Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 24* september 1963, 3 ■ 1 Á laugardaginn var opnuð mikil og góð sýning þýzkra bóka í Góðtemplarahúsinu. Þar getur á að líta 1600 þýzkar bæk- ur, sem flestar fjalla um raun- vísindi, verkfræði og önnur tækniefni en einnig er þar að finna fagurbókmenntir. Bækurn- ar má panta hjá bóksölum borg arinnar. Það er þýzka sendiráð- ið og bókaverzlun Snæbjarnar sem að sýningunni standa, en hún er sett upp áð undirlagi Innkaupasambands bóksala. Má vænta þess að gestkvæmt verði í Góðtemplarahúsinu næstu daga. Við opnun sýningarinnar setti það svip á athöfnina að ungur þýzkur rithöfundur, dr. H. Heck mann, sem kennir bókmenntir við háskólann í Heidelberg las kafla úr skáldsögu sinni Benja- min und seina Vater. Myndsjáin birtir hér i dag nokkrar myndir frá hófi sem ambassador Hirschfeld bauð til á heimili sínu eftir að sýningin hafði verið opnuð á laugardag- inn. || Steinar Jóhannsson verzlunarstjóri hjá Snæbirni Jónssyni, Lárus Blöndal bóksali, Kristinn Ár- mannsson menntaskólarektor og Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Innkaupasambands bóksala. Sigurður Sigurðsson landlæknir ræðir við brezka sendiherrann Mr. Boothby. Á myndinni sjást Jón Leifs og Halldór Kiljan Laxness ræðast við. í baksýn kona einnig Ingvar Brynjólfsson, Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskólans, og Ármann Snævarr Jóns Leifs. háskólarektor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.