Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Föstudagur 18. október 1963. r I gsgreunwn Það var rnikið afrek, hreint pólitískt meistara verk, þegar Macmillan forsætisráðherra leiddi brezka íhaldsflokkinn fram til sigurs í þing- kosningunum 1959. Sigurinn var einstæður að því leyti, að þar voru rofin aldar- gömul álög í brezkum stjórn- málum, að sami stjórnmála- flokkurinn gæti ekki unnið þrennar þingkosningar í röð. Tveimur árum áður, í janúar 1957, hafði Macmillan tekið við forsætisráðherraembættinu og forustu brezka íhaldsflokksins. Hann tók við af kunnum og glæsilegum forustumanni, Ant- hony Eden, sem hafði ofgert sér með vinnu og áhyggjum, gef- izt upp bilaður á sál og líkama í erfiðleikum Súez-deilunnar. IVTacmillan tók ekki í allra þökk við forustunni. Aðr- ir þóttu hafa unnið meir til heiðursins. Valdataka hans var málamiðlun innan flokksins, sumir segja jafnvel ofríki sterks minnihluta hans. íhaldsflokkurinn var í rúst- um .margklofinn og ráðalaus eft ir angistar- og niðurlægingar- stundir Súez-deilunnar. Og svo kom Macmillan allt í einu fram á sviðið, hann tók við flokks- tætlunum og hans fyrsta hlut- verk átti að vera — ekki að hefja glæsilega sókn, heldur stjórna ömurlegu og sáru und- anhaldi. En hið mikla undur gerðist, hann sneri flóttanum upp í sókn.. Á tiltölulega skömmum tíma tókst honum að sameina flokkinn, jafnframt því sem hann sjálfur, persóna hans, reis hátt upp yfir aðra stjórnmála- menn í ímynd þjóðarinnar. JJann varð hinn traustvekj- andi, öruggi og bjartsýni Mac. Skyndilega var hann orð- inn sterkur forustumaður, sem þjóðin dáðist að, allt útiit hans og hegðun stuðlaði að því að skapa þá mynd af honum. Hann var sérkennilegur maður í út- liti, uppmálaður íhaldsmaður, bar með sér andblæ Viktorfu- tímans, stórveldisára Bretlands, en bak við þennan íhaldssama hjúp mátti finna sterka bjart- sýni, trú á tækni og vísindi atómaldar. Og fyrir kosningarnar 1959 fann hann upp hið fræga slag- orð: „You never had it so good!“, sem mætti útleggja „Það hafa aldrei verið slík vel- gengnisár í Bretland; og nú!“ Þannig vann hann sinn fræga og óvænta kosningasigur. Þá stóð Macmillan á hátindi frægð- ar sinnar. Þá hlaut hann heit- ið „Wondermac" eða „Undra- mac“. JJvílík umskipti hafa aftur orðið. Um hann virðist nú mjga segja: — hátt að rísa, djúpt að falla, þvf að svo ó- glæsilegur er viðskilnaður hans er hann lætur nú af forustu flokksins. Að vfsu má segja, að flokkurinn sé nú allvel sam- einaður, ef hann sundrast ekki á ný í vali á eftirmanni. En flestir eru sammála um það, að Macmillan sé nú að skilja við flokk, sem stefnir óðfluga til ósigurs í þingkosningum, sem verða að fara fram í síðasta lagi næsta haust. síður við nú en þá. Ef nokkuð er, þá eru lífskjörin í Bretlandi enn betri nú en þá og tekizt hefur vel að vinna bug á ýmis um hættum' í efnahagslífinu, sem fram hafa komið. Fyrir tveimur árum gerði atvinnuleysi t. d. mjög vart við sig, einkum í Norður-Englandi og Skotlandi, en úr þvf mun nú að mestu bætt með venjulegum fjármála- aðgerðum, eftir að Selwyn Lloyd fór úr embætti fjármála ráðherra og Maudling tók við. Sennilega hefur aldrei verið meira um atvinnu og fram- kvæmdir í Bretlandj en einmitt nú og það virðist bjart yfir næstu framtíð í þessum efnum. 1 þessu verður Macmillan að njóta sannmælis, þróun efna- hagsmálanna í hans stjórnartíð hefur verið mjög hagstæð. En hvað veldur þá þessum hnekki Macmillans og flokks- ins, sem allir eru nú sammála um. Ef til vill er það nokkuð hin gamla hringrás enskra stjórnmála, að sami flokkurinn getj ekki haldizt lengi samfleytt f stjórn. En áfallið virðist einn- ig mjög tengt persónu Mac- millans sjálfs. Það virðist ein- hver þverbrestur hafa verið í stjórnarforustu hans, sem al- menningur hefur ekki getað Macmillan. Skilið vi tapandi flokk Þetta eru ekki síður mikil undur en sigur hans áður og er eðlilegt að maður reyni að hyggja nokkuð að því, hvað veldur þessum óförum. Jjað undarlega er, að slagorð hans frá síðustu kosningum um efnalega velgengni á ekki sætt sig við, það virðist helzt vera hin staka sjálfsánægja hans eða skortur á sjálfsgagn rýni sem hefur farið í taugarn ar á fólki og váldið því, að vinsældir Macmillans hafa hrunið. Jjessi eiginleiki hans, bjart- sýnin og að láta alltaf eins og allt sé í lagi, kom sér að vísu vel, þegar hann var að rífa flokk sinn upp úr niðurlæging- unni og vonleysinu. Það fyllti flokksmennina nýjum baráttu- hug. En síðar, þegar sigrazt hafði verið á stærstu vandamálunum, en ýmis ný minniháttar vanda- mál komu upp, þá virtist við- horf Macmillans alltaf vera það sama. Alltaf var allt f bezta lagi, eða þetta myndi lagast eins og af sjálfu sér, þannig var með atvinnuleysið, þannig var með fjármálastefnu Selwyns Lloyds, hún var ágæt þangað til Macmillan neyddist til að snarvenda. Inngangá Bretlands í Efnahagsbandalagið var einn- ig fullkomlega eðlileg og þegar talað var um erfiðleikana í sam- bandi við þær miklu breyting- ar, setti Macmillan kíkinn fyr- ir blinda augað og var feikilega bjartsýnn eins og alltaf áður. Cama var að segja, þegar ráð- herrum hans urðu á mistök, eins og alltaf vill koma fyrir. Þá var Macmillan jafnan reiðu- búinn að bera í bætifláka fyrir þá. Ég minnist ýmissa dæma um það t. d. um mistök sem Duncan Sandys, Brooke innan- ríkisráðherra og Selwyn Lloyd urðu á. Þá reis Macmillan upp Framh. á bls. 10. IM l*.V.%W.W.V.V.*.VV.V.V.W«W.*.W.W.W.W.*.W.V.W.W.W.W.V.W.W.W.V.V.V.W.,.W. * Mat á Kiljans-ritum Nú hefur fengizt mat á heildar ritsafni Kiljans eins og það er í dag í frumútgáfu. Þetta mat fékkst á bókaupp- boði Sigurðar Benediktssonar fyrir skemmstu er safnið var selt á 30.100 kr. í því voru alls 42 bækur eftir Kiljan og að auki 4 um hann. Bækurnar voru allar — að 4 undanteknum — bundn- ar f fallegt skinnband og upp- boðshaldarinn taldi að bandið eitt á bókunum myndi kosta sem svaraði 14 þús. kr. Eftir því ættu bækurnar óbundnar að kosta 16 þús. kr., eða hver bók eins og hún kemur af skepn- unni ( nú upp á síðkastið frá Ragnari í Smára) um 380 krón- ur. Svo óheyrilegt er það ekki, sízt af öllu þegar annars vegar er miðað við bókaverð nú á dögum og hins vegar miðað við verð sumra fyrstu bóka Kiljans, sem eru orðnar mjög dýrar á almenn um markaði. Veðjaði um verðið Þetta mat á ritsafni Kiljans er þó ekki einhlítt. Það sást bezt á því hve daufar undirtektir voru að bjóða í það. Hitt er svo annað mál, að eigi einhver eftir að bjóða tilsvar- andi gott safn af Kiljansbókum í framtíðinni á almennum mark aði hlýtur hann f einhverju að miða við það verð sem þarna fékkst. Annars voru menn með ýms- ar vangaveltur áður en uppboðið hófst á hvaða verði ritsafn Kilj ans myndi seljast. Margir gizk- uðu á að það myndi ekki seljast fyrir meira en 15—20 þúsund, sumir jafnvel fyrir lægra verð. Einn hafði veðjað viský- flösku um það að ritsafnið færi ekki fyrir meira en 20 þús. kr. Hann tapaði að sjálfsögðu veð- málinu og var ekkert mjúkmáll í garð þess eina manns sem bauð í Kiljan. Viskýflaska er líka einhvers virði. Margt getur gerzt Ur því að ég er tekinn að ræða um bókauppboð, er rétt að geta þess að þar geta hinir ólík legustu hlutir gerzt. Sumar bæk ur, sem seljandinn hafði ekki norf c/5r \rr\n ir fáeinar krónur fyrir komast í geipiverð, þannig að það getur skipt þúsundum króna. Aðrar bækur, sem seljandinn hélt að væru dýrgripir eru nær óseljan legar. Þarna getur allt gerzt. Stund um komast lítils metnar bækur í hátt verð eingöngu vegna þess að kaupandinn hefur ekki fylgzt með gangverði þeirra annars staðar. Dæmi um þetta gerðist einmitt á síðasta bókauppboði. Þar var jarðfræðikoit Þorvaldar Thoroddsen af íslandi slegið fyr ir 300 krónur. En þetta sama kort hefur fram til þessa — og er sennilega enn — verið til á forlagi úti í Kaupmannahöfn og selt út úr búðum á 12 krónur danskar. Kári II.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.