Vísir - 01.11.1963, Síða 5
Vl SJ R . Föstudagur 1. nóvember 1963.
5
StöBvm verðlags og kaupgjalds
ar er lögð fjárupphæð, sem er
reiknuð sem hundraðshluti af kostn
aðarverði verðmætis, sem fyrirtæki
kaupir til endursölu. Fyrirmæli 2.
málsgr. eiga við allar aðrar vörur
og aðra þjónustu en um ræðir í
1. málsgr.
Yfirvöld þau, er mega leyfa ó-
hjákvæmilegar verðhækkanir sam-
kvæmt 2. málsgr., eru hin sömu
og nú fara með verðlagsákvarðan-
ir, hvert á sínu sviði, þ. e.. verðlags
nefnd, samkvæmt lögum nr. 54/
1960, sem manna nefnd, er ákveð-
ur verð landbúnaðarvara sam-
kvæmt II. kafla laga nr. 59/1960,
um framleiðsluráð Iandbúnaðarins
o. fl., og lyfjaverðlagsnefnd, er á-
kveður verð á lyfjum til neytenda
samkvæmt VII. kafla lyfsölulaga,
nr. 30/1963. Loks eru einstaka
verðlagsákvarðanir lögum sam-
kvæmt í höndum viðkomandi ráðu-
neytis.
Um 5. gr.
Vegna starfssviða og starfshátta
félagsdóms liggur beinast við, að
hann skeri úr ágreiningsatriðum
varðandi túlkun á fyrirmælum 1.—
3. gr., og er svo ákveðið í 5. gr.
Um 6. og 7. gr.
Þarfnast ekki skýringa.
Framh. af bls. 16.
frumvarp til -þessara laga vár lágt
fram á ÁÍþingi. Tekur þetta til
kaupgreiðsluákvæða kjarasamninga
stéttarfélaga og til auglýstra taxta
þeirra, til ákvæða í Iaimareglugerð’
um og launasamþykktum allra
stofnana og fyrirtækja, og til á-
kvæða í ráðningarsamningum milli
einstakra vinnuveitenda og ein-
staklinga. Þessi fyrirmæli taka enn
fremur til launaákvæða samkvæmt
I, —IV. kafla 1 lögum nr. 55/1962,
um kjarasamninga opinberra starfs
manna, og samkvæmt I,—IV. kafla
i reglugerð nr. 159/1962, um
kjarasamnmga starfsmanna sveitar
félaga.
Fyrirmæli 1. málsgr. þessarar
gr. taka til kauptryggingar báta-
sjómanna svo og til hlutaskipta
og hvers konar annarrar launa-
greiðslu, sem ákveðin er sem
hundraðshluti af afurðaverði, veltu
eða öðru verðmæti.
Það telst launahækkun sam-
kvæmt 1. málsgr. þessarar gr., ef
stéttarfélög ákveða breytingu á
vinnutíma, sem felur í sér hækkun
eða leiðir til hækkunar á launa-
kostnaði, og er óheimilt að á-
kveða slíkt á tímabilinu frá þvl að
frumvarp til þessara laga er lagt
fyrir Alþingi og til 31. desember
1963.
Fyrirmæli 1. málsgr. þessarar gr.
taka til hvers konar aukagreiðslu
til launþega, sem er hrein launa-
viðbót, en þau taka ekki til auka-
greiðslu að því leyti sem hún fer
til greiðslu raunverulegra útgjalda,
sem fylgja starfi hlutaðeigandi
launþega.
2. gr.
Nú hefur, á tímabilinu frá því
að frumvarp til þessara laga var
lagt fyrir Alþingi og þar til þau
öðluðust gildi, verið ákveðin launa
hækkun, sem óheimilt er sam-
kvæmt 1. gr., og er þá slík ákvörð-
un ógild, og hlutaðeigandi vinnu-
veitendum er óheimilt að hllta
henni.
3. gr.
Vinnustöðvanir til að knýja fram
breytingar á launum eða breytingar
á vinnutíma og öðru, er fela í sér
launabreytingar, eru óheimilar með
an lög þessi eru í gildi. Þetta tekur
einnig til vinnustöðvana, sem
kunna að hafa byrjað á tímabilinu
frá því að frumvarp til þessara laga
var lagt fram á Alþingi og þar til
þau öðluðust gildi.
4. gr.
Óheimilt er að hækka hundraðs-
hluta álagningar á vörum í heild-
sölu og smásölu frá þvi, sem er, þá
er frumvarp til þessara laga er lagt
fyrir Alþingi .Sama gildir um álagn
ingu á hvers konar selda vinnu og
þjónustu, þar á meðal um meistara-
álag.
Frá þvi að frumvarp til þessara
laga er lagt fyrir Alþingi er óheim-
ilt að hækka verð á öllum öðrum
vörum en þeim, er um ræðir í 1.
málsgr., nema með samþykki við-
komandi yfirvalda, og mega þau
ekki leyfa meiri hækkun en svarar
sannanlegri verðhækkun efnivara
og annarra kostnaðarliða. Sama
gildir um hvers konar selda þjón-
ustu, þar á meðal um aksturstaxta
vörubifreiða, fólksbifreiða og sendi-
ferðabifreiða og um fargjöld og
flutningsgjöld skipa og flugvéla.
5. gr.
Félagsdómur sker úr ágreinings-
atriðum varðandi túlkun á fyrir-
mælum 1. —3. gr. þessara laga, og
eru úrskurðir hans fullnaðarúrskurð
ir.
6, gr.
Með brot gegn lögum þessum
skal fara að h'ætti opinberra mála,
og varða brot sektum.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og
gilda til 1. des. 1963.
Athugasemdir við lagafrumvarp
þetta.
Að undanförnu hefur skapazt
misræmi í efnahagslífinu vegna
launakapphlaups milli starfshópa
og víxlhækkana kaupgjalds og
verðlags. Ríkisstjórnin telur, að
vinna megi bug á þessum vanda-
málum með samræmdum ráðstöf-
unum í launamálum, fjármálum og
peningamálum, sem meðal annars
feli í sér kjarabætur þeim til handa,
sem verst eru settir. Mun ríkis-
stjórnin leggja fyrir Alþingi tillög-
ur um slíkar ráðstafanir eins fljótt
og aðstæður leyfa.
Nú hafa hins vegar á undanförn-
um dögum og vikum orðið þeir at-
burðir, að gerðar hafa verið kröfur
>um miklar kauphækkanir og vinnu
stöðvanir boðaðar. Ef ekki er nú
þegar gripið til aðgerða í launa-
og verðlagsmálum, er hætt við, að
ókleift reynist að treysta á ný
efnahag þjóðarinnar á grundvelli
óbreytts gengis. Því er frumvarp
þetta um launa- og verðlagsstöðv-
un lagt fram.
Lagt er til, að ákvæði frv. gildi
til 31. desember næstkomandi, og
er tilgangur þess að koma í veg
fyrir yfirvofandi hækkanir verð-
lags og tilkostnaðar. Á meðan mun
rfkisstjórn og Alþingi gefast-tóm
til að undirbúa þær aðgerðir í efna
hagsmálum, sem nauðsynlegar éru
til varanlegri lausnar vandamál-
anna. Jafnfrámt munu aðiiar að
kjaradeilum fá ráðrúm til að ræð-
ast við og átta sig á afleiðingum
þeirrar kröfugerðar, sem nú er
uppi.
Frekari grein mun gerð fyrir
efni og tilgangi frumvarpsins í
framsögu.
Hér fara á eftir skýringar við
einstakar greinar frv.:
Um 1. gr.
f þessari grein eru aðalákvæði
frv., um að ekki megi verða nein
hækkun á launum og hvers konar
öðrum greiðslum fyrir unnin störf
til 31. desember 1963. Gert er
ráð fyrir, að þessi ákvæði gildi frá
þeim degi, er frv. þetta var Iagt
fram á Alþingi. Er þetta talið ó-
hjákvæmilegt til þess að megintil-
gangi frv. verði náð. Augljóst er,
að launahækkanir, er ættu sér stað
frá framlagningardegi frv. og þar
til það yrði að lögum, mundi tor-
velda mjög og jafnvel hindra fram
gang þeirra ráðstafana, er felast í
frv.
I 2. málsgr. er kveðið svo á,
að fyrirmæli 1. málsgr. skuli m. a.
taka til hlutaskipta og hvers konar
annarrar launagreiðslu, sem ákveð-
in er sem hundraðshluti af afurða-
verði, veltu eða öðru verðmæti.
Þetta ber að skilja svo, að ekki
megi hækka hundraðshluta slíkrar
launagreiðslu frá því, sem gildir, þá
er frv. er lagt fyrir Alþingi.
Fyrirmæli 1. málsgr. hindra ekki
fyrirfram ákveðna stighækkun
launa samkvæmt kjaraákvæðum
um, að laun skuli hækka eftir
lengd þess starfstíma, sem laun-
þegi er í þjónustu vinnuveitenda.
Hér er að sjálfsögðu aðeins átt við
launaákvæði, sem í gildi eru, þá
er ákvæði frv. koma til fram-
kvæmda.
Samkvæmt eðli málsins er nauð-
synlegt að koma í veg fyrir, að
fyrirmæli 1. málsgr. séu sniðgengin
á þann hátt, að á stöðvunartímabil-
inu verði ákveðin breyting á
vinnutíma, sem felur í sér hækkun
eða leiðir til hækkunar á launa-
kostnaði. í 3. málsgr. eru fyrir-
mæli til varnar því, að slíkt eigi
sér stað.
Um 2. gr.
Hér er tekið fram, að hver sú
Iaunahækkun, sem hefur verið á-
kveðin á tímabilinu frá þvi að frv.
var lagt fram og þar til það var
lögfest, sé ógild, og að hlutaðeig-
andi vinnuveitendum sé óheimilt
að taka hana til greina.
Um 3. gr.
Það er eðlileg afleiðing stöðv-
unar þeirrar á launahækkunum, er
um ræðir í 1. málsgr. 1. gr., að
fta/tv til- p^stgj. á/amóta eigi sér
eþkj, stjgð. ^vinnugtöðvanir til að
knýja fram beinar eða óbeinar
launabreytingar, og eru fyrirmæli
þess efnis í fyrri málsgr. 3. gr.
Samkvæmt 2. málslið 3. gr.
verða, við gildistöku laganna, þær
vinnustöðvanir óheimilar, sem
kunna að hafa byrjað á tfmabilinu
frá því að frv. til þessara laga var
lagt fyrir Alþingi og þar til þau
öðluðust gildi.
Um 4. gr.
Fyrirmæli þessarar gr. stefna að
því, að á stöðvunartímabilinu verði
ekki aðrar verðhækkanir en þær,
sem óhjákvæmilega leiða af aukn-
um tilkostnaði fyrirtækja vegna
verðhækkana erlendis frá, svo og
vegna innlendra verðhækkana á
efnivörum og hvers kyns öðrum
aðkeyptum rekstrarnauðsynjum. —
Fyrirmæli 4. gr. taka til allra vara
og hvers konar þjónustu. í 1.
málsgr. er ákveðið, að ekki megi
hækka hundraðshluta álagningar á
vörum í heildsölu og smásölu og
á hvers konar seldri vinnu og þjón
ustu. Hér er átt við verzlunarvörur
og önnur verðmæti, sem verð-
ákvörðuð eru á þann hátt, að við
kostnaðarverð hverrar sölueining-
Strætó —
Framh. af bls. 16.
verkefni sem Bílasmiðj-
an hefur tekið að sér í
einu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá forstjóra
S.V.R. verða þessir vagn
ar einkum notaðir til
þess að endurnýja vagna
kost strætisvagnanna .
Byrjað var að byggja yfir
strætisvagnana 10. sept. sl. og
hefur verkinu miðað mjög vel
áfram. Lokið er við að sprauta
tvo vagna og verður sá fyrsti
sennilega afhentur kringum 20.
þessa mánaðar. Nokkrar breyt-
ingar verða gerðar á þessum
vögnum frá því sem yerið hef-
ur. Frám' og aftúr íúðUý Verða
bognar og framrúðurnar stærrj
en tíðkazt hefur. Er það m.a.
gert til að auðvelda vagnstjór-
unum útsýni. Allar rúður í
vögnunum verða úr svoköll-
uðu perlugleri. Ef rúður þessar
brotna, er lítil hætta á því að
farþegarnir skeri sig illa, því að
rúðurnar myljast niður í smá
korn. Á bökum sætanna verður
harðplast, sem mjög erfitt er
að vinna á með hníf, en sem
kunnugt er hefur mikið borið
að því að skorið hefur verið í
áklæði á setum og bökum.
Vagnarnir munu taka alls urn
80 farþega. Á svo stórum vögn-
um hefur venjan verið að hafa
3 dyr ,en nú verða aðeins dyr
á miðjum vagninum. Verða
dyrnar tvöfaldar með fjórföld-
um hurðum. Þá verður og aukið
rými í miðjum vagninum fyrir
farþega sem standa.
Samkvæmt upplýsingum frá
forstjóra SVR, Eiríki Ásgeirs-
syni, verða þessir strætisvagn-
ar notaðir til þess að endurnýja
einhvern hluta af vagnakosti
SVR og verða nokkrir strætis-
vagnar seldir með tilkomu nýja
vagnanna.
iúlovegur —
' Framh. af bls. 1.
að ýta til grjótinu með stórum
og þungum jarðýtum, en einnig
við að bera ofan £ kafla af veg-
inum.
Næsta sumar verður vega-
gerðinni haldið áfram af sama
krafti og gera menn sér vonir
um að næsta haust verði hægt
að komast fyrir Múlann á jepp-
um og öðrum bílum með drifi á
öllum hjólum.
ISiu iæra
Framh. af bls. 1.
ur staðið í rúmlega eitt ár. Hef
ur þýzka sendiráðið í Reykjavík
haft þar milligöngu og átt mest
an þátt í því að koma þessu
máli í framkvæmd.
Sex af íslepzku lærlingunufn
hefja dvöl sína í Þýzkalaitöi
með 2ja mánaða námskeiði í
þýzku ,en að því loknu fara þeir
í verksmiðjurnar. Þrfr lærling-
anna hafa stúdentspróf, og var
talið, að þeir þyrftu ekki að
fara á þýzkunámskeið, en gætu
byrjað strax á verksmiðjuvinn-
unni. Lærlingarnir dreifast f
nokkrar niðursuðuverksmiðjur i
Bremerhaven, Cuxhaven, Kiel
og Liibeck. Eiga þeir að vinna
að reykingu, marinerun, niður-
lagningu og niðursuðu á fiski
og fiskafurðum.
Það er auglióst, að þessir ís-
lenzku lærlingar öðlast hér ein-
stætt tækifæri til þess að kynn
ast vinnubrögðum Þjóðverja við
framleiðsl; alls konar góðmetis
úr fiski og fiskafurðum. En Þjðð
verjar standa sem kunnugt er
mjög framarlega bæði í reyk-
ingu, marinerun og niðursuðu á
-iski, einkum þó á síld. Er þess
að vænta. að hér sé stigið þýð-
ingarmikið spor til aukinnar
þekkingar okkar íslcndinga á
framleiðslu fiskmetis og sér-
staklega til betri hagnýtingar
íslenzku síldarinnar.
og verða lokið 1964. Hafnarfram-
kvæmdir eru einnig hafnar á Rifi.
Kostnaður viö hafnarframkvæmdir
í Rifi á þessu ári er áætlaður 15
millj. kr. Heildarkostnaður við
Rifshöfn er áætlaður 30—35 millj.
Framkvæmdir vi
eru
Samningar hafa verið gerðir við
Efra Fall um framkvæmdir við
Landshöfnina í Keflavík og mun
áformað að hefja framkvæmdir í
haust. Samlcvæmt upplýsingum, er
fram koma í framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar er áformað að
verja alls 7 millj .kr. til landshafn
arinnar í ár. En heildarkcstnaður
landshafnarinnar er áætlaður 35
millj .kr. og er gert ráð fyrir, að
framkvæmdum verði Iokið á árinu
1965.
í framkvæmdaáætlun ríkisstjórn-
arinnar er ennfremur skýrt frá því
að kostnaður við hafnarfram-
kvæmdir £ Þorlákshöfn verði 20
millj .kr. £ ár. Um siðustu áramót
nam kostnaður við Þorlákshöfn 10
millj .kr. en alls mun höfnin þar
kosta 50 millj. kr. samkv. áætlun