Vísir - 20.11.1963, Page 9
VÍSI* . Miðvikudagur 20. nóvember 1963.
Vér berum virðingu fyrir og vin-
arhug til hinnar brezku þjóðar
Ræða forseta Islands í boði
\
borgarstjóra Lundúna i gær
Háttvirti herra borgarstjóri!
Mér og konu minni er það
mikill heiður og ánægja, að sitja
boð yðar á þessum fornhelga
stað, sem fulltrúar íslenzku
þjóðarinnar. Bæði staðurinn og
gildaskálinn hafa langa og
mikla sögu að segja. Hér er
andrúmsloftið þrungið af
margra alda minningum Lund-
únaborgar, brezku þjóðarinnar,
— og raunar mannkynssögunn-
ar, eins og hún er skráð á
Vesturlöndum. Ahrifa þessa
hins elzta hluta Lundúnaborgar
hinnar miklu, The City of Lon-
don, hefur gætt um heim allan,
hvar sem peninga- og vöru-
skipti eru rekin, og átt einna
ríkastan þátt í að skapa þá festu
og öryggi, sem rikti I heila öld
fram að hinni fyrri heimsstyrj-
öld.
Mér er Ijúft að minnast þess,
hér á þessum stað, að vér ls-
lendingar höfum síðustu hálfa
öld átt hér marga góða vini,
sem hafa stutt oss I stórfelldri
uppbygging landsins og atvinnu-
veganna. Þeir hafa sýnt oss
traust, án málalenginga, og vér
höfum gert oss far um að
bregðast ekki þvi trausti. Það
hefði mátt vera fyrr, að við
kæmumst í samband við The
City of London, og þann anda
festu og framfara, sem hér
rikir.
íslendingar hafa að vlsu heim-
sótt þessa miklu borg um
aldir. Og sá var tíminn, fyrir
niu öldum, að Engil-Saxar og
Islendingar skildu hvors annars
tungu að mestu. Hálfur titill
sjálfs borgarstjórans, Lord, er
bæði engilsaxneska og íslenzka,
þó síðari hlutinn, Mayor, sé frá
Normandí. Og mér er sagt, að
austurendi þessa Gildaskála
heiti enn „Hustings", sem er
enn þann dag i dag góð og gild
íslenzka, „húsþing“, eða sú
samkoma, sem haldin er undir
þaki, en ekki berum himni. Og
sú enska finnst mér, sem Is-
lendingi að sjálfsögðu bezt og
stílfegurst, sem notar mest af
hinum fornu, stuttu og laggóðu
engilsaxnesku orðum.
Það er fleira skylt með þjóð-
um vorum en vér gerum oss
daglega grein fyrir. Vér höfum
stafrófið, og sjálft nafnið á því,
frá engilsöxum, og mörg kirkju-
leg orð, sem falla vel við vom
eigin málblæ, enda á islenzk
kristni mikið af fyrsta þroska
sinum að þakka heimsóknum
enskra trúboðsbiskupa.
En þó er það mest um vert,
hve líkt er á komið um stjórn-
skipun og stjórnarfar I löndum
vomm. Hið íslenzka Alþingi og
hið brezka Parlament em bæði
af sömu rót mnnin. Brezkur
fulltrúi lét svo um mælt á þús-
und ára Alþingishátíð íslands,
að þó hið brezka Parlament
væri móðir annarra Parlamenta-,
þá væri Alþingi Islendinga samt
amma þeirra.
Tjróunin hér á Bretlandi hefir
^ leitt til þess stjórnskipu-
lags, sem nú heitir þingræði, og
eftir þeirrí fyrirmynd höfum
vér á síðustu hundrað árum lag-
að vora þingstjóm. Frá Bret-
landi hefir svo það skipulag
borizt um heim allan til lýð-
frjálsra þjóða, og unnið þeim ó-
metanlegt gagn. Það köllum vér
nú hinn frjálsa heim. Vér höfum
hvorir tveggja varðveitt og á-
vaxtað vel forna arfleið. Glæsi-
leg fortíð gleymist seint, og á
ríkan þátt I að tryggja framtfð-
ina. Það þjóðskipulag er ótvi-
rætt bezt, þar sem þjóðkjörið
þing setur lögin, dómarar skýra
þau og heimfæra, og ríkisstjórn
og starfsmenn framkvæma lög
og dóma. Ekkert skipulag er al-
fullkomið fyrir skeikult mann-
kyn, og sú villan verst að trúa
á jarðneskan óskeikulleika i
nokkurri mynd, því þá er allt
frelsi úr sögunni.
Brezkt heimsveldi hefir einn-
ig á síðari tímum breytzt í
samveldi. Bretar hafa alið upp
og oss vel ljóst, að fámenn þjóð
er ekki örugg, nema hún búi við
gott nágrenni. Atvinnuvegir vor-
ir eru fábreyttir, og vér greiðum
með fiski og sjávarafurðum
mestan hluta þess innflutnings,
sem nauðsynlegur er nútíma
menningarþjóð.
Alþjóðaálit um fiskveiðaland-
helgi hefir breytzt á síðari ár-
Forseti
Islands,
herra
Asgeir .
Ásgeirsson.
þjóðir til sjálfstjórnar og sam-
starfs, og er það vísast eins-
dæmi í heimsveldasögu. Þessi
stefna í skiptum við aðrar þjóð-
ir, og viðurkenning á þeirra
rétti, veldur þvi, að Bretland er
góður nágranni. Svo hefir hinni
fámennu íslenzku þjóð reynzt
þrátt fyrir snurður, sem hlaupið
hafa á þráðinn, og þó furðu
sjaldan.
J^and vort liggur I miðju hafi,
en Norður-Atlantshafið er
nú nokkurs konar Miðjarðarhaf
hinna elztu og öruggustu lýð-
ræðisþjóða. Þetta er góð lega,
um, og Islendingum lífsnauðsyn
að stækka landhelgi sína. Þessi
hagsmunaárekstur leiddi til al-
varlegra átaka, sem hvorki Bret-
ar né íslendingar óskuðu eftir.
En I þorskastríðinu, sem sumir
hafa kallað svo, voru sáttfúsir
stjórnmálamenn við völd, og
skipherrar á hafinu, sem skipt-
ust meir á heilræðum úr ritn-
ingunni en skotum. Visast hefði
brezkum og íslenzkum víkingum
fyrri alda þótt það Iélegt stríð!
Viðureign þessari lauk, án
slysa, með sátt og samkomu-
lagi. Vér hittumst nú sem gaml-
ir vinir og góðir nágrannar,
meir til að muna allt betur, sem
vel hefir verið um sambúð vora.
Ef allt ætti að muna og engu
að gleyma, sem þjóðum og ætt-
um hefir borið á milli, þá væri
allri vináttu og velvild útrýmt
af jörðinni, og fjandskapurinn
einvaldur.
Bretár eru kunnir fyrir drengi
legar leikreglur og langreyndir
I öllum stjórnmálum. Pólitísk
orð á ensku máli eru oftar dreg-
in af leik og keppni, en síður
af vafasömum kennisetningum.
Mannúð og umburðarlyndi ein-
kenna brezka þjóð.
Vrér erum vissulega I tölu
” þeirra þjóða, sem hafa notið
og kunna að meta endurtekna
brezka baráttu gegn einræði og
yfirgangi. Ég gleymi aldrei þvl
ári, þegar Bretar stóðu einir I
vörninni I síðustu heimsstyrj-
öld. Þá var hvorki talið eftir fé
né fjör. Ég kom tvisvar til
Lundúna meðan á styrjöldinni
stóð. Þriðjungur allra húsa I
City var jafnaður við jörðu.
Rósemi fólksins er mér minni-
stæðust. Það kvartaði enginn,
hvorki um kulda, skort né lífs-
hættu. Það var eitthvað sér-
staklega brezkt yfir þessu yfir-
lætislausa hugrekki. Það var
t. meira í veði fyrir .örlög mann-
kýnsins en Bretland eitt saman.
Sigri bandamanna eigum vér,
eins og margir aðrir, það að
þakka, að vér erum frjáls þjóð,
og getum haldið áfram ferðinni
á þeim brautum frelsis og þing-
ræðis, sem liggja frá landnáms-
öld, og svo langt fram I tímann,
sem augað eygir. Frelsi og sjálf-
stjórn er vor sameiginlegi arfur,
og framtíðarhugsjón. Við þing-
ræði varðveitist jafnvægið bezt
milli frelsis og stjórnar. Ég dreg
enga dul á það, að vér Islend-
ingar berum mikla virðingu fyr-
ir og vinarhug til hinnar brezku
þjóðar.
Herra borgarstjóri! Ég flyt
yður beztu þakkir fyrir virðu-
legt boð á þessum fornhelga
stað, og hinni brezku þjóð vin-
arkveðju frá íslendingum.
Itölsk strengjasveit
væntanleg hingað
Itölsk strengjasveit, „I Solisti
Veneti", er væntanleg hingað til
lands nú I vikunni og mun hún
halda hljómleika I Þjóðleikhús-
inu 22. nóv., n.k. föstudag.
Stjórnandi strengjasveitarinnar
er Claudio Scimone en aðal
einleikari hennar Piero Toso.
„I Solisti Veneti“ er sveit tólf
manna, er leikið hafa saman í
fjögur ár og aflað sér mikillar
viðurkenningar I tónlistarlífi
Evrópu. Þeir koma hingað á
sjálfs sín vegum, en með nokkr-
um styrk frá ítölskum stjórnar-
völdum, þar sem þeir leggja
sérstaka áherzlu á að kynna
FeneyjatónJist fyrri alda, m. a.
tónlist eftir Vivaldi, Tar-
tini og Bonporti. Undirbúning
tónleikanna hér og fyrirgreiðslu
sveitarinnar annast Skrifstofa
skemmtikrafta. Ekki hafa verið
ákveðnir nema þessir einu tón-
Ieikar í Reykjavík.
Á síðastliðnu ári fóru „I
Solisti Veneti" I hljóanleikaferð
um meginlandið, Norðurlönd og
England og hlutu hvarvetna
prýðisdóma. Gagnrýnandi „The
Times" sagði m. a.: „I Solisti
Veneti“, strengjasveit frá Fen-
eyjum hélt fyrstu hljómleika
sína á Englandi I Victoria og
Albert Museum I gærkveldi og
reyndist með beztu sveitum er-
lendra hljóðfæraleikara, er við
höfum heyrt á síðustu áruro“.
Segir blaðið að leikur þeirra
Framh. á bls. 6.