Vísir - 06.09.1963, Page 5
V í SIR . Föstudagur 6. sept. 1963.
5
Með þyrlym —
Framhald at bls. 1
forsetinn leggja af stað með
þyrilvængju frá Hótelinu og
fljúga til Þingvalla. Á Þingvöll-
um mun hann dveljast um stund
arfjórðung og fljúga síðan aftur
til Reykjavíkur og lenda við
Hótel Sögu. Lendingarstaður
hennar verður gamli íþróttavöll
urinn. Ferðin með þyrilvængj-
unni til og frá Þingvöllum tek-
ur aðeins 15 mínútur hvora leið,
svo að sýnt er, að hægt verður
að framkvæma ferðina með am-
erískum hraða.
Varaforsetinn mun búa að
Hótel Sögu um nóttina en
snemma morguns á þriðjudag
fer hann á brott héðan og stígur
upp í þyrilvængju við Hótel
Sögu og verða þar viðstaddir
til að kveðja hann forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra.
iandsliðii —
Framhald at bls. 16
London í september 1961
með 1:0. Hvorug talan er
stór og í hvorugt skiptið
var um yfirburði Englend
inga að ræða.
Það er því ekki fjarri lagi að
reikna með jöfnum og spennandi
leik í Laugardal, þegar eftir að
norski dómarinn Olsen hefur blístr
að til leiks að lokinni hinni venju-
bundnu setningarathöfn. Ekki sízt
þegar tillit er tekið til þess að
liðið nú skipa 5 þeirra leikmanna
Englendinga, sem léku í London í
hitteðfyrra. Það sem kemur til
með að ríða baggamuninn er rétta
stemmningin hjá liðinu og hún er
áreiðanlega fyrir hendi, og ekki
síður stemmning og hvatning frá
áhorfendapöllunum, sem verða ef-
laust mjög þétt skipaðir að þessu
sinni.
í gærdag fórum við inn á Laug-
ardalsvöll og horfðum á leikmenn
íslands æfa létt fyrir stór átök og
fundum að þarna var unnið af ein-
lægni og áhuga og verði baráttan
í lagi á morgun er við góðu að
búast.
Svipfur —
Framhald af bls. 16.
kvöldi sama dags.
Við rannsókn í málinu kom fram
að ökumaðurinn hafi orðið slyssins
var, en hann skýrði svo frá að
mikil hræðsla hafi gripið sig og
hafi hann því ekið á brott án þess
að skeyta um hið slasaða barn.
Rúmum tveim klukkustundum
eftir að slysið skeði gaf ökumaður-
VOLKSWAGEN - 1500
VERÐ:
VOLKSWAGEN 1500
KR. 163.780.
VOLKSWAGEN 1500
STATION
KR. 175.220.
Alltaf fjölgar
VOLKSWAGEN
H E K L A , Laugavegi
170-172 . Sími 11275.
inn sig fram við rannsóknarlög-
regluna og viðurkenndi að hafa ek-
ið á barnið. Jafnframt skýrði hann
frá því að hann hafi ekið á 40 — 45
km hraða og hafi slysið borið svo
bráðan að, að hann hafi ekki haft
svigrúm til að hemla og hafi held-
ur ekki reynt að hemla eftir að
slysið skeði.
Dómur gekk í máli piltsins í saka
dómi Reykjavíkur fyrir skemmstu
og kvað Gunnlaugur Briem saka-
dómari hann upp. Varð ákærði
dæmdur í 3 rtiánaða varðhald og
sviptur ökuleyfi ævilangt fyrir að
hafa orðið valdur að bana drengs-
ins með of hröðum og ógætilegum
akstri og einnig fyrir að hafa horf-
ið af vettvangi án þess að gera
lögmætar ráðstafanir, þ. e. að nema
staðar á slysstað og kveða lögregl-
una á vettvang. Einnig var ákærða
gert að greiða allan sakarkostnað.
Framhald af bls. 16.
Þá sagði tillögumaður það
vera almennt menningaratriði
að hafa kvöldsölur I smábúðum
með afgreiðslulúgu, kíoskum,
og að þær yrðu aðeins opnar
til 22. Taldi hann það hafa tak-
markað þjónustugildi að þess-
ar búðir- væru opnar lengur.
Hann kvað umræddar tillögur
aðeins vera til heimildar á leng-
ingu afgreiðslutíma matvöru-
verzlana. Hvort úr því gæti orð-
ið þótt heimild borgarstjórnar
fengist, væri komið undir sam-
komulagi milli kaupmanna og
afgreiðslufólks. Viðræður hefðu
farið fram að undanförnu og
hefði þar orðið Ijósara en áður
að samþykkt tillagnanna felur
ekki í sér lengingu vinnutím-
ans.
Sigurður Magnússon kvað það
öfugþróun að kvöldsölum skuli
leyft að selja hvers konar varn-
ing, jafnvel gegnum lúgur, á
sama tíma sem fullkomnum
verzlunum er meinað að selja
vörur sínar. Taldi hann sumar
kvöldsölur álls ekki uppfylla
þær kröfur, sem gerðar eru til
almennra verzlana.
í tillögunum er gert ráð fyrir
að smásöluverzlanir megi vera
opnar frá kl. 8—18 alla virka
daga nema föstudaga frá 8—22.
Á laugardögum megi verzlanir
vera opnar til kl. 14 á tímabil-
inu 1. maí til 30. september ,en
til kl. 16 á tímabilinu 1. októ-
ber til 30. aprll. Borgarráð get-
ur heimilað tilteknum fjölda
verzlana að hafa opið til kl.
22 alla daga nema á einstökum
helgidögum.
Sala á sælgæti og gosdrykkj-
um á að vera óheimil í mjólk-
ur- og brauðbúðum.
Söluturnar skulu selja kort,
vinnu við Búnaðarfélag íslands,
og skal sú nefnd starfa að og
gera tillögur um framtíðarskip-
an landbúnaðarins í heild,
FramhaW at bls 16
En ekki leið á löngu þar til
Sigurður var orðinn hinn skraf-
hreifasti og þá kom öll sagan:
— Við vorum þrír saman úti
á engjum að taka saman hey.
Ég, bóndinn og 10 ára strákur
frá Akureyri. Okkur varð sund-
urorða 'og ég braut heykvísl í
reiði minni. Þeir urðu vondir
og fóru að skamma mig. Labb-
aði ég þá frá þeim og fór upp í
fjall í berjamó. Þá datt mér allt
í einu í hug að fara heim. Labb-
aði ég síðan af stað yfir Eyjadal,
Öxnadal og heiðina.
— Þegar ég kom á heiðarbrún
ina sá ég, að ég var í Fnjóska-
dal, en þar svo bratt niður að
ég treysti mér ekki til að fara
það. Þá var komið nokkuð langt
fram á kvöld og farið að dimma,
einnig var komin svarta þoka.
Fann ég mér gilskorning, lagði
mig og sofnaði.
Ég held að ég hafi vaknað
milli klukkan 3 og 4. Þá var
mér anzi kalt því ég var bara
á skyrtunni að ofan og engu
innan undir henni. Til þess að
mér yrði ekki eins kalt á hönd-
unum tróð ég þeim inn undir
skyrtuna. Er ég vaknaði var enn
þá þoka, en heldur minni en um
kvöldið. Labbaði ég þá af stað
norður heiðina og skellti mér
niður rétt hjá bænum Mörk, en
það er næsti bær sunnan við
Vaglaskóg.
Síðan labbaði ég í gegnum
skóginn, yfir Fnjóská, á brúnni
og hélt síðan yfir Vaðlaheiði.
Þegar ég var kominn upp á heið-
arbrúnina, var ég staddur rétt
við veginn. Sá ég þá vörubíl og
tókst mér að stöðva hann. En
til þess að fá far þurfti ég að
„Ijúga“ í bílstjórann.
Til Akureyrar kom Sigurður
um hádegi, var þá næstum lið-
inn sólarhringur frá því að hann
lagði af stað.
— Dótið mitt er allt fyrir
austan, en eitt ér víst, að ég
ætla þangað aldrei aftur. —
Kannski fer pabbi þangað til
þess að sækja það eða bóndinn
sendir það, sagði Sigurður að
lokum.
Stéítarsambandsfundi
bænda lauk ekki fyrr en
skömmu áður en blaðið
fór í prentun í dag. í
fundarlok flutti Ingólf-
ur Jónsson, íandbúnað-
arráðherra, ávarp.
Stjómarkjör fór fram á fund-
inum í dag. Sverrir Gíslason,
bóndi í Hvammi í Norðurárdal,
sem verið hefir formaður Stétt-
arsambandsins frá upphafi baðst
undan endurkosningu og Bjarni
Bjarnason á Laugarvatni, sem
einnig hefir verið í stjórn frá
stofnun sambandsins, baðst og
undan endurkjöri. og sömuleið-
is Páll Metúsalemsson, Refstað.
Fundurinn gerði einar fjór-
ar samþykktir um verðlags-
mál landbúnaðarins, þar sem
tekið er undir þær kröfur um
verðlagsgrundvöll landbúnaðar-
afurða, sem fulltrúar bænda í
sex manna nefndinni hafa lagt
fram, og jafnvel gengið lengra
í vissum atriðum. Er þar lagt
til að lágmarkskaup bóndans
verði 150 þús. krónur á ári. En
fulltrúar bænda höfðu lagt til í
sex manna nefndinni að verðlag
á landbúnaðarafurðum hækkaði
um 36,5%.
Fyrrihluta dags í gær og fram
að síðdegiskaffi störfuðu nefnd-
ir að athugun tillagnanna, sem
fyrir lágu, en síðan var farið að
mæla fyrir þeim, ræða þær og
afgreiða. Þessar umræður um
tillögur og afgreiðsla þeirra
stóðu til klukkan að ganga fimm
í morgun. Ætlunin hafði verið
að ljúka fundinum í gærkvöldi
eða nótt, en það reyndist ekki
unnt og hófst fundur því að
nýju um kl. 9 í rnorgun. Þá fór
fram stjórnarkjör og ráðherrann
flutti sitt ávarp. Aðalfundur
stéttarsambandsins hefir aldrei
staðið á þriðja dag fyrr en að
þessu sinni. Fulltrúarnir hafa bú
ið að Hótel Sögu. Hina nýkjörnu
stjórn samtakanna skipa:
Einar Ólafsson Lækjar-
hvammi, Bjarni Halldórsson
Uppsölum, báðir endurkjömir.
Þrír nýir menn voru kjörnir i
stjórnina þeir Gunnar Guðbjarts
son, Hjarðarfelli Snæfellsnesi,
Páll Díðriksson, Grírpsnesi, og
Vilhjálmur Hjálmarsson Brekku,
Mjóafirði.
Meðal samþykkta, sem stétt-
arsambandsþingið gerði í gær,
var ein um nefndarskipun, í sam
frímerki, dagblöð, tímarit, rit-
föng, rafmagnsöryggi, nýja á-
vexti, ís, innpakkað sælgæti, tó-
bak, eldspýtur, öl, gosdrykki,
heitar pylsur og annað slíkt, en
heilbrigðisnefnd verður að á-
kveða í einstökum tilfellum
hvernig umbúnaði skuli hagað.
Söluturnum skal vera lokað kl.
22. Borgarráð getur þó heimilað
að fyrirtæki, er selja um sölu-
op og eingöngu smurt brauð og
annan tilbúinn mat innpakkað-
an ásamt mjólk, megi vera op-
in til kl. 23.30, að fengnum með
mælum lögreglustjóra að þar
megi fara fram sala eftir kl.
23.30, en jafnframt ákveðið hve-
nær þar skuli loka.
Ávarp IngóBfs —
Brann
Framhald bls 1.
Tómas komst að senditækjun-
um og sendi út hjálparbeiðni en
áður en Eskifjörður gæti svarað
þeim hafði rafmagnsleiðslan brunn
ið og samband rofnað I bátnum.
Reyndu skipbrotsmenn þá að ausa
sjó á eldinn en þegar það bar ekki
árangur fóru þeir í gúmmíbátinn
og reyndu að ná landi en tókst
ekki. Voru þeir síðan á reki í 5-6
klukkustundir, blautir og kaldir,
þangað til vélbáturinn Ársæll Sig-
urðsson II. kom að og bjargaði
þeim um borð og sigldi með þá inn
til Fáskrúðsfjarðar. Sjópróf fara
fram í dag.
semst.
© Breytingar á lögunum um
útflutningstryggingu hafa
tryggt bændum fullt verð fyrir
all a framleiðsluna. Áður biðu
bændur mikinn halla af útflutn-
ingsvörum. Útflutningsuppbæt-
ur bænda árið 1963 nema í heild
65 millj. króna. Þær eru áætlað-
ar 1964 alls 115—130 millj. kr.
Að loknu ávarpi ráðherra átti
að ganga til stjórnarkjörs.