Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 1. október 1963 Hjálparþörf Enn hefir eldurinn herjað á heim ili bammargrar fjölskyldu og lagt það í rústir. Síðastliðna mánudagsnótt brann húsið Selhagi í Blesugróf til kaldra kola. Hjónin Pétur H. Pétursson og Helga Tryggvadótt ir björguðust fáklædd út úr brunanum ásamt bömum sínum, en þau eru át>. Sum þeirra á unga aldri. Engu var bjargað að kalla, en hús og búsmunir hryggilega lágt tryggt. Skaðinn er mikill og sár. Reynslan hefur sýnt, að marg ir rétta fúslega hjálparhönd, þeg ar fólk verður fyrir svo óvæntu Framh. á bls. 5. Frábær leikur Þérólfs gegn Brezku blöðin líkja honum við sjúlfun di Stefuno Eitthvert mesta Iof, sem Þór- ólfur Beck hefur fengið, birtist um Iiann í blöðunum i gær. Er honum m. a. Iíkt að jöfnu við spánska knattspymusnililngi'mi di Stefano og segir að Þórólfur sé stöðugt vaxandi leikmaður. Hér birtum við hluta af umsögn eftir John McKenzie í Scottish Daily Express í gær, en Mc Kenzie er mjög mikils metinn gagnrýnandi: „Ef Þórólfur Beck hefði skipt um lið í hálfleik hefði Celtic unnið leikinn á Paisley. Hinn ljóshærði íslendingur, mun sterk ari, kröftugri og úthaldsbetri en þegar hann byrjaði leik í Skot- landi er á hraðri leið með að verða einn stærsti persónuleiki skozkrar knattspyrnu. Hann lék í leiknum gegn Celtic hlutverk di Stefano, hon um skaut upp út um allan völl í eyðunum tilbúinn að bjarga St. Mirren Ur klípu og jafn- framt til að koma Celtic í klípu, með hinum góðu sendingum sín um.“ Margt fleira er sagt í grein inni, sem að mestu fjallar um Þórólf en greinin er mjög vin- samleg og lofsamleg I hans garð svo sem sjá má. St. Mirren hefur nú leikið 5 leiki í deildarkeppninni og hlot ið 8 stig og er aðeins einu stigi á eftir Rangers, Dunfermlie og Hearts, sem eru með 9 stig. Jöfn St. Mirren að stigum eru Dundee og Kilmarnock, en St. Mirren telst í 5. sæti Listamönnunum er kalt Houstsýning Félags íslenzkra mynd- listarmanna opnuð annað kvöld Þórólfur Beck. „Grátt, blátt og rautt“ og höfundurinn, Jóhannes Jóhannesson. 1 blaöinu er þaö raunar „Grátt, grátt og grátt“. Málararnir eru önnum kafnir að hengja upp myndir sínar og annarra og skjálfa sér til hita í hinum hrörlegu húsakynnum Listamannaskálans. — Eiríkur Shiith 'gengur um á „spánriýj- um listamannaskóm“ að eigin sögn; það eru heljarmiklar rosa- bullur, og veitir víst ekki af, því að gólfið er hér um bil eins kalt og svellið á tjöminni um hávetur. En meðan ekki er til betri sýningarsalur, verður gamli skálinn að duga, jafnvel þótt gestir verði að ganga með regnhlífar innanhúss, þegar veð- ur er vott. Annað kvöld kl. 8.30 hefst haustsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna, en enginn er alveg viss um tölu listaverkanna eða höfunda þeirra, því að sýn- ingarskráin er í prentsmiðjunni. Sigurður Sigurðsson, formaður félagsins, og Jóhannes Jóhann- esson listmálari fara að telja í óðaönn og komast að þeirri nið- urstöðu, að þarna muni vera verk eftir u. þ. b. 23 málara og 4 myndhöggvara auk listvefnað- ar eftir frú Vigdísi Kristjáns- dóttur. Og þegar spurt er, hversu margar samsýningar hafi verið haldnar á vegum fé- lagsins, hefur enginn minnstu hugmynd um það. „Þær eru svo margar, að maður ruglast í töl- unni“, segir Jóhannes, og Sig- urður hristir bara höfuðið. „Það veit enginn“, svarar hann með áherzlu. Svo mikið er þó vfst, að þarna eru m. a. verk eftir Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Jó- hannes Jóhannesson, Valtý Pét- ursson, Jóhann Briem, Sverri Haraldsson og Kristján Davfðs- son meðal málaranna og Sigur- jón Ólafsson, Jón Benediktsson og Guðmund Benediktsson með- al myndhöggvara. Þarna sýna fjórir málarar í fyrsta sinn, Jó- hannes Geir, Eggert Magnússon, Björgvin Haraldsson og Hringur Jóhannesson, en einn mynd- höggvari, Hallsteinn Sigurðsson. Ennfremur eru verk eftir tvo er- lenda málara, Boye Givskov frá Danmörku og Evu Cederström frá Finnlandi. „Hvernig líður ykkur svona rétt fyrir opnun sýningar?” „Okkur er kalt“, svara Iista- mennirnir. Nýr sýningarskáli er brýn nauðsyn. FiskifræSingar é alþjóðaráðstefnu Fjórir fiskifræðingar frá Islandi taka þátt í Alþjóða hafrannsóknar- ráöstefnu, sem hófst f Madrid á Spáni í gær. AUs eiga 16 þjóðir fulltrúa á ráðstefnunni en fulltrú- amir eru eitthvað um 200 talsins. Ráðstefnan stendur í 9 daga og verður fjallað um 250 skýrslur. Fulltrúar Islands á ráðstefnunni eru þau Þórunn Þórðardóttir, fiski- fæðingur, Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, Már Elfsson, skrif- stofustjóri Fiskifélagsins og Jón Jónsson, forstöðumaður Fiskideild- ar. Fiskimálastjóri, Davíð Ólafsson, ÓNÝT EFTIR 3 Þéssi Ford bifreið er talin ger- ónýt eftir að henni hafði verið ekið út af á Suðurlandsbraut skammt frá Jafarsvegamótunum í nótt. Bíli- itin fór 3 veltur og slasaðist einn er staddur um þessar mundir á fiskverndarráðstefnu, sem haldin er í London ,og er hann væntanlegur heim siðar í þessari viku. FJARLEIT UR LOFTI Vísir átti tal við Björn Páls- son f morgun og spurði hann hvort leitað hefði verið til hans um aðstoð í fjárleitum, en mörg undangengin ár hefir Bjöm ver ið fenginn til þess að fljúga yfir Amarvatnsheiði til fjárleitar, og hefir þá fé, sem fundizt hefir í slfkum flugferðum verið sótt eftir tilvísan hans. — Ég mun að vanda fljúga yfir Arnarvatnsheiði þessara erinda, sagði Björn, en það hefi ég gert mörg undangengin haust fyrir Upprekstrarfélag Reyk- holtshrepps. Hafa svo bædur sótt það fé, sem við höfum fundið, og þykist ég geta full- yrt, að þeir spari sér með þessu mannfreka leit. Annars er enn allt á kafi f snjó á heiðum og erfitt að finna fé, þar sem jörðin er mjög flekk ótt, þar sem sólin hefir brætt af steinum, eða blettótt orðin vegna þíðu. Við þessar aðstæður sér maður varla fé fyrr en mað ur kemur að því. í sjúkraflugi til Norðfjarðar Framh. á bls. 5. farþeganna nokkuð. Það var klukkan tvö f nótt sem lögreglunni var tiikynnt um að bif- reið hefði oltið skam'mt frá Jaðars- vegamótunum á Suðurlandsvegi. Bifreiðin fór 3 veltur og er talin gerónýt. Fjórir farþegar vom í bíln urn, tvær stúlkur og tveir piltar og slasaðist einn farþeganna nokkuð. Eigandi bifreiðarinnar var ölvaður og var greymdur í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.