Vísir - 24.09.1963, Síða 16

Vísir - 24.09.1963, Síða 16
Þriöjudagur 24. sept. 1963. Þannig Ielt lltla Renault bif- reiöin út eftir áreksturinn viö stóra sandbfliim í Kollafirði. fjórar sjúkrafíugs- heiðnir samtímis Bjöm Pálsson flugmaður fór í fjögur sjúkraflug eftir hádegiö í gær, en auk þess f nokkrar aörar flugferðir, þannig aö samtals flutti hann 48 farþega í gær. Um hádegisleytið f gær dgndi yfir beiðnum um sjúkraflug, þann- ig að frá fjórum stöðum á land- inu komu beiðnir nær samtfmis um flugvél frá Birni Pálssyni. Fyrsta beiðnin kom frá Fossi á ' Síðu, en það var flutningur á sængurkonu. Þá var skömmu síð- ar óskað eftir flugvél austur á Djúpavog og jafnframt var beðið um blóð ef á þyrfti að halda. Bjöm fór sjálfur í þann sjúkra- flutning og var um sjúka konu að ræða, sem lögð var inn f hand- lækningadeild Landspítalans til aðgerðar. Ekki þurfti að grípa til I blóðgjafar á leiðinni að austan, en ljósmóðir fylgdi konunni að aust- an ef á sérstakri aðstoð hefði þurft að halda meðan á flugi stóð. Þriðja sjúkraflugsbeiðnin barst frá Patreksfirði, en þar var ekki um ýkja alvarlegt tilfelli að ræða. Loks kom fjórða beiðnin frá Stykkishólmi vegna veikrar konu. Bjöm sagði að allir flutningam- ir hafi gengið fljótt og vel fyrir sig, hann hafi haft tvær vélar í gangi f einu og allt gengið sam- kvæmt áætlun. Hann tjáði blaðinu hins vegar að það væri einsdæmi að jafnmargar beiðnir um sjúkra- flug hafi borizt samtímis. Auk framangreinds sjúkraflugs sendi Björn Pálsson flugvélar vest- ur á ísafjörð, Hellissand og tvisvar til Vestmannaeyja og flutti sam- tals 48 farþega. Eru þetta einhverj- ar mestu annir hjá Bimi sem um getur á einum degi. í dag er ekkert flugveður, og veður fer yfirleitt versnandi, enda höfðu engar beiðnir borizt um sjúkraflug f morgun. Ingunn Grímsdóttir greiðir fyrir mjólkurhymuna sfna en fær nú til baka 90 aurum minna en í gær. ÞjóSverjislasast í Kollafírii Um hádegisleytið á laugardag- inn varð mjög harður árekstur f svokallaðri Kleif f Kollafirði, en hún er þar sem vegurinn Iiggur upp úr firðinum að norðan. 1 Kleifinni, er brekka með nokkurri blindhæð og jafnframt bugðu á veginum, þannig að útsýn torveldast fyrir ökumenn sem um veginn fara. Þarna á þessúin stáð varð mjög harður árekstur milli stórrar sandflutningabifreiðar og 4ra manna Renault-bifreiðar. Sú sfðarnefnda gereyðilagðist og öku- maður hennar, sem heitir Christ- ian KShr frá Þýzkalandi slasaðist verulega. Hann liggur nú f sjúkra- húsi. Áreksturinn varð þegar sand- flutningabifreiðin var að komast upp á blindhæðina í Kleifinni. Renault-bíllinn kom á móti hennj að norðan og enda þótt sandbíllinn véki nær út af veginum varð árekstur ekki umflúinn. Renault- bifreiðin skall á hægra framhjól sandbflsins með miklu afli, rann síðan aftur undir hann og stað- næmdist undir honum miðjum. Eftir áreksturinn var fólksbif- reiðin aðeins hálf eftir, þ. e. aftur- hlutinn. Framhlutinn var ein brotajárnshrúga, og er bíllinn ger- samlega ónýtur. Ökumaður var einn í bifreiðinni og f fyrstu virt- ist hann lítið meiddur, því hann stóð upp og vildi ekki láta flytja sig til læknis, taldi sig ekki mundu vera meiddan að ráði. Því var samt ekki anzað og hringt eftir sjúkrabifreið sem flutti mann- inn í slysavarðstofuna og sfðan í Landakotsspítala þar sem hann liggur nú. Samkvæmt upplýsing- um sem lögreglan hafði fengið var talið að maðurinn væri handleggs- brotinn, rifbeinsbrotinn og jafnvel axlarbrotinn. Telja álagninguna of lága Matvöru- og kjötkaupmenn í Reykjavfk telja að verzlunará- lagningin á þær vörur sem þeir selja sé að mun of lág. Ef leið- rétting fæst ekki hjá verðlagsyf- irvöldunum telja kaupmenn ó- hjákvæmilegt að verzlunin sjáif leiðrétti áiagninguna til sam- ræmis við sannanlega þörf fyrir tækjanna. Miðvikudaginn 18. sept. s. 1. héldu Félag matvörukaupmanna og Félag kjötverzlana í Reykja vfk sameiginlegan fund f Leik- húskjallaranum og var fundar- efni verðlagsmál, rekstrargrund Nýtt verS á búsafurBum í morgun Kjötið hækkar þó ekki fyrr en í dag Er komið var í mjólkurbúðir f morgun urðu menn þess varir að mjólk og mjólkurafurðir höfðu hækkað. Nemur hækkun- in á mjólkinnl 90 aurum eða 18,5% pr. líter, en mjólkin hækkar úr kr. 4.85 f kr. 5.75. Er hækkunin frá þvf haustið 1962 þá orðin 1.15 kr. eða 25%. — Það er ekki hægt að segja að þetta sé gott, sagði einn við- skiptavinurinn, Ingunn Gríms- dóttir, • í mjólkurbúð, sem við litum inn í f morgun. Hún var að kaupa eina mjólkurhyrnu, sem eins og fyrr er sagt, hafði hækkað um 90 aura. En þetta á eftir að hækka meira, það er áreiðanlegt, sagði hún. Þó finnst mér það verst með blessað kindakjötið sem á lfka að fara að hækka. Kindakjötið, sem er svo gott þegar það er nýtt. Húsmóðir ein tók í sama streng og sagðj okkur að sér fyndist þetta vægast sagt hneykslanlegt. Búfjárafurðir væru orðnar svo dýrar að það væri að koma tfmi til að neyt- endur gerðu verkfall. Þvf skyldu þeir ekki gera það eins og aðrir?, sagði hún. Samkv. uppl. Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefur mjólk f lausu máli nú hækkað um kr. 1.15 frá því haustið 1962. Mjólk í heilflöskum kostar nú kr. 5, 95, en kostaði kr. 4.85 f fyrra- haust, hækkun kr. 1.10. Mjólk í heilum hyrnum kostar nú kr. 6.40 en kostaði kr. 5.25, hækk- un kr. 1.15. Rjómi kostar nú í lausu máli kr. 57.80, kostaði kr. 50,00, hækkun kr. 7.80. Smjör kostaðf kr. 80.75, hækkun kr. 22.80, kostar nú 103,55 kr. pr. kg. Ostur, 45% að fitumagni kostar nú kr. 84,15 pr. kg. en kostaði í fyrra kr. 71.35, hækk- un kr. 12,80. Fyrst um sinn verður niður- greiðsla mjólkur óbreytt kr. 2, 72 pr. lítra. Verður hækkun sú sem bændur fá því hlutfallslega ekki eins mikil og hækkun á út- söluverði. Eiga bændur samkv. hinum nýja verðlagsgrundvelli að fá kr. 6.19 pr. lítra og er hækkunin hjá þeim 17.4% 1 morgun hafði enn ekki verið endanlega gengið frá nýju verði á kjötafurðum og kartöflum en allt benti til þess að það yrði gert í dag. Hefur verð til bænda þó verið ákveðið, en þeir fá kr. 36.10 pr. kíló fyrir 1. fl. dilkakjöt og er það 28,9% hækk un miðað við verðlagsgrundvöll haustið 1962. völlur matvöruverzlana og af- koma þeirra. Á vegum félagsmanna hefur verið starfandi að undanförnu, verðlagsmálanefnd, sem m. a. hefur haft það hlutverk á hendi að rannsaka rekstrargrundvöll og afkomu matvöruverzlana. Til grundvallar rannsókninni voru lagðir rekstrarreikningar verzl- ana fyrir árið 1961 og 1962, en þar sem viðkomandi verzlanir eru misgamlar, reka ýmist í einkaeign eðá hlutafélögum, voru gerðar viðeigandi breyting ar á einstaka liðum reikning- anna, til þess að gera þá sam- bærilega hvern öðrum. Niður- staða rannsóknanna sýnir, að á árinu 1961 og 1962 hafa mat- vöruverzlanir almennt verið reknar með halla og það enda þótt laun eiganda eða vextir af eigin fé væri ekki reiknað til Frh. á bls. 5. Prófarkalesari Dagblaðið Vísir óskar eftir að ráða prófarka- lesara til starfa á ritstjórn blaðsins. Góð launakjör. Umsóknir sendist til framkvæmda stjóra Vísis, Laugavegi 178.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.