Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 11
V1SIR . Föstudagur 18. október 1963. Ég mundi nú lika vera þrótt- mikil á svipinn, ef það veeri ég sem ætti þennan glæsilega pels. Þetta ætti að kenna ykkur að það er dónalegt að benda, segir Rip, sérstaklega með byssum. Og það liggur við að þeir láti sann færast, því að kjálkar þeirra eru helaumir, og þeim finnst eins og þeir séu með verstu timburmenn. Og nú vill ég fá að sjá þennan Senor Scorpion ykkar, segir Rip. í sama bilj opnast dyrnar, og Senor Rip Kirby ? ? ? kemur inn. Þú mikill skolli, hrópar Rip undr andi, og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Gullkorn Gullkorn Vér erum því greftraðir með Honum fyrir skírnina til dauðans, til þess að eins og Kristur var uppvakinn fyrir þá dauðu fyrir dýrð Föðursins, svo skulum vér ganga í endurnýjung lífsins. Róm 6. 4 — 5. Anita Ekberg álítur sig nú hafa fengið ágæta hugmynd, sem mun gera eiginmanni henn ar Fredrich von Nutter (Ek- berg, bæta sumir við) kleift Anita Ekberg að starfa við kvikmyndafram- leiðslu. Hún ætlar að gerast kvikmyndaframleiðandi. Anita er um þessar mundir að leika með Frank Sinatra í HoIIywood en við fyrsta tæki- færl ætlar hún að taka gaman kvikmynd og aðalleikenduniir eiga að vera hún og hennar heittelskaði Friedrich. Þegar Kalli var búinn að ná sér eftir áfallið, þá sendi hann éftir meistaranum, því að þetta strand var engum öðrum en véla meistaranum að kenna. Þú þinn auðheimski makríll, öskraði Kalli, niður í vélarúmið, hvar ertu eiginlega? Hvernig 1 ósköpunum fórstu að þessu. Meistarinn kom upp úr vélarúminu, og ýtti kóng inum á undan sér. Svo að þú vilt fá að vita hvað kóngurinn segir um þetta, sagði hann. Þú skalt spyrja kónginn af hverju hann láti ekki vélina mína í friði. THAT WtLLTEACH YOU JT ISN’T POLITE TO Sjónvarpið Föstudagur 18. október. 17.00 Password 17.30 Steve Canyon 18.00 Afrts News 18.15 The Hawaiian Island 18.30 Lucky Lager Sports Time 19.00 Current Events 19.30 Dobie Gillis 19.55 Afrts News Extra 20.00 The Garry Moore Show 21.00 Mr. Adams And Eve 21.30 Combat! 22.30 Tennessee Ernie Ford ShoW 22.55 Afrts Final Edition News Kalli % kóng- urinn Nýlega voru gefin saman hjá borgardómara, Ungfrú Lína Mar- grét Möller og Sigvaldi Kalda- lóns. Heimili þeirra verður að Grundarstíg 15 b. (Ljósm. Studio Guðmundar). 23.00 Northern Lights Playhouse „Hollywood Bam Dance“ Minningarsp j öld Minningarspjöld Blómasveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Sig- urðssyni ungfrú Valgerður Sig- urðardóttir og Haukur Sighvats- son. Heimili þeirra verður að Bárugötu 20. (Ljósm. Studio Guðmundar). Söfnin Bókasafn Seltjamamess. Útlán: Mánudaga kl. 5,15—7 og 8 — 10. Miðvikudaga kl. 5,15—7. Föstu- daga kl. 5,15—7 og 8 — 10. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30 til 3,30. Þjóðminjasafnið og Listasafn Ríkisiiis eru opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu daga. Frá kl. 1,30—4. Árbæjarsafn lokað. Heimsóknir í safnið má tilkynna í síma 18000 LandsbókasafniS. Lestrarsalur opinn alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema iaugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Út- lán alla virka daga kl. 13—15.. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Breyting á starfsaðferðum gæti nægt til þess að tryggja betri gang málanna. Samstarf við aðra væri heppilegast eins og nú standa sakir. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Æsandi atburðarás kann að valda því að hjartaslög þín verða tíðari. Þeir sem ekki eru bundnir á hinum rómantísku sviðum gætu átt góðra kosta völ í kvöld. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú gætir átt yfir að búa einhverjum frumlegum hug- myndum, sem hægt væri að nota annað hvort heima fyrir eða á vinnustað. Það væri hægt að græða á þeim. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú virðist vera talsvert öruggur með sjálfan þig núna og í góðu skapi til að skemmta þér. Hag stætt að eiga kvöld með uppá- halds vinum þínum heima fyrir í kvöld. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Sameinaðir hæfileikar hinna ýmsu persóna gera það oft kleift að koma í framkvæmd verkefn- um, sem einum var um megn að gera. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Hugrænar gáfur þínar gætu ver ið óviðjafnanlegar, ef þú hefur lagt það á þig að þjálfa þær réttilega. Þú ættir að reyna hæfileika þína f dag. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þw gætir notfært þér hag- kvæma viðskiptasamninga, sem þú dettur niður á af tilviljun alveg eins og hina sem koma fyrir tilstilli auglýsinganna. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það fyllir mann fersku andrúms lofti andargiftarinnar að um- gangast vini, sem stuðla að upp risu mannkynsins. Þér yrði vel ágengt við að framfylgja félags legum málefnum. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Smá klækir og leynd eru beztu samstarfsaðilar þínir þeg ar þú ert á hnöttunum eftir stórum feng. Segðu engum neitt nema f trúnaði í kvöld. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Góðar fréttir kunna að lyfta anda xínum til hæstu hæða. Þér væri ráðlegt að afla þér vina meðál þeirra, sem lyk- ilembættin skipa. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú kannt að leggja of mikla áherzlu á ástandið eins og það er nú, þannig að það bindi þig og snfði þér of þröng an stakk. Heiðarleikinn og fast hygli eru nægileg. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Eitthvað mjög skemmti legt er á döfinni núna. Þú gerir rétt í því að halda aftur af til- hneigingu þinni til að gagnrýna aðra, á þann hátt verða á- vextirnir gómsætari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.