Vísir - 01.11.1963, Side 4
4
Móðir Bónapartanna —
Framhald af bls. 9.
Ég örmagnaðist af skelfingu og
kvíða.
Húsbóndinn tók mig í fangið
og bar mig í fjárhús á túninu.
Það var fullt af kindum og þar
leið mér vel. Kindurnar fjand-
sköpuðust a. m. k. ekki við mig,
og við þær gat ég lifað í sátt.
— Hvað varð um húsbónda
þinn?
— Hann hefur víst aumkazt
eitthvað yfir mig, því hann sagð
ist ætla að fara heim í bæinn og
biðja fólkið að vera ekki vont
við mig þegar ég kæmi.
Eftir þetta leið mér betur á
bænum. En ég var þar ekki lengi
eftir þetta. Ég fermdist vorið
eftir og fór þá á nýjan stað og í
annarri sveit. Það var gjörbreyt-
ing til batnaðar. Sólglit eftir ára
langt náttmyrkur. Þar dvaldist
ég til 19 ára aldurs.
Aleigan tvær krónur.
- Og þá?
— Heltók útþráin mig. Löng-
unin að sjá þennan mikla heim
sem allir töluðu um og átti að
vera svo óumræðilega fagur og
stórbrotinn. Ég varð að njóta
hans eins og allir hinir
Ég fór til Reykjavfkur. Þar
var hinn mikli heimur — upp-
haf alls.
Fór til Reykjavíkur fótgang-
andi á heimagerðum kúskinns-
skóm. Bar föggur mínar í saman
knýttum klút og tvær krónur í
vasanum. Það var allt sem ég
átti.
Fvr-rt, hetta var mikil eign eða
ekh> eda hversu lengi hún myndi
duga mér vissi ég ekki. Vissi
reyndar að sumir áttu meira en
ég-
— Hvað tók við í Reykjavík?
— Fiskvinna. Ég kynntist þar
ýmsu yndislegu fólki. Þetta var
allt mjög nýstárlegt og öðruvísi
en ég var vön. En það var of
mikið. Var fuglabjarg. Allt of
mikill ys og þys, læti og gaura-
gangur.
Gerðist póstur
í Borgarfirði.
Ég þráði frið sveitarinnar og
fór upp í Borgarf jörð.
— í vinnumennsku?
— Vann atlt sem að höndum
bar, kaupavinnu, sláturstörf,
vetrarvist. Fékk líka, svolítið að
læra fyrst með krökkum og
síðan á Hvítárbakkaskólanum.
í Borgarfirði var ég póstur.
— Póstur?
— Ég fór í póstferðir fyrir
prestinn á Hesti sem hafði tekið
að sér póstferðir um Lunda-
reykjadal og Skorradal. Það
þótti full mikil ofrausn að senda
karlmenn í jafn ómerkilegar ferð
ir og þess vegna fékk ég að fara.
Þessar ferðir voru Ijósgeisli i
lífi mfnu. Eg gleymdi mér í
tengslum við kyrrláta náttúruna
og í samneyti við hestana mina,
þessar elskulegu og fegurstu
skepnur á jörðinni. Ógleymanleg
ar stundir. Ég vil gjarnan verða
póstur í Borgarfirði aftur.
Bjargaði mér frá
tortímingu.
— Þú ert rómuð Helga fyrir
hvað þér þykir vænt um hesta.
— Ég skrepp á hestbak þeg-
ar ég þarf að bjarga lífi mínu.
Þegar innri óhamingja steðjar
að, ekkert nema myrkur fram-
undan og ég sé enga leið út úr
öngþveitinu, beizla ég hross og
sezt á bak, þá birtir. Ég kem
sterk manneskja til baka og á-
kveðin í að láta enga erfiðleika
yfirbuga mig.
Ég man þegar dóttir mín þrett
án ára gömul lá fyrir dauðanum.
Ég vissi hvað að henni gekk —
hvítur blóðsjúkdómur — ég sá
engan tilgang í lífinu. Langaði til
að fyrirfara mér til að binda
endi á þetta þrotlausa myrkur.
Ég ráfaði f einhverju tilgangs-
leysi út í hesthús lagði við jarpa
hryssu sem ég átti og reið
henni sprett. Þegar ég kom til
baka var allt gjörbreytt.
Einu sinni sló hestur úr mér
annað augað — en það hefur
ekkert breytt viðhorfi mínu til
hesta. Ég veit hvað ég á þeim
að þakka.
Borin þjófsorði.
— Varstu lengi í Borgarfirði?
— Nei, stutt. Ég fór þaðan
suður til Reykjavíkur að nýju og
réði mig f vist út á Seltjarnar-
nes. Þar var ég þjófkennd fyrir
10 krónur sem hurfu. Það var
ný reynsla og engan veginn sú
bezta. Ég bar harm minn í
hljóði og sagði engum frá. Hef
ekki .séð eftir neinu eins mikið
og ræfildómi mínum þá að krefj
ast ekki þjófnaðarleitar og rann
sóknar.
Ég held samt að það sé frómt
frá sagt, að ég hef ekki lagt
mig eftir annarra eigum, hvorki
þá né síðar. Ég hef frá því ég
man fyrst eftir mér reynt að
vera trú yfir litlu og gera allt
eins samvizkulega og vel og mér
framast er unnt.
V í S IR . Föstudagur 1. nóvember 1963.
i«iaHBEKÍSHKÍ£E=E5æ25íK®e:-
Ketill á Engi heldur á litlum
vinum sínum, kettlingi og hvolpi
nokkurra vikna gömlum.
Undarleg örlög.
— Þú ferð til Danmerkur!
— Það var útþráin enn. Hún
var sterk. Mig langaði að sjá
eitthvað r.veira af veröldinni.
Þar kynntist ég bónda mínum,
Axel Larsen. Við giftum okkur
1928. Þá var ég 27 ára gömul.
Mér hefur oft verið hugsað
til þessa síðan hvað örlög og
atvik geta verið undarleg. Að
sveitarlimur norðan frá hjara
veraldar skuli tengjast spánskri
konungsætt. Annað var einnig
merkilegt. Systkini bónda mfns
voru á öðrum tugnum að tölu.
En þau dóu öll barnlaus. Að-
eins maðurinn minn átti börn og
nú lifa síðustu afkomendur
þessa ættleggs hér norður á ís-
landi. Finnst þér þetta ekki sjálf
um skrýtið?
— Jú, þetta er eins og í æv-
intýrunum, sem börnin lesa. —
Voruð þið hjón lengi búsett í
Danmörku?
— Nei, við komum strax ne>m
eftir giftinguna. Ég vildi hvergi
eiga heima nema á íslandi. Eg
vildi líka sýna manninum ynd-
islega landið mitt. Hann dó tíu
árum seinna. Önnur dóttirin dó
Iíka. Svo að nú erum við að-
eins þrjú eftir.
Ekki skap til að bugast.
— Og gengur vel?
— Það fer svo mikið eftir
manni sjálfum, hugarfari manns
og andlegum styrk eða krafti,
hvernig gengur. Ég hef ekki
skap f mér til að bugast. Þess
vegna gengur mér vel.
Stundum hefur verið erfitt að
vísu. Andlega og líka fjárhags-
lega. En ég hef gert mér að
reglu, að þegar myrkrið ætlar
að setjast að og erfiðleikarnir
í þann veginn að yfirbuga mig,
að þá fyrst set ég markið hátt.
Þá leita ég viðfangsefna, sem í
fljótu bragði virðast heimsku-
Ieg og fjarstæð vegna þess hve
erfið þau eru. En einmitt hin
erfiðu viðfangsefni .baráttan við
mikilleikann, gefa manni afl og
dug. Þannig byggði ég hús. —
Þannig hef ég eignazt heimili
og skepnur, þessa yndislegu
vini, sem aðeins sveitamaðurinn
nýtur úti í ríki náttúrunnar eða
þá við stall eða jötu, þegar hann
kembir þeim og klappar og gef-
ur brauðmola úr lófa sínum.
— Þú segir frá öllu þessu f
bók þinni.
— Ég drep á flest. — Og líka
ýmislegt annað. Það er af mörgu
að taka. Ég segi frá hugboðum
mínum og draumum og ljósinu,
sem skoppaði á undan mér f-rá
Elliðaánum og heim að Engi.
Þá þurfti ég á Ijósi að halda.
En ég er heldur ekki nein
skaplaus rola. Ég segi lfka frá
þvf, þegar ég þarf að rífast. Mig
langar stundum til að rífa kjaft,
en ekki inni í þröngri stofu. Þar
skortir mann vængjaflug.
Þ. Jós.
I’
Þjófar leggja leiiir sínar
Lögreglan f Reykjavík telur
fyllstu ástæðu til að vara al-
menning við þjófum, sem leggja
leiðir sfnar f hús og stela úr
ólæstum íbúðum. Leggur lög-
reglan ríka áherzlu á það að fólk
skilji fbúðir sínar ekki eftir
opnar eða ólæstar.
Á þriðjud. komu 2 slík atvik
fyrir hér í borg. I öðru þeirra
munaði minnstu að þjófurinn
kæmist undan með 20 þús. kr.
verðmæti, en það sást til hans
í tæka tíð og þá fleygði hann
býfinu frá sér en komst sjálf-
ur undan á flótta.
— Þetta atvik skeði vestur
á Holtsgötu f hádeginu. —
Kona, sem býr þar á 4. hæð
hússins var ein heima í ólæstri
íbúð. Sjálf var hún í stofu sinni
en hafði skilið veski með banka
bók og peningum eftir f eldhús-
inu. Heyrir hún þá fótatak og
er hún hyggur betur að sér hún
ókunnan mann, sem þá hafði
brifið veski hennar í eldhúsinu
og er á leið út. Konan varð að-
eins of sein til að komast í veg
fyrir manninn, en veitti honum
eftirför niður stigann. Renndi
hún sér niður handriðið til að
draga þjófinn uppi á flóttanum,
en hann varð þá hræddur og
fleygði veskinu frá sér. Hélt kon
an sínu en þjófurinn komst und-
an. Hefur hún gefið lögreglunni
greinargóða lýsingu á mannin-
um og er nú verið að leita hans.
Sejnnihluta sama dags hafði
þjófur — e. t. v. sá sami —
lagt leið sína upp á 4. hæð húss-
ins nr. 16 við Klapparstíg. —
Komst þar inn f ólæsta fbúð
og hafði á brott með sér ryk-
sugu af Electrolux-gerð með öllu
tilheyrandi. Enn fremur raf-
magnsrakvél.
Lögreglan óskar eftir upplýs-
ingum um þennan stuld ef ein-
hver getur gefið.
Tap Skipaútgerðarinncr á-
ætlaB 15 áríð 1964
Halli á rekstri Skipaútgerðar rfk-
isins fer vaxandi eins og áður,
þrátt fyrir margvfslegar tilraunir
til að lagfæra rekstur útgerðarinn-
ar. Samkvæmt fjárlögum þessa árs
er gert ráð fyrir að hallinn á rekstri
Skipaútgerðarinnar verði 10 millj.
króna, en á fjárlögum fyrir næsta
ár er reiknað með að hann hækki
upp f 15 milljónir eða um 5 milljón
ir á þessu eina ári, sem er meiri
tapaukning á einu ári, en nokkru
sinni fyrr.
Þetta á aðallega rætur sínar að
rekja til hinna miklu kauphækkana,
sem orðið hafa auk þess sem ýmis
annar rekstrarkostnaður hefur auk-
izt verulega.
SJÓNVARPIÐ -
Framhald af bls. 3.
ekki þær kröfur, sem
gerðar eru til slíkra sala. Á
hverjum degi eru lesnar þar upp
fréttir, auk þess er nokkuð mik-
ið um það, að íslenzkar hljóm-
sveitir leiki þar. Fyrir innai
sitja magnaraverðimir og fylgj-
ast með öllu, sem fram fer,
bæði með myndum og tali. Sjón
varpið hefur á að skipa full-
komnu og vel skipulögðu
myndasafni. Spólunum er kom-
ið fyrir í sérstökum skápum og
er myndunum raðað niður eftir
því, hvenæ-r þær verða sýndar.
Ein-nig er þar að finna töluvert
safn smámynda, sem notaðar
eru til þess að fylla upp með.
Ef grunur leikur á, að einhver
mynd sé vafasöm til sýningar,
er hún skoðuð áður, og ef þurfa
þykir, er umrætt atriði klippt
úr. — Bandaríski herinn rekur
nokkrar sjónvarpsstöðvar svip-
aðar þeirri í Keflavík. Sá hátt-
ur hefur verið hafður á að Kefla
víkursjónvarpið hefur fengið
myndir sendar, þegar þær hafa
verið búnar að ganga á milli
fyrmefndra stöðva, en nú verð-
ur sá háttur hafður á, að mynd
irnar koma fyrst til Keflavíkur,
og við sjáum það á spólum þeim
sem sýna á næstu vikumar, að
flestar þeirra eru nýlegar, marg-
ar aðeins 3 mánaða gamlar.
Fyrir nokkru kom það t. d. fyr-
ir, að Keflavíkursjónvarpið fékk
mynd, sem aðeins var 41. stund
ar gömul.
Við sjónvarps- og útvarps-
stöðina í Keflavík og blaðið
„White Falcon“ eru um 2,f
manns.
Er stöðin hóf starfsemi sín?
6. marz 1955, var hún 25 bús.
vött, en eins og kunnugt er,
var stöðin stækkuð allmikið fyr
ir nokkru og er styrkleiki henn-
ar nú um 250 þús. vött. Jafn-
framt þ’. Lefur sjónvarpsdags-
skráin farið batnandi ár frá ári,
og eru stjórnendur sjónvarps-
ins ákveðnir í þvi að halda á-
fram á sömu braut. Um leið og
við kvöddum Lieutenant Brou
sagði hún:
„Ég vil taka það fram, að
sjónvarpið hér er ekkert her-
mannasjónvarp, heldur venju-
legt sjónvarp, sem sniðið er við
hæfi almennings'.
Þegar við yfirgáfum stöðina,
var verið að senda sjónvarps-
dagskrána til Upplýsingaþjón-
ustunnar í Reykjavík. Fyrir
rúmum tveimur árum voru send
200 eintök. Nú voru það 800
eintök, sem borin voru út í bif-
reiðina og talan fer ört hækk-
andi með hverri vikunni.