Vísir - 19.10.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR
Laugardagur 19. október 1963.
Bróðkvaddur
á húströppum
1 gær var maður bráðkvaddur
á húströppum í Hafnarfirði.
Maður þessi, Sigurður Magnús-
son að nafni, 79 ára að aldri, hafði
fyrrum verið sjómaður, seinna
verkamaður, en hefur lítið getað
unnið að undanförnu sökum las-
leika.
Um 5 leytið í gær var Sigurður
staddur á tröppum hússins nr 10
við Nönnugötu, er hann ailt 1 einu
hné niður og var örendur þegar að
var komið.
. Klúbbfundur verður 1 Sjálf-
stæðishúsinu f dag kl. 12.30
(ekki kl. 13,30, eins og misrit-
aðist f bréfum til félagsmanna).
Gunnar Thoroddsen fjármáia-
ráðherra ræðir um viðhorfin f
efnahagsmálum.
Félagsmenn eru hvattir til að
mæta vel.
Stjómin.
• ■ ■ ................................................................................................................................................................................................................................................................................ - ......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... ...........................................................................................................................................................
ySííí.'i.-■ ' v- •
Á myndinni situr frú Bjamveig fyrir framan 3 myndanna. Frá v.: Sjómenn eftir Gunnlaug Ó. Schevlng, Tré í Húsafellsskógi eftir frænda
frúarinnar, Ásgrfm Jónsson, og Höfnin f Reykjavfk eftir Jón Þorleifsson.
Ámesingum gefin ómetanieg gjöf
í dag kl. 5 afhendir frú Bjam-
veig Bjamadóttir Páli Hallgrfms-
syni sýslumanni Ámesinga, fyr-
ir sfna hönd og sona sinna,
þeirra Lofts og Bjama M. Jó-
hannessona, 41 málverk eftir 17
iistamenn, sem sett verða upp f
nýju safnhúsi Sélfyssinga, en f
húsi f þvf, verður einnig bóka-
og byggðasafn Ámesinga.
Þetta fyrsta málverkasafn ut-
an Reykjavfkur, verður án efa
perla sem margir munu dá og
vegsama.
Frú Bjarnveig gefur þessi mál
verk f minningu móður sinnar,
frú Guðlaugar Hannesdóttur frá
Skipum í Stokkseyrarhreppi.
Frú Bjamveig sagði:
— Ég hefi safnað þessum mál-
verkum á 30—40 ára tímabili, og
þau skipa ákaflega kært sæti á
heimili okkar. Það kann að vera
nokkuð erfitt, að skilja sig frá
þeim, en það er svo langt síðan
ég ákvað að gefa þau, að ég er
búin að sætta mig við það.
Og ég veit að þau gætu ekki
verið betur geymd.
Myndirnar verða almenningi
til sýnis, sunnudag, mánudag og
þriðjudag. Hina einkar smekk-
legu uppsetningu hefur Hjörleif
ur Sigurðsson listmálari annazt.
Ötvegshankinn opn
ar útibú í Keflavík
1 dag opnar Útvegsbanki Islands
útibú að Tjarnargötu 3 í Keflavík.
AHIengi hefur verið til athugunar
að stofna útibú fyrir bankann f
Keflavfk, til eflingar viðskiptum og
atvinnulffi þar.
Árið 1955 var keypt lóð í Kefia-
vfk f því skyni að byggja þar úti-
búið, en enn sem komið er hefur
ekki orðlð af framkvæmdum.
Vegna óska bæjarstjómar Kefia-
víkur og fjölmargra viðskipta-
manna bankans, var samþykkt að
taka leiguhúsnæði til bráðabirgða
og var gerður samningur um leigu
á húseigninni Tjarnargötu 3 og hef
ur þvf húsnæði nú verið breytt f
mjög vistiegt bankaútibú.
Blaðamenn skoðuðu f gær útibú-
ið f Keflavík. Útibússtjóri er Jón
ísleifsson, en annað starfsfólk er
Halldór E. Halldórsson gjaldkeri,
Júlfus Einarsson bókari og Álda
Jensdóttir ritari.
Bankinn mun verða opinn fyrst
um sinn kl. 10—12,30 og 2—4 alla
virka daga nema á laugardögum
kl. 10-12.30.
Ærin bar í sláturhúsinu
Sá ehtkennilegi atburður gerð-
ist fyrir nokkrum dögum f slát-
urhúsi Verzlunarfélags Áustur-
Iands, að ær ein, sem átti að
fara að lóga, vegna þess að hún
var talin geldær, bar allt f einu
í sjálfri blóðréttinni.
Eigandi ærinnar er Jón Þor-
kelsson, fyrmrn bóndi á Amórs-
stöðum á Jökuldal, nú á Skjöld-
ólfsstöðum. Þetta kom honum
algjörlega á óvart. Hafði honurn
ekki komið annað til hugar, en
að ærin væri geld.
En með þessu bjargaði hún lffi
sínu og munaði aðeins fáum
kiukkustundum. Þegar þetta
gerðist var að sjáifsögðu hætt
við að farga ánni og var hún
flutt heim aftur með litla lamb-
inu.
-<5>
25 millj. viðbótarbygging
við sjúkrahúsið ú Akranesi
Væntanlega verður hafizt handa
um viðbótr.rbyggingu Við sjúkra-
húsið á Akranesi f þessum mánuði.
Verkið var boðið út fyrir nokkm
og fyrir tveimur vikum var
samþykkt að taka iægsta tilboð-
inu frá Dráttarbrautinni h.f. Akra-
nesi. Miðast tilboðið við það að
sjúkrahúsið verði steypt upp fyrir
6,2 milljónir. En áætlaður kostn-
aður við vlðbótarbygginguna til-
búna er um 25 milljónir.
Alvarlega var farið að tala um
viðbótarbyggingu við sjúkrahúsið
SjáBfstæðisfólk!
Vorðurkaffi í Vulhöll
■* '• " ' '• ' ... ... • * * -•» *• •
í dng kl. 3-5
á Akranesi fyrir um það bil 3 — 4
ámm, en þá þótti sjúkrahúsið, þeg-
ar of lítið. Síðan hefur verið unnið
að teikningum hjá Húsameistara
Ríkisins.
Með stækkun sjúkrahússins á
Akranesi verður komið á fót tveim
ur deildum, handlæknisdeild og lyf
læknisdeild, einnig verður rými
Heilsuverndarstöðvarinnar og slysa
varðstofunnar aukið mjög. Gamla
sjúkrahúsið verður mest notað fyr-
ir Ianglegu sjúklinga og öryrkja.
Ráðgert er að á hvorri deildinni,
þ.e.a.s. handlæknisdeildinni og lyf-
læknisdeildinni geti legið 30 manns.
Ens og fyrr segir er búizt við
að framkvæmdir gqtj, hafizt í þess
um mánuði.
Hér sést sfðbæran með Iambinu sínu. Það átti að slátra henni
sem gjeldá, en þá gerðist óvæntur atburður.
Skreiðarvsnnsla
mun meiri í úr
Framleiðsla skreiðar hefur stór-
aukizt í ár. Nam herzlan 63.923
lestum í lok júni s.l., en lítið mun
hafa verið hengt upp cíðan, nema
þá eitthvað í september. Á sama
tímabili f fyrra nam herzlan 38.256
lestum.
Skreiðarframleiðslan í ár er hin
mesta er verið hefur mörg undanfar
in ár.
Bragi Eiríksson framkvæmda-
stjóri Samlags skreiðarframleið-
enda skýrði Vísi svo frá nýlega, að
söluhorfur á skreið væru nú nokk-
uð góðar. Eins og áður fer mest af
skreiðinni til Afríku, þ. e. til Nig
eriu en eftirspurn eftir fslenzkri
skreic á Italíumarkaði hefur aukizt
undanfarið og mun verða selt auk
ið magn þangað.