Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 3. sept. 1963. Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ný vinnulöggjöf Eins og Vísir greindi frá í gær hefir nú náðst sam- komulag með samninganefndum í farmannaverkfall- inu og því verið frestað meðan atkvæðagreiðslur verða Iátnar fara fram. Þess er að vænta að samkomulagið verði sam- þykkt af öllum þeim starfshópum sem hér eiga hlut að máli, svo ekki komi til stöðvunar flotans en fimm flutningaskip stöðvuðust strax á fyrsta degi verk- fallsins. Þótt hér hafi vel tekizt til leiðir deilan hugann að miklu vandamáli sem bíður óleyst í vinnumálum þjóð- arinnar. Það er setning nýrrar vinnumálalöggjafar. Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því núverandi lög- gjöf var sett. Á þeim tíma hefir reynslan leitt margt í Ijós sem betur má fara og mörg nýmæli í vinnumálum hafa verið tekin upp hjá öðrum þjóðum, sem full á- stæða er til þess að reyna hér á landi. Það er mesti misskilningur að ný vinnulöggjöf þýði það sama og skertan rétt hins vinnandi manns, eða að með slíkri löggjöf eigi að afnema varkfallsrétt- inn. Þær röksemdir kommúnista fá ekki staðizt. Það hlýtur einmitt að vera hagur verkalýðshreyfirigarinn- ar, ekki síður en allra annarra stétta landsins að vinnu- deilur séu leystar með sem minnstu tjóni. Þess vegna getur enginn réttsýnn maður staðið gegn því að um- bætur verði gerðar í vinnumálunum, ef þær eru sann- gjamar og heildinni í hag. Hvar eru ráðin? Stjómarandstöðublöðin rita þessa dagana mikið um efnahagsmál. Gagnrýna þau ríkisstjórnina fyrir það að glundroði í þeim málum hafi aldrei verið meiri, eins og Tíminn segir í fyrradag. En hver eru úrræði stjómarandstöðunnar? Um það hefir oft verið spurt hér í blaðinu, en engin svör hafa fengizt. í fyrradag kemst ritstjóri Tímans næst því að svara þessari spurningu. Svar hans er þannig að leysa verði efnahagsvandamálin „með gætnu og hóf- sömu starfi“ og að vandinn verði aðeins leystur með „tiltrú“. Þetta er mikil snilldarlausn og liggur greinilega djúp könnun á eðli vandamálanna að baki hennar. Að vísu skortir örlítið á að nægilega skýrt sé tekið fram hvaða stefnu á að fylgja, hvemig á að Ieysa vandann, sem blaðið málar svo svörtum litum. En það er gífur- legt innlegg að við það sé „tiltrú“ nauðsynleg. Sannleikurinn er sá að stjórnarandstaðan er ráð- þrota í efnahagsmálunum. Hún hefir verið ráðþrota allt frá því hún hrökklaðist frá völdum 1958. Aldrei hef ir frá henni komið áætlun eða tillögur um hvað gera skuli heldur einungis innantóm slagorð um að hér sé glundroði. Þannig bjarga menn ekki landinu né vinna kosningar, enda sýndu úrsíitin í sumar, að þjóðin gerir sér ráðaleysi stjórnarandstöðunnar ljóst. Það er glatt á hjalla í leikstofunum, börnin raða kubbum, skoða myndabækur, teikna, syngja og ólmast. Ein lítil stúlka situr við forn fálega Remingtonritvél lætið er gott á þessu heimili. Öll börn þurfa gott atlæti, en engin kannske eins og þessi með yndislegu augun, sem trúnaðar- traustið skín úr. Þau hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að dragast aftur úr jafnöldrum sínum vegna vanheilinda á sál eða líkama, og það er mikilsvert starf að reyna að hjálpa þeim og skrifar af kappi Að vísu er ekkert blað í vél- inni, en það gerir min ist til. Úti á svölum evsí ýmsir að róla sér, vega salt og hamast í renni- brautinni. Það er gaman að lifa. Við erum stödd á Dagheimil- inu Lyngás að Safamýri 5. Það er glæsileg bygging, björt og nýtízkuleg, og alls staðar er tandurhreint og snyrtilegt, eins og bezt má verða. Fyrir utan er unnið við að girða lóðina og koma henni f lag. Hún er stór og verður seinna góður garður með margs konar Ieiktækjum. Tveir litlir snáðar fylgjast með framkvæmdunum af áhuga. Þótt Ieiksvalirnar séu skemmtilegar, komast þær auðvitað ekki f samjöfnuð við heilan garð. En hann verður bráðum tilbúinn, ef allt gengur að óskum. Fóstrurnar leika við börnin og kenna þeim að reisa hús og hallir úr marglitum kubbum. Þær eru kátar og brosleitar og þykir augsýnilega fjarska vænt um Iitlu skjólstæðingana sfna. „Eru ekki yndisleg augun í þeim?“ segir ráðskonan, sem stendur við eldavélina og hitar kaffi. „Sáuð þér litla drenginn þarna — ég kalla hann alltaf engilinn rninn". Það leynir sér ekki, að at- til að verða sjálfstæðir þjóðfé- Iagsþegnar, er þau vaxa upp. Styrktarfélag varigefinna. Fyrir rúmum fimm árum var stofnað hér á landi félág, sem hefur að tilgangi sínum að hrinda þeirri hugsjón f fram- kvæmd. Það nefnist „Styrktar- félag vangefinna" og starfar öt- ullega að þvf marki, að allt van- gefið fólk á íslandi geti notið hælisvistar við hin fullkomn- ustu skilyrði, þá er þess er ósk- að. Félagið hefur staðið fyrir byggingu dagheimilisins Lyng- ás og annast algerlega allan rekstur þess með aðstoð frá rfki og borg. „Árangurinn hefur orðið ótrú- lega góður á þessum fáu ár- um“, segir Þórður Hjaltason, framkvæmdastjóri félagsins. „Við mætum samúð og skiln- ingi af hálfu ráðamanna þjóð- félagsins og raunar þjóðarinnar allrar, og margir hafa sagt sem svo, að það sé ekki nema kær- komin fórn að láta eitthvað af hendi rakna til Styrktarfélags vangefinna f þakkarskyni fyrir það mikla Ián að eiga sjálfir hraust og heilbrigð börn. Enda er það verðugt verkefni fyrir alla góða menn að eiga hlut að þvf, að vangefið fólk fái að- hlynningu við sitt hæfi og skil- yrði til að bjarga sér nokkurn veginn á eigin spýtur í þjóð- félaginu". Þörfinni hvergi nærri fullnægt. „Hvað eru nú starfandi mörg hæli hér á Iandi fyrir vangefið fólk?“ „Þau eru þrjú — Sólheimar í Grímsnesi, Skálatún í Mosfells- sveit og Kópavogshælið, og svo er dagheimilið hérna. En þörf- inni er hvergi nærri fullnægt, og á heimilum víða um landið rfkir hreint neyðarástand, því að hælin geta ekki veitt viðtöku nema vissum fjölda, og við nú- tímaaðstæður er afar erfitt að ala önn fyrir vangefnum börn- um á venjulegum heimilum". „Og stendur til að byggja fleiri hæli á næstu árum?“ „Við vonumst til, að hægt verði að koma upp hælum fyrir 400 vangefna á næstu tíu ár- um, svo framarlega sem unnt verður að afla nægilegs fjár- magns. Árið 1958 var stofnaður Styrktarsjóður vangefinna, ein- göngu með það fyrir augum, að fé úr honum yrði varið til hælisbygginga fyrir vangefið fólk, og það var samþykkt á Alþingi, að af hverri flösku, sem seld væri hér á landi með öli og gosdrykkjum, skyldu 10 aurar renna til sjóðsins. Síðan hefur flöskugjaldið verið hækk- að upp í 30 aura, svo að ár- legar tekjur sjóðsins nema nú 6—7 milljónum króna. Hann er ekki eign félagsins, heldur ríkis- ins, en stjórn Styrktarfélags van gefinna hefur tillögurétt um ráð- stöfun fjár úr honum. Það skiptist milli þessara fjögurra stofnana, eftir því sem þarfir segja til um. Ennfremur höfum við fengið veruleg framlög frá bæjar- og sveitarfélögum um land allt, og þau renna óskert í þennan sjóð“. „En hvernig aflið þið fjár til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.