Vísir - 02.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1963, Blaðsíða 1
II' - IHfH ' -vflHBI Forsetaförinni að íjúka 53. árg. — Mánudagur 2. desember 1963. — 162. tbl. Heimsókn forseta íslands til Bretlands er nú að ljúka. Á föstudaginn heimsótti hann háskólann í Leeds en á laugardag og sunnudag dvald ist hann í Skotlandi og gisti Edinborg. Hann er væntan- legur aftur heim annað kvöld. Við háskólann í Leeds heimsótti forsetinn m. a. hið íslenzka bókasafn hans, en það mun vera stærsta ís- lenzka bókasafn í Bretlandi. í því eru 16 þúsund bækur. Uppistaða þess er hið mikla bókasafn Boga Melsteð, sem háskólinn keypti 1929. í dvöl sinni í Edinborg gisti forsetinn í Caledonian hóteli. Þó hinni opinberu heimsókn forsetans til Bretlands væri lokið, var þessi heimsókn til Edinborgar með sniði opin- berrar heimsóknar. Þar sat forseti m. a. messu í dóm- kirkju Edinborgar St. Giles Cathedral og borgarstjóri og aðrir fyrirmenn Skota tóku á móti honum og héldu honum veizlu. Var þar rætt um þau margvíslegu tengsl, sem jafn an hafa verið milli fslands og Skotlands. Víðtæk leit ófram að vb. Hólmari Víðtæk leit hefur ver- ið gerð síðustu daga fyir Suðurlandi að vél- bátnum Hólmari GK 546, sem saknað var s. 1. föstudag. Á Hólmari er fimm manna áhöfn allt ungir menn, milli tvít- ugs og þrítugs, nema matsveinninn, 76 ára. Gengið hefur verið á fjörur, flugvélar hafa leitað og einnig er varð skip á þeim slóðum, sem síðast heyrðist til báts- ins. — Leitarflokkur úr Álftaveri fann í gær lest arfjalir og olíubrúsa, en ekki hefur enn fengizt staðfest að það sé úr Hólmari. Vélbátsins Hólmars GK-546 frá Sandgerði sem er um 50 tonn, var saknað sl. föstudag. Síðast heyrðist til hans kl. 9,20 á föstudagsmorguninn og var hann þá staddur um það bil 10 sjómílur austur af Alviðru- hömrum á Mýrdalssöndum á ieið til Vestmannaeyja. Bátur- inn var á togveiðum austur af Ingólfshöfða á fimmtudag, á- samt vélbátnum Guðmundi góða frá Reykjavík. Lögðu báðir bát- arnir af stað, vegna veðurs til Vestmannaeyja, en Hólmar var um hálfum öðrum tíma á eftir. Um þetta leyti voru 8 — 10 vind stig, en nokkru seinna versnaði veðrið. Það var klukkan 12,30 á föstudaginn sem skipstjórinn á Guðmundi góða kallaði Hólm- ar upp í talstöðina, en fékk ekkert svar. Snemma á laugardagsmorgun inn byrjaði Slysavamarfélagið að skipuleggja leit að bátnum og samkv. upplýsingum frá Lár- usi Þorsteinssyni, hefur einkum verið leitað á svæðinu frá Ing- Framhald ð bls. 6 Samninganefnd vinnuveitenda, Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands er á miðri myndinni og ræðir við Þórhall Ásgeirsson ráðuneytisstjóra ór sáttanefnd rikisins. Samningaviðræður halda ófram: Sérkröfur félaganna ræddar -<s> Stöðugar samningaviðræður voru um helgina milli fulltrúa verklýðsfélaganna og atvinnu- rekenda um launamál. 1 gær voru fundir með samninganefnd um starfsgreinanna til þess að ræða um sérkröfur verklýðsfé- laganna. Mun hafa orðið nokk- ur árangur í þeim viðræðum. Ekkert var hins vegar rætt í gær um hinar sameiginlegu kröfur allra félaganna svo sem kauphækkun og vinnutíma. RÆTT UM AÐ HRAÐA SAMNINGUM SEM MEST Á laugardaginn var haldinn fundur í hinni stóru samstarfs- nefnd allra verklýðsfélaganna, samninganefnd atvinnurekenda og sáttanefnd ríkisins. Fóru fram viðræður milli þessara nefnda um það hvernig bezt væri að hraða samningum sem mest og var það m. a. ákveðið þá að halda fund þann, er hald- inn var á sunnudag, til þess að ræða um sérkröfur félaganna. IÐJA RÆÐIR VERKFALL. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík hélt félagsfund í gær um samningamálin. Var þar rætt m. a. um það hvort félagið ætti að boða vinnustöðvun 10. desember til þess að það geti látið verkfall koma til fram- kvæmda 10. um leið og önnur verklýðsfélög, náist ekki samn- Framh. á bls. 6. Samninganefnd verklýðsfélaganna. Bls. 3 Helmsókn f Hrafnistu. — 8 Aldous Huxley fallinn frá. — 9 Henni héldu engin bönd. Viðtal vlð Gunnfríði Jónsdótt- ur, myndhöggvara. Hátlðahöld stúdenta 7. desember: n Upphaf nýs endurreisnarskeiis 11 sagdi dr. Broddi Jóhannesson i aðalræðu hátiðahaldanna i gær Stúdentar héldu 1. desember hátíðlegan. Guðsþjónusta var í kapellu Háskóla Islands. Sam- koma var í hátíðasal háskólans. Flutti dr. Broddi Jóhannesson, aðalræðuna: Staða einstaklings- ins í þjóðfélagi. Um kvöldið var fagnaður að Hótel Borg. Sigurður K.G. Sigurðsson, stud. theol, flutti ræðu í kapell- unni, en sr. Þorsteinn Björnsson þjónaði fyrir altari. Hófst at- höfnin kl. 10.30. Kl. 14 var hátfðasamkoma í hátíðasal Háskóla Islands. Hrafn Bragason, stud. jur. setti hátíð ina, félagar úr Musica Nova léku og dr. Broddi Jóhannesson flutti aðalræðu dagsins en stúd entar höfðu ákveðið að helga daginn stöðu einstaklingsins í nútíma þjóðfélagi, og fjallaði ræða dr. Brodda um það efni. Hann hóf mál sitt á þvi að skilgreina hugtökin einstakling- ur og þjóðfélag. Hann taldi hug takið „einstaklingur" vera mjög óljóst. I vísindum væri tilhneig ing til að nota um einstakling- Framh. á bls. 6. t »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.