Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 18.10.1963, Blaðsíða 10
10 Hauátsýningin — Framhald af bls. 9. Jóhannes Geir sýnir tvær mjög athyglisverðar myndir. Hann segir það sem honum brennur í brjósti á máli, sem talað var í gær og verður senni- lega skilið á morgun. ,Jarðarför‘ hans er þáttur af harmþrungn- um mannlegum veruleika. Ég heyrði einhvern segja að þessi mynd minnti á Mykines hinn færeyska, en ég vil halda því fram, að Jóhannes sé sterkari, tilgerðarlausari og frumlegri svo að um munar. Menn og íslenzk náttúra eru samanofin í heil- steypta einingu þungra lita, sem festist í hugum manna og verður eftirminnileg. Það er býsna erfitt fyrir ungan mann nú á dögum að mála ekki ab- strakt. Margt annað þyrfti hér að ræða, ef rúm leyfði, svo sem um myndir hinna dönsku gesta, sem sýna fágaða máiaralist og bera að nokkru leyti sáttaorð milli stefnanna tveggja, sem ein kenna sýninguna. Um Jóhann Briem, sem jafnframt sýnir I Bogasalnum, verður fjallað ann ars staðar. / Að lokum aðeins eina athuga- semd til þess að forðast mis- skilning. Abstrakt listin hefur margt til sín ágætis. Hún hefur uppgötvað í heimi listanna margt, sem var horfið í haf gleymskunnar og skapað nýja formfræði. Afstöðu hennar til lífsins sjálfs verður þó ef til vill Iýst með eftirfarandi dæmi: Bragi Ásgeirsson hefur skapað stóra veggskreytingu í efri for- stofu „Lidós“. Þessi mynd glæð- ist lífi á einkennilegan hátt, þeg ar mannfjöldinn frammi fyrir henni hreyfist í síbreytilegum hópum. Þá streymir hrynjandi myndarinnar yfir á mannfjöld- ann og skiptir honum eftir sín- um reglum. Augljóst er að natúr alistískt málverk af mönnum á vegg myndi renna saman við raunverulegan mannfjöldann og verða að einum hrærigraut. Skreytingin yrði engin. Það sem ég vil leggja áherzlu á í þessu sambandi er að abstrakt myndin þarfnast nærveru mannsins á einhvern hátt. Einmitt þess vegna hefur hún haft dýpst áhrif á leiksvið og leiktjalda- gerð. Þar hafa sætzt persóna mannsins og abstrakt tákn og það er, að því er ég held.’höfuð- vandamálið: hvernig abstrakt listin getur hagnýtt sér nær- veru mannsins. Mun það verða þungt á metum fyrir framþróun nútímalistar. Kurt Zier. Föstudagsgreinin — Framhald af bl^ 7 við hlið þeirra í málstofunni og varði þá sterklega með sinni miklu mælsku. Auðvitað mátti líta þetta vinsamlegum augum og tala um drengskap og sam- heldni, en ég er hræddur um að brezkur a'lmenningur hafi smám saman verið farinn að líta þetta dekkri augum, að- eins séð þá sjálfsánægju, sem í því fólst. Það var haldið áfram að kalla hann „Wondermac", en nú fékk það heiti annað gildi. Það fór nú að tákna manninn, sem læknaði öll vandamálin með þvf ein- falda undri að halda því stöð- ugt fram, að vandamálin væru ekki til. þess vegna var það fyrst og fremst, sem hneykslismál Profumo ráðherra kom svo illa við Macmillan. Auðvitað var Macmillan sjálfur ekkert viðrið inn það hneyksli, hann hafði hreinan skjöld. Þó var litið á hann sem sekastan allra seka. Frumorsök þess var talin í al- menningsálitinu, að ráðherrana hefði skort aðhald og gagnrýni. Macmillan gerði engar sérstak- ar kröfur til þeirra og þvf kæm- ust þeir upp með allt. í Pro- fumo-málinu virtist afskipta- leysi hans hafa valdið því að siðleysi þróaðist á æðstu stöð- um. Við þetta álit gat hann ekki losnað, hversu margar Denn- ings-skýrslur, sem gefnar voru út. í*isigrar Macmillans á alþjóða- vettvangi hafa einnig stuðl- að sterklega að falli hans. Þar gerðust hver atburðurinn öðr- um hrapallegri. Macmillan, var aðal — já eini frumkvöð- ullinn að þvf, að fundur æðstu manna stórveldanna yrði haldinn í Parfs f maf 1960. Hann lagði mjög að sér við undirbúning hans, ferðaðist bæði til Rússlands og Banda- ríkjanna til að telja Krúsjeff og Eisenhower á að á að mæta til fundarins. Allir vita svo hvern- ig sá fundur fór út um þúfur, fuðraði upp í reiðikasti Krús- jeffs. Síðan þegar Kennedy komst til valda, lét hann Mac- millan vita, að hann gæti sjálf- ur séð um að koma á fundi með Krúsjeff, þyrfti þar enga brezka milligöngu. Ekki tókst betur til með inn- göngu Breta f Efnahagsbanda- Iagið, sem Macmillan gerði að stærsta viðfangsefni sínu. Hin skyndilega neitun de Gaulles varð ein mesta svfvirðing og áfall fyrir Macmillan, sem nokk ur stjórnmálamaður seinni ára hefur orðið að þola. í landvarnamálum varð hann einnig að þola niðurlægingu, þegar Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að hætta við smíðj Skybolt-eldflauganna, sem öll landvarnastefna Breta byggðist á. 'T'il að herða á öllum þessum áföllum hafði stærsta blað Bretlands, Daily Express snú- izt harkalega gegn honum vegna Efnahagsbandalagsins og hélt það uppi Stöðugt og miskunn- arlaust á hverjum degi áróð- ursherferð gegn honum. Yfir- Ieitt er blað þetta, þrátt fyrir stærðina, ekki talið sérlega á- hrifamikið pólitískt. Þó er það mál manna, að hér hafi atlaga þess tekizt og það hafi átt mik- inn þátt í þvf að eyðileggja traust og mannorð Macmillans. Þorsteinn Thorarensen. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1-16-63 VÍSIR . Föstudagur 18. október 1963. Vanir menn. Vönduð vinna. Þægileg. Fljótieg. ÞRIF. - Sími 22824. Teppa- og húsgagnahreinsunin V Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um heigar. Vélhrein- gerningar ÞÆGILEG KEMISK VINNA ÞÖRF. - Sími 20836 Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand- virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna. ÞVEGILLINN. Sími 34052. ^KEmmmnnvmp 5 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 ÍVcntuti f? prentsmiója 4, gúmmlsUmplagerð Einholti 2 - Simi 20960 HÚSBYGGJEMDUR SELJUM: Möl og steypusand Fyllingarefni flagstætt verð. Heimflytjum. Símar 14295 og 16493 Næturvakt í Reykjavík vikuna 12,—19. október er í Laugavegs apóteki. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4. helgidaga frá kl 1-4 e.h. Simi 23100 Slysavarðstofan í Heilsuverna arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama - stað klukkan 18—8. Sími 15030 Holtsapótek Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl 1-4 Lögreglan, sími 11166. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin. simi 11100 20.00 - ' *' - ■ T. '1 1.—/ Efst á baugi (Björgvin Guð mundsson og Tómas Karls son). 20.30 Einsöngur: Galina Vishn- evskaya syngur fimm lög eftir Prokofjeff. 20.45 „Vinir tvímenna", frásögu þáttur (Hallgrímur Jónas- son kennari). 21.10 21.30 Píanómúsík: Henryk Stompka leikur mazúrka. EJtvarpið Föstudagur 18. október. Fastir liðir eins og venjulega. Utvarpssagan: „Land hinna blindu" eftir H. G. Wells í þýðingu Sigríðar Ingi- marsdóttur, I. (Gfsli Al- freðsson leikari). 22.10 Kvöldsagan : Lakshmi Pandit Nehru, — brot úr ævisögu eftir Anne Guth- rie, III. lestur (Sigríður J. Magnússon). 22.30 Létt músík á síðkvöldi. 23.10 Dagskrárlok. . >......................................................................................................................................... Bl'óðum í flett Hver liðin stund er lögð í sjóð, jafn Iétt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug né hindra þína för. Um hitt skal spurt — og um það eitt, hvað yzta sjóndeild fól, því óska vorra enöimark er austan við morgunsól. Örn Arnarson Ýmsir trúa því, jafnvel á vor- um dögum, að hægt sé að verða ósigrandi í glímu, ef menn kunna töfrabrögð þau, sem glímugaldur kallast. Hann er í því fólginn, að menn rista tvo galdrastafi og koma öðrum undir hælinn, en hinum undir tærnar á hægra fæti. En ef maður mætir nú öðrum, sem er slyngari í töfrabrögðum, fellur sá, er minna kann, og ann- aðhvort handleggs- eða fótbrotn- ar f fallinu. Það má teljast tvöfalt ólán að slasast þannig, ef mað- ur er saklaus af öllum hrekkjum, því að bæði glatar sá, er fyrir slysinu verður, öllum glímuorð- stir sínum og er auk þess bor- inn sökum og hrakyrtur fyrir galdrabrögð. Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Eina sneið ... það kann að virðast sak- laust, svona í fljótu bragði, að telja ísland með skandínavísk- um löndum í sambandi við ekki heimssögulegri atburði en val fegurðardrottningar ... engu að síður er þarna um að ræða gaml- an og hættulegan uppvakning, sem beztu menn þjóðarinnar hafa lagt sig fram um að kveða niður — það er innlimun íslands sem héraðs í eitthvert hinna skand- ínavisku ríkja, og er ekki ólík- Iegt, að margur Stór-Daninn brosi í kampinn yfir þessu nýja afreki Einars Jónssonar, sem þar með gerist milliríkjapólitíkus á allt að því heimsmælikvarða, þó að þeir Krússi og Kennedy láta meira yf- ir sér á yfirborðinu... er og ó- fyrirsjáanlegt hvað af þessu til- tæki hans kann að leiða, svo fremi sem íslenzka ríkisstjórnin og Alþingi taka nú ekki rögg á sig og samþykkja og senda frá sér kröftuga mótmælayfirlýsingu, heldur samþykkja þetta innlim- unarbrask Einars með þögninni ... fari svo, er ekki ólíklegt að Danakóngur sæmi Einar Danne- brogskrossinum fyrir „vel unnin störf“ — nú og Einar væri þá kannski til með að muna honum það, og gauka að honum einni drottningu, ef með þyrfti — þó að „de skandinaviske riger“ virð- ist annað frekar skorta en drottn- ingar í svipinn ... Strætis- vagnhnab þeir fimmtán guðsmenn fylkja liði í stríð um feitsmurð brauð og nokkra kirkjugesti, með hógværð fyrst, en síðar harðnar hríð, svo höggvið verður bæði að manni og presti. Þá saumaklúbbum bíður blómleg tíð við baðstofuhjal um víxlspor þeirra og lesti því fátt er það, sem frekar skemmtir lýð en fjálglegt skraf um hempuklædda bresti. Tóbaks- korn ... já, sko Gils karlinn ... þetta eimir þá enn eftir af vestfirzku forneskjunni, að enn koma það- an menn, serp kunna það mikið fyrir sér, |að jafnvel forlögin verða að láta í minni pokann fyrir þeim, þó að ráðin séu... Kaffitár . mjólkurdrykkjan er ekki síð ur áleitin en víndrykkjan... fyrst eftir hækkunina, spöruðum við okkur mjólkina um helming ... en svo fór sú hófsemi vitan- lega út um þúfur, og nú drekk- um við jafnvel meiri mjólk en nokkru sinnj fyrr ..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.