Vísir


Vísir - 15.10.1963, Qupperneq 5

Vísir - 15.10.1963, Qupperneq 5
VÍ SI R . Þriðjudaginn 15. október 1963. Skólar Framhald af bls 7 járnsmíði og bifvélavirkjun. Verður þessi áfangi á tveimur hæðum og grunnflötur hvorrar hæðar 450 fermetrar. Er áætlað áð honum verði lokið haustið 1964. í Hlíðaskóla hafa bætzt við 8 nýjar kennslustofur á árinu, fjórar nú og fjórar fyrr á árinu. Þá má þess geta að kennslu- stofur í barna- og gagnfræða- skólum Reykjavíkur eru nú 275 og eru 27 í leiguhúsnæði en fyrir fimm árum voru þær 191 og 34 í leighúsnæði. Eins og fyrr segir er þrí- setningu I bamaskólunum að heita útrýmt og er nú aðeins þrísett í eina stofu vegna þrengsla. Ef litið er aftur til árs- ins 1958 var þrísett í 60 stofur i bamaskólunum, eða í 35% af almennum kennslustofum. Miðað hefur vel áfram í gagnfræðaskólunum að því að einsetja í þá. í fjölmennasta skólanum, Hagaskóla, sem hef- ur 23 bekkjardeildir er nú ein- sett. Ennfremur í Gagnfræða- skólanum við Vonarstræti og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, auk Kvennaskólans sem ætíð hefuí verið einsettur. Á gagn- fræðastiginu er þvi einsett í 60 stofur. K.ðt. Framhald af bls. 2. d. björguðu KR-ingar á línu föst- um skallabolta frá Magnúsi Torfa- syni og stöngin bjargaði Keflavík frá marki, er einn KR-inganna komst inn fyrir. Þegar 3 min. voru eftir af fyrri hálfleik, fékk Theódór Guðmundsson boltann á miðjum velli og sendi til Harðar Markan, sem lék inn í vítateiginn vinstra megin og skaut þaðan þrumuskoti í stöng og inn. Þetta varð eina mark leiksins og sannkallað sigur- mark. í síðari hláfleiknum átti KR mun meira og skapaði sér oft góð tækifæri, en tókst ekki að bæta við mörkum. Keflvíkingar áttu einn ig tækifæri, en KR var betra liðið í þessum leik og átti sigurinn fylli- lega skilið. KR-ingarnir voru allir jafnir og ákveðnir til sigurs og léku oft vel inni á vellinum. Vörn- in var betri helmingur liðsins, en framlínan, sem er skipuð leiknum piltum, átti við erfiðan andstæðing að etja, þar sem vörn ÍBK var. Markvörður ÍBK, Kjartan, var bezti maður liðsins bæði í þessum leik og hinum fyrri. Þessi lið ásamt Val og Fram voru áberandi beztu lið þess- arar keppni, og þurfa félögin þeirra ekki að kvíða framtíðinni. Orslit í riðlunum urðu þessi: L. U. J. T. M. St. KR 3 3 0 0 14: 3 6 Akranes 3 1 0 2 12: 7 2 Hafnarfj. 3 1 0 2 4:11 2 Víkingur 3 1 02 2:11 2 l’BK 4 4 0 0 '8: 2 8 Fram 4 3 0 1 8: 1 6 Vestm.eyjar 4 2 0 2 14: 7 4 Valur 4 1 0 3 2:19 2 Þróttur 4 0 0 4 1: 3 0 Leikur ÍBK og Fram, sem Fram sigraði 1:0, var kærður af ÍBK og leikinn upp að nýju. ÍBK sigraði þá 1:0 og sigraði þar með riðilinn. KLP Tvö heimsmef — Framh. af bls. 2. landi fékk 10.4 og Frakkinn Pique- mal 10.6. 1 kvennagreinunum vann Tam- ara Press eins og vænta mátti í kúluvarpi og kastaði 17,27. Eins var Balas frá Júgóslavíu mjög ör- uggur sigurvegari í hástökki og stökk 1.80, en tvær japanskar stúlk ur komu næstar með 1,67 og 1,64. Japönsk stúlka, I. Yoda, vann 80 metra grindahlaupið og kom mjög á óvart. Á sunnudaginn bar það helzt til tíðinda, að heimsmethafinn I sleggjukasti, Bandaríkjamaðurinn Conolly (mátti láta s*ér nægja 3. sætið með 65,71 metra kasti. Rúss- inn Kondrasjov vann með aðeins 24 sentimetrum Iengra kasti! Svo jöfn var keppnin, að fimmti maður, Ungverjinn Zivotsky, var með 65,56 m. kast. Japaninn Sugarawa varð annar og vakti geysiathygli. Bruce Tulloh, „berfætti hlaupagikk urinn“ fró Englandi, vann bezta afrek keppninnar og hljóp 5000 metrana á 14.04,2 mín., en næstir lcomu Bernard frá Frakklandi á 14.06,2 og Svíinn „Esso“ (S. O.) Larson með 14.06,4. Langstökkið vann Ter-ovanesjan, eins og búizt var við, og stökk hann 7,92, en Finninn Eskola varð annar. Léleg- asta afrek keppninnar náðist þenn- an dag. Sigurvegari í kúluvarpi Þjóðverjinn Birlenbach með litla 16.15. Beztu afrek kvenna þennan dag voru 200 metrar Hyman frá Englandi, 23,6, og kringlukast Press, 54.21. Þátttakendur í keppninni voru af ar ánægðir með OL-völlinn, og var einróma álit, að hann væri „einn sá bezti 1 heiminum". Iðngarðar — Framh. af bls. 1. Iðngarðar h.f., hafa undan- farið unnið að fjárútvegun til framkvæmdanna. Eins og áður hefur komið fram í fréttum veitti ríkisstjórnin fyrirteekinu fyrirheit um 10 milljónir króna af enska láninu, sem tekið var s.l. vor en frá þvi var skýrt I framkvæmdaáætlun rikisstjórn arinnar. Má segja, að sú byrj- unarfjárveiting hafi gert Iðn- görðum kleift að ráðast í þá miklu framkvæmd sem bygging umræddra verksmiðjuhúsa er. Gerðar hafa verið frumteikn ingar af verksmiðjuhúsunum og þeim byggingum öðrum, sem ætlunin er að reisa. En fullkomn ar teikningar hafa enn ekki ver ið gerðar. Er ráðgert, að reistar verði á vegum Iðngarða um 10 byggingar, verksmiðjubyggingar mötuneyti, verzlanir og fleira. Verður þvi þarna í rauninni reist heilt verksmiðjuhverfi. Stærstu fyrirtækin munu hafa verk- smiðjubyggingar út af fyrir sig en einnig munu smærri fyrir- tæki vera saman um verksmiðju byggingar. Það er nýjung hér á landi að reisa verksmiðjuhús fyrir mörg iðnfyrirtæki f einu eins og hér er gert á vegum Iðngarða. Er gert ráð fyrir því, að nýjung þessi geti stuðlað að hagkvæm ari rekstri margra fyrirtækja, þar eð mörg fyrirtæki munu þarna geta haft margt sameigin legt. Iðngarðar munu afhenda iðn- rekendum húsin fokheld. En síð an munu eigendur sjálfir full- gera húsin. Er reiknað með að taka muni 5 ár að ljúka bygg- ingunum. SKIPAFRÉTTIR KIPAUTGCRÐ RIKISINS ISfffn'l ffi‘TV mií •'inffl $Ss* Skjaldbreið fer vestur um land til Akureyrar 19. þ. m. Vörumóttaka í dag til áætlanarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og Ólafsfjarðar. Fnmútgáfur afrítum Xilj- ans á uppboði á morgun Sigurður Benediktsson efnir til fyrsta bókauppboðs sfns á haustinu f Þjóðleikhúskjallaran- um á morgun og hefst það kl. 5 sfðdegis. Bækumar verða sýnd ar í dag, frá kl. 2—6 e. h. og á morgun frá kl. 10 árd. til 4 siðdegis. Á uppboðinu verða alls seld 54 númer, en megnið af þeim eru stór ritsöfn og má þar fyrst og fremst telja afburðafagurt eintak af öllum bókum Kiljans í frumútgáfu. Þær eru með öll- um kápum og í viðhafnarbandi. Á betra eða fegurra eintak. af verkum Kiljans verður naumast kosið. Alls eru bækurnar 46 að tölu. Af öðrum stórum verkum má geta Árbókar Ferðafélags Is- lands í frumútgáfu með öllum kápum og í skinnbandi, en Ár- bókin hækkar ört f verði sökum vaxandi eftirspurnar þvf af nokkrum árgöngum hennar voru ekki gefin út upphaflega nema nokkur hundruð eintök. Þama verða Almanök Þjóðvina- félagsins frá upphafi boðin upp, en þess ber þó að geta að 5 fyrstu árin eru eftirprentanir. Sömuleiðis verður vestur-ís- lenzka Almanakið, sem kennt er við Ólaf Thorgeirsson selt að undanteknum 4 fyrstu árgöng unum, sem em mjög fágætir orðnir. Það ■ almanak var gefið út f meira en hálfa öld, og er mjög merk heimild um landnám, sögu og persónusögu Islendinga vestan hafs. Má segja að þetta Viðurkenair — Framh. af bls. 1. ir innan. Skipstjórinn á tog- aranum telur að um 40—45 mfn. hafi liðið frá því að híft var og þangað til að varðskipið hafi kom- ið að togaranum og hafi togarann rekið fyrir norðvestan kuli og hörðu austur-falli á þeim tfma. Jónmundur skipstjóri kvaðst ekki véfengja mælingar varðskipsins, en hins vegar vildi hann benda á það, að miklir erfiðleikar eru fyrir skip að staðsetja sig nákvæmlega á þess um slóðum. I réttinum skýrði Jón- mundur m.a. frá eitthvað á þessa leið: — Síðast var híft kl. 2020. Þá var það, að tundurdufl valt inn fyrir úr pokanum. Ég hef enga þekkingu á slíkum hlutum og vissi því ekki hvort duflið var virkt eða óvirkt. Með tilliti til þess að 30 manna áhöfn var á skipinu fannst mér meiru skipta að athuga vel minn gang i málinu, neldur en að ggeta að því hvort mig rælci inn fyrir línuna. Sennilega liðu um 40- 45 mín. frá því að ég hífði, þar til varðskipið kom að okkur, á þess- um tíma hefði é ggetað komizt út fyrir. Aðspurður hvort hann vissi að þetta hafi verið varðskip sem kom siglandi I átt að skipinu svaraði hann: — Ég var ekki fullviss um það en mig grunaði það þvf að skipið var með kastljós og bar öll ein kenni varðskipsins. Jónmundur kvað um 40-45 mín. hafa liðið frá því að hann hífði og þar til varðskipið hefði komið að honum og f réttinum sagði hann ennfremur eitthvað á þessa leið: Ég er þeirrar skoðunar að skipið hafi rekið inn fyrir Hnuna á þessum tíma. Dómarinn, Logi Einarsson, yfir- sakadómari, spurði Jónmund hve- nær hann hefði sfðast gert staðar ákvörðun. Jónmundur svaraði þvi til að síðustu radíómiðanir sem hann hafi gert hefðu sýnt, að hann var í stefnu 22. gr. á Malarrifsvita og 235 gr. á Stafnesvita, en þessar mælingar hefðu verið framkvæmd- ar á hádegi á sunnudag. Aðvörunarkerfi — Framh. af bls. 1. sagði, að samkvæmt lögum um al- mannavarnir ætti almannavarnar- ráð að samræma almannavarnir um allt land en gert væri ráð fyrir að almannavarnarnefndir störfuðu í bæjum og öðrum sveitarfélögum, Það verður m. a. verkefni almanna- vamarráðs, að sjá um uppsetningu viðvömnarkerfis fyrir allt landið en framkvæmdir í hverju sveitar félagi verða að öðru leyti að mestu undir stjóm almannavarnarnefnd- anna á hverjum stað. Þær nefndir munu vinna í samráði og samvinnu við sveitarfélögin. Ágúst Valfells er nýlega kominn frá Noregi, þar sem hann kynnti sér fyrirkomulag almannavarna. En fyrr í sumar hafði hann heimsótt Svíþjóð og Danmörku í sama skyni. Tjáði hann VIsi í gær, að hann teldi Svia standa fremst á sviði almannavarna af þessum þremur þjóðum. Ágúnt sagði, að hann teldi íslendinga eiga að miða að því að færa sér í nyt reynslu Norðurlanda þjóðanna á sviði almannavarna, þ. e. læra af því, sem reynzt hefði vel hjá þeim en vara sig á því er þær hefðu brennt sig á. sé ómissandi rit hverjum sem um þessi mál vilja fræðast. Blanda verður þarna til sölu frá byrjun og í frumútgáfu. Enn fremur hæði Biskupasögur Bók- menntafélagsins og Sögufélags- ins, Ijósprentun Munksgards af Codex Frisianus og margt fleira. ræða til þessa. Ráðuneytisstjór- inn kvað undirbúning að útgáfu persónuskilríkja ungmenna vera í samvinnu við hagstofustjóra og Þjóðskrána af hagkvæmi- ástæðum. Auk vegabréfa unglinga er gert ráð fyrir því i fyrrrnefndu frumvarpi á Alþingi að ung- mennum innan 18 ára sé óheim- il dvöl í vínveitingastöðum að kvöldlagi, leigubílum er bannað að flytja ölvaða unglinga, hert er á sektarákvæðum og veitt heimild til upptöku áfengis, sem menn kunna að hafa meðferðis á veitingastöðum. Ilnglingar — Framh. af bls. 16. sumar. Heimild væri í lögum frá stríðsárunum til að krefjast per- sónuskilrikja, og hún hefði eink- um verið notuð 1 ýmsum stöð- um úti á landi. En um almenna framkvæmd hefði ekki verið að FÉLAGSLÍF Kvenfélag Neskirkju. Bazar fél- agsins verður laugardaginn 9. nóv ember. Saumafundur til undirbún ings bazarins verður miðviku- daginn 16. október kl. 8,30. Félags heimilið. KFUM AD. - Munið Hlíðar- kvöldvökuna sem hefst kl. 8,30. Kaffi. Takið handavinnu með. Allt kvenfólk velkomið. Stjórnin. Prentnám Tveir piltar, 16 ára að aldri, geta komizt að prentnámi (setningu og prentun) nú þegar. Gagnfræðapróf skilyrði. Félagsprentsmiðjan h.f. Spítalastíg 10. Útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður tengdaföður og afa TYRFINGS M. ÞÓRÐARSONAR stöðvarstjóra sem lést 8. október s.l. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. þ. m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verð- ur útvarpað. Fyrir hönd bama okkar móður, systur og annara ættingja. Úlla Asbjömsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar JÓNS Þ. BENEDIKTSSONAR ^evnistað við Breiðholtsveg. Iljalti Jónsson Sigríður Jónsdóttir Gyða Jónsdóttir. H9

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.