Vísir - 01.11.1963, Síða 8
V I S l R . Köstudagur 1. nóvember 1963.
s
COE
VISIR
Utgetandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á raánuði.
í lausasólu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 Unur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Óheillaþróunin stöðvuð
JTlestir landsmenn munu skilja nauðsyn laganna uml
stöðvun kaupgjalds og verðlags. Svo miklir voru
erfiðleikarnir þegar orðnir hjá atvinnuvegunum, svo |
mögnuð var dýrtíðin orðin að ekki var hjá því kom-
izt að grípa í taumana og stöðva óheillaþróunina. Það
var hlutverk ríkisstjórnarinnar og hún hefir ótrauð^ |
tekizt á við vandann. - í
Launþegar landsins hljóta að skilja að hækkuð í,'
laun eru engin kjarabót ef þau eru tekin aftur í óða-
dýrtíð og gengislækkun. Til þess hefði hlotið að koma,|
ef stöðvun hefði ekki nú verið framkvæmd. Því er
þeirra hag bezt borgið með stöðvunarráðstöfunum,
þegar lengra er horft. Það er kjami málsins.
En stöðvun leysir engan vanda. Hún er aðeins
bráðabirgðaúrræði. Varanlega frambúðarlausn verður
að finna og að því mun ríkisstjórnin vinna til áramóta.
Morgunblaðið 50 ára:
Lítil afmæliskveðja
Bakkus á gelgjuskeiði
Dómsmálaráðherra hefir nú gert grein fyrir æski-
legum breytingum á áfengislögunum. Eru þær miðaðar
við að draga úr hinum stórfellda drykkjuskap unglinga,
sem hér tíðkast, og flestum ofbýður.
Ákvæði frumvarpsins eru vafalaust mjög til bóta.j
Nú verður leigubílstjórum bannað að flytja ölvaða ung-
linga og leyfa þeim að neyta áfengis í bifreiðum, af-\
hending til unglinga innan 21 árs óheimil og ungling-j
um innan 18 ára óheimilt að sækja vínveitingastaði,!
nema með forráðamönnum.
Hér verða með öðrum orðum nauðsynlegar höml-
ur settar. En full ástæða er að undirstrika að með þessuj
er vandamálið hvergi nærri leyst. Hér er í rauninnii
ekki um lækningu að ræða heldur nokkurn varnargarð.i
Áfengisvandamál æskunnar verður ekki leyst með
bönnum. Það verður aðeins leyst með því að breyta
hinu siðferðilega andrúmslofti í þjóðfélaginu. Það þarf-
að verða ríkjandi skoðun, að drukkinn unglingur sé|;!
aumkunarverður sjúklingur og ólánsmaður, en þannig
er litið á hann í nágrannalöndunum. Þess vegna þarf að
breyta uppeldinu að þessu markmiði og skapa nýtt al>
menningsálit á þessa lund. Það má ekki lengur heita
fínt að sextán ára táningur kneyfi viskýsóda eða
konjakk, sem nú oft þykir.
Hér hvílir þung skylda á foreldrum, en þó ekki g
síður á skólunum. Þeir hafa hingað til verið of at-
hafnalausir á því sviði að skapa álit gegn áfenginu-
Þriðji þátturinn er ekki síður mikilsverður að
beina orku og fjöri unga fólksins í annan farveg en
lakkusargljúfrið. Skólaíþróttirnar þarf að stórefla frá
>ví sem nú er og auka skemmti- og kynnisfarir út um
fjöll og firnindi, ekki síður á vetrum en sumrum. Þann-
ig verður fyrst grafið fyrir rætur meinsins og vaxtar-
skilyrði sköpuð fyrir heilbrigða og þoskaða æsku.
W
B
MORGUN fagnar Morgun-
blaðið hálfrar aldar afmæli
sfnu.
Fimmtíu ár eru liðin síðan
þeir Vilhjálmur Finsen og Ólaf-
ur Björnsson, báðir ungir menn
og stórhuga, hófu útgáfu bess
hér í Reykjavík. Á þeim tfma,
sem sfðan er liðinn, hefir mikið
vatn til sjávar runnið. Frá því
að vera lftið blað í litlum og
framfarasnauðum bæ hefir
Morgunblaðið vaxið til þess
vegs að verða stærsta og áhrifa
ríkasta dagblað landsins. Það
hefir verið steypt f mót sinnar
samtíðar, en það hefir Ifka, og
ekki sfður, mótað sfna samtíð
öllum öðrum blöðum fremur.
Það hefir eflzt með borginni og
nú á síðari áratugum hefir það
vaxið með þjóðinni.
Þvf Morgunblaðið hefir öðlazt
þá einstæðu aðstöðu að verða
blað þjóðarinnar allrar, ekki í
þeim skilningi að allir séu alltaf
sammála Morgunblaðinu, fjarri
fer því, heldur þannig að öll
þjóðin les þetta blað samdæg-
urs, frá Rifi austur að Gerpis-
flesi. Það er mikill vegur eins
dagblaðs og mér vitanlega ó-
kunnt fyrirbrigði í öðrum lönd-
um. Og þetta er kannski enn
merkilegra vegna þess að Morg
unblaðið hefir lítið lagt sig eft-
ir lygisögum og showtelpnafrá
sögnum, sem gera blöð vinsæl,
af almúgfi annars staðar, heldur
lagt meá't upp úr þvf að vera
sannort og áreiðanlegt frétta-
blað, svo ég taki mér orð stofn-
enda þess í munn. Það er
kannski ekki auðveldasta leið-
in til þess að efla vöxt blaðfyr-
irtækis, en reynslan hefir sýnt
að sú leið var greiðfær að
hjarta þjóðarinnar.
Ný þjóð hefir vaxið upp í
þessu landi á síðasta aldarhelm
ingnum, ný tækni hefir lyft af
henni huliðshjálmi fortíðarinn-
ar, nýr tími hefir strokið svefn
aldanna af brá hennar. Á slík-
um óðfluga breytingatímum,
sem reyndar hafa verið algjörir
byltingartímar, er mikils virði
að fregnir berist skjótt og sann
ar, bæði frá erlendum viðburð-
um og innlendum tíðindum. Og
það er mikils virði að blöðin,
sem setja lit á hversdaginn, séu
frjáls vettvangur, sem örvi til
dáða og sffelldra framfare.
Þetta hlutverk tókst Morgun-
blaðið á hendur ótrautt og þvf
hefir það gegnt alla tíð síðan
með þeim árangri, sem öll þjóð
in þekkir. Framfarasaga lands-
ins verður lesin öllu skýrar af
síðum Morgunblaðsins en af öðr
um bókum. Þar er hún oft hrá
og hálfköruð, enda er það augna
blikið sem þar er numið á blað.
Hitt sjá sagnfræðingarnir um.
Tþg held þó að galdurinn að
vexti og viðgangi Morgun-
blaðsins sé ósköp einfaldur.
Hann er fyrst og fremst fólg-
inn í eðli og upplag og andlegri
sýn þeirra manna, sem blaðið
skópu í öndverðu og þeirra sem
hafa stýrt því síðan.
Mér eru enn í fersku minni
fyrstu kynni mín af blaða-
mennskunni, í gömlu Isafold,
þar sem meistari Valtýr sat við
Valtýr Stefánsson.
fornfálegt skrifborð og sagði
okkur nýgræðingunum kostu-
legar skemmtisögur, milli þess
sem hann skrifaði Reykjavíkur
bréfið og talaði við Hákon
Bjarnason um skógrækt í síma.
Þá var ekkert nýtízku blaðhús
risið, engar óðfluga hringpress
ur komnar í ganginn og allt
með þeim svip, sem minnti á
fortíðina. Allt nema blaðið
sjálft, fannst mér, og þeir sem
þá störfuðu við það. Það þóttu
mér miklir bjartsýnismenn, sem
létu sig ekki muna um það að
skrifa þrjú viðtöl á dag og þýða
framhaldssöguna þar að auki.
Líklega hefir enginn maður mót
að blað jafnt í sinni mynd sem
Valtýr, né haft jafn mikil áhrif
á uppvaxandi blaðamenn, sem
honum kynntust. Hann var mað
ur, sem átti sér eldheit baráttu-
mál, jafnt í stjórnmálum sem
utan þeirra og hann lét aldrei
deigan síga. Og þótt baráttan
kostaði hann stundum nokkur
sár, varC hann hvorki þreyttur
né móður svo nokkur merkti.
Af slíku kappi tók blaðið bragð
og víst væri það varla það sem
gjörla má sjá í dag, ef hans
hefði ekki notið við og er þá
engri rýrð kastað á ágæta sam-
verkamenn hans fyrr og síðar.
Á fjörutíu ára afmæli blaðs-
ins var mikil hátíð I húsi þeirra
Kristínar og Valtýs við Laufás-
veginn og margir komnir til áin
aðaróska. En vænst held ég að
Valtý hafi þó þótt um það, að &
þeirri stundu vissi hann að þótt
hann legði ungur búfræðings-
störfin á hilluna hafði þó komið
góð uppskera af þeim akri, sem
hann sáði í. Sá akur varð miklu
stærri en hann nokkru sinni
hugði, þegar hann söðlaði um
og settist inn á ritstjórnarskrjf-
stofuna í gömlu Isafold. Og
hann vissi þá líka að hann
skildi blaðið eftir í höndum
þeirra, sem voru sama sinnis og
hann um það hvert væri megm-
hlutverk dagblaðs.
j?g sagði áðan að fjarri færi
þvf að menn væru alltaf
sammála því sem stæði í Morg-
unblaðinu. Það er hárrétt og
þannig á það lfka að vera.
Sumum finnst það allt of f-
haldssamt, öðrum frjálslyndi
þess keyra um þverbak. Það
væri yfirtakanlegt ef öllum
þætti allt gott sem í einu blaði
stendur og þá mætti fara að ótt-
ast verulega um sálarheill þjóð-
arinnar.
Hinu má ekki gleyma að
Morgunblaðið hefir lengi verið
f fararbroddi þess flokks manna,
sem halda vill uppi frjálsri
hugsun í landinu og frjálsu þjóð
félagskerfi. Að því marki grein-
ir menn oft á um leiðirnar, en
þar mun Morgunblaðið þó hafa
betur séð en margir aðrir. 1 því
efni hefir það haft allra dag-
blaðanna mest áhrif, ekki sízt
eftir að Bjarni Benediktsson tók
við ritstjórn þess, þannig hefir
það ekki einungis skráð sögu
Iiðinna ára, heldur einnig mót-
að hana meir en kannski marg-
ur hyggur.
Og hvaða blað getur farið
fram á meira?
þetta á ekki að vera nein
eftirmælagrein né skála-
ræða, heldur stutt kveðja til
Morgunblaðsins á þessum tíma
mótum í ævi þess frá gömlum
Morgunbiaðsmanni, sem þaðan
á margar óborganlegar minning
ar. Og þar við bæti ég beztu
árnaðaróskum blaðs míns, Vís-
is, og allra þeirra blaðamanna
sem þar starfa.
Megi Morgunblaðinu vel farn
ast næsta aldarhelminginn.
Gunnar G. Schram.
Forseti situr boð drottningar
Eins og áður hefir verið til-
kynnt er ákveðið, að forseti Is-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og
frú hans fari í opinbera heimsókn
til Bretlands í boði brezku ríkis-
stjórnarinnar 18.—22. nóv. n.k.
Munu forstetahjónin fara utan
með flugvél Lofleiða, að morgni
hins 18. nóv. Verður lent á Gat-
wick-flugvelli nálægt London, en
haldið þaðan með lest til Victoriu-
járnbrautarsöðvarinnar í London.
Meðan á hinni opinberu heim-
sókn stendur mun forsetinn m.a.
sitja hádegisverðarboð drottningar
innar og kvöldverðarboð forsætis
ráðherrans og borgarstjórans í
London. Þá mun forsetinn heim-
sækja brezka þingið, British vIus-
eum og Tate Gallery. Ennfremur
mun forsetinn dvelja dagstund í
Oxford, i boði háskólarektors þa-.
Hinn 20. nóv. hafa forsetahjón-
in mótttöku í Dorchester ilotel
fyrir Islendinga búsetta í Bretlandi
og brezka Islandsvini. I fylgd með
forsetahjónunum verður utanríkis-
ráðherra Guðmundur I. Guðmunds-
son og kona hans og forsetaritari
Þorleifur Thorlacius og kona hans.
(Frétt frá skrifstofu forseta).