Vísir - 24.09.1963, Síða 5

Vísir - 24.09.1963, Síða 5
VlSIR . Þriðjudagur 24. september 1963. A/J Hljóp af mér hornin á vömbílnum hans pabbtt' — segir Ómar Ragnarsson Hinn kunni gamanvísna- söngvari Ómar Ragnarsson sigraði glæsilega í Góðakst- urskeppninni sem fram fór s. I. laugardag. Við hringdum snöggvast í Ómar í morgun og spurðum hann hvemig hon um fyndist nú að vera allt í einu orðinn bezti ökumaður- inn í Reykjavík. — Ja, það er nú svolítið skrýtið. Raunar datt mér al- drei í hug að ég ætti eftir að vinna keppnina, langt frá því, en ég var nokkuð viss um að verða ekki síðastur. -7- Nei, ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Ég hljóp af mér hornin á gamla vörubílnum hans pabba. Síð- an fékk ég nokkrar hraða sektir þegar ég átti gamla bílinn. En síðan að ég fékk þennan nýja hef ég ekki lent í neinu. Ekki einu sinni keyrt á! — En hvað um keppnina. — Hún var bráðsnjöll. Mér fannst erfiðast að bakka eftir þessum ótal krókum við Skúlatorgið. Einnig var rollan sniðug. Ég fékk voðalegt — Þú hefur tekið eftir brúð unni fyrir framan bílinn? — Já, ég gerði það. Þú veizt hvernig það er þegar menn eiga nýja bíla. Þeir ganga fram fyrir þá og kring- um þá oft á dag til þess að sjá hvort nokkur „beygla“ hefur komið síðan þeir skildu síð- ast við þá. En bróðir minn fékk hálfgert „sjokk“ þegar hann sá „bamið“, en jafnaði sig síðan fljótlega. <s>- Ómar Ragnarsson — Og þú heldur því fram hláturskast þegar rollan kom að þú sért alveg fyrirtaks öku allt í einu á hjólum þvert yfir maður? veginn. Stefán BaSdvins- son Sátinn Þann 18. þ. m. andaðist að heimili sínu í Skagen á Jótlandi Stefán Baldvinsson fiskútflytjandi, aðeins 51 árs að aldri. Stefán var ættaður frá Árskógs- strönd £ Eyjafirði, sonur hjónanna Baldvins Þorsteinssonar frá Há- mundarstöðum og Sólveigar Stef- ánsdóttur. Stefán stundaði framan af ævi ýmis störf á Siglufirði en fluttist árið 1937 til Danmerkur. Kvæntist hann þar danskri konu, Ingu dóttur P. A. Anthoniesen fiskkaupmanns í Skagen. Varð þeim þriggja mannvænlegra barna auðið. Gerðist hann meðeigandi í fyrirtækinu og annaðist umfangs- mikla fisk- og síldarsölu til út- landa um langt skeið. Var hann nýkominn heim frá vörusýning- unni í Leipzig er hann andaðist, en þar hafði hann gert síldarsölu- samning fyrir margar milljónir króna. Útför Stefáns var gerð í Skagen 21. þ. m. og minntust Kaupmanna- hafnarblöðin þá þessa merka ís- lendings og fóru viðurkenning- arorðum um starf hans í hinu nýja heimalandi sínu. Réttir — Framhald ut bls. 1. — Ekki of vel, hey eru víða lítil og tíðarfarið sem vænta má á næstunni er ekki glæsi- legt. Ég held að það sé ekki of sterkt að orði kveðið að segja að óhugur sé í mörgum. „Réttarmenn" bjuggust við að eiga langan og kaldan dag fyr- ir höndum. Sögðu þeir að það gengi ekki mjög vel að draga, þegar veðurfarið væri svona kaldranalegt, en þeir myndu keppa að því að ljúka öllu fyr- ir myrkur, þvl að þá færi fyrst að dökkna tilveran ef draga ætti í myrkri, kulda og slag- viðri. Álagningin — Framhald af bls. 16. gjalda viðkomandi fyrirtækja. Þá er það ennfremur vitað, að á yfirstandandi árj hafa þeg- ar orðið þrjár launahækkanir hjá starfsmönnum fyrirtækja þessara, auk allverulegra hækk- ana á ýmsum öðrum kostnaðar liðum. Er þvl sýnilegt, að á ár- inu 1963 kemur afkoma þess- ara sömu fyrirtækja til með að verða ennþá lakari. Verðlagsyfirvöldum hefur ver ið gerð fullkomin grein fyrir þessu, bæði nú og áður, og verð ur nú eigi lengur hjá því kom- izt, að leiðrétta gildandi verð- lagsákvæði þannig, að fullt tillit sé tekið til eðlilegra þarfa fyrir tækjanna. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Almennur sameiginlegur fundur Félags matvörukaup- manna og Félags kjötverzlana í Reykjavík, haldinn í Leikhús kjallaranum, miðvikud. 18. sept. 1963, felur verðlagsmálanefnd félaganna að vinna að þvi við verðlagsyfirvöld, að fá leiðrétt- ingu verzlunarálagningar til samræmis við raunverulega þörf fyrirtækjanna, sem rann- sóknir nefndarinnar hafa sýnt. Ef slík leiðrétting fæst ekki án ástæðulausrar tafar hjá verð lagsyfirvöldum telur fundurinn rétt að benda á, að óhjákvæmi- legt er að verzlunin sjálf leið- rétti álagninguna á grundvelli rannsóknanna til samræmis við sannanlega þörf fyrirtækjanna til þess að greiða raunverulegan kostnað við dreifingu hverrar vörutegundar“. ¥efur Framh at 1 síðu þessu veðri. Snjókoma var bæði á Grímsstöðum og Möðrudal og var færð þegar orðin slæm á veginum um Möðrudalsöræfi. Af þessum fregnum öilum er það sýnt, að vetur er að ganga í garð. Víða um land eru bænd- ur kvíðnir vetri. Heyfengur er víðast fremur lítiil og geta þeir Ient f miklum erfiðleikum ef vet ur gengur snemnia í garð. Bretar heiðra Eirík Kristófersson Slæmt línubrengl átti sér stað í texta, sem þessari mynd fylgdi hér í blaðinu £ gær. Þar átti að standa: Fjórir íslendingar hafa áður hlotið þá orðu, sem Eiríki var veitt, C.B.E., þeir Ásgeir Sigurðsson ræðismaður, Lárus Fjelsted hrl. Hallgrímur Hallgrímsson forstjóri og Sigurður B. Sigurðsson ræðismaður. Á myndinni eru tveir þeirra síðasttöldu til vinstri við hlið Eiríks. Til hægri eru þrír brezkir þegnar sem orðuna bera, Christine Matthewson, einkaritari sendiherrans, Barry Anderson skipherra og Brian Holt ræðismaður. Dansskóli Hermanns Ragnars REYKIAVIK tekur til starfa 4. októ- ber. Kennt verður í Skáta- heimilinu við Snorra- braut. KENNSLUGREINAR: Gamlir og nýir barna- dansar. Sígildir samkvæmis- dansar. Suður-Amerískir dansar Gamlir samkvæmis- dansar. Heimskerfið ((10 hag- nýtir samkvæmisdans- ar). Byrjendur og framhaldsflokkar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Innritun hefst mánudaginn 23. sept. í síma 33222 og 36024 frá kl. 9—12 f.h. og 1—S e. h. Framhaldsnemendur eru hvattir til að tala við okkur sem fyrst. — Verið með frá byrjun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.