Vísir - 19.10.1963, Blaðsíða 13
Ví SIR . Laugardagur 19. október 1963,
/F r
13
avisuo
um
Eins og frá var skýrt í Vísi s. I.
laugardag, var maður handtekinn
( útibúi Útvegsbankans á Lauga-
vegi 105 á föstudaginn, þar sem
hann var að reyna að selja falsaða
ávísun að upphæð 1500 krónur.
Við yfirheyrslu hjá rannsóknar-
lögreglunni kvaðst maðurinn hafa
farið fyrir tvo kunningja sína í
bankann með ávísunina og hefðu
þeir falið sér að fá hana útleysta.
Er lögreglan hafði fengið vitn-
eskju um nöfn og heimilsföng þess
ara tveggja kunningja mannsins,
voru þeir leitaðir uppi og h&nd-
teknir. Voru þetta sjómenn héðan
úr Reykjavfk, en hafa undanfarið
verið á báti frá Vestmannaeyjum,
en komu hingað til Reykjavíkur s.
1. miðvikudag.
Játuðu piltarnir tveir að hafa
aðfaranótt 8. þ. m., en þá voru
þeir staddir í Vestmannaeyjum,
brotizt inn í Verkamannaskýlið þar
á staðnum og stálu, þ. á m. nokkr-
um ávísanaeyðublöðum. Var þetta
fyrsta blaðið, sem þeir fölsuðu f
Útvegsbankaútibúinu. Þegar þeir
fréttu um afdrif sendimanns síns,
að hann hafði verið handtekinn,
brenndu þeir það sem þeir áttu
eftir af eyðublöðunum.
í þessu sama innbroti f Eyjum
viðurkenndu þeir að hafa stolið
40 pakkalengjum með vindlingum,
auk þess nokkru magni af vindlum,
pfputóbaki, súkkulaði, karamellum,
lakkrís og um 50 kr. í peningum.
/ Hafnarfirði
I Hafnarfirði varð venju fremur
mikið um óhöpp í sambandi við
umferð í fyrradag. Tveir menn
slösuðust illa, og í þriðja tilfellinu
var um harðan árekstur að ræða.
Fyrsta óhappið skeði um morgun-
inn rétt eftir kl. 8. Þá varð harður
árekstur milli tveggja fólksbíla hjá
Nýju bílstöðinni f Hafnarfirði. Slys
varð ekki á mönnum, en báðir bíl-
avnir skemmdust talsvert.
Klukkan rúmlega 1 e. h. varð
slys á Reykjavíkurvegi móts við
Bílaverið. Leigubifreið úr Reykja-
vík var ekið aftan á olíuflutninga-
bifreið. Framrúðan f leigubifreið-
inni brotnaði í mél og farþegi, sem
sat við hlið bílstjórans, skarst á
höfði. Maður þessi, Héðinn Vigfús
son Stigahlíð 16 í Reykjavík, var
fluttur í Slysavarðstofuna, þar sem
gert var að meiðslum hans. Leigu-
bifreiðin er mikið skemmd eftir
áreksturinn, en bflstjórann sakaði
ekki.
1 fyrrakvæld kl. rúmlega 7 varð
gamall maður, Haraldur Schou,
Löngufit 36 í Garðahreppi, fyrir
bifreið á Hraunsholti á Hafnar-
fjarðarvegi. Haraldur var nýgeng-
inn út úr strætisvagni, fór aftur
fyrir vagninn og út á akbrautina,
en í sömu mund bar að bifreið sem
lenti á Haraldi, þannig að hann
kastaðist í götuna og slasaðist. Tal
ið er að hann hafi fótbrotnað.
Skólavörðustíg 3A, 3. hæð
Símar 22911 og 14624
Jón Arason
Gestur Eysteinsson
Lögrfæðiskrifstofa
og fasteignasala.
Skoða byggingasýn-
ingu í Kaupmannahöfni
| Ferðaskrifstofan SAGA hefur efnt til hópferðar byggingariðn |
> aðarmanna á byggingasýningu, sem um þessar mundir er í For-,
J um í Kaupmannahöfn. — Um fimmtíu manns úr flestum grein1
> um byggingariðnaðarins taka þátt í ferðinni. — Myndin er af (
[ hópnum, er hann lagði af stað utan með „Skýfaxa“ Flugfélags ]
Islands s.l. laugardag.
EINKARITARI - FRAMTIÐARST ARF
Vér viljum ráða skrifstofustúlku, sem gæti tekið að sér einkaritara-
starf hjá oss.
Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vélritun. Æfing
í að vélrita eftir segulbandi er æskileg.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri S.Í.S. Jón Amórsson,
Sambandshúsinu.
16250 VÍNNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðallali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
HLIÐORiNDUR
Smíðum hliðgrindur úr fer-
strendum og rúnum vörum..
MÁLMIÐJAN
Barðavogi 31 Sími 20599
flÍLAVAI BÍLASALAN
LAUGAVE6I 90-02 Bíllinn
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað. — Salan er SÖLUMAÐUR
örugg hjá okkur. Matthias sími 24540
KRISTNIBOÐSVIKA
Árleg kristniboðsvika vor hefst á morgun,
sunnudag 20. okt. Samkomur verða á hverju
kvöldi 20. - 27. þ. m. kl. 8,30 í húsi K.F.U.M.
og K. við Amtmannsstíg. Á samkomunum
verður kristniboðið kynnt og hugleiðingar
fluttar. Fjölbreyttur söngur.
Á samkomunni annað kvöld tala kristni-
boðamir frú Margrét Hróbjartsdóttir og
Ólafur Ólafsson. Blandaður kór syngur og
auk þess verður einsöngur.
Á samkomunni á mánudagskvöld talar
séra Magnús Guðmundsson prófastur. Þá
verður og einsöngur.
Allir velkomnir á samkomurnar.
Kris tniboðs sambandið.
MERKJASALA
Blindrciviii(ifé!ags íslands
verður sunnudaginn 20. október og hefst kl.
10 f. h. Sölubörn, komið og seljið merki til
hjálpar blindum. Góð sölulaun. Merkin'verða
afhent í anddyrum þessara skóla:
Miðbæjarskóla
Austurbæjarskóla
Breiðagerðisskóla
Hlíðarskóla
Langholtsskóla
Laugarnesskóla
og í Ingólfsstræti 16
Mýrarholtsskóla
Vogaskóla
Öldugötuskóla
Kársnesskóla
Kópavogsskóla
Melaskóla
Hjálpið blindum, og kaupið merki félagsins.
BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.