Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 4
4 V f SIR . Þriðjudagur 'l. októóer 1963. Eftir umræður og áætlan- ir f meira en 160 ár hafa rfkisstjómir Bretlands og Frakklands komizt að sam- komulagi um að láta gera jámbrautargöng undir Ermar sund, er mannvirki þetta sem verður um 22 mílur á iengd muni kosta 130 milljónir sterl ingspunda. Þvf er ætlað að iiggja skammt suðvestan við Dover á Englandsströnd og Caiais á strönd Frakklands. Hingað til hafa ferjurnar á Ermarsundi verið helztu sam göngutækin auk flugvéla á leiðinni yfir sundið. Vegna veðra hefur ekki ætíð verið hægt að reiða sig á ferjurnar frekar en flugvélarnar, þær hafa ekki heldur ætíð verið nægilega margar né farið jafn margar ferðir og nauðsynlegt hefði verið. Með tilkomu brautanna undir Ermarsundi getur umferðin orðið eins og uppi á landi, stöðug og án tafar. Það er ekki nokkur vafi á því að neðanjarðarbrautirn- ar undir Ermarsund eigi eftir að hafa mikla byltingu í för með sér á ýmsum sviðum wmt.h mm hvíta þríhmingnum sem uppdrátturinn sýnir eru helztu iðnaðarsvæði Evrópu. Göngin undir Ermasund munu mynda mikilvægan tengilið. — CÖNCIN UNDIR CRMARSUND •eyg -r>. -> rttwi efnahagsmála í Bretlandi. Umræðurnar um neðanjarðar brautirnar hafa þó ekki fyrst og fremst snúizt um þessa gagnmerku þætti og hina yfir vofandi byltingu. Menn hrósa happi yfir að losna nú við sjó veikina um borð í ferjunum, að þurfa ekki lengur að bíða eftir næstu ferju af því að bílastæðið í ferjunni var orðið yfirfullt. Og menn ræða gjarn an um kostnaðinn við einstök atriði 1 brautarlagningunni. Um byltinguna sem neðan- jarðarbrautimar eiga tvímæla laust eftir að hafa í för með sér er minna rætt. Skilningur manna almennt endurspegl- ast í orðum eins af fulltrú- um samgöngumálaráðuneytis ins brezka, sem sagði: „Þegar á allt er litið, er þetta eins og hver önnur ferja, er það ekki?“ Og yfirvöldin í Kent- héraði, sem eiga öðrum frem ur eftir að finna fyrir þró- uninni, háfa lýst því yfir, að niálið hafi aldrei verið á dag- skrá hjá þeim. rjhl nánari skilnings á því sem hér er um að ræða skulum við líta á meðfylgj- andi kort. Innan þríhyrnings ins, sem er markaður af Birm ingham, París og járnbraut- arbænum Hamm í norður- hluta Ruhr fara fram á að gizka tveir þriðju hlutar allr- ar iðnaðarstarfsemi allrar norð-vestur Evrópu. Þarna er ekki aðeins um að ræða lang mest af útþensluiðnaðinum, eins og bifreiðaframleiðslu og elektróniskum iðnaði, held ur einnig talsvert af þeim iðnaði, sem á eftir að vaxa síðar. Innan þessi þríhyrnings starfar lítið eitt minna en þriðjungur alls vinnuafls í Vestur-Evrópu og þárna er eytt um það bil helmingnum af öllu því sem einkafyrir- | jv.ío'ix g.-i ; ;i, go aanfi'ita göi.in tæki eyða í rann'sókha'fátáff1- semi............... .... Af þessum þríhyrningi telst aðeins lítill hluti til Bret- lands. Iðnaðurinn, sem er að byggjast upp milli Le Havre, Dortmund, Amsterdam og Strassbourg, sér alveg fyrir sér sjálfur. Og eigi brezkur útflutningur að verða sam- keppnishæfur á mörkuðum meginlandsins, sem nú tekur við fimrrltungi af öllum út- flutningi Breta, er mjög þýð- ingarmikið fyrir Breta að bæta samgöngur sínar við meginlandið. J þessari staðreynd felst meg inþýðing neðanjarðarbraut anna undir Ermarsundi. Það verða ekki ferðamennirnir og farartæki þeirra, heldur skröltandi vöruflutningavagn ar, sem verða mest áberandi á teinunum undir sundinu. svæðunum kringum mynni neðanjarðar- brautarinnar Bretlandsmegin munu skapast mikil vanda- mál. Fólksflutningar frá norð urhluta Bretlands til suður hlutans, sem þegar eru hafn- ir af öðrum ástæðum, munu aukast gífurlega. Framleiðslu fyrirtæki munu leitast við að koma sér upp aðstöðu á þessu svæði. Þessum stað- reyndum hefur að dómi margra verið lítill gaumur gefinn af yfirvöldum. Prófess or Michael Wise við London School of Economics, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að tvær til þrjár milljónir muni á næstu 20 árum leita suður á bóginn vegna neðanjarðar- brautanna. Við þetta skapast gífurleg þörf fyrir nýtt hús- næði, nýja vegi, en gallinn er sá, að á þessu svæði er lítið af ódýru landi og hætt við að allt þetta myndi kosta gífurlegt fjármagn. Vegakerf ið um S.-England og kring- um löndin yrði að taka ger- breytingum. J^yir bæir, nýjar járnbraut- ir, vegir og heimili út- heimta mikið fiármagn, svo að kostnaðurinn við neðan- jarðarbrautina sjálfa er smá ræði í samanburði við það allt saman. En að dómi margra er það óhjákvæmilegt ef að full not eiga að fást af brautunum undir Ermarsundi og þær eiga að geta orðið sá liður í efnahagslegri uppbyggingu Stóra-Bretlands, sem verður að eiga sér stað á næstu ár- um, ef Bretar eiga ekki að dragast aftur úr öðrum þjóð- um. ☆ Aðrar leitir hafnar ACrar ieitir eru nú hafnar og sagði Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys í gær við fréttamann frá Visi, að þótt fréttir væru enn af skomum skammti um aðr ar leitir og björgunarleiðangra, þar sem allt tepptist í fyrri leit- um, væri enginn vafi á því nú, er birt hefði og batnað, að menn væm alis staðar að finna fé. Gísli var fyrir norðan í fyrri viku og fór lengst í Eyjafjörð og var á vesturleið, er verið var að ryðja vegi og sat bílinn fastur hvað eftir annað. Gísli hafði það eftir bóndanum á Bólu í Skaga- firði, að á þriðjudaginn s. 1. hefði vegna veðurs, fannkomu og ó- færðar, ekki verið unnt að koma nokkurri skepnu í rétt. Mikinn snjó setti niður víða um Norð- urland í þessu vestan og norð- vestan kasti. Veður var hið bezta um land allt í dag — logn og nærri alls staðar heiðríkt, og er það ákaf- lega mikilvægt, að svo vel skuli viðra í seinni leitunum, eftir það sem á undan er gengið. Ættu leitir að ganga vel víðast, en gera verður þó ráð fyrir erfið- leikum, þar sem snjó hlóð niður í fyrri leitum og þann snjó hef- ur ekki tekið upp. Sættir í síidardeilu Fullar sættir hafa nú tekizt í deilumáli rússneska síldartöku- mannsins á Seyðisfirði og Síld- armats ríkisins. Upphófst deila þessi þegar nýr matsmaður kom hingað tii landsins og setti aðrar kröfur en þær, sem undanfarin ár hafa tíðkazt. Mun hann hafa kvartað yfir þurraþráa í síld, en það er eink- um útlitsgalli, en snertir ekki gæði síldarinnar svo neinu nemi. Einnig var talað um að vigt á tunnunum væri röng, en bæði munu saltendur hafa boðizt til að bæta á það sem vantaði og eins að við nokkra legu eiga tunnurnar að ná fullri þyngd. Rússneski síldartökumaðurinn hóf ferðalag sitt á Norðfirði og heldur suður, frá Seyðisfirði fei hann til Eskifjarðar og fleiri hafna til síldarkaupa. Með rúss neska síldartökumanninum ei túlkur og íslenzkur fulltrúi síld- armatsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.