Vísir - 06.09.1963, Side 2
2
V1S IR . Föstudagur 6. sept. 1963.
r^1 TT T~p
Ungur námsmaður hnekkti
22 ára gömlu hástökksmeti
| Kringlukast.
AmwIih /m -1_i___:a«_' Erlendur Valdimarsson ÍR 43.59.
Agætur arungur a drengiamotmu i gær Guðm cuðmundsson kr «.ie.
Ungur stúdent, Sigurð-
ur Ingólfsson úr Ármanni
hratt 22 ára gömlu drengja
meti Skúla Guðmundsson-
ar á Drengjameistaramóti
Reykjavíkur í gærkvöldi.
Hann stökk 1.83 metra,
sem er einum sentimetra
hærra en gamla metið. -
Mótið var annars vel
heppnað og mörg og góð
afrek unnin.
Úrslit í mótinu:
100 metra grindahlaup.
Halldór Guðbjöj-nsson KR 16.6
Stefán Guðmundsson ÍR 17.6
Gestur: Þorv. Benediktss. HSS 15.4
1500 metra hlaup.
Halldór Guðbjörnsson 4.22.9
Gestur: Hilmar Ragnarsson
Breiðablik 4.40.1.
Kúluvarp.
Erlendur Valdimarsson ÍR 13.86.
Guðm. Guðmundsson KR 13.79.
Skafti Þorgrímsson ÍR 13.02.
Langstökk.
Ólafur Guðmundsson KR 6.39.
Ragnaj- Guðmundsson Á 6.14.
Einar Guðmundsson 6.04.
100 metra hlaup.
Skafti Þorgrímsson ÍR 11.1.
Einar Gíslason KR 11.2.
Ragnar Guðmundsson Á 11.2.
| Sigurður Harðarson Á 38.63.
400 metra hlaup.
Ólafur Guðmundsson KR 53.3.
Halldór Guðbjaj-tsson KR 55.6.
Bjarni Reinartsson KR 59.9.
Hástökk.
Sigurður Ingólfsson Á 1.83
(drengjamet).
Erlendur Valdimarsson ÍR 1.65.
Jón Kjartansson Á 1.60.
ídag
Drengjameistaramót Reykja
víkur heldur áfram í kvöld á
Melavellinum og hefst kl. 19.
Gseta laga og réttar í laadsleiknum
„ÞRlSTIRNIГ — sem gæta
laga og réttar í landsleiknum á
Laugardalsvellinum á morgun,
mætti seint í gærkvöldi á af-
greiðslu Loftleiða á Reykjavík-
urflugvelli, en þá kom norski
dómarinn, Rolf Olsen, með lang-
ferðabifreið frá Keflavíkurflug-
velli, þar sem flugvél Loftleiða
lenti.
Olsen lét vel af ferðalagi sínu
sem er fyrsta ferð hans til ís-
lands, en hann er gamall leik-
maður úr Oslóarfélaginu SKEID.
Olsen hefur dæmt einn A-lands-
leik í knattspyrnu áður, það var
í fyrrasumar í Helsinki, leikur
Finna og Svía. Hann hefur að
auki dæmt B-landsleiki og Ung-
lingalandsleiki, og þykir mjög
góður dómari.
Á flugvcllinum tók á móti
honum Karl Guðmundsson fyr-
ir hönd KSÍ, en Karl þekkir
Olsen frá því hann dvaldist sem
þjálfari i Noregi. Auk þess voru
svo línuverðirnir tveir, þeir Ein-
ar Hjartarson og Magnús Pét-
ursson, en Magnús er nýorð-
inn alþjóðadómari eins og kunn
ugt er. Mydin er af þessu þrí-
stirni laga og réttar í Iands-
leiknum.
Islenzk Cmemastopemynd
Nýlega lagði 10 manna leiðang-
ur af stað inn í óbyggðir til þess
að taka þar fyrstu Cinemascope
litkvikmyndina, sem tekin hefur
verið á fslandi. Það er kvikmynda-
félagið Geysir sem gengst fyrir
töku myndarinnar. Myndatakan
hófst s. 1. sunnudag á síldarmið-
unum fyrir Austurlandi á síldar-
skipinu Hannesi Hafstein. Framlög
og lán til myndatökunnar koma
frá ýmsum aðilum, sem áhuga hafa
fyrir landkynningu, svo sem flug-
félögunum, utanríkisráðuneytinu,
ýmsum sölusamtökum útgerðar-
manna, fiskframleiðendum skipa
félðgum o. fl.
Sérstaklega veitti Sveinn Bene-
diktsson útgerðarmaður leiðangrin
um höfðinglega fyrirgreiðslu. Bíla-
leigan Bíllinn leggur til bíla, með-
an á myndatökunni stendur, og
framkvæmdastjórinn, Guðbjartur
Pálsson, hefur tekið að sér að
skipuleggja og undirbúa leiðangur-
inn og verður sjálfur leiðangurs-
stjóri. Mun vart hægt að fá betri
mann til slíkra hluta. Fylgdarmað-
ur verður Halldór Eyjólfsson frá
Rauðalæk.
Farið verður á tveimur fjallabíl
um á ýmsa fegurstu staði landsins,
svo sem Landmannalaugar, Veiði-
vötn, Eldgjá, Jökulheima, Eyvind-
arkofaver, Öskju, Herðubreiðarlind
ir o. fl. Áætlað er að ferðin taki
um 10 daga.
Stjórnandi myndatökunnar er
Reynir Oddsson, myndatökumaður
William Lubchansky og aðstoðar-
myndatökumaður Gísli Gestsson.
Syndið 200
mefrana
t
Verða að skila
bikarnum?
Furðuleg kærumól í yngri flokkunum
vegna skorts d línuvörðum i
Fyrir skömmu fór fram
úrslitaleikur í 5. flokki
milli KR og Víkings og
vann KR sigur og fékk
eftir leikinn afhentan fal
legan bikar, sem formað
ur KSÍ afhenti. Nú er að
koma í ljós að þessi leik
ur og jafnframt úrslit
mótsins eru ógild. —
Ástæðan: Línuverði
vantaði.
Fyrir lá kæra frá Fram vegna
leiks við Víking í A-riðli Lands
mótsins, en Víkingur vann þann
leik 3:2 og fór í úrslit gegn KR.
Nú var farið að glugga í laga-
skræður og þar stóð vissulega,
að línuverðiy skyldu vera við
alla leiki yngri flokka, en þyrftu
ekki að hafa dómarapróf, né
jafnvel bera nokkurt skynbragð
á knattspyrnu yfirleitt. Þannig
geta dómarar látið flaggið í
hendur óvitabarna og samt far-
ið að lögum.
Eftir að úrslit 1 5. flokki
höfðu faj-ið fram og verðlauna-
bikarinn afhentur, féll úrskurð-
ur í málinu: Leikur Fram og
Víkings ólöglegur og skyldi
fara aftur fram og úrslitaleikur
milli KR og sigurvegara f þeim
leik. Verður KR þannig að skila
aftup þeim grip, sem þeir hafa
þó réttilega til unnið.
Annað við þetta er það, að
nú er hægt fyrir félög, sem hafa
tapað í yngri flokkunum f sum-
ar, að kæra, enda hefur sjaldan
eða aldrei verið hafður línuvörð
ur í þeim leikjum. Gæti svo far
ið að bikararnij- yrðu teknir aft
ur af sigurvegurum allra yngri
flokkanna f sumar.
Dómur þessi er auðvitað i
fyllsta samræmi við gildandi
reglur, en samt er þama galli
á reglunum og hann ber að lag-
fæj-a hið bráðasta.
Garðar
ekki
með
Garðar Ámason, h. fram-
vörður íslenzka landsliðsins
hefur boðað forföll á Iaugar-
daginn þegar liðið leikur
fyrri leikinn við Breta. Hann
hefur að undanfömu verið
lasinn og hefur ekki jafnað
sig enn að fullu.
í stað hans kemur félagi
hans, Sveinn Jónsson. Er
mjög slæmt að missa Garð-
ar, en vonandi tekst Sveini
að fylla það stóra skarð, sem
Garðar skilur eftir.
+Wntur» p
prentsmiöja L gúmmístimplagerö
Elnholtl 2 - Slmi 20960
Garnúrval í
H0FI
Skútugarn
Kisugarn
Vesdregarn
Bussegarn
Nylongarn
H0F
Laugavegi 4
Útsalan
stendur aðeins
þessa viku.
HATTABÚÐIN
HULD
Kirkjuhvoli.
LEIKSÝNING
Hlauptu af þér hornnt
Fyrsta sýning í Reykjavík í kvöld kl. 8,30 í
Iðnó. Aðgöngumiðasala frá kl. 2.
Leikflokkur Helga Skúlasonar.
—WTiiWl—