Vísir - 15.10.1963, Síða 7
VÍSIR . Þriðjudaginn 15. október 1963.
7
Verðmæfum
úhöldum sfolíð
Um helgina, sennil. í fyrrinótt, var
stolið miklu magni af ýmiss konar
áhöldum og tækjum úr tveim jarð-
ýtum, sem stóðu fyrir sunnan Hval
eyraholt við Hafnarfjörð.
Ýturnar stóðu á hraunhól um
það bil 1 kílómetra fyrir sunnan
Hvaleyrarholt og sást vel til þeirra
af veginum. Ef einhver hefur séð
til grunsamlegra mannaferða í
námunda við þær, væri lögregl-
unni í Hafnarfirði fengur að slík-
um upplýsingum.
Þjófurinn brauzt inn í báðar ýt-
urnar og stal þar m. a. tveim topp
lyklasettum, tveim stjörnulyklasett
um og tveim rörtöngum, 5—6
skiptilyklum og nokkrum ,,special“-
lykium. Ennfremur slaghömrum,
glussatjakk og fleiri áhöldum, Loks
var kuldaúlpu stolið.
Drengurían er
ekki / iífshættu
Fjórtán ára drengur Viggó Guð-
mundsson, Bústaðahverfi 8, slasað-
ist mikið á laugardag er hvell-
'ietta sprakk framan i andlit hans.
Félagið hans, er stóð nálægt hon-
um, en sneri í hann baki, kastað-
ist niður, er sprengingin varð, en
slasaðist ekki.
Þetta gerðist í litlum kofa sem
er áfastur við heimili Viggós. Hann
hafði náð í dýnamittúbu og hvell-
hettu og ætlaði að kveikja í og
„sjá hvað gerðist“. Hann var að
fikta við hvellhettuna, þegar
sprengingin varð. Hafði Viggo þá
tengt þráðinn í hvellhettunni við
rafhlöðu.
Viggo var fluttur á Landspítal-
ann mikið slasaður, en er ekki í
lífshættu.
ikrítstofur LOFTLiIDA
í nýtt húsnæði í marz
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Vísir hefur aflað sér hefur
áætlun um byggingarfram-
kvæmdir Loftleiða á Reykjavik-
urflugvelli staðizt, og vonir
standa til að hægt verði að
flytja skrifstofur Loftleiða í hin
nýju húsakynni í marz n.k.
Auk þess hefur verið slegið
upp fyrir kjallara flugstöðvar-
byggingarinnar sem verður um
1 þús. ferm. að stærð.
Skrífstofubygging sú, sem nú
fyrir nokkru var lokið við að
steypa upp, er um 800 ferm. að
stærð. Allar byggingarfram-
kvæmdir hafa gengið mjög vel
og hefur verkinu miðað vel á-
fram, þó nokkuð hafi verið erf-
itt með vinnukraft. Þessa dag-
ana er m, a. unnið að því að
setja gler í glugga, þá eru og
múrarar og rafvirkjar að vinnu
í byggingunni.
Áætlað var að flytja skrifstof-
ur Loftleiða í hina nýju bygg-
ingu £ marzmánuði n.k. og eru
taldar góðar Iíkur á því að svo
verði. B. G. Jjósmyndari Vísis
tók þessa mynd í gær og sést
fremst á henni grunnur flug-
stöðvarbyggingarinnar.
Vísitalan
Arlega byggðir skólar fyrír
hækkar um
6 sfig
Kauplagsnefnd hefur reiknað út
vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun októbermánaðar 1963.1
Reyndist hún vera 144 stig, eða 6 j
stigum hærri en í septemberbyrj- \
un 1963.
Vísitalan hækkar um 5 stig
vegna nýákveðinnar hækkunar á
landbúnaðarvöruverði. Að öðru
leyti stafar hækkun vísitölunnar 1.
október af hækkun á fatnaðarverði, j
á gjöldum pósts og síma o. fl.
Síðustu árin hefur ár-
lega verið varið um 30
milljón krónum til skóla
bygginga í Reykjavík og
hefur árangurinn þegar
komið í ljós: þrísetningu
í barnaskólum er nú að
heita útrýmt og miðar
vel áfram að einsetja í
gagnfræðaskólana.
Skýrði fræðslustjóri, Jónas
B. Jónsson frá þessu á fundi
með skólastjórum, fréttamönn-
um o. fl. í gær.
if bíl I tætlur og
braut steyptan vegg
Leigubifreið stórskemmdist við
næsta undarlegan árekstur i
Hvammsgerði s. 1. laugardagskvöld.
Má heita að önnur hliðin sé með
öllu úr bifreiðinni.
Leigubifreiðin beið eftir farþeg-
uin við hús í Hvammsgerði, en á
rr.etían höfðu hemlar bilað í stórri
sendiferðabifreið ofar í götunni og
kom hún nú með afli miklu aftur
á bak niður brekkuna. Lenti hún
á miðri leigubifreiðinni, lagði hægri
hlið hennar inn og reif hana auk
þess í tætlur.
Þegar ökumaður sendiferðabif-
reiðarinnar varð árekstursins var,
sveigði hann frá, en lenti þá á stein
steyptum garðsvegg með þeim af-
leiðingum, að garðurinn brotnaði.
Furðu lítið sá á sendiferðabifreið-
inni, þrátt fyrir þessa harkalegu
árekstra, fyrst á bíl og síðan
steýptan vegg.
Hvorugan bílstjórann sakaði við
þessar hamfarir, en hins vegar var
það hrein mildi, að farþegarnir,
sem leigubifreiðin beið eftir,
skyldu ekki hafa verið komnir inn
í hana. Þá hefði óhjákvæmilega far
ið enn verr.
Unnið er að framkvæmdum
við fjölmarga skóla í Reykjavík
og standa fyrir dyrum enn meiri
byggingaframkvæmdir.
1 hinu nýja Mýrahverfi hófst
bygging Álftamýraskóla í marz
s.l. Er unnið að byggingu fyrsta
áfanga skólans og er áætlað að
henni verði lokið haustið 1964.
I honum verða 11 kennslustofur
auk sérkennslustofa í kjallara.
Sú nýjung verður í Álftamýra-
skólanum að salemi verður
fyrir sérhverja kennslustofu og
í sambandi við hana. Þá verða
yfirhafnir nemenda geymdar í
kennslustofunum en slíkt hefur
gefið góða raun í Hlíðaskóla.
Einnig verður ein geymsla i
sambandi við hverja kennslu-
stofu.
Unnið er að frágangi 3. á-
fanga Hagaskóla og bætast þar
við 11 kennslustofur.
Unnið hefur verið að við-
bótarbyggingu við Langholts-
skóla og er ráðgert að henni
verði lokið um næstu áramót.
Hafa þar fjórar kennslustofur
þegar verið teknar í notkun og
tvær munu koma til viðbótar
síðar í haust, auk þess tvær í
kjallara.
Boðinn hefur verið út nýr á-
fangi Réttarholtsskóla, íþrótta-
hús. Verður það mikið mann-
virki og er ætlunin að það
þjóni jöfnum höndum skólanum
og félags- og íþróttastarfsemi
hverfisins, en íþróttastarfsemin
í hverfinu hefur mikið verið í
höndum Víkings.
Á næstunni verður boðinn út
fyrsti áfangi byggingar Gagn-
fræðaskóla verknáms, en þar
mun verða kennsla í tfésmíði,
Framh. á bls. 5.
Dr. Friðrik iincars-
son, yfirlæknir
Borprsiúkra-
Eaússins
Dr. Friðrik Einarsson hefur ver-
ið ráðinn yfirlæknir handlæknis-
deildar Borgarsjúkrahússins.
Þetta var samþykkt á fundi borg
arráðs á föstudag. Á sama fundi
var ákveðið að ráða Ásmund Brekk
an lækni til að vera yfiriæknir
röntgendeildar Borgarsjúkrahúss-
ins.
Sigurlína Gunnarsdóttir var ráð-
in forstöðukona og Elínborg Finn
bogadóttir matráðskona við sjúkra-
húsið.
im