Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 1
800þúsuml fjár slátruð
53. árg. — Föstudagur 18. október 1963. — 231. tbl.
HAUSTSLÁTRUN í sláturhús-
um er nú um það bil að ljúka.
Nemur slátrun nú rúmlega 800
þús. fjár, eða um 5 prósent
minna en f fyrra, að þvf er
Sveinn Tryggvason, framkvstj.
Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
tjáði Visi í morgun.
Árið 1962 nam tala sláturfjár
852.653 og skiptist sem hér seg-
ir: Sláturdilkar 768.607, ær og
hrútar 70.860, geldfé 13.168. -
TALDAR HÆTTULEGAR
Krndakjötsframleiðslan reyndist |
12.168 lestir 1962 eða nokkru |
meiri en 1961 er hún nam 11.782
lestum. Var kjötframleiðsla árs-
ins 1962 alger metframleiðsla,
enda var þá slátrun meiri en I
nokkru sinni fyrr. Hins vegar |
hefur meðalþungi dilka farið |
minnkandi undanfarin ár, var,
13.75 kg. 1962, 13.90 kg. 1961
og 14.14 kg. 1960.
Vísir hefur spurzt fyrir um 1
það, hvort verðhækkunin á kjöt- I
vörum hafi dregið eitthvað úr |
sölunni. Hefur blaðið fengið þau |
svör, að nokkuð hafi dregið úr ,
eftirspurn eftir kjöti.
Allsfceriaratkvæða-
greisla hjó HÍP
Allsherjaratkvæðagreiðsla stend-
ur nú yfir hjá Hinu íslénzka prent-
arafélagi um heimild fyrir stjóm
félagsins til þess að boða verkfall
náist ekki samkomulag um nýja
kaup- og kjarasamninga við prent-
smiðj'ueigendur. Samningar félags-
ins runnu út 15. október eins og
í s.I. mánuði fengu sam-
tök sjómanna og útvegs-
manna til umsagnar upp
kast að nýrri reglugerð
frá sjávarútvegsmáía-
ráðuneytinu um hleðslu
sfldveiðiskipa. Þar er öll
dekkhleðsla bönnuð að
vetrariagi, svo og allar
uppstillingar á þilfari.
Þetta er hugsað í varúðar-
skyni, en myndi hafa hin ör-
lagaríkustu áhrif fyrir síldarút-
gerðina. Minni skipin myndu alls
ekki verða gerð út af fjárhags-
ástæðum, segja útgerðarmenn,
vegna þess að aflamagnið, sem
þau færa að landi í hverri veiði-
ferð, yrði a. m. k. helmingi
minna en áður, ef reglur þessar
kæmu til framkvæmda. Og það
sem verra er, að ýmsir skipstjór-
ar og aðrir kunnugir, telja fyr-
irhugaðar „öryggisráðstafanir"
geta verið hættulegar, m. ö. o.
hættulegt að banna dekkhleðslu.
Reglugerð sú, sem áður var
getið, er runnin undan rótum
ins Öldunnar í Reykjavík skýrt
þau sjónarmið í viðtölum við
ráðherra í sambandi við umsögn
þeirra i*m fyrrnefnt reglugerðar-
uppkast. Reglugerðin hefir sem
sé ekki verið staðfest ennþá og
Framh. á bls. 5.
Bann við dekkhleðslu minnkur afluningnið allt eð helmingi
Skipaskoðunar ríkisins, og ef-
ast enginn um að af hálfu hins
opinbera ráði einvörðungu ör-
yggissjónarmiðin, þegar gert er
ráð fyrir að banna dekkhleðslu
að vetrarlagi. Slíkt bann myndi
þó stórminnka aflamagnið, og
því valda fjárhagslegu tjóni, og
hafa fulltrúar útgerðarmanna og
Skipstjóra- og stýrimannafélags-
,Frá fundi Verzlunarráðs i gær. — Framkvæmdastjóri ráðsins, Þorvarður J. Júlíusson, að flytja skýrslu stjórnarinnar.
Nauðsyulegt er að rýmka verðlagsákvæðia
#■
sagði Þorvaldur Guðmundsson á aðalfundi Verzlunarráðs Islands
„Við sem aðhyllumst frjálst verð
myndunarkerfi, óskum einskis frek
ar en að verðlagsákvæði verði með
öllu afnumin og lögmál framboðs
og eftirspurnar látin ráða“, sagði
Þorvaldur Guðmundsson formaður
Verzlunarráðs íslands á aðalfundi
ráðsins í gær. „En ef það er talið
Bls. 3 Heimsókn £ Hús-
mæðraskólann.
— 4 Ályktun Alþýðusam-
bands þverbrotin.
— 7 Föstudagsgreinin um
Macmillan.
— 5 Hraðaeftirlit á Kefla
víkurflugvelli.
9 Hugleiðing um haust
sýningu.
tryggja betri stjórnarhætti og
draga úr tortryggni milli stétta og
skapa jafnvægi að halda verðlags-
ákvæðum, þá verða þau að vera
þannig mörkuð, að þau nægi til
þess að greiða sannanlegan kostn-
að fyrirtækjanna, en svo er þvf
miður ekki í dag“, bætti Þorvaldur
við.
Þorvaldur sagð^, að þau ákvæði,
er nú giltu um verzlunarálagningu,
hefðu leitt til þess, að verzlanir
ættu nú erfiðari afkomuskilyrði en
nokkru sinni áður. Allur rekurs-
kostnaður hefði farið ört hækkandi
á undanförnum árum og framund-
an væru nýir kaup- og kjarasamn-
ingar við verzlunarfólk, sem kraf-
izt hefði stórfelldra launahækkana.
Yrði ekki unnt að mæta þeim kröf-
um nema rýmkað yrði um álagn-
ingarreglur til'þess að mæta hækk
andi rekstrarkostnaði. Kvaðst Þor-
valdur í þessu sambandi vilja benda
á, að opinber þjónustufyrirtæki
hefðu gengið á undan í hækkun-
um til sinna þarfa og þau ekki
skammtað sér smátt, sbr. nýtil-
kynnta gjaldskrá pósts og síma.
Verzlunin hefði aldrei gert kröfur
til óeðlilegrar verzlunarálagningar,
en hún hlyti að benda á, að við
núverandi ástand gæti hún ekki bú
ið lengur, þar eð fyrirtækin sæju
fram á hallarekstur. Væri því nauð-
synlegt að hraða endurskoðun verð
lagsákvæðanna.
I upphafi ræðu sinnar ræddi Þor
valdur nokkuð um þróun efnahags
mála þjóðarinnar almennt undan-
farið. Kvað hann þróunina hafa
verið að flestu leyti hagstæða s. 1.
ár, óvenju mikill sjávarafli hefði
borizt á land, framleiðsluaukning
orðið í landbúnaði og iðnaði og
verzlunarárferði verið hagstætt.
Þróun peningamála hefði verið já-
kvæð, innstæðuaukning £ bönkum
og sparisjóðum t. d. meiri en
nokkru sinni fyrr i sögu þjóðar-
innar, eða 940 millj. kr. Jafnframt
hefði gjaldeyrisstaða bankanna
batnað um 623 millj. kr. á árinu.
Framh. á bls. 5.
Upplýsingar veittar um
helztu fræðibækur heims
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar hefur gerzt aðili að alþjóða
bókaþjónustu, sem er i þvi fólgin,
að 800 útgefendur i rúmlega 20
löndum hafa tekið höndum saman
við bókaverzlanir viða um lönd
að starfrækja upplýsingaþjónustu
um bókaútgáfu í heiminum, og er
miðstöð hennar í Stokkhólmi. —
Starfsemi þessi hófst fyrir nokkr-
um árum, og hefur hlotið góðar und
irtektir hvarvetna.
Útgefendur í aðildarlöndunum
senda miðstöðinni £ Stokkhólmi
jafnóðum upplýsingar um allar bæk
ur, sem þeir gefa út, eða eru vænt-
anlegar á næstu mánuðum. Mið-
Framh. á bls. 5.