Vísir - 06.09.1963, Side 4

Vísir - 06.09.1963, Side 4
VI S IR . Föstudagur 6. sept. 1963. fyrsta af mörgum sýningarferð- um erlendra ballettflokka hing- að til lands. Þess er naumast að vænta, að hægt verði að koma upp íslenzkum ballettflokki í nánustu framtíð, þótt vfsir að honum sé þegar í sköpun, en heimsóknir dansara frá öðrum löndum geta opnað augu og eyru almennings fyrir fegurð og töfrum þessa sérkennilega list- forms. Konunglegi danski bailettinn er ekki einungis meðal frægustu bailettflokka heimsins, heldur á hann sér einnig merkilega sögu. Hann hefur verið kallaður „lif- andi fornminjasafn", því að hann varðveitir einn allra ball- ettflokka sérkenni franska skól- ans frá dögum hins óviðjafnan- lega Vestris, Nijinskys 19. ald- arinnar. Það er sjaldgæft, að ballettflokkur eigi sér langa hefð að baki — auk danska ballettsins er aðeins um að ræða ballett Parísaróperunnar og rússnesku ballettflokkana í Sovétríkjunum, sem starfað hafa öldum sáman og eru enn við lýði. /ir ö:;um listgreinum er ball- “ttinn kannske sú, sem örðug- ast er að skiigreina og auðveid- ast að njóta. Hann innifeiur svo ótalmargt og spannar svo vítt svið, að scgia má, að í honum sameinist allar helztu listgrein- ar — mynd'i t, tónlist, Ieildist, höggmyndalist, byggingarlist... að ógleymdri danslistinni sjálfri, sem þó er ekki ncma þáttur í þeirri merkilegu heild, er nefn- ist bailett. Hundruð og þúsundir bóka hafa verið skrifaðar um ballett- irin, bæði af lærðum og leikum. Hann hefur verið kallaður lif- andi málverk og hreyfanleg byggingarlist, sýnileg tónlist og leiklist án orða. Það er mikill misskilningur að ætla, að ball- eít sé ekki annað en syrpa af dönsum með viðeigandi undir- spili, leiktjöldum og búningum. Dans og ballett er sitthvað. Góður ballett er samruni mynd- listar, danslistar, leiklistar og tónlistar í Iifandi heild, og eng- inn einn þáttur má draga að sér athyglina á kostnað hinna. Þess vegna er aldrei fullnægiandi að horfa á dansa, sem slitnir eru úr samhengi og sýndir án leik- tjalda, ef til vill með píanóund- irleik í stað hljómsveitar. Jafn- vel miklir dansarar þarfnast réttrar umgjörðar, ef þeir eiga að geta notið sín. Brúðusmiðurinn Coppélius með ungu síúlkuna, sem læzt vera' dúkkan hans, er skyndilega vaknar til lifsins. Inge Sand sem Svan- iltía og Niels Björn Larsen sem Coppélius. Atriði úr ballettinum Coppélia við tónlist eftir Delibes. mörgum ballettum á árunum 1651—1669. Eftir Galeotti kom Antoine Bournonville, og af honum tók við sonur hans, hinn ódauðlegi August Bournonville, sem lyfti danska ballettinum upp á hærra stig og skapaði þá hefð, er varðveitzt hefur fram á okkar daga og kennd er við hann. Bournonville-stíllinn er dýrmæt- asta arfleifð danska balletts- ins, og Bournonville-ballettarnir hafa vakið aðdáun úti um allan heim á undanförnum áratugum. ^ugust Bournonville var fædd- ur árið 1805 og gerðist nítján ára gamall nemandi hins dáða Auguste Vestris í París. Skömmu síðar réðst hann að ballettflokki Parísaróperunnar og dansaði þar nokkur ár móti frægustu ballerínum þeirra tíma, Marie Taglioni og Fanny Essler. En hann kunni því illa, að dans- arar voru í litlum hávegum hafðir utan leikhússins, og hélt aftur heim til Danmerkur, þar sem hann þóttist geta orðið mikilsmetinn borgari engu síður en vinsæl stjarna á leiksviðinu. Enda varð honum að trú sinni. Fimmtíu ár starfaði hann við Konunglega leikhúsið 1 Kaup- mannahöfn sem ballettmeistari, aðaldansari, kóreógraf og kenn- ari, og verður framlag hans til danslistarinnar áreiðanlega seint fullmetið. Hann kom upp af- burðagóðum ballettflokki, kenndi hinn hreina, franska stíl, er hann hafði sjálfur lært hjá Vestris, samdi u. þ. b. fimm- tíu balletta, sem margir eru enn dansaðir, og — síðast en ekki sízt — tókst að hefja ballettinn til vegs og virðingar og fá hann metinn til jafns við leiksýning- ar og óperur. Eftir lát Bournonvilles árið „4879 tók danska ballettinum að hnigna, en árið 1932 upphófst nýtt blómaskeið 1 sögu hans, er Harald Lander tók við embætti ballettmeistara. Hann starfaði 19 ár við Konunglega leikhús- ið, hóf aftur sýningar á ballett- um Bournonvilles, sem farnir voru að gleymast, samdi um 25 balletta fejálfur og fékk fræga kóreógrafa frá öðrum löndum til að annast uppfærslur á verkum sínum. Allt þetta víkkaði mjög svið danska ballettsins, og smám saman ávann hann sér frægð um allan heim sem einn af gróskumestu og sérkenni- legustu ballettflokkum okkar tíma. T>ournonville-stíllinn — eða hinn gamli, franski skóli frá dögum Vestris og Taglioni — einkennist af hraða, léttleik oB fimi í „batterie" og er einkar FramI fcJLI Fjað var um miðja 18. öldina, sem stofnaður var ballett- skóli við Konunglega Ieikhúsið í Kaupmannahöfn, þá nýbyggt. Árið 1775 réðst hinn frægi, ítalski ballettmeistari, Vincenzo Galeotti, að leikhúsinu og starf- aði þar til æviloka sem dansari, kóreógraf og ballettmeistari. Sjötíu og átta ára að aldri dans- aði hann stórt hlutverk í balletti sínum, „Rómeo og Júlía“, en varð nokkru síðar fyrir því ó- láni, að konungurinn sæmdi hann aðalstign, og þá gat hann ekki Iengur verið þekktur fyrir að sýpa. sig, á syiði, Það þótti ekki nógu fínt í þá daga, þó að Lúðvík fjórtándi Frakkakonung- ur hefði reyndar ekki vílað fyr- ir sér að dansa opinberlega, meðan hann hafði getu til, rúm- lega hundrað árum áður. Að ekki sé minnzt á Neró keisara, en hann lét sér víst nægja ein- dans — Lúðvík XIV fór hins vegar með aðalhlutverk í fjöl- La Syiphide. Rómantíski ballettinn endurvakinn. Kirsten Simone sem skógardísin fagra, Henning Kronstam sem James. Kærkomnir gestir Konunglegi danski ballettinn sýnir í ÞJÓÐLEIKHÚSINU J næstu vijcu gerist sá sögulegi viðburður, að Islenzkir leik- húsgestir fá f fyrsta sinn að $,iá .ldagsfskan, ballett sýndan af úrvalsíistamönnum við þa,u skil- yrði, sem slík sýning krefst. Að vísu kann svið Þjóðleikhússins að vera í minna lagi fyrir dans- ara, sem vanir eru Konunglega leikhúsinu f Kaupmannahöfn, en sá þröskuldur er ekki óyfirstíg- anlegur. Og vonandi verður þessi kærkomna heimsókn Kon- unglega danska ballettsins hin

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.