Vísir - 19.10.1963, Blaðsíða 8
VÍSIR . Laugardagur 19. október 1963.
3
VISIR
Utgefandl: Blaðaútgáfan VISBL
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegl 178.
Auglýsingar og afgrelðsla Ingólfsstraeti 3.
/ Askriftargjald er 70 krðnur á mánuði.
! lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (S ltnur).
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f.
öheiðarleg blaðamennska
Það er leiðinlegt verk, að rökræða við málgögn
núverandi stjómarandstöðu á Islandi. Það er engu lík-
ara en ritstjórum þessara blaða sé fyrirmunað að segja
nokkum tíma satt orð, þegar þeir skrifa um stjómmál.
Þegar þeir skrifa um áhrif viðreisnarinnar er öllum
staðreyndum snúið við. Þegar þeir vitna í ræður eða
ummæli andstæðinganna er allt slitið úr samhengi,
tómar rangfærslur og útúrsnúningar.
Gott dæmi um þetta er forustugrein Þjóðviljans I
fyrradag. Hún var ,útlegging“ á ræðu, sem Bjami
Benediktsson dómsmálaráðherra hélt á Varðarfundi
hinn 15. þ. m. Þar sagði ráðherrann m. a. að eins og
nú væri ástatt, sýndist sér ný gengisfelling engin lausn
á vandamálunum, auk þess sem hún mundi „stórskaða
traust okkar erlendis“. í „útleggingu" Þjóðviljans
merkja þessi orð það, að ,erlendir aðilar hafi bannað
ríkisstjóminni að gripa til þess ráðs“. Það er athyglis-
vert hvað kommúnistar eru alltaf fljótir til að bregða
öðrum um, að þeir taki við fyrirskipunum erlendis
frá.
Allir sem nokkurt skynbrag bera á efnahagsmál,
vita að það er álitshnekkir hverju ríki og skaðlegt fyrir
traust þess út á við, ef það fellir gjaldmiðil sinn æ ofan
í æ. Slíkar ráðstafanir gerir því engin ábyrg ríkisstjórn
nema engin önnur úrræði séu fyrir hendi, eins og t. d.
þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum, og eins
þegar hún neyddist til að fella gengið aftur 1961, vegna
hefndarráðstafana stjómarandstöðunnar gegn við-
reisninni. Sem betur fer er ástandið ekki þannig nú,
að grípa þurfi til þess óyndisúrræðis, þrátt fyrir öll
skemmdarverk stjórnarandstöðunnar. Svo vel hefur
viðreisnin staðið þau af sér.
Dómsmálaráðherra minntist einnig á það í ræðu
sinni, að svissneskt aluminiumfyrirtæki hefði áhuga
á að semja við okkur um kaup á orku til aluminium-
vers, og ennfremur nefndi hann kisilverksmiðju og
olíuhreinsunarstöð og sagði að sjálfsagt væri að hafa
samvinnu við erlenda aðila fyrst í stað, „ef að slíkum
rekstri yrði horfið, bæði vegna f járútvegunar og tækni-
þeklringar“.
Út af þessum ummælum þykir ritstjóra Þjóviljans
ekki minna duga, en að segja það, að heitasta ósk ríkis-
stjómarinnar sé „að leggja niður sjálfstætt þjóðlíf á
; íslandi, en gera okkur að útkjálkahrepp í vesturevr-
* ópsku rfki“.
ólíklegt er að ritstjórinn sé að reyna að friða
sína eigin samvizku með þessum orðum. Til þess er
hann of sannfærður kommúnisti. En til hvers er hann
þá að þessu? Það trúir honum enginn, nema örfáar
; geðbilaðar sálir í flokki hans, sem eru „frelsaðar“ hvort
eð er.
Frumskógur flugfurgjuldunnu:
Er SAS að hirða farþega
frá eigia þotuflugi?
A8 kaupa flugfarmiöa hefur
smátt og smðtt orðið svo flókið,
að til þess þarf mikla hagfræði
lega þekkingu og jafnvel stjórn-
fræðilega, eigi kaupin að verða
eins hagkvæm og hægt er.
I gær varð það jafnvel enn
flóknara fyrir Dani, sem vilja
fljúga með SAS til Ameríku. Þá
opnaði skandinaviska flugfélag-
ið hina umtöluðu „rútu“ yfir
Atlantshafið með skrúfuþotur,
sem á að keppa við Loftleiðir.
Verðið fyrir farmiða fram og
til baka Kaupmannahöfn—New
York—Kaupmannahöfn með
millilendingum I Gautaborg og
Bergen, — sem IATA hefur kraf
izt að yrðu í áætluninni „til að
hún yrði ekki of straumlínu-
löguð“, er 2994 danskar krónur.
— Stórkostlegt, andvarpar
neytandinn frá sér numinn,
enda um mikla Iækkun að ræða,
sé hún borin saman við far-
gjöldin með þotum, sem er 4011
d. kr. fram og til baka, en verð
ur 2994 með DC —7C vélunum.
Viðskiptavinurinn ætti samt að
athuga sinn gang betur, —
hann getur mjög líklega fengið
enn ódýrari miða, ef hann gáir
betur að.
Það eru alls ekki svo fáir
möguleikar á að fá miða fyrir
lægra verð, jafnvel þótt sumir
þeirra krefjist þess að maður-
inn sé meðlimur í hópferð
hænsnaræktarmanna til Ítalíu
eða maður með stðra fjölskyldu
Hvort tveggja færir viðkomandi
stóra afslætti.
Hér er svo í stuttu máli
verðmöguleikar á farmiðum frá
Kaupmannahöfn — New York —
Kaupmannahöfn, eins og þeir
eru í augnablikinu:
1. farrými með þotu 6799 kr.
2. farrými (ökonomi-klasse)
með þotu 4011 kr.
2. farrými með skrúfuþotu
2994 kr.
21 dags miði með þotu (að-
eins milli 1. okt. og 31. apríl og
ferðin má ekki taka meira en 3
vikur, minnst 14 daga) 2975 kr.
21 dags miði með skrúfuþotu
(engin tfmatakmörk fyrir þenn-
an taxta, sem er ódýrari en allt
annað) 2733 kr.
Hópferðir á 2. farrými í þotu
2506 kr. (Sjá síðar).
Fjölskylduafsláttur — ef fjöl-
skyldufaðir kaupir hinn dýra
miða á 6799 kr. getur hann
keypt miða handa konu og börn
um undir 26 ára fyrir 4722 kr.
Ef hann kaupir 2. farrýmis-
miða með þotu á 4011 kr. kosta
hinir miðarnir 2973 kr.
Ef hann kaupir hins vegar
miða með skrúfuþotu af DC—7
gerð, þá kosta miðar handa
konu hans og fjölskyldumeðlim-
um undir 26 ára aldri 2156 kr.
Sameiginlegt fyrir allan afslátt
fyrir fjölskyldur er að hann er
aðeins veittur á tfmabilinu 1.
okt. til 31. marz — einum mán-
uði skemur en 21 dags farmið-
arnir gilda — en hefur f stað-
inn engar kvaðir um tíma.
Það fer nú líklega að renna
upp hvers vegna SAS og önnur
flugfélög hafa sérdeildir, sem
eingöngu hafa það verkefni að
leiðbeina farþegum f kaupum á
farmiðum. Þessar deildir eru
langöruggasta leiðin til að fá
réttan farseðil í hendurnar.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að menn þurfa orðið háskóla-
menntun til að. geta orðið góðir
f starfi sem þessu. Ofan á alla
verðflokkana í frumskógi þess-
um bætast reglur um aldur
barna, mjög flóknar reglur, enn
flóknari reglur um afslátt til fé-
laga og stofnana. Félag verður
t. d. að hafa starfað vissan tíma
til að hópur frá félaginu geti
fengið afslátt, o. s. frv.
Nú fyrir skemmstu var haldin
ráðstefna í Salzburg, þar sem
þessi mál voru tekin til athug-
unar og umræðu. Fjölda mörg
lönd komu þegar í upphafi með
uppástungur að nýjum gerðum
flugfarmiða, nýjum afslætti, nýj
um sparnaðarmiðum. En nú var
blaðran sprungin. Menn gerðu
sér ljóst að lengra verður ekki
farið á þessari braut, sem er
orðin f hæsta máta hlægileg.
Ráðstefnan lauk ekki störfum,
ákvað að koma aftur saman n.
k. miðvikudag 23. október og
þá verður tekin fyTir ályktun,
sem hefur mikla þýðingu fyrir
SAS og Loftleiðir. Ályktunin er
eitthvað á þessa leið: Aðeins
tveir verðflokkar verði í flug-
vélunum, en þetta komi f veg
fyrir núverandi öngþveiti.
Sennilegt er að þessi tillaga
verði samþykkt og það myndi
þýða það, að hið nýhafna flug
SAS með skrúfuþotum mundi
Framhald a bls. 10.
Strangari
námsmenn
reglur fyrir erlenda
í Vestur-Þýzkalandi
Fræðsluyfirvöld í V-Þýzka-
landi hafa gefið út bækling fyrir
erlenda námsmenn sem vilja
sækja skóla í V-Þýzkalandi.
Þessi bæklingur er mjög ftarleg
ur og er honum ætlað að eyða
margvfslegum misskilningi er-
lendra námsmanna, sem leitt hef
ur til þess að þeir hafa lent i
alls konar vandræðum við komu
sína til V-Þýzkalands.
Þar er m. a. skýrt frá því að
kröfurnar um þýzkukunnáttu
hafi verið auknar. Verða menn
nú að ganga undir mjög strangt
próf til að sanna að þeir kunni
þýzku „mjög vel“. Það hefur
viljað brenna við að erlendir
stúdentar kæmu til V-Þýzka-
lands með litla sem enga þýzku
kunnáttu f von um að læra mál-
ið meðan þeir sækja tíma. En
sýnt er að það er ekki full-
nægjandi og hafa margir orðið
að gefast upp. Þetta vilja
fræðsluyfirvöidin fyrirbyggja
með því að gera erlendum náms
mönnum Ijóst að kröfurnar eru
strangar svo og hitt að losa þá
við að sitja lengi í Þýzkalandi
án þess að hafa eitthvað upp úr
því.
Þá verða erlendir námsmenn
nú að leggja fram skilrfki til
sönnunar því að þeir geti borg
að þann námskostnað sem fylg
ir dvöl þeirra í V-Þýzkalandi.
Margir námsmenn leggja leið
sína til Þýzkalands með eina
handtösku og góðar óskir frá
ættingjum, en eiga varla græn-
an eyri. Þetta hefur valdið þeim
margvíslegum vandræðum. Vilja
fræðsluyfirvöldin fyrirbyggja að
slíkt eigi sér stað.
í sumra augum kynni þeta
að Ifta svo út sem v-þýzk yfir-
völd vilji draga úr þeim mikla
straumi námsmanna, sem nú fer
til V-Þýzkalands. Svo er þó ekki
þau vilja aðeins tryggja að þeir
sem koma þangað til náms geti
stundað það af kappi, og án
þess að skapa sér vandræði.