Vísir - 29.11.1963, Síða 9

Vísir - 29.11.1963, Síða 9
V1SIR . Föstudagur 29. nóvember 1963. O *t! 1 Hverjar eru aðalor- sakir hjónaskilnaða? Hér birtist kafli úr bók Hannesar Jónssonar félagsfræð- ings, um Fjölskylduna og hjónabandið, en hún er nýlega komin út. Er hér fjallað um orsakir hjónaskilnaða og varpar höfundur fram þeirri spumingu hvort drykkju- skapur og framhjáhald séu aðalorsakir þeirra hér á landi. Hin vaxandi tala hjóna- skilnaða veldur því, að menn velta nú æ tíðar fyrir sér spumingunni um orsakir hjónaskiln- aða. Ef marka má niðurstöður danskra félagsfræðinga um or- sök hjónaskilnað þar í landi, eru tvær langalgengustu orsak- irnar: 1) ótryggð eða framhjáhald, 2) drykkjuskapur. Danski félagsfræðingurinn Kjerstine Nielsen hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að í 25% hjónaskilnaðartiifella í Dan- mörku sé vínnautnin höfuðor- sökin. Þá er að sjálfsögðu ekki reikn að með, hversu stór þáttur vínnautnin kann að vera sem orsök framhjáhalds og hvers konar ótryggðar í hjónabandinu. Hins vegar er mjög líklegt, að vínnautnin eigi stóran þátt í ótrúnaði hjóna, þar sem áfengið er í senn eitur og deyfilyf, sem talið er að verki fyrst og fremst á frumurnar í framheila manns- ins og deyfi þær, en þar er miðstöð æðstu heilastarfseminn- ar, m. a. I sambandi við vilja- kraftinn, dómgreindina og hömlurnar. Dr. Fritz Kahn hefur lýst á athyglisverðan hátt þessum á- hrifum áfengisins í bók sinni um manninn. Þar segir hann m. a.: „Hin sálrænu áhrif áfengisins eru I fyrstu örvandi. Hreyfingar og viðræður verða fjörlegri. Roði kemur í húð, blóðþrýsting- ur hækkar, hjartsláttur og and- ardráttur verða tíðari. Þessu fylgir þægileg hitatilfinning. „Rannsóknir hafa þó sýnt, að raunverulega hefur áfengið að- eins bæld áhrif á heilann, og það fyrst og fremst á hina æðri starfsemi hans: íhygli, athugun og eftirtekt sljóvgast. Menn verða ekki örir af vfni, af því að áfengið hafi bein örvandi á- hrif á taugafrumurnar, heldur af því, að það hefur bælt eða lamað ýmsa æðri starfsemi, svo að við það slaknar á margs konar hömlum, sem annars er beitt; menn hafa þá ekki lengur fulla stjórn á geðbrigðum, og dómgreindin dofnar.“ Þessi orð dr. Kahn eru mjög athyglisverð í sambandi við hugleiðingar um drykkjuskap sem orsök hjónaskilnaða og framhjáhalds, þar sem með deyfða dómgreind og siðferðis- vitund þ. e. los á hömlunum og deyfð í æðri heilastarfseminni, sem skilur okkur mest frá dýr- um, erum við 1 ástandi, sem færir okkur nær dýrinu heldur en okkur er eðlilegt að vera allsgáðum. Er þá ekki rökrétt að álykta, að í þessu deyfða á- standi sé okkur hættara við að stíga víxlspor í hjúskapar- og kynferðismálum? Sé svo, er augljóst, að drykkjuskapurinn á ekki aðeins þann þátt í hjóna- skilnaðinum, sem fræðimenn eins og Kjerstine Nielsen hafa bent á, heldur á hann líka sinn þátt í að skapa hina aðalorsök- ina, framhjáhaldið. Framhjáhald sem orsök hjónaskilnaðar. Ýtarlegasta rannsókn, sem farið hefur fram á kynlífi og hjúskaparmálefnum á síðari ár- um, er rannsókn Alfreds C. Kinseys og samstarfsmanna hans á kynhegðun karla og kvenna, en rannsóknir þessar byggjast á viðtölum við 12.000 karla og 8.000 konur. Á meðal hinna athyglisverðu niðurstaða, sem þar koma fram, er sú, að framhjáhald eigi stór- an þátt í að spilla hjónalífinu. Til dæmis svaraði um 14% fráskilinna kvenna og 18% frá- skilinna karla því, að ótrú- mennska þeirra sjálfra hefði verið aðalorsök skilnaðarins og 25% kvenna og 21% karla töldu eigið framhjáhald hafa átt nokkurn þátt í skilnaðinum. En fólk hefur hneigð til þess að réttlæta sjálft sig í eigin augum og annarra. Þess vegna báðu þeir prófessor Kinsey og félaga fráskilda karla að meta, hvern þátt ótrúmennska kon- unnar hefði átt í skilnaðinum, og sömuleiðis báðu þeir frá- skildar konur að meta, hvern þátt ótrúmennska karlmannsins hefði átt í skilnaðinum. 51% karla taldi þá, að ótrúmennska konunnar væri aðalorsök skiln- aðarins, 32% að hún væri veru- leg orsök, og 17% að ótrú- mennska konunnar ætti litla sök á skilnaðinum. Með öðrum orðum: Meira en helmingur frá- skildra karla telur framhjáhald konunnar aðalorsök skilnaðar- eða veruleg orsök skilnaðarins. Fráskildar konur svöruðu spurningunni þannig, að 27% þeirra töldu framhjáhald karl- mannsins aðalorsök skilnaðar- ins. 49% töldu framhjáhald karlmannsins eiga verulegan þátt í skilnaðinum, og 24% að það hafi átt lítinn þátt í skiln- aðinum. Með öðrum orðum: liðlega ein af hverjum fjórum fráskildum konum telur framhjá- hald aðalorsök hjónaskilnaðar ins, en þrjár af hverjum fjórum fráskildum konum telja ótrú- mennsku makans ýmist aðal- eða verulega orsök hjónaskiln- aðarins. Hér á landi hefur engin frum- rannsókn farið fram á orsökum hjónaskilnaða, en líklegt má telja, að tvær aðalorsakir hjóna- skilnaða séu — tölulega séð — líkar og t. d. í Danmörku, þ. e. framhjáhald og drykkjuskapur. Hjón, sem vilja varðveita hjónaband sitt, gera því rétt í að temja sér trygglyndi og að umgangast vín með hæfilegri íhaldssemi. Tilfinningavanþroski sem grundvallarorsök hjónaskilnaða. Enda þótt ég vilji sízt gera lítið úr framhjáhaldi og drykkju skap sem orsökum hjónaskiln- aðar, virðist mér að ástæðurn- ar, sem skráðar eru í tölulegu yfirlitunum, séu yfirleitt annars flokks fremur en fyrsta flokks ástæður, þ.e.a.s. þær eru í flest- um tilfellum ekki grundvallar- orsök hjónaskilnaðar, heldur eftir því sem ég fæ bezt séð, afsökun fyrir honum. Grund- vallarorsökin liggur í tilfinn- ingavanþroska einstaklinganna og skorti á samlögunarhæfni þeirra, en þetta geta verið hinar raunverulegu orsakir fyrir fram- hjáhaldi og drykkjuskap, sem síðan eru gefnar upp sem á- stæður fyrir hjónaskilnaði í tölu- legu yfirlitunum. Sé öðru eða báðum hjónanna ómögulegt að taka tillit til hins og þeim ó- mögulegt að laga sig hvort eftir Eftir Hannes Jónsson félagsfræðing öðru, og sé tilfinningaþroski þeirra á svo lágu stigi, að hugs- unarhátturinn „við“ komist þar ekki að, heldur bara „ég“, er mjög Iíklegt að hjónabandið verði ekki farsælt, ótrúmennska og illindi geri vart við sig, ann- að eða bæði leiðist út í framhjá- hald og e.t.v. ofnautn áfengis, og hjónabandið enda f hjóna skilnaði..... Hjónaskilnaðir: leiðinleg mistök. Hjónaskilnaðir eru tákn um mistök annað hvort við maka- valið eða samlögunina í hjóna- bandinu. Hins vegar megum við ekki Iíta svo á, að hin aukna tala hjónaskilnaða sanni, að m't séu fleiri óhamingjusöm hjóna- bönd en áður var, heldur aðeins að fleiri, sem búa í óhamingju- sömu hjónabandi, fái nú skilnað Það er enginn vafi á því, að fullkomna lífshamingju getum við fyrst og fremst höndlað í farsælu hjónabandi. Auður, metorð og völd eru lítils virði í samanburði við farsælar hjóna- ástir og alúðlegt fjölskyldulíf. Aftur á móti er erfitt fjölskyldu Iíf og ófarsælar ástir með stærri plágum lífsins. „Betri er sífelld- ur þakleki í rigningartíð en þrasgjörn kona“, segir í Gamla testamentinu. Þótt hér sé að gömlum sið bent á konuna, vit- um við nú, að þetta á ekkert síður við um manninn og gildir ekki aðeins um þras, heldur líka um alla hjúskaparsamlögun- ina. Heimilið er í sjálfu sér ekki lengur takmark hjóna- bandsins. Efnalegt sjálfstæði makanna og nútíma mannfélags- hættir gera þeim kleift að eiga sitt heimili, þótt einhleyp séu. Hið farsæla takmark hjóna- bandsins hlýtur að vera: gagn- kvæm lífshamingja, velferð og þroskandi sambúð makanna. Náist þetta meginmarkmið ekki í hjónabandinu, er illa far- ið. Valdi sambúðin mökunum hugarangri og kvöl, er verr farið. Og er persónuleikar hjón- anna samlagast ekki hvorum öðrum og ástin drukknar í sl- endurteknum illindum, er tíma- bært að fara að hugsa um hjónaskilnað. En góður íþróttamaður gefst ekki upp, þótt illa gangi, mikill bardagamaður fórnar ekki hönd um í uppgjöf, þótt á bjáti, stælt- ur sjómaður dregur ekki inn árar I volæði, þótt gefi á og á móti blási. Og ef það er staðreynd, að í hjónabandinu getum við höndl að mestu lífshamingjuna, er þá ekki nokkru fórnandi fyrir það? Hvers vegna skyldi fólk þá hlaupast frá hálfunnu verki, ef á bjátar? Líklegt er, að langflestum hjónum, sem farin eru að verða vör við „þaklekann í rigningar- tíð“, sé hjónabandið þess virði, að þvf sé bjargað. Það er aidrei of seint. Ef makarnir leggja þá alúð, þann tíma og þá viðleitni í að endurbæta brostið hjóna- band, sem þeir yrðu að leggja í nýtt makaval og annað hjóna- band, ef til hjónaskilnaðar kæmi, eru langtum meiri líkur til þess, að gamla hjónbandið rétti við og verði hamingjusamt heldur en að nýja hjónabandið verði sérlega farsælt. En þetta kostar vilja til að rækta sjálfan sig, maka sinn, hjónaástina og tilfinningaþrosk- ann. Hjónaskilnaðir geta þó verið óumflýanlegir í þeim tilfellum, þar sem makavalið hefur leitt saman tvo ósamlögunarhæfa einstaklinga. Skurðaðgerð hlýtur Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.