargað mörgum með nýjum aðferðum, og við skulum ekkert fullyrða. Ef við gætum kom- ið henni til sérfræðings ... — Eins og til dæmis? — Nichols læknis í Atlanta, hann er einn hinna beztu í landinu. En það yrði dýrt að leita til manns eins og hans. — Og Marthy fær níu dollara í ellistyrk á mánuði, sagði Meredith þurrlega. — En það eru stofnanir, þar sem hægt er að leggja inn sjúklinga til rannsóknar, sagði Frazier. Til dæmis Faberdeildin í Memorial- sjúkrahúsinu. Sykes læknir þar er ágætur. Þetta tendraði von í brjósti Meredith. — Evan mundj hjálpa okkur, fyrst svo er, sagði hún glöð og veitti ekki athygli svipbreytingunni á andliti Fraziers, en hann sagði kurteislega: — Auðvitað, ef þér gætuð komið hennj inn þar. — Ég verð að hætta á að taka mér tveggja daga frí í von um, að ekkert komi fyrir, og aka henni þangað. Ég Iegg af stað á morgun. Hún stóð upp, vonglöð og ákveð- in. — Ég veit ekki hvernig ég fæ þakkað yður, Frazier læknir, sagði hún, en hann greip fram I fyrir henni og glotti dálítið: — Þér gætuð byrjað á þvi að kalla mig ekki stöðugt Frazier Iækni. Kallið mig Stewart, — það gera vinir mínir. — Það vil ég fúslega, sagði hún og þakklátum huga fyrir hjálp hans og vinsemd rétti hún honum hönd sína, sem hann greip með báðum sínum, og er þau stóðu þarna, hönd í hendi, og brostu hvort fram- an í annað, komu þau inn Rosalie og Hugh, og tilhlökkunin í svip Hughs hjaðnaði á augabragði, og kuldi og grunsemd komu fram I svip hans þegar. — Ég — ég vona að við trufl- um ekki, sagði hann hæðnislega. Við Rosalie vorum orðin þreytt á kotrunni og klukkan orðin ellefu ‘b'g"é£l4iéJtikö'i.júklingar ættu að vera komnir I háttinn. Hann leit út eins og hann hefði orðið fyrir áfalli og horfði með ásökun I augun á Meredith, sem nú kom til hans, hallaði höfði að öxl hans og sagði: — Stewart, — Frazier læknir hefur komið með ágætis uppá- stungu. — Kemur mér ekkert óvænt. Frazier læknir gat ekki stillt sig um að segja, en það var sem hon- um væri það þvert um geð: — í hamingju bænum hagið þér yður ekki eins og kjáni, Prather. Meredith fann, að hendur Hugh’s krepptust um handlegg hennar, en áður en hann fengi svarað sneri Frazier sér að Rosalie og sagði kurteislega: — Eigum við ekki að skreppa út I garðinn og kíkja á karlinn I tunglinu — það er veður til þess núna? Rosalie kæfði hlátur og saman fóru þau út i garðinn, en Hugh og Mereditht horfðu hvort á annað. Hún hafði aldrei séð tillit augna hans slíks sem nú eða svip hans allan jafn hörkulegan og hún var furðu Iostin. — Ég vissi ekki betur en þið hefðuð átt að vera að starfi, sagði hann ásakandi. Hún lyfti höfði og tillit augna hennar varð kaldara. — Við vorum að starfi. — Þú segir það, sjálfsagt með ánægjulegum árangri, sagði hann þurrlega. Andartak fór a!da reiði um huga hennar. Hún var svo þreytt, að hún hafði sjaldan þreyttari verið og áhyggjufull var hún vegna veikinda Marthy frænku — og fannst sann- arlega ekki á það bætandi að verða fyrir þeim vonbrigðum, að maður- inn sem hún elskaði hagaði sér eins og afbrýðisamur unglingur. — Við tókum röntgenmyndir. Við framkölluðum þær og gengum frá þeim til skoðunar. Við athuguðum þær. Ræddum um það, sem þær Ieiddu I Ijós. Við komumst að þeirri niðurstöðu mót von okkar, að Mar- thy frænka hefur krabbamein — sem vafasamt er að hægt sé að lækna. Við ákváðum að fara með hana til Atlanta eða Midland City til að leita álits sérfræðings og I veikri von um, að hún gæti fengið bata. Hugh hikaði. — Og nú á ég vlst að skríða I duftið og ... — Þú þarft ekkj að biðjast af- sökunar, sagði hún af hita. Það var eins og gremja hans blossaði upp að nýju. — Ég er þér alveg sammála. Ég held, að hver venjulegur maður sem væri, sem finnur unnustu sína að kalla I faðmi annars manns, þegar það svo þar á ofan starfið er notað að yfirskini ... — í þínum sporum mundi ég ekki segja meira, greip hún fram I, reiðin leiftraði I augum hennar. Þú kynnir að segja það, sem ég mundi ekki fyrirgefa þér, ... aldrei. Andart^kj^orfðu4W! æf af feiði hvort á annáð, en allt I einu sneri Meredith bakj við -honum? Iagði hendur að augum sínum, og axlir hennar titruðu, því að það var henni um megn að skylmast lengur, og eins og að líkum lætur hafði það þau áhrif á Hugh, að hann varð gripinn iðrun, yfir því hve fávíslega og af mikilli fljótfærni hann hafði mælt, og reyndi nú að gera ærubót, reyndi að sannfæra hana um, að hann harmaði sárt að hafa sært hana. Hann hallaði henni að sér og sagði: — Það stafar allt af því hve heitt ég eíaka þig — ég þoli ekki að sjá þig I nálægð annars manns. Ef við aðeins gætum gift’ okkur. — Ef við aðeins gætum gift okk- ur, end>:rtók hún, það gæti verið verrr., elskan mín, við getum ekki gengið I hjónaband fyrr en þú lærir að treysta mér fyllilega, — ella myndum við rjúka hvort I annað annað veifið og einn góðan veður- dag uppgötva, að við elskuðum ekkj hvort annað lengur. — Ég elska þig meðan ég lifi, sagði hann, því máttu treysta, og hann hélt henni svo þétt að sér, R TA.R2AN‘S PKIEMP IS OUH -f. C-C KIÍ.W ASAT, /AOTO-MCrOS A 'hSAST OP hZlsKPSHiP I að hún gat vart dregið andann . milduð vegna játningar hans, og trúar á, að hann væri, þrátt fyrir afbrýðikastið, sannur og góður drengur, sem unni henni eins og lífinu I brjósti sér. Það var þriggja stunda akstur til i Midland City, miðað við þann öku- hraða sem leyfður var á styrjaldar- tímanum, og þess vegna lagði Mere- dith af stað I birtingu daginn eftir með Marthy frænku. Marthy .kveið i fyrir og hlakkaði til I senn — kveið fyrir rannsóknum og úrskurði um, | að hún væri með banvænan sjúk- dóm, en hlakkaði líka til að sjá Midland City, en hún hafði aldrei til stórborgar komið á ævinni. Stærsti bærinn sem hún hafði kom- ið I var I um 35 kílómetra fjar- lægð frá River Gap og íbúatalan aðeins um 3500, en I Midland City bjuggu um áttatíu þúsund manns. Þar var mikil járnbrutarstöð og fjölda margar verksmiðjur og marg- ar stórverzlanir. Meredith hafði ekki reynt að leyna hana þvl, að þau hefðu áhyggjur út af því, sem myndirnar ferrania filmur Tarzan tekst að fá Gana af þeirti ákvörðun að drepa Moto- Motoana sem myrtu læknana og hjúkrunarkonurnar, og senda þá þess I stað til Mombuzzi, til að hljóta dóm þar. Þið gerðuð rétt, segir Tarzan. Leyfið mér svo að kynna fyrir ykkur Captain Joe Wildcat, hann er mikill höfðingi frá Ameríku. Vinir Tarzans eru vinir okkar, segir Gana, og tekur hönd Joes, farið Moto Motoar, og veiðið I matinn handa vinum okk ar. RósóL EFNAGERO REYKJAVIKUR H. F. Óiiýresr þykkor drengjapeysur HAÓKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.