Vísir - 19.10.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 19. október 1963.
9
Leifur Þórarinsson ritar:
Frá tónlistarhátíðinni í
Amsterdam og Musica Nova
■jyrrfdnir œidanfarin ár hefur Is
lenzkum tónskáldimi gefizt
kostur á aö senda verk sln til
átlendra stofnana, sem gangast
fyrir alþjóðlegum hljómleikum.
Eru þau þar tekin til athugun-
ar af, að sögn, færustu mönn-
um, sem fengnir hafa verið til
að skera úr um flutningshæfni
þeirra og erindi. Nú skal engum
getum að þvl leitt, hvort slíkir
dómendur eru hlutlausir, eða
háðir þeim 4—5 útgefendum og
umboðsmönnum, sem deila með
sér tekjuafgangi flestra meiri
háttar músikviðburða I Evrópu
og Ameríku. Sumir eru það ef-
laust I rlkum mæli, aðrir ekki.
Þó má ekki líta fram hjá þeirri
staðreynd, að á t. d. árlegri
hljómleikaviku Alþjóðafélags
um nýja tónlist (ISCM), ber
mest á verkum tónskálda sem
stórveldin Schott I Þýzkalandi
og Universal I London gefa út,
en forseti félagsins er einmitt
ritstjóri fyrir áróðurstímariti
(Melos), sem þessir aðilar halda
úti. Á síðustu hljómleikavik-
unni, sem haldin var I Amster-
dam I júnímánuði s. 1., voru
einnig flutt mörg verk sem Wil
helm Hansen I Kaupmannahöfn
hefur umboð fyrir, en W. H.
hefur einmitt tekið upp á að
auglýsa I Melos að talsverðu
ráði, upp á síðkastið. íslenzk
tónskáld hafa enn ekki greiðan
aðgang að erlendum útgefend-
um, hverju sem það hefur nú
ráðið um smáan hlut þeirra að
efnisskrám ISCM hlómleika. Og
hvað sem þessu líður, hafa nokk
ur íslenzk verk fundið náð fyrir
augum dómenda, háðra eða
óháðra, eða alls fjögur talsins
á u. þ. b. tólf árum. Á hljóm-
leikavikunni í Amsterdam var
síðast flutt hljómsveitarverkið
„Flökt“ eftir Þorkel Sigurbjörns
son. Þetta verk, sem þrátt fyrir
að vera örstutt (um 4 mín.) er
ákaflega sannfærandi bygging
úr efniviði afmarkaðra tónbila
og blæbrigða, var fyrst flutt á
hljómleikum sinfóníunnar hér í
Reykjavík fyrir tæpu ári, og
fékk heldur dræmar undirtektir.
Mátti þar að einhverju leyti
§ kenna um misjöfnum leik hljóm
sveitarinnar, sem ásamt stjórn-
anda sínum virtist nokkuð úti á
þekju. í Amsterdam fór hins
vegar um höndum stjórnandi,
sem getið hefur sér mikið frægð
arorð fyrir flutning nýrra tón-
verka, Bruno Maderna frá
Ítalíu. Nú skilst mér raunar á
umsögnum, að stjórn hans á
þessum hljómleikum hafi ekki
náð þeim hæðum sem vanalegar
þykja af hans hálfu, og kenna
menn um veikindum o. fl. En
af dómum nokkurra merkra
blaða og tímarita, má þó merkja
að „Flökt“ hefur komizt all-
sæmilega til skila. Gagnrýnandi
enska timaritsins Music and
musicians telur það með áheyri-
legri verkum sem þarna voru
flutt, og segir Þorkel, sem ekki
sé nema 24 ára gamall, lofa
einstaklega góðu á sviði tón-
skáldskapar. Áðumefnt Melos
birtir þá mjög vinsamlega um-
sögn, þar sem bent er á að
„Flökt“ sé velheppnuð stúdía I
afstöðum tóna og blæbrigða,
sem sýni þó að höfundurinn er
enn nokkuð leitandi fyrir sér.
Times 1 London nefnir Þorkel I
sömu andrá og Pólverjann
Penderecki. Sá er nú talinn
einna framsæknastur evrópskra
tónskálda, og gerir mikla lukku
hjá leikum og lærðum. Einhvers
konar dómar eða umsagnir hafa
birzt I flestum merkari dagblöð
um og múslktlmaritum á megin-
landinu, en ekki gefst tlmi eða
rúm að rekja þá frekar að þessu
sinni.
■y^erk Þorkels eru enn sem kom
ið er ekki mikil að vöxtum,
og llklega á hann ekki I fórum
sínum nema 7—8 tónverk sem
hann telur sér samboðið að
flytja á opinberum hljómleikum.
Þar af hafa fimm heyrzt hér á
landi, þ. e. fyrrnefnt „Flökt“,
stutt kórverk sem Pólífónkórinn
flutti á s. 1. vetri, Kantata fyrir
söngkonu og nokkur hljóðfæri,
Haustlitir, sem Musica Nova
færði upp fyrir nokkrum árum
og örstutt electrónfsk stúdía. Nú
stendur fyrir dyrum að flytja
Haustliti á nýjan leik, á hljóm-
leikum Musica Nova I Þjóðleik-
húskjallaranum á sunnudaginn
kemur. Auðvitað hefði verið
meiri fengur I nýju verki, en
Haustlitir (til minningar um
Stein Steinarr), er hins vegar
það heilsteypt og skýrlega sam-
ið, að endurflutningur þess er
mikið fagnaðarefni, og þá ekki
slzt þeim sem trauðla fylgdu
öllum þráðum þess 1 fyrra skipt
ið. Þeirra á meðal er væntan-
lega gagnrýnandi sem fann því
allt til foráttu, svo sem „ann-
arlega hljóðfæraskipan“ (söng-
rödd, flauta, clarinett, fagott,
viola, piano og þrjár litlar trumb
ur) og „lausgopalegt" form o. fl.
Án þess að leggja hart að sér
má þó heyra I „Haustlitum"
ákveðna og markaða stefnu frá
byrjun til loka. I upphafi heyr-
um við stórar fallandi nlundir
og spanna tónarnir sem eru flutt
ir af flautu og clarinetti svið
þriggja fimmunda og skerast 1
samhljómi þeirra.
Slík afstaða tóna hverra til
annarra er aðal efniviður verks
ins, og f krafti hennar bindst
það I eina samhangandi heild.
I öðrum aðalþætti þess, þriggja
radda fúgu, eru tónar nlundar-
innar settir I aðra stillingu,
þannig að bilið milli þeirra er
stór tvíund (efri tónninn lækk-
aður um áttund), það er í stef-
inu sem er fyrst gegnumfært
þannig að upphafstónar innkom-
anna þriggja mynda níund út-
fyllta með fimmund (dóminant,
subdominant skyldleiki), og er
~síðan birt með ýmsum tilbreyt-
ingum, svo sem lengingum og
smávægilegum en afgerandi
rythmiskum frávikum. Þetta
stef gengur yfir í síðasta þátt-
inn (við kvæðið Vor eftir Stein
Steinarr) og birtist þar 1 ýms-
um myndum, I aðal og fylgi-
röddum.
JTinfaldar en áhrifamiklar hljóð
fallsvendingar eiga hér sem
vlðar I verkinu (ekki sízt I fúg-
unni, þó öðruvísi sé) sterkan
þátt I efnisþróuninni, og hald-
ast rökrétt I hendur við „tónal-
an“ gang hennar. Þetta eru
helztu tækniatriðin, sem beitt er
við heildarbygginguna, sem
einkennist af mjög næmri til-
finningu fyrir hlutföllum og nið
urröðun efnis. Hér er ekkert orð
ið til af tilviljun, engar skyndi-
hugmyndir ryðja sér til rúms
án þess að sanna skyldleika
sinn eða samstöðu við það sem
á undan (og á eftir) gengur:
„Lausgopalegt“ form er því ekki
rétta orðið, mínir kæru. Og
hvað við kemur „annarlegri"
hljóðfæraskipan, verður ekki
annað sagt en að þessum hljóð-
færum hefur verið stillt saman
I ótal tilfellum og með góðum
árangri, síðan evrópsk hljóð-
færatónlist og þau sjálf urðu
til. Og reyndar finnst mér hljóð-
færaskipanin-mjög skynsamlega
hugsuð, með tilliti til að ná
miklum og hógværum blæbrigð-
um úr fámennri hljómsveit. Blás
ararnir eru allir tréblásarar, en
hver með sínu blásturslagi (m.
einu, tveim og engu blaði) og
víólan er hógværasta en um
leið sérkennilegasta strengja-
hljóðfærið Píanóið spannar tón-
svið og styrkleika allra þessara
hljóðfæra, og hefur úrslita-
áhrif á hljóðfall og lit, en trumb
umar eru af minni og léttari
gerðinni (2 bongó og lítil hlið-
artromma) og falla einmitt vel
inn I þetta umhverfi. Ef stóra
tromman hefði skotið þarna upp
kollinum, hefði kannski mátt
nefna „tilgerð", en það er eitt
af uppáhaldsorðum fyrrgreinds
gagnrýnanda, þó ekki hafi það
hitt í mark hvað viðkemur
þessu verki.
Á hljómleikum Musica Nova
mun Þorkell sjálfur stjórna
flutningi Haustlita, en Sigurveig
Hjeltested fara með sönghlut-
verkið. önnur verk á þeim
hljómleikum verða Divertimento
fyrir clarinett og strengjakvart
ett eftir Matyas Seiber, sem var
ungverskur að uppruna, en bjó
lengst af I Englandi. Þá eru
tveir þættir fyrir flautu, fiðlu,
trompett og slaghljóðfæri eftir
ungan Hollending, Peter Schat
að nafni. Er sá einna fremstur
I hópi framsækinna tónlistar-
manna I slnu heimalandi. Loks
er Adagio fyrlr fiðlu, clarinett
og pianó, eftir Alban Berg, og
er þar um útsetníngu höfundar
á þætti úr eigin konsert fyrir
fiðlu, pinaó og,. blásarásveit að
ræða.
Gtarfsemi Musica Nova undan-
farin fjögur ár, hefur vakið
verðskuldaða athygli, og á fé-
lagsskapurinn þegar nokkuð álit
legan hóp vina og velunnara.
Nú hafa félagsmenn ákveðið að
færa nokkuð út kvíarnar, fjölga
Þorkell Sigurbjörnsson.
hljómleikum með innlendum
hljóðfæraleikurum, og kveðja
hingað nokkra útlenda
músíkanta, svo sem Gunther
Schuller tónskáld og hljómsveit
arstjóra, sem mun stjórna kám
mertónleikum á vegum félagsins
I janúar, og amerískan blásara-
kvintett sem að öllu forfalla-
lausu kemur í febrúar. Þá má
telja nýnæmi, að nokkur ís-
lenzk tónskáld munu semja sér
stök tónverk fyrir hljómleika fé
lagsins, og er ætlunin að frum-
Framh. á bls. 10.
Stjórn menningarsambands Háskólamanna. Talið frá vinstri: Björn Sigurbjömsson, próf. Jóhann Hanmesson,
Ólafur Gunnarsson formaður, dr. Benjamín Eiríksson og Arinbjöm Kolbeinsson.
Menningarsamtök
háskólamanna
Hinn fyrsta maí s. 1. var ákveðið
iað stofna menningarsamtök há-
Sskólamanna, og voru stofnendur
Sþeirra: Sigurbjörn Einarsson bisk-
|up, Arinbjörn Kolbeinsson læknir,
SJóhann Hannesson prófessor, Ólaf-
|ur Gunnarsson sálfræðingur og
JÓlafur Skúlason æskulýðsfulltrúi
{þjóðkirkjunnar.
Aðdraganda stofnunar þessara
samtaka má rekja til janúarmánað-
ar s. 1., þegar þessir menn komu
saman í skrifstofu biskups, til þess
að ræða þjóðaruppeldi á víðtækum
grundvelli. Á sjöunda fundi þeirra,
sem var fyrsta maí, var einnig
kosin laganefnd, sem semja skyldi
lög samtakanna, og laut hún for-
ystu Friðjóns Sigurðssonar, skrif-
stofustjóra Alþingis.
Hinn 8. maí voru svo þessi sam
tök formlega stofnuð I 5. kennslu
stofu Háskólans. Um tilgang þeirra
segir svo í annarri grein laga: „Til-
gangur samtakanna er að vinna á
fræðilegan og hlutlægan hátt að
framförum á sviði menningarmála.
Tilgangi sínum hyggjast þau ná
með þvi að gera samþykktir um
þessi efni, að undangengnum athug
unum, og koma þeim á framfæri
við stjórnarvöld eða aðra aðila, sem
hlut eiga að máli, svo og með
birtingu þeirra I blöðum og út-
varpi.
Ennfremur með almennum um-
ræðufundum, eða á annan hátt eft
Frá á bls. 10.