Vísir - 24.09.1963, Side 15
V'ÍSIR . Þriðjudagur 24. september 1963.
15
Peggy Gaddis:
30
Kvenlæknirinn
efstu hæð sjúkraherbergi fyrir
börn. Og þarna voru fyrir fimm
eða sex ungar stúlkur, klæddar
einkennisbúningum hjúkrunar-
kvenna, hýrar og brosleitar, og
buðu menn velkomna.
Síðar, er menn söfnuðust sam-
an niðri, kom skýringin á öllu frá
sjálfum bæjarstjóranum:
— Þetta verður sem sagt bæj-
arfyrirtæki, en rekið með stuðn-
ingi góðra, áhugasamra borgara.
Upphaflega var þetta hugmynd
Hugh Prathers, en við komumst að
þeirri niðurstöðu, allir að lokum,
að River Gap þyrft; á litlu, en
fullnægjandi sjúkrahúsi að halda.
Og flestir, sem Ieitað var til,
studdu málið. Eignina fengum við
fyrir tilstilli bankans, sem hafði
orðið að taka við henni vegna
veðskuldar. Og — allt sem gert
var — var unnið af sjálfboðalið-
um. Hér má því segja, að einhug-
ur hafj I yft Grettistaki, og:
Margar hendur vinna létt verk.
Meredith hvíslaði um leið og
hún þrýsti hönd Hugh’s:
— Ég hefði mátt vita, að þú
áttir frumkvæðið — að það var
þín hugmynd.
— Mín hugmynd, hvíslaði hann
á móti, ég veit ekkj hvað ég á
að halda um sjálfan mig, hvort
ég er í raun og veru fyrirtaks
náungi — eða erkibjálfi — að
bæta við einni tálmuninni enn á
Jeið okkar til hamingjunnar. Nú
verðum við líklega aldrei hjón.
— Ó-jú, elskan mín, við verð-
um það, sagði hún og reyndi að
láta það hljóma sannfærandi.
— Hvenær? spurði hann, þeg-
ar við erum orðin gömul og grá-
hærð?
En hún fékk ekki tækifæri til að
svara honum, því að nú var
heimtað, að hún segi nokkur orð.
Og þessi 7fáu orð, sem hún
mælti, klökk með tárvot augu,
féllu í góða jörð, og Jónatan
ljómaði, er hann horfði á hana,
og engum rannst bað kynlegt, að
hún varð svo klökk. að hún varð
að hætta.
Móttakan var um garð gengin og
það var setið að kvöldverði á heim
ili Jónatans. Gestir voru engir nema
Hugh og Stewart, sem litið var nán
ast á sem heimamenn.
— Jæja, nú hefirðu þinn eigin
spítala, sagði Jónatan alvarlega og
horfði á Meredith. Hvað segirðu um
það, stúlka mín?
— Það er þitt sjúkrahús.
— AIls ekki — þótt nafn mitt
standi á því — það kann ég líka
vel að meta, þótt það sé heiður,
sem ég hef; ekki til unnið. Aldrei
gat mig dreymt um þetta. — Þú
hefir væntanlega tekið eftir nafn-
inu þfnu, sem yfirlæknir, þegar
inn er komið.
— Vitleysa, þú ert yfirlæknir-
inn — nú verður þú að vera þarna
á vissum tíma daglega, — ekki til
að erfiða, heldur til þess að halda
öllum þráðum í þínum reyndu hönd
um — svo að ég, og allir aðrir,
geti til þín leitað, þinna ráða.
Það var eins og vonarglampa
brygði fyrir í augum Hugh’s.
Og það var mikil birta í augum
Jónatans, og hann sagði eins og
við sjálfan sig:
— Já, ég veit ekki nema ég gæti
verið þar stund úr degi, — mér
finnst ég vera svo hress orðinn.
Stewart leit upp skyndilega:
— Ég ætt; þá kannski, herra
minn, að leggja skilríkin mín fyrir
yður, ef ég skyldi sækja um stöðu
við sjúkrahúsið — en mér er það
efst í huga.
— Stewart, er þér alvara — þn
við gætum ekki farið fram á það?
— Áttu við, að þú viljir mig
ekki sem aðstoðarmann? Ýg hefi
nú býsna góð meðmæli.
— Hvort við viljum þig, — við
mundum prísa okkur sæl, en meðal
annarra orða, hvernig er með rekstr
arfé?
— Ég mundi ekki verða kröfu-
harður — ég mundi sætta mig við
hálf laun í bili, — ef ég ætti víst
að fá fæði, þar sem Jennie eldar
ofan í mannskapinn.
— Ó, hvað ég elska ykkur öll,
sagði Meredith hamingjusamari en
orð fá lýst.
— Jæja, Jónatan Blake, ég býð
eftir svari, sagði Stewart.
— Heldurðu að þú sért orðinn
nógu hraustur til þess að byrja
að vinna, sonur?, spurði hann híý
legá og af samúð.
Stewart kinkaði kolli.
— Ég er viss um það, Jonathan
Blake. Og ég ætla mér ekki aftur
til stórbæjarins og þrengslanna
þar, — þar sem er ys og eilífur
eril!. Hér mundi starfið léttara, og
hér uppi við fjöllin mun ég halda
þeirri heilsu, sem ég hefi endur-
heimt, fari ég gætilega, sem ég
mun gera — og kannske ekki að-
eins sjálfs míns vegna.
í gleðinni fór það framhjá þeim
að hann gæti átt við eitthvað sér-
stakt, en Jónatan rétti honum hönd
sína og sagði hrærður:
— Velkominn skaltu þá vera,
drengur minn, hjartanlega velkom-
inn.
— Þetta er eins og í ævintýri,
sagði Meredith, ég — sveitalækn-
irinn — er allt í einu orðinn yfir-
læknir, með aðstoðarlækni mér við
hlið og hjúkrunarkonur, og hefi
Jónatan sem ráögjafa.
— Ég gleymdi að segja þér,
sagði Hugh glottandi, að við höf-
um líka ráðið yfirhjúkrunarkonu.
Vertu nú ekki á svipinn eins og
ég hafi töfrað hana út úr hatti,
bara til þess að blekkja þig. Ég
kynntist henni þegar ég veiktist
— hún var hjúkrunarkonan mín,
og hún er kona með stórt hjarta
— og hvassa tungu. Maður gæti
haldið, þegar hún lætur dæluna
ganga að hún hataði allt og alla,
en undir skelinni — tóm við-
kvæmni og góðleiki.
— Hugh minn, þjálfaðar hjúkr-
unarkonur eru eftirsótttar nú —
og gera háar kaupkröfur?
— Hún er að verða sextug og
vill nú vera í rólegu starfi í bæ
eins og okkar, og gerir ekki háar
kaupkröfur, enda í þann veginn
að fá rétt til eftirlauna, en hún
vill koma að gagni í rólegu um-
hverfi meðan heilsan leyfir. Annars
er kaupið sem hún fær mitt einka-
mál — það er mitt framlag til
sjúkrahússins.
— Já, herra, skaut Jennie inn
í, og við blökkufólkið ætlum að
hjálpa til, — við eigum enga pen-
inga, en við ætlum að hjálpa til
í sjálfboðavinnu, elda, þvo þvott,
skiptast á, og karlarnir eru þar
með, sjá um garðinn og fleira.
Hún var á svipinn, eins og hún
ætlaði að springa af stolti, en
Meredith fór að háskæla af ein-
skærri hamingju.
Tuttugasti kapítuli.
Blake-sjúkrahúsið, eins og menn
fóru þegar að kalla það, hafði ver-
ið formlega opnað, og þegar fyrsta
daginn sótti Winnie Mae Jordan
um vist þar, er hún ætti barnið,
sem hún gekk með, og sumir komu
af forvitni eða heilsu sinnar vegna
til þess að hafa tal af Merry. Hún
hafði viðtalstíma I gömlu lækn-
ingastofunni heima einnig, og að
morgni hvers dags ók Jónaton í
bílnum sínum til sjúkrahússins. —
Oftar en einu sinni hafði Matilda
orð á því við Meredith, hve hress-
andi áhrif það hefði á Jónatan að
vera starfandi aftur, með í öllu.
Stewart gegndi næturskyldu á
sjúkrahúsinu, og fór svo „heim“,
eins og hann orðaði það, til þess
að neyta hinna Iystilegu rétta
Jennie, og svaf svo þar til slðdegis,
fékk sér svo bað, borðaði og fór
aftur í sjúkrahúsið.
Meredith var ánægð yfir hve
allt gekk snurðulaust og að allir
voru stoltir og ánægðir. Ráðlegg-
ingarstofuna fyrir verðandi mæður
flutti hún í sjúkrahúsið, þar sem
skilyrði voru þar betri til skoð-
unar. Og nú var svo. komið, að
hún var öruggari í von sinni um
framtíð sína og Hughs, að innan
tíðar gætu þau gengið í hjónaband.
Hvert síðdegi, er hún kom úr
sjúkravitjunum, kom hún við í
sjúkrahúsinu til þess að ræða við
Jónatan og Stewart, og til þess að
ræða við Jónatan og Stewart, og
til þess að vita hvort aðstoðar
hennar væri ekki þörf. Og þá ræddi
hún ávallt líka við Alice Miller,
yfirhjúkrunarkonuna með „stóra
hjartað og hvössu tunguna“. Fór
vel á með þeim.
Dag nokkurn þegar Merry hafði
lagt bíl sínum fyrir utan sjúkrahús-
ið og var komin inn í forstofuna,
veitti hún því athygli, að hjúkr-
unarkonan, sem þar var til þess að
taka á móti fólki, virtist hrædd,
og heyrði hún, að f stofu Jóna-
tans voru einhverjir að því er virt-
ist f hörkurifrildi.
— Hvað — hvað er að, spurði
Meredith.
— Ég veit það ekki — það kom
maður og spurði eftir Blake lækni.
Ég sendi hann inn og hann var
ekki fyrr kominn inn en þeir voru
komnir í hár saman.
Meredith hraðaði sér inn til
Jónatans. Hann sat þar náfölur með
leiftrandi augu, en maður nokkur
sneri baki að henni.
— Hvað gengur á hér, byrjaði
hún, en f þeim svifum sneri sér við
'sá, sem stóð andspænis Jónatan,
og Meredith gapt; af undrun, og
gat loks stunið upp:
— Nichols læknir, hvað eruð
þér að gera hér? 1
— Ég er að reyna að sannfæra
þennan — þennan steingerving,
byrjaði hann ...
— Vogið ekki að kalla mig stein-
gerving, þér komið hér ihn ask-
vaðandi eins og bófi...
— Bófi, svo að ég er bófi, ha?
Ég ætti að verma yður undir vöng-
um, — ef þér væruð yngri...
Meredith lggði hendur sínar á
axlir þeirra:
— Svona, drengir, gleymið ekki,
að það er kona viðstödd.
Og þegar dálítið hafði sljákkað
í þeim bætti hún við:
— Leyfið mér að kynna ykkur,
hvorn fyrir öðrum. Nichols lækn-
ir — þetta er afi minn, Jónatan
Blake. — Jónatan, elskan mín,
Nichols læknir.
Þeir störðu hvor á annan, allur
ofsi var horfinn úr beggja hugum
og svipurinn bar aðeins furðu vitni.
— Nichols, krabbameins-maður-
inn, sagði Jónatan af áhuga. Þetta
er mikill heiður, gleður mig að
kynnast yður, herra minn.
Nichols greip f framrétta hönd
hans.
— Mig hefur lengi langað til
þess að kynnast yður, Blake —
heyrt sitt af hverju um yður, sem
vakti áhuga minn.
Meredith gat varla kæft hlátur.
16 mm filmuleiga
Kvikmyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlampa
Ódýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavör ur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu 15 •
Sími 20235
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu
sængurnar. Eigum
dún- og fiðurheld ver.
Dún- og gæsadún-
sængur og kodda fyrir
liggjandi.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3 — Sími 14968
T
I
R
1
I
N
THIS MASKSÞ NIK.K.O'S TALEWTS
AKE ALL EVIL, FRIEWP SAWA.
. IF HE IVEUE OF MY TKI3E —
M W KILL H!A\l ,-------------
IWVITEI7 TO THE -í
'COUFERENCE OE
GZEAT CWEFS'--
WI7H0UT HIS BANGI
TKIEE'S WITCH
FOCTOK--FAT,
IVEALTHV, CHIEF HEVO
HAS AKRIVEÞ,
EUT WITH h'I.W IS
THE COMTIWEWT'S
MOST PANSEKOUS
'OS/A’ MAN.
fctuðir
vJ0h4
CsiA^PO
■ A CAPTAIW WILÞCAT! I
'U'S WISFOM HELPS US
SOU8LEMAKIN6 NIKKO!
OUTWf
SjjT-l/) T fuT'>i ] j ■, /
Ey prij i
Þessi Nikko er hinn mesti þorp
ari, segir Tut, hann gerir ekkert
einn af mínum ættt/álki, þá myndi
ég láta drepa hann á stundinni.
Þessi náungi er varhugaverður
Wildcat, segir Tarzan. Við skul
um vona að Medu reynist honum
slyngari.
nema illt af sér. Ef hann væri
éáýrar þykkar
drengjnpeysur
HAGKAUP
Miklatorgi