Vísir


Vísir - 24.09.1963, Qupperneq 9

Vísir - 24.09.1963, Qupperneq 9
VlSIR . Þriðjudagur 24. september 1963. 9 x- Það er engin nýlunda að gerðir séu út kvikmyndaleið- angrar til íslands, ekki sí/.t eftir að sjónvarp kom til sög- unnar f flestum löndum heims og afla þarf efnis til sjónvarpssendinga. Flestir þelr kvikmyndaleiðangrar, er til lslands hafa komið hin síðustu árin hafa þvf verið gerðir út af einhverjum stofn- unum eða fyrirtækjum, oft- ast af sjónvarpsstofnunum viðkomandi lands. Hitt er fátíðara að einstak ir kvikmyndatökumenn komi á eigin spýtur þeirra erinda að taka kvikmyndir af Is- landi og Islendingum, fyrst og fremst vegna þess hve slík ur leiðangur hlýtur að verða kostnaðarsamur f fram- kvæmd. Og enn sjaldgæfara er að útlendir menn leiti hing að ár eftir ár á eigin spýtur og eigin kostnað þessara er- inda. Fyrir þremur árum kom hingað svissneskur maður, Hans Nick að nafni frá Ziirich. Hann kom þeirra er- inda að taka kvikmynd af Islandi. Hann er þó ekki kvik myndatökumaður að atvinnu, heldur garðyrkjumaður, en hugðarefni hans er umfram allt kvikmyndir og kvik- myndatökur og sumar mynda hans hafa verið sýndar í er- lendum kvikmyndahúsum og sjónvarpi og hann hefur hlot ið lofsamlega dóma fyrir list- ræna meðferð og næmt auga. Þegar hann kom til íslands á miðju sumri 1960 var hann m.a. búinn að ferðast um mik inn hluta Noregs, einnig norður til Spitzbergen og taka þar kvikmyndir, sem sýndar hafa verið við lofsam- lega dóma. Norðrið dró hann til sín. 1 það sinn dvaldi Hans Nick hér um þriggja vikna skeið og ætlaði aðeins að taka hér stutta kvikmynd. Hún varð þó lengri en hann hugði í fyrstu, enda heilluðu Hans Nick. aðstoðarmaður hans við kvik myndatökuna og stúlku sem í og með var Ieikkona eða fyr- irsæt aþar sem lífga þurfti upp landslag og skapa hreyf- ingu í kvikmyndina. Þau komu með eigin bifreið Land- Rover-jeppa af stærri gerð- inni — sem var útbúinn á sérstakan hátt, þannig að í honum var hægt að búa að öllu leyti. Þar voru rúm fyr- ir 4 persónur, tvíhólfa elda- vél ásamt vaski, klæðaskápur og aðrar rúmgóðar geymslur, matborð o. fl. þessháttar. Var þetta hið hagkvæmasta farar tæki, jafnt í byggð sem ó- byggðum og hafði þann mikla kost að leiðangursfarar þurftu hvorki að leita til gistihúsa né greiðasölustaða. Þeir voru sjálfum sér nógir. Víða farið. Skömmu fyrir brottför þremenninganna í ágústmán- aðarlok átti Vísir stutt við- tal við Hans Nick. — Hvað varð dvöl yðar hér löng að þessu sinni? — Ég dvaldi lengur en ég ætlaði mér í fyrstu. Ég hugði að sex vikur myndu nægja et' ég fengi annan hvern dag sæmilega góðan til mynda- töku. En vikurnar ,urðu níu og þó var ég svo veðurhepp- Ótrúlega góðir vegir á íslandi. — Vegimir vondir? — Það var stundum full- hátt á milli hjólfaranna. Að öðru leyti gekk það. Annars er það ekki ætlan mín að skamma vegina ykkar. Ýms- ir sem ég hef hitt hafa fárast yfir vondum vegum á Islandi, en ef ég á að segja yður meiningu mína f fullri hrein skilni, þá hefur fátt vakið jafnmikla undrun mína og hvað vegir eru góðir á Is- landi. Ég meina þetta í full- kominni alvöru. Mér verður hugsað til þess ef borg I heimalandi mfnu með álíka mannfjölda og ísland telur ætti að gera jafnlanga vegi og íslendingar hafa gert á aðeins fáum áratugum, þá myndu borgarbúar hrista höf- uðið og segja að það væri þeim ofvaxið. Það gengur ó- trúleika næst hvað jafn fá- menn þjóð og íslenc’.ingar hafa afrekað, jafnt f vegagerð sem öðru og ég get ekki með neinu móti ætlazt til að veg- irnir ykkar séu betri en þeir eru.Ég tel það hinsvegar fyrir mitt leyti skynsamlegra að ferðast um landið á jeppa heldur en á fólksbíl. „Vegirnir ótrúlega góðir, en saknaði mýflugnanna“ litimir f íslenzkri náttúru og þegar hann sá árangurinn heima hjá sér tók hann á- kvörðun um að lengja þessa kvikmynd til muna og þeirra erinda kom hann til íslands aftur í sumar. Gott farartæki. Blaðamaður frá Vísi átti þess kost að ferðast nokk- um tíma með Hans Nick í sumar, en að þessu sinni var hann hér við 3ja mann, þ.e. vin sinn sem jafnframt var inn að ég gat kvikmyndað 8-9 daga af hverjum 10 í ferðinni. — Hvert var farið? — Ég fór um mikinn hluta landsins þar sem bílfært var nema til Vestfjarða. Fyrstu dagana dvaldi ég á Reykia- nesinu en síðan fór ég í Borg- arfjörð og Snæfellsnes, það- an austur um sveitir, austur í Skaftafellssýslu, Landmanna laugar og Þórsmörk. Ég fór norður Sprengisand, inn að öskju, um Fljótsdalshérað, Austfirði og suður að Jökuls- á á Breiðamerkursandi. 1 bakaleið dvaldi ég nokkra daga við Mývatn, þaðan fór ég til Akureyrar og Skaga- fjarðar ,suður Kjöl. Ég leigði mér tvívegis flugvél austur yfir Vatnajökul, svo að ? heild tel ég mig hafa séð veruleg- an hluta af landinu ykkar. — Hvert fóruð þér um landið þegar þér komuð hing að 1960? — Ég ferðaðist þá um Borgarfjörð og Norðurland, fór yfir Kaldadal og inn í Landmannalaugar, flaug til Vestmannaeyja og austur að Vatnajökli. I það skiptið kom ég líka með eigin bfl til lands ins — fólksbfl — en hét því að gera þann skratta ekki aftur. Landmannalaugar eru gimsteinn. — Hvemig leizt yður á landið? — Það er einstakt i sinni röð. Það má e.t.v, segja að sum lönd hafi upp á meiri náttúrufegurð og hlýleik að bjóða. Samt heillar Island flestum löndum fremur, fyrst og fremst vegna þess að það er ólíkt öllum öðrum löndum, f öðru lagi eru litirnir f land- inu blátt áfram töfrandi. Og loks f þriðja lagi er loftið hér svo tært. Sumir staðir hafa haft ótrúlega djúp áhrif á mig eins og t.d. Landmannalaug- ar. Það er hreinn gimsteinn af iandi til að vera. Ég fékk mig aldrei saddan af fegurð þeirra. Margir aðrir staðir heilluðu mig eins og t.d. Kerl- ingarfjöll, Mývatn, Askja og síðast en ekki sfzt varð ég fyrir djúptækum áhrifum af Sprengisandi. Að sjá ekkert annað en sandana svo langt sem augað eygði, hvergi Iif- andi veru og varla blóm eða grasstrá. Það var stórkost- legt. Þangað ætla ég næst þegar ég kem til ísland og vona af alhug að þá verði ekki kominn fjölfarinn bfl- vegur yfir sandinn. Einhvers- Frh. a bls. 7. Hans Nick með kvikmyndavélina um öxl.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.