Vísir - 06.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 06.09.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 6. sept. 1963. Otgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Verð landbúnaðarafurða Þessa dagana sitja fulltrúar Stéttarsambands bænda á þingi í Reykjavík. Ræða þeir hagsmunamál stéttar sinnar og gera tillögur um helztu framfara- málin sem nú eru efst á baugi. Verðlagsmálin eru tvímælalaust höfuðmál þings- ins. Fulltrúar bændasamtakanna leggja til í verðlags- nefndinni að verðgrundvöllur landbúnaðarafurða verði hækkaður um 36% frá því sem nú er. Þetta þýðir það að landbúnaðarafurðir mundu hækka um þessa tölu. Hins vegar þýðir það ekki jafn mikla kjarabót til handa bændum, heldur nær 15% kauphækkun. En í gærkvöldi gerðist það, að fulltrúar á þinginu sam- þykktu enn frekari hækkanir á launum bóndans, sem nema 23% frá því sem fulltrúar bænda í verðlags- nefndinni hafa farið fram á. Enginn vanmetur starf bænda, sem er eitt hið erfiðasta og umsvifamesta í þjóðfélaginu. Óskir þeirra um breyttan verðgrundvöll eru eðlilegar. Hins vegar mun þeim sjálfum, sem öðrum sú staðreynd ljós að kjör þeirra verða ekki bætt svo sem með þarf einungis með því að hækka verð landbúnaðarafurða. Því eru takmörk sett hve langt er hægt að halda á þeirri braut. Neytendum þykja landbúnaðarafurðir þegar orðnar æði verðháar og eru ekki reiðubúnir til þess að taka á sig mjög stórfelldar hækkanir á þeim frá því sem nú er. Það, sem hér þarf ítarlegrar athugunar við, er, hvort mörg búin eru ekki svo smá, einkum í afskekkt- um sveitum, að hæpið sé, að þau geti veitt bóndanum og fjölskyldu hans lífvænleg kjör. Og í annan stað verður hagur bænda mjög bættur með því að koma lánamálum þeirra í viðunandi horf. Sjóðir bænda voru í kaldakoli fram á síðustu ár. Stórt skref hefir verið stigið þar til viðreisnar af núverandi ríkisstjórn undir forystu landbúnaðarmálaráðherra begar Stofnlánadeild landbúnaðarins var sett á lagg- irnar. Sú stofnun á eftir að reynast íslenzkum Iand- búnaði mikill búhnykkur og veita miklu fé til rækt- unar og annarra framfara í sveitum landsins. Hvalfjarðarmálið enn Vonir stjómarandstöðunnar um að Hvalfjarðar- málið yrði stjórninni hrösunarsteinn, hafa brugðizt. 4thygli vekur, að þrátt fyrir ofsafengin skrif og brigzl um landráð, hefir hvorki Tíminn né Þjóðviljinn getað lagt fram nokkrar sannanir um að í Hvalfirði eigi að byggja kafbáiahöfn. Þess vegna geta lesendur ekki tekið mark á málflutningi þeirra. Það er einnig mjög athyglisvert, að í þessu máli er eins og kommúnisti ritstýri skrifum Tímans. Tíminn hefir þó lengi sagzt vilja styðja vestræna samvinnu. En hvað eiga menn að halda þegar rammur haturs- áróður er rekinn gegn því að Atlantshafsbandalagið fái að endurnýja gamla olíustöð í Hvalfirði? Söngvaramir og undlrleikarinn. Talið frá vinstri: Erlingur Vigfússon, Svala Nielsen, Ragnar Bjöms- son, Sigurveig Hjaitested og Jón Sigurbjömsson. Pétur Sigurðsson: Fjórir t sumar hef ég oft reynt að ná til manna sem ég hef átt erindi við, en oftast árang- urslaust. Allir i sumarfríi eða einhverjum ferðalögum innan- lands eða utan. Þegar á enda eru allir frídagarnir á vorin, ýmist fimm í einu eða þrír eða tveir, þá taka við sumarfríin frá því í júní fram í septem- ber. Ég afréð því að fara einnig að heiman, en það var stutt sum- arfrí, aðeins fjórir dagar, brá mér norður í land að hitta sam- herja mína í sambandi við starf sem er framundan í haust. Ég var aðeins einn dag á hverjum stað, Sauðárkróki, Siglufirði og Akureyri. Þrennt veittist mér gott í þessu stutta ferðalagi. Alltaf er það góð og vekjandi til breyting að hitta vini og góða samherja. Oft kemur yfir mig einhver góður andi, er ég hef átt notaiegt samtal við einhvern sæmdarmann. Þetta var fyrsta atriðið, hið annað var dýrlegt veður alla dagana fjóra, og hið þriðja, að hlusta á söngkappana fjóra. Tjótt Ijótt sé frá að segja, gef ég mér næstum aldrei tóm til að hlusta á söngskemmtanir, fara í leikhús eða bíó, eða á neina skemmtistaði. Vinna hef- ur verið mín bezta skemmtun alla ævi. En kvöldið sem ég var á Sauðárkróki var auglýst þar söngskemmtun, og nú átti ég ráð á kvöldstund. Hún varð mér mikið ánægjuefni. Ég hlustaði á hina fjóra söngsnitlinga, fimmti snillingurinn var píanó- leikarinn Ragnar Björnsson. Söngvaramir voru: Svala Niel- sen, Sigurveig Hjaltested, Erling ur Vigfússon og Jón Sigurbjöms son. Ekki þarf að kynna þetta fólk. Þjóðin þekkir það, en það var sönn nautn að hlusta á söng fjórmenninganna. Við suma liðina í dagskránni krotaði ég í sætinu mínu: Hrein nautn. Ágætt. Mikil tilþrif. Prýðilegt. Frábærlega gott. Ágætt, ágætt. Ekki þori ég að gera neitt upp á milli söngvaranna, en mér fannst þeir eiga mikið hrós skilið. Söngskráin var löng og ég dáðist að þreki þeirra. Næsta kvöld kom ég til Siglu fjarðar, er söngskemmtunin var byrjuð þar. Ég lagði leið mina einnig þangað, gat ekki stillt mig um að hitta þau bakvið tjöldin að loknum söngnum, og það var hressandi að hitta þetta glaða og elskulega fólk. Áreið- anlega mun tilheyrendunum hafa þótt gaman að heyra tví- söng þeirra Erlings og Jóns, „Ástardrykkurinn". Þeir sungu þetta og léku af mikilli snilld, og það er vissulega freistandi að nefna fleira, en áhætta fyrir ó- sérfróðan mann. Bezt að láta nægja þessi fáu orð. Fimm- menningarnir voru sannarlega góðir fulltrúar drottningar listar innar. T eið mín hefur legið að mestu leyti um allt þetta land og og víða erlendis, en ég held að ég hafi aldrei farið hrikalegri bílveg en leiðina yfir Siglufjarð arskarð, en hún er skemmtileg í glaðasólskini. Um morguninn var dásamlegt að horfa yfir Skagafjörðinn, af hæðinni fyrir ofan Sauðárkrók og út á hafið spegilslétt. Um kvöldið lá svo leiðin norður yfir Skagafjörðinn, Nýlega kom til landsins ný tegund af skurðgröfum, sem jafn framt er ámokstursskófla. Hún er frá Noregi, og eru það tveir norskir bræður sem hafa smíð- að hana. Grafan, sem ber nafnið Bröty x2 er í mörgu frábrugðin öðrum eldri skurðgröfum. M.a. er ekki hægt að aka henni, þar sem engin vél er til slíks. Ef þarf að hreyfa gröfuna til, er það gert fljótlega og auðveld- lega með skóflunni. Sé hins veg ar um lengri vegalengdir að ræða, er hún einfaldlega fest aft an í vörubíl og dregin. um Höfðaströndina, fæðingar- sveitina mína, fram hjá Höfða- vatni og svo út Sléttuhlíð, yfir Vestur-FIjótin, og varð mér þá starsýnt inn á fjöllin, þar sem ég átti mörg spor á æskudögum mínum, svo inn í hin grösugu og fögru Austur-Fljót og eins og leið liggur norður yfir Siglu- fjarðarskarð. Hátt uppi þar er ógleymanleg sýn í vesturátt eins langt og augað eygir, hafið spegilslétt og sólgyllt í aftan- skininu. Það var hvíld og andleg hressing að sitja í þægilegum vagninum á suðurleið í þessu, dýrðlega veðri, útsýn svo mikil og góð til jökla og fjalla og um allar byggðir, að á betra varð ekki kosið. Og þá er sagan í sem fæstum orðum á enda. Það voru aðallega söng- og hljómlist arsnillingarnir, sem mig langaði til að þakka fyrir frábærlega góða skemmtun. Að því er umboðsmenn segja, gerir það gröfuna mun auðveld ari í meðförum, sérstaklega í mýrlendi, þar sem hún sé hrein asta afbragð. Einnig er mikill verðmunur á þessari tegund, þar sem hún kostar aðeins um 900 þús. kr. en aðrar gröfur, sem að sögn umboðsmanna eru sízt mikilvirkari ,kosta um 2 millj. kr. Skurðgrafan er útbú- in með vökvaþrýstiútbúnaði, og hefur 50 ha Bolindervél. Umboð fyrir gröfuna á Islandi hefur Gunnar Ásgeirsson hf. Ný norsk skurðgrafa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.