Vísir - 15.10.1963, Side 3
3
VÍSIR
——-'ffim
Þriðjudaginn 15. október 1963.
UMSÆKJENDUR
í REYKJAYÍK
prestur til 1. ágúst 1962. Er for-
maður Karlakórsins Fóstbræðra
og hefir verið einsöngvari hjá
kórnum, síðast á samsöngvum í
vor. Hefur unnið í Veðdeild Lands
banka íslands síðan í ágúst 1962.
Kvæntur árið 1954 Salóme Ósk
Ófeigsdóttur, og eiga þau eina
dóttur.
Háteigsprestakall
;
:
líiiife 1 i é! íjili; "
{BgpBfc
en hún lauk námi við háskólann
í Dyflinni sumarið 1958. Prestshjón
in í Hvammi eiga þrjú börn,
Séra Arngrímur Jónsson er
fæddur á Arnarnesi á Galma-
strönd 1923, sonur Jóns Páls-
sonar trésmíðameistara á Akur-
eyri og Kristínar Ólafsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1943
og embættisprófi í guðfræði frá
Háskóla íslands 1946. Það sama
sumar vígðist hann prestur að
Odda á Rangárvöllum, þvl forn-
fræga höfuðbóli og hefur gegnt
þar prestembætti síðan eða í 17
ár. Fyrir tveimur árum stundaði
hann framhaldsnám í Oxford í
Englandi í guðfræði og siðalær-
dómi kristinsdómsins. Hefur m.
a. setið í stjórn samtaka játninga
trúarpresta. Kvæntur er hann Guð
rúnu Hafliðadóttur frá Hergilsey
á Breiðafirði og eiga þau þrjú
börn.
Ásgeir Ingibergsson er fædd-
ur 1928 að Álafossi i Mos-
fellssveit, sonur hjónanna Ingi-
bergs Runólfssonar, bifreiðastjóra
og Sigríðar O. Kristjánsdóttur.
Alinn upp í Reykjavlk, þar sem
hann gekk í Menntaskólann og
tók stúdentspróf 1948. Innritaðist
fyrst i heimspekideild Háskólans
og lagði stund á Islenzk fræði I
tvö ár, en tók síðan fyrir guð-
fræði og lauk embættisprófi 1957.
Eftir guðfræðiprófið hlaut hann
styrk frá Alkirkjuráðinu til náms
við Dyflinarháskóla í þrjú miss-
eri 1957—58, í trúfræði og kirkju
sögu. Vígður að Hvammi í Döl-
um 31. ágúst 1958, þar sem hann
hefur þjónað siðan.
Kvæntur 27. júní 1959 Janet
Sunby frá Belfast I Norður-írlandi,
kristniboðsfélaga í Eþiópíu á árun
um 1953 til 1958, Var vlgður
kistniboðsvígslu 28. des. 1952.
Hefur verið kennari gagnfræða-
stigs I Reykjavík síðan 1959.
Kennir nú kristinfræði auk fleiri
greina við Gagnfræðaskóla Réttar
holts. Hann skrifaði bók um dvöl
ina I Eþíóplu,, „Sól yfir Blálands
byggðum", en hún kom út árið
1958. Auk þess allmikið af grein-
um I blöð og tlmarit.
Kvæntur er Felix Kristínu Guð-
leifsdóttur og eiga þau 2 börn.
Séra Lárus Halldórsson er fædd
ur á Selvöllum I Helgafellssveit,
sonur Halldórs Helgasonar bónda
þar og Kristlnar Hafliðadóttur frá
Kljá I Helgafellssveit. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um I Reykjavlk 1941 og embættis-
prófi I guðfræði frá Háskóla Is-
lands 1945. Hann kynnti sér sjó-
mannatrúboð á Norðurlöndum
1949, og síðar kynnti hann sér
starfsemi sjúkrahúspresta I Nor-
egi og Danmörku. Séra Lárus
vígðist til Flateyjar á Breiðafirði
1945 og þjónaði þar I ellefu ár.
Síðan veitíi hann um tíma for-
stöðu sjómannastofu I Reykjavík,
var sóknarprestur á Breiðabóls-
stað á Skógarströnd og hefur síð-
an starfað sem umferðarprestur á
vegum kirkjunnar og þjónað á
ýmsum stöðum, svo sem Húsavík,
Seyðisf., Sauðárkróki, Hallgríms-
kirkju I Reykjavík og Mosfelli 1
Grímsnesi. Þá fór hann I námsferð
til Englands og kynnti sér æsku
lýðsstarf kirkjunnar. Hann er
kvæntur Þórdísi Nikulásdóttur frá
Króktúni I Hvolhreppi og eiga þau
þrjú börn.
Grensásprestakall
Séra Ragnar Fjalar Lárusson
fæddist árið 1927 að Miklabæ I
Skagafirði, foreldrar hans voru
séra Lárus Arnórsson og Jensína
Björnsdóttir prests á Miklabæ
Jóiisönar. Séra Ragnar lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1948 og embættisprófi I
guðfræði frá Háskóla íslands
1952. Hann vígðist prestur að
Hofsósi 1952 og fékk veitingu
fyrir Siglufirði 1955, þar sem
hann hefir gegnt prestsembætti
síðan. Séra Ragnar Fjalar átti um
skeið sæti I stjórn Guðbrands-
deildar Prestafélags íslands, hefir
verið virkur þátttakandi I starfi
Æskulýðssambands kirkjunnar I
Hólastifti og ferðazt með íslenzk-
um ungmennum á vegum kirkj-
unnar erlendis. Kvæntur er hann
Herdísi Helgadóttur frá Akureyri
og eiga þau 5 börn.
Básfaðapresfakall
Felix Ólafsson cand. theol og
kristniboði er fæddur 1 Reykjavík
20. nóv. 1929, sonur hjónanna
Ólafs Guðmundssonar trésmlða-
meistara og konu hans Hallfrlðar
Bjarnadóttur. Eftir nokkurra ára
framhaldsnám hérlendis stundaði
hann nám við kirstniboðsskóla
Norska lúth. kristniboðssambands
ins I Osló I sex ár (1946
— 52), og lauk þaðan prófi vorið
1952. Árið 1953 dvaldist hann við
framhaldsnám I ensku I London,
en hélt þá um haustið til Addis
Abeba I Eþíópíu, þar sem hann
las amharisku I eitt ár. Lauk
guðfræðiprófi við Háskóla Islands
I janúar 1963. Felix var kristni-
boði á vegum Sambands ísl.
Séra Ólafur Skúlason, er fædd-
ur I Birtingaholti I Hrunamanna-
hreppi árið 1929, sonur hjónanna
Skúla Oddleifssonar umsjónar-
manns I Keflavík og Sigríðar
Ágústsdóttur bónda og hrepp-
stjóra I Birtingaholti. Lauk stúd-
entsprófi frá Verzlunarskólanum
I Reykjavík 1952 og embættisprófi
frá Háskóla íslands 1955. Var kall
aður til prestsþjónustu hjá ís-
lenzku söfnuðunum á Mountain
Norður-Dakota 1955 og vígður
sama ár. Þjónaði 7 söfnuðum
vestan hafs I 4 og hálft ár, kom
heim 1959 og þjónaði Keflavík
urprestakalli I nokkra mánuði í
fjarveru sóknarprests. Sama ár
var hann skipaður æskulýðs-
fulltrúi Þjóðkirkju íslands og
hefir gegnt því embætti síðan.
Undir hann hefir m. a. heyrt
sumarbúðastarf þjóðkirkjunnar,
unglingaskipti á vegum kirkjunn
ar, og hann hefir sótt margar ráð-
stefnur og fundi erlendis. Kvænt
ur Ebbu Sigurðardóttir úr Reykja
vík, og eiga þau tvær dætur.
Séra Grímur Grímsson er fædd-
ur I Reykjavík 1912, foreldrar
hans voru Grlmur Jónsson cand.
tlieol. á ísafirði og Kristín Eiríks
dóttir frá Hóli I Önundarfirði.
Grímur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum I Reykjavík
1933 og síðan prófi frá verzlunar-
skóla I Kaupmannahöfn. Var lengi
skrifari hjá Tollstjóraembættinu I
Reykjavlk, en hóf nám I guðfræði
við Háskóla íslands og lauk það-
an embættisprófi 1954. Sama ár
var hann vígður til Sauðlauksdals
prestakalls og hefir þjónað því
síðan, og jafnframt búið góðu
búi I Sauðlauksdal. Einnig hefir
hann þjónað Brjánslækjarpresta-
kalli um árabil.
Séra Grímur er kvæntur Guð
rúnu Sigríði Jónsdóttur stjórnar-
ráðsfulltrúa Gunnlaugssonar frá
Kiðjabergi, og eiga þau 3 börn.
Séra Jónas Gfslason er fæddur I
Reykjavlk 1926, sonur hjónanna
Gísla Jónassonar fyrrverandi
skólastjóra og Margrétar Jónu
Jónsdóttur. Jónas lauk stúdents-
prófi frá Menntask. I Reykja-
vík 1946 og embættisprófi I guð-
fræði frá Háskóla íslands 1950.
Stundaði framhaldsnám I guð-
fræði I Noregi 1950 — ’51. Sótti
kristileg mót erlendis á háskóla-
árunum og oftar. Fékk veitingu
fyrir Vík I Mýrdal 1953 og hefir
gegnt því embætti síðan. Hefir
verið formaður Ríkisútgáfu náms
bóka I 10 ár og I stjórn Sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga frá
1946. Hefir verið fararstjóri ís-
lenzkra unglinga á mótum erlend
is.. Séra Jónas hefir ritað margt
um trúmál, svo sem I Kirkjuritið.
Kristilegt Skólablað og Kristilegt
Stúdentablað og skrifaði lengi
vikulega trúmálaþætti 1 Morgun-
blaðið. í fyrra fékk hann styrk
frá Vísindasjóði til að kynna sér
og rita um siðabótartímann á
íslandi.
Séra Jónas er kvæntur Am-
fríði Ingu Arnmundsdóttur og
eiga þau tvo syni.
Séra Magnús Runólfsson er
fæddur I Reykjavík 1910, sonur
Runólfs Eyjólfssonar verkamanns
frá Reynivöllum I Suðursveit og
Guðrlðar Guðmundsdóttur úr
Reykjavík. Magnús lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum I
Reykjavík 1931 og embættisprófi
I guðfræði frá Háskóla íslands
1934. Stundaði framhaldsnám I trú
fræði og kennimannlegri guðfræði
I Ósló og kynnti sér kristilegt
starf á Norðurlöndum. Árið 1935
réðst hann framkvæmdastjóri
KFUM, kristilegs félags ungra
manna, I Reykjavík, og gegndi þvl
umsvifamikla starfi Iengst af þar
til fyrir tveimur árum. Á tímabili,
eða frá 1945 til 1946, var hann að-
stoðarprestur hjá séra Þorsteini
Briem á Akranesi, en tók þá aftur
við starfi slnu hjá KFUM. Sfðast
liðið ár var séra Magnús gettur
prestur I Árnesi, en vinnur nú að
kennslustörfum aðallega og
æskulýðsmálum. Hann átti sæti
1 stjórn Kristilegs bókmennta-
félags um skeið og I stjórn Sam
taka játningatrúarpresta, hefir
ritað fjölda greina um trúmál og
kirkjumál I kirkjulega blöð og
tímarit, ennfremur frumsamið og
þýtt bækur og rit. Séra Magnús
Runólfsson er ókvæntur.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son er fæddur I Hafnarfirði 1927,
sonur hjónanna Guðjóns Sigurðs-
sonar garðyrkjubónda I ölfusi og
Þórunnar Guðmundsdóttur. Lauk
stúdentsprófi I Reykjavík 1950,
bjó næsta ár 1 Gljúfurholti f
Ölfusi, lauk embættisprófi I guð-
fræði frá Háskóla íslands 1954 og
vann 1 þjónustu SÍS I Reykjavf:
næsta ár. Árið 1955 vígðist hann
prestur að Hálsi I Fnjóskadal og
hefir gegnt því embætti síðan.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son hefir verið ritstjóri Æskulýðs-
blaðs Þjóðkirkjunnar síðustu árin
og I stjórn Æskulýðssambands
kirkjunnar I Hólastifti. Hefir ritað
margar greinar I Æskulýðsblaðið
og fleiri málgögn. Kvæntur er
hann Iiristlnu Sigríði Gunnlaugs-
dóttur úr Reykjavlk og eiga þau
2 börn.
ffl