Vísir - 06.09.1963, Side 6
6
VI S IR . Föstudagur 6. sept. 1963.
m
C39
ÁKLÆÐi Á EÍLA
v
Volkswagen Fiat 1J 00
Volkswagen Station Fiat 1200
VW 1500 Fiatl400
Mercedes Benz 180 Taunus
Mercedes Benz 220 Taunus Station
Opel Record Moskvitch
Opel Caravan Moskvitch Station
Opel Capitan Scoda Alpha ’56
Opel Cadet 3koda Kombi
Ford Cardinal Skoda Oktavia
Ford 2 dvra Scoda Station ’55
Ford Sf Reno Dauphine
Ford C Volvo B 18 2 dyra
Ford 2 o Volvo Amazon
Ford Zepíi. Volvo Station
Saab 96 Pobeda
Simva 1000 Vauxhall Victor
framleiðum áklæði í allar tegundir bíla
— Hlífið sætunum í nýja bílnum —
— Endurnýið áklæðið í gamla bílnum —
Söluumboð: Þórshamar h.f. Akureyri
Staðarfell Akranesi
Stapafell Keflavík.
K.F. Borgfirðinga, Borgarnesi
OTUR
Hringbraut 121 — Sími 10659
ARIN-OFNAR
1500 og 2000 wött
ARIN-GLÓÐIR
fást á eftirtöldum stöðum:
Véla- og raftækjaverzlun-
in h.f. Bankastræti 10
Raftækjastöðin, Laugaveg
64
Jóh. Jóhannesson, Siglu-
firði
Rafver h.f., Sauðárkróki
Véla- og raftækjasölunni
h.f., Akureyri
IÍEA, Akureyri.
Einkaumboð: G. MARTEINSSON H.F.
Bankastræti 10 . Sími 15896
KÆRKOMNIR GESTIR
Famh. af 4. síðu.
góð þjálfun fyrir karlmenn, en
síðri fyrir konur, því að hann
skortir reisn og göfgi rússneska
skólans, hinn sanna ballerínu-
stíl, og ljóðræna mýkt. Hnén
eru ekki eins bein og krafizt
er í klassískum ballettum, arm-
stillingar ólíkar og höfuðburð-
urinn ekki alltaf í samræmi við
línur líkamans. Aftur á móti
eiga dönsku dansararnir ekki
sinn líka í víðri veröld í lát-
bragðslist, fáguðum hópatrið-
um, fjörmiklum leik, innlifun í
verkefnin og þeirri lifandi hefð,
sem setur svip sinn á allar
þeirra sýningar.
' Til að vega upp á móti þeim
veikleikum, sem fyrirfundust í
Bournonville-stílnum, var einn
frægasti ballettkennari heims-
ins. Vera Volkova, fengin til að
kenna danska ballettflokknum
gamla rússneska skólann, sem
leggur áherzlu á breiðar, tígu-
legar línur og hreinan, klassísk-
an stíl, mildaðan af Ijóðrænni
mýkt. Hefur hún nú dvalizt í
Kaupmannahöfn um tólf ára
skeið, og undir hennar leiðsögn
hafa dönsku dansararnir sam-
einað hjá sér hina fornu tækni
Bournonville-skólans og hinn
látlausa, klassíska, „tíma-
Iausa“ stll, sem Volkovu er ein-
staklega sýnt um að kenna (eitt
fegursta dæmi þessa stíls má
sjá hjá Margot Fonteyn, er
stundaði nám hjá Mme Volkovu,
áður en hún öðlaðist viðurkenn-
ingu heimsins sem „prima ball-
erina assoluta").
*
1F ér í Þjóðfeikh'úsinU' murí
•mí . danski ballettinn.sýna firnm
verk, sem ættu að leiða í ljós
hæfni dansaranna til að túlka
jafnt forna sem nýtízkulega ball
etta. Tvö þeirra eru eftir Bourn-
onville — La Sylphide, er vekur
minningar um rómantíska ball-
ettinn á dögum hinnar yndis-
legu Taglioni, sem dansaði aðal-
hlutverkið í honum og gerði
skógardísina dularfullu fræga
eins og goðsögn. Kóreógrafían
var eftir föður hennar, Philippe
Taglioni, ballettmeistara við Par
ísaróperuna, en Bournonville
samdi síðar nýja kóreógrafíu
um sama efni við tónlist eftir
Lövenskjold, og hefur sú út-
gáfa varðveitzt, en hin fallið
í gleymsku. Hinn Bournonville-
Margrethe Schanne er einn af
frægustu túlkendum La Sylphide.
ballettinn er Napoli, ef til vill
vinsælastur allra verka hans og
venjulega sýndur, þegar mikið
er um að vera, t. d. á lokasýn-
ingum og öðrum hátíðum. Hér
v.erður.sýndur 3. þátturinn, gott
dæmi um Bournonville-stílinn
eins og hann getur beztur orðið.
Þá verður hinn fjörugi og sí-
ungi ballett Arthurs Saint-Léon,
Coppélia, við tónlist eftir Deli-
bes. Hann er gerður eftir ævin-
týri þýzka skáldsins Hoffmanns,
„Der Sandmann", og var frum-
fluttur í Parísaróperunni árið
1870 eftir þriggja ára undirbún-
ing. Allir. ballettflokkar hafa
hann á leikskrám sínum, en
danska útgáfan er að ýmsu leyti
frábrugðin öðrum og hefur á-
unnið sér mikla frægð.
Loks eru tvö verk eftir
George Balanchine, hinn heims-
þekkta, rússneska kóreógraf,
sem starfað hefur í Bandaríki-
unum seinustu þrjátíu árin og
haft geysileg áhrif á þróun ball-
ettsins þar. Hann heldur sig
mikið við abstrakt form, strang-
hreinan stíl, klassískan en þó
nýtízkulegan, og gerir óhemju-
legar kröfur tæknilega séð til
dansara sinna. Hér verða sýnd
tvö af verkum hans — La Sonn-
ambula eftir óperu Bellinis og
Symphony in C, abstrakt ball-
ett við C-dúr sinfóníu Bizets,
glæsilegt dæmi um stíl Balanc-
hines.
Eins og áður er getið hér 1
blaðinu, kemur 65 manna hóp-
ur frá Konunglega danska ball-
ettinum, og verða allir helztu
dansarar hans með í förinni, m.
a. Margrethe Schanne, Kirsten
Simone, Ruth Andersen, Inge
Sand, Mette Mollerup, Erik
Bruhn, Niels Björn Larsen, Henn
ing Kronstam, Verner Andersen,
Svend Erik Jensen, Kjeld Noack
og Islendingurinn okkar, Frið-
björn Björnsson.
— SSB.
Framhald af bls. 9.
Krafa þeirra er, að svertingjar
fái til yfirráða -ákveðinn hlöta
af Bandaríkjunum til þess að
stofna sitt eigið sjálfstæða ríki.
Fáist því ekki framgengt hóta
þeir uppreisn og skemmdarverk
um.
Þorsteinn Thorarensen.
*
Þegar maður sezt inn á kaffi-
hús þessa dagana eða hittir
kunningja slna á götu, er mest
um tvennt talað manna á milli.
Það er landsleikurinn við Bret-
land á morgun og heimsókn
varforseta Bandaríkjanna.
■: Hvor sigrar?
Ekki verður að efa, að tugur
þúsunda manna mætir á vellin-
um annað kvöld til þess að
horfa á landsleikinn — eða jafn
vel enn fleiri. Miklar bollalegg-
ingar eru um, hver verði frammi
staða okkar mánna. Sumir eru
vongóðir og segja, að vel komi
til greina, að landinn vinni sig-
ur. Aðrir eru svartsýnir og
spyrja, hvernig við eigum að
geta unnið beztu menn 60
milljón manna þjóðar. Þó eru
þetta náttúrlega ekki beztu
menn Breta. Þeir eru í atvinnu
mennskunni og það lið sem hing
að kemur er lið áhugamanna.
En engu að sfður eru það miklar
kempur, og vafalaust verður
róðurinn þungur fyrir Islend-
inga.
I gær hittist landsliðið okkar
og fór á æfingu inni í Laugar-
dal. Ekki eru nema fáir dagar
til landsleiksins, og oft hefir
verið á það bent, hve slæmt er,
að landsliðið skuli ekki geta
æft lengur saman, sem hlýtur að
vera lífsnauðsynlegt fyrir slíkan
leik sem þennan. Meðan svo er,
þá þarf engan að furða á því,
þó að við stöndum okkur ekki
alltaf eins og hetjur í landsleikj
um. Hér kemur fátækt íslenzku
knattspyrnunnar að nokkru til
greina. Fé er ekki fyrir hendi til
þess að safna landsliðsmönnum
saman víðsvegar að af landinu
alllöngu fyrir leikinn og halda
þeim uppi hér í Reykjavík við
stanzlausar æfingar. Og þá kem
ur aftur upp vandamálið um hin
mjóu mörk milli áhugamennsk-
unnar og atvinnumennskunnar.
En þó er það ekkert leyndar
mál, að áhugamannalið erlendis
njóta margvíslegs stuðnings og
fríðinda við þjálfun sína og
keppnisundirbúning, þótt leik-
mennirnir taki ekki við beinum
launum. Að minnsta kosti þarf
að sjá svo um, að það sé ekki
leikmanni stór fjárhagslegur
skaði að taka þátt í keppni, sem
fer oft fram langt frá heima
byggð hans. En þannig er það
þó allt of oft nú.
Heimsókn
varaforsetans
Nú er upplýst, að fá verði
sérstakt rúm fyrir varaforseta
Bandaríkjanna þá einu nótt, sem
hann gistir Hótel Sögu. Hann
kvað vera svo stór vexti, enda
frá Texas. Hefði maður þó hald
ið, að annað eins lúxushótel og
bændahótelið ætti rúm fyrir
risa, en líklega hefir Bjarni frá
Laugarvatni aldrei gist á sínu
eigin hóteli.
I sænskum blöðum sé ég, að
frá því er skýrt að forsetinn hafi
að gömlum og góðum sið banda
rískra stjórnmálamanna gengið
um göturnar og heilsað upp á
vegfarendur með handabandi.
Mikil eftirvænting ríkir meðal
þeirva, sem oftast ganga Austur
stræti, hvort varaforsetinn hafi
tíma e8a tækifæri til að ganga
inn götuna frá Thorvaldsensbaz-
ar, fá sér kannski einn Havana-
vindil í London og líta á ís-
lenzka karlmannamóðinn í
gluggum Herrabúðarinnar við
Lækjartorg. Ekki er að efa, að
varaforsetinn myndi vinna hug
og hjarta bæjarbúa á slíkri
gönguferð, því hann er sagður
maður mjög blátt áfram. Og
hver veit nema okkar eigin
stjórnmálamenn leggi þá inn á
sömu braut og varaforsetinn?
.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.W.'AV/AV.VV.VV.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V