Vísir - 29.10.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 29.10.1963, Blaðsíða 4
 VISIR . Þríðjudagur 29. október 1963 og aftur fyrir framan nefið á þeim, en þeir þora ekki að byrja að færa sig upp á skaftið strax. Ungu mennirnir líta þessa skarfa óhýru auga, hrista ungar sterkar herðarnar, þenja út brjóstkassann, og strjúka hend- inni kæruleysislega gegnum þykkan hárlubbann. Samt ekki svo kæruleysislega að einn ein- asti lokkur ruglist. Það er eins og þeir vilji segja: Haf þú þig hægan, gamli sköllótti ýstru- belgur. Þú skalt halda þig við þína kellingu. Ungu stúlkurnar eru fyrir okkur ungu mennina. En gömlu úlfarnir gjóta ekki síður augunum til hinna ungu, og þeir eru þrjózkufullir og ögrandi á svipinn. „Ég var nú byrjaður á þessum veiðum með- an þú lást í vöggu, væni minn, svo að þú skalt ekki derra þig of mikið. Og ég er ekki dauður RCYKJA VlK \7"ið settumst upp í leigubíl- inn, og hölluðum okkur makindalega aftur á bak í sæt- inu, eins og sá einn getur gert, sem ferðast í leigubíl á annarra kostnað. — Hótel Saga, takk. Það var ekið í gegnum mið- bæinn fyrst, til þess að athuga hvort eitthvað væri á seyði, og bílstjórinn rabbaði við okkur um heima og geima, stelpur, bílpróf og þess háttar. Það var lítið um að vera í bænum. Sömu ,,tryllitækin“ óku rúnt eftir rúnt með ógurlegum drunum, og sömu stríðsmáluðu skvís- urnar teygðu út úr sér tyggj- óið, og dilluðu hálfþroskuðum líkama sínum í hlægilegri til- raun til að líkjast Liz Taylor eða Birgittu Bardot. Hótelið birtist nú álengdar, glæsilegt á að líta eins og mönnum er þegar við tökum skjmdilega eft- ir því að allir aðrir eru farnir af gólfinu. Við hugleiðum þann mögu- leika að taka nokkur Can Can spor fyrir áhorfendurna, en hverfum frá því, og drögum okkur hlýðnir í hlé eins og hinir. Og það má ekki seinna vera því að hópur skraut- klæddra dansmeyja kemur hlaupandi, og stekkur léttilega upp á hækkaðan danspallinn. Þar hefja þær líflegan dans, sem myndi fá úlfana okkar á Röðli til að ... Við horfum á dömurnar með áhuga, og veltum því fyrir okk- ur, hvort Morgunblaðið myndi h'ta á þetta, sem „Sigtúniskt“ menningarframtak. Hljómsveit- in er nú að byrja að spila, og Svavar Gests ryður úr sér Framh. á bls. 5. aftur augunum í sæluvlmu, og gleyma öllu öðru. Tjað er kominn tími til að taka myndir, en okkur hef- ur verið harðbannað að taka myndir sem sýna andlit gest- anna. Það mun gert af tillits- semi við hina „vinnandi eigin- menn“. Við röltum niður á bar- inn, og svipumst um eftir ein- hverju girnilegu herfangi, (bara til þess að mynda), en sjáum ekki neitt. Við lítum hvor á annan með hálfgerðum vonleys- issvip, og ákveðum svo að fara á barinn einu sinni enn. Til- gangurinn helgar meðalið, og við ætluðum jú líka að taka mynd. En Baldur Gunnarsson, bar- þjónninn var greinilega ekki á sömu skoðun. Hann réttir fram báðar hendurnar, og kemur til upp á von og óvon, til þess að geta seinna notað myndina sem afsökun fyrir myndaleysi, ef með þarf. Þar sem Baldur er dálítið, já, þó nokkuð stærri en við, þá hlýtur það að vera tekið til greina. Jjað er kominn tími til að hypja sig af stað, ef við ætlum að koma einhverju meiru í verk í kvöld. Við leggjum af stað út á Sögu, í þeirri von að hitta þar einhverja merkis- bændur, sem alltaf hefur brugð- izt hingað til. Hann Kankvís í „Gröndals Familie JournaI“ segir að bændurnir eigi ekki nóga peninga til þess að kom- ast inn í Bændahöllina. Mér finnst nú satt að segja að hann Þorvaldur gæti vel verið dálítið kunnugt, og gleður hjartað I þangað til menn fara að hrasa | í grjótinu við aðkeyrsluna, eða | þá stíga á gljáburstuðum skón- | um í einn hinna ótal drullu- j polla. Risavaxinn dyravörour, er J fyrsta sýnishornið sem við sjá- í um af starfsfólkinu. Hann lítur : á okkur grunsamlegu augnaráði, sem gæti fengið sjálfan erkieng- | ilinn til að roðna, og hugsa um ; hvað hann hefði nú gert af sér. Við röltum upp í súlnasal- inn, með hina gamalkunnu skip- un um að taka ekki andlits- , myndir. Hvað halda þeir eigin- | Iega að við birtum í blaðinu? muldrar Ijósmyndarinn sár- móðgaður yfir þessum árásum j á slna göfugu starfsgrein. Við ættum kannski að biðja þá um j mynd úr fjölskyldualbúminu, j muldrar hann illskulega. Þegar upp í salinn kemur verður það { að þegjandi samkomulagi okkar j í milli, um að athuga hvernig ‘ \ barþjónninn búi, og reynist hann harla góður heim að sækja. Eftir að hafa kvatt, rölt- j um við í áttina að dansgólfinu til að athuga hvað þar sé á seyði. Við erum í þungum þönk 8 um við að skipuleggja árásina íj HÆTURLÍf I Fyrri grein 'DZ'lukkan var ekki nema rúm- Iega 9 þegar við komum á Röðul, svo að það var ekki ýkja margt fólk þar ennþá. Þeir sem komnir voru, stóðu við barinn og horfðu á her- mannasjónvarpið, eða röltu um til þess að heilsa upp á vini og kunningja sem kynnu að vera á næstu grösum. Sumir voru háværir, en aðrir sátu hljóðir úti f horni, og létu sem minnst fara fyrir sér. Það voru þeir sem vandir voru að virðingu sinni, eða þá eiginmenn sem voru að „vinna frameftir“ og kærðu sig ekkert um að frú.in fengi að vita hvar sá vinnu- staður væri. Eins og geta má nærri, eru blaðamenn ekkert sérlega vin- sæl.ir hjá þessum „fyrirmyndar" ektamönnum, og Braga þótti þvf vissara að ganga með myndavéljna vel falda undir jakkanum, og brosa sínu sak- leysislegasta brosi. Þessir gömlu úlfar stara hungruðum augum á lambakjötið sem svffur fram úr öllum æðum ennþá. Og þeir draga inn magann og sitja tein- réttir á stólunum. Það er nú samt erfitt til lengdar og þeir verða ósköp fegnir þegar stráka skrattarnir snúa sér undan, svo að þeir geti lofað maganum að komast í eðlilegt horf. ‘O'ljómsveitin, Eyþórs Combo, tekur nú til við að spila, og r.okkur pör rö'ta frekar treglega út á gólfið. Það eru helzt þeir sem mest hafa „smakkað það“. Flestir láta sór þó nægja að horfa á, og meðal þeirra eru úífarnir okkar, sem horfa eins og dáleiddir á ung- ar mjaðmirnar sveigjast ögrandi og ofsalega í dansinum. Stúlk- urnar hreyfa sig mjúklega og fallega, og bæta nokkuð upp klunnalegar eða öfgafullar hreyfingar þeirra pilta sem hafa drukkið of mikið. Þær víkja sér lipurlega og hlæjandi undan faðmlögum þeirra, en ef þeir verða móðgað- ir á svipinn, halla þær sér að þeim rétt sem snöggvast, og hvfsla ......Why does the sun go on shining?" syngur Didda Sveins mjúklegri, lokkandi röddu, og pörin á gólfinu lygna okkar. Engar myndir strákar mínir, engar myndir, segir hann með sama svip og Macmillan myndi segja „no comment”, ef einhver spyrði hann um mál- in hennar Stínu Kíler. Bar- þjónninn er mikilvægur og vin- sæll þjóðfélagsþegn. Hann gegn- ir margþættum og taugaslítandi störfum af stakri umhyggju og mannkærleika. Það er ekki nóg með að hann afgrpiðir sjúss- ana. Starfsvið hans er mun víð- tækara. Hann er t .d. líka sálu- sorgári. Meriri .komá' tif.Tiáns með raunir sínar, niðurbrptriir, og áð því komnir að géfast uþp fyrir þessum grimma, óréttláta heimi. Barþjónninn talar vin- gjarnlega við þá, og hughreyst- ir þá, því að allir góðir barþjón- ar eru brot af heimspekingi. Hann klappar á öxlina á þeim og sendir þá aftur út í lífið, fulla af nýrri von — og með nýjan sjúss í hendinni. Baldur heldur verndarhendi yfir sínum kúnnum, og vei þeir snáp er hyggst læðast að þeim. Við látum okkur því nægja að smella einni mynd af Baldri kammó við þá, og tekið það gilt, ef þeir kæmu með væna rollu í stað reiðufjár. Við leggj- um af stað út af Röðli, og göngum fram hjá dyraverðin- um, og strák, sem þylur hina sígildu setningu: — Hvað held- ur þú að margir af þeim sem eru inni, séu orðnir 21? Dyra- vörðurinn brosir. Hann heyrir þessa sömu setningu kvöld eftir kvöld, og svar hans er líka hið sama kvöld eftir kvöld: — Það er enginn að rengja þig úrri að þú sért orðinn 21 árs, vinúr' mirm, sýndú mér 'bara þássá, og þfi faérð að fara inn eins og skot. Þetta virðist vera frekar réttlátt, en af ein- hverjum ,,óskilanlegum“ ástæð- um sýnir pilturinn ekki passa, heldur rýkur burtu, algerlega ósáttur við heiminn. — Þessi helv ... bölv ... maður vill ekki hleypa manni inn, segir hann við dömurnar tvær sem bíða við hörnið. — Já, já, ég flaug hérna inn um daginn, máður, og þá var ég meira að segja með honum Sigga, og hann er nú ekki nema 15 ára. Já, allt er í heiminum h-er'ult. ■k Það var mikill pilsagangur hjá „flor sjóinu“ á Hótel Sögu — þó að pilsin væru nokkuð stutt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.