Vísir


Vísir - 01.11.1963, Qupperneq 3

Vísir - 01.11.1963, Qupperneq 3
Lieutenant Brou les upp fréttir, íslendingamir Teitur Aibertsson og Sveinn Ólafsson við upptökutækin. Teacy, dagskrástjóri, Lientenant Brou, sjónvarps- og útvarpsstjóri og Commander Sparks, blaðafulltrúi, fyrir framan Sjónvarps- og Útvarps- stöðina. SJONVARPHt Erfitt er að segja um hversu mörg sjónvörp era í notkun hér á landi, en eitt er vist, að þeim fer fjölgandi með hverjum deg- inum og bráðum verður leit- un á þeirri rafmagnstækja- verzlun, sem ekki hefur sjón- vörp á boðstólum. — Sam sagt: Sjónvarpsstöðin á Keflavíkur- flugvelli nýtur vaxandi vin- sælda. Ekki er bægt að segja að sjónvarpsstöðin á Keflavíkur- flugvelli sé rismildl bygging. Hið eina, sem gaf okkur til kynna að um væri að ræða sjónvarpsstöð, þegar við komum akandi að ljósgrænni bragga- byggingunni, var stálgrindar- mastur, er stóð við bygginguna. Við hittum að máli Command- er Sparks, biaðafulltrúa vamar- Iiðsins, Lieutenant Brou, sem er yfir sjónvarps- og útvarps- stöðinni, og Teacy, dagskrár- stjóra. Lieutenant Claire E. Brou, sjónvarps- og útvarpsstjóri, er aðlaðandi kona á þrítugsaldri, hin fyrsta úr kvenflotanum, sem send er hingað til íslands. — I fylgd þeirra þriggja skoðum við bygginguna. í henni er starf- rækt útvarpið, sjónvarpið og ritstjórnarskrifstofa „White Falcon". Við Iítum fyrst inn í ritstjórn arskrifstofuna, en þar var ver- ið að vinna við að búa blað- ið undir prentun. Næst ligg- ur leiðin í þahn hluta bygg- ingarinnar, sem útvarpið er til húsa í. Einkum eru það 3 herbergi, sem tilheyra útvarp- inu eingöngu. Tvö þulsherbergl og síðan stórt hljómplötusafn. Þá kemur röðin að sjónvarp- inu. Fyrst er að nefna upptöku- salinn. Þar hittum við fyrir tvo íslendinga, þá Teit Albertson og Svein Ólafsson, en þeir starfa ásamt Sigurði Jónssyni við eft- irlit og viðhald á sjónvarpsvél- unum. Upptökusalurinn uppfyllir Frh. á bls. 7. Þeir fylgjast vandlega með öliu inn í „studioinu“. Ljósmynd Vísis B.G. : Fyrir utan stöðina stendur sjón- varpsmastrið 32 m. hátt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.