Vísir - 02.12.1963, Page 9
V í S IR . Mánudagur 2. desember 1963.
f
Samtal við Gunnfríði Jóns-
dóttur myndhöggvara
Hún situr á gamalli tröppu
í vinnustofunni, sérkennileg
kona með dökkt, slétt hár,
skipt í miðju, brún augu, sem
leiftra, þegar hún talar,
sterkt andlit, dimma rödd. í
baksýn eru tvær háar, hvítar
styttur: landnámskonan og
klerkur á bæn. Hún er mælsk
og hefur mikið að segja, hver
sagan rekur aðra án tillits til
samhengis eða tímaröðunar.
Hún heitir Gunnfríður Jóns-
dóttir og er ein hinna fáu
íslenzku kvenna, sem lagt
hafa fyrir sig höggmyndalist.
„Ég byrjaði ekki fyrr en ég
var komin á fimmtugsaldur, en
þá héldu mér engin bönd leng-
ur“, segir hún með áherzlu og
styður krepptum hnefanum á
borðið fyrir framan sig. „f 20
ár var ég eina konan hérna á
fslandi, sem vann að högg-
myndalist, og marga hnútuna
fékk ég út af því — fólk hefur
oft hneykslazt á mér um dag-
ana, en það er ég ekkert hrædd
við. ,Ég held, að hún þurfi ekki
að vera að þessu; það eru nógu
margir karlmenn til að gera
það‘, sögðu margir og fannst
ég hálfvitlaus. En ég hélt mínu
striki, þó að ég fengi skammir
fyrir. ,Gunnfrfður getur þetta,
og Gunnfríður getur hitt‘, sagði
fólk. ,Það er ekki fyrir fjandann
„í hvaða löndum varstu?“
„Fyrst tvö ár í Kaupmanna-
höfn, svo skrapp ég eitt sumar
til Þýzkalands, fimm ár var ég
I Stokkhólmi og þrjú I París.
Ég komst líka suður til Grikk-^
lands og Ítalíu, og alls staðar
skoðaði ég söfn og kirkjur. Það
skildi enginn, að saumakona
eins og ég hefði áhuga á slíku,
en ég talaði ekkert um, að auð-
vitað þráði ég að læra, þótt ég
hefði engin efni á því. Ég var
svo viðkvæm, að ég þoldi ekki
að hugsa mikið um það. Ég
fékk aldrei grænan eyri I náms-
styrk — ríkissjóður er ekki á
hausnum af því að hann hafi
kostað mig. En ég var alltaf
ákveðin að fara til útlanda. ,Nú
fer ég og verð úti 10 ár og kem
einu sinni heim á þeim tíma',
sagði ég, áður en ég fór. Og
það rættist“.
„Nú, þú hefur þá spásagnar-
gáfu Iika?“
„Já, og á ekki langt að
sækja það. Afi minn var Einar
fræðimaður á Bólu, og þeir köll-
uðu hann galdramann og fræði-
mann, já, allt kölluðu þeir hann
afa minn“.
ÓÍSLENZKT ÚTLIT
„Þú ert úr Skagafirðinum?"
„Já, komin af Skagfirðingum
langt aftur I ættir, miklum hag-
leiksmönnum, en það var ég
búin að segja þér. Ég hef alltaf
Gunnfríður með tvær af stærstu styttum sínum, Landnámskonuna og Klerk á bæn.
(Myndirnar tók Ijósm. Vísis, B. G.)
hann svo. ,Ónei, þetta er nú
frá henni mömmu minni', svar-
aði ég, því að hún var alveg
eins. Það héldu margir, að ég
Reykjavíkur?"
„1915, og eftir það fór ég
aldrei heim nema I kaupavinnu
á sumrin. Alltaf varð maður að
og var alltaf vitlaus í arkítektúr
og stúderaði kirkjur bæði hér
og annars staðar. Sjáðu bara
hann Guðmund góða — ég kalla
Henni héldn engin bönd
sjálfan að koma henni á kné‘,
sagði einn kunningi minn, sem
þekkti mig vel. Ónei, um að
. gera að vera aldrei hræddur og
gefast aldrei upp“.
Og hún hlær hressilega, eins
og hún sé tilbúin að storka öll-
um heiminum.
AF HAGLÉIKSMÖNNUM
KOMIN
„Maður er nú búinn að gera
æði margt um dagana, elskan
mln“, heldur hún áfram, „enda
er ég komin af miklum hag-
leiksmönnum, sem gerðu alla
hluti jafnvel. Fólk skilur ekki,
að hægt sé að gera allt jafnvel,
en þeir, sem á annað borð eru
hagir, eru hagir á allt. Hefði
ég ekki kunnað handverk,
myndi ég aldrei hafa komizt
langt. Ég vann fyrir mér með
saumaskap og gat þannig verið
10 ár I útlöndum, ferðazt um
Evrópu, skoðað listasöfn og
menntað mig sjálf. Ég saumaði
fyrir gott fólk I Stokkhólmi,
greifa og hvaðeina. Þar leið mér
vel“.
„Gaztu stundað listnám með
saumaskapnum?“
„Onei, ekki beinlínis, ég var
hindruð á allan hátt. Það þótti
sjálfsagt, að konur væru ekki
að fást við svona hluti, en eng-
inn getur meinað manni að hafa
opin augun og stúdera þannig.
Ég þurfti að kynnast listasöfn-
unum til að gera mér grein fyr-
ir, hvað var sönn list og hvað
ekki. Ég sá mikið, já, ég er nú
hrædd um það“.
verið svona dökk yfirlitum,
enda sagði Einar Benediktsson
skáld, þegar hann sá mig I
fyrsta sinn: ,Sú er ekki rétt-
feðruð', en auðvitað var hann
að gera að gamni sínu. .Einhver
hefur komið sunnan að‘, sagði
væri útlendingur, og þegar ég
var erlendis, átti ég að vera
ítölsk eða frönsk, og meira að
segja var nefnt héraðið á Italíu,
sem ég átti að vera frá. Engum
datt I hug, að ég væri íslenzk".
„Hvenær komstu fyrst til
vinna; það var engin hvíld I
sveitinni, a. m. k. ekki á þeim
árum. Ég fór I Kvennaskólann á
Blönduósi, þegar ég var ekki
fullra tuttugu ára, og skóla-
gjaldið fékk ég lánað. Eftir vet-
urinn tók ég próf úr fyrsta
bekk; svo var það búið, því að
skólinn brann árið eftir. Árið
áður lá ég heilan vetur I tauga-
veiki og lungnabólgu, sem ég
fékk upp úr henni. Ég var allt-
af meira eða minna veik frá
því á fyrsta árinu og fram til
tuttugu og tveggja. Síðan fór ég
til Akureyrar og loks Reykja-
víkur og vann fyrir mér með
saumaskap. Ég lærði að sauma
herraföt líka og allt I höndun-
um. Það kom sér vel fyrir mig
að kunna að sauma, bæði þá
og síðar“.
ÓGLEYMANLEGUR
DAGUR
„En hvenær byrjaðirðu að
fást við höggmyndalistina?“
„Það skal ég segja þér —
laugardaginn 18. ágúst 1931 kl.
1.30 e. h. Ég gleymi aldrei þeim
degi. En það var eklji fyrr en
1940, sem ég byrjaði fyrir al-
vöru og gerði þá litla skissu
af ,Landsýn‘, styttunni, sem
stendur I Selvogi rétt hjá
Strandarkirkju. Sumum fánnst
asnalegt af mér að velja mér
svor.a trúarlegt efni, en ég held
bara, að ég hafi verið fædd
kaþólsk, þó að ég sé ekki I þeim
söfnuði. Ég þaullas Hallgrím
Pétursson, þegar ég var barn,
styttuna .Klerkur á bæn‘, en
hún er af Guðmundi góða, sem
ég hef dáð alla mína ævi. Hún
ætti að vera á Hólum, og ég
vona, að hún verði einhvern
tíma sett upp þar“.
„Hvað var fyrsta myndin
þín?“
„Drengshöfuðið, sem þú sérð
hérna. Þegar ég kom aftur heim
frá útlöndum, fór að sækja að
mér þunglyndi, þvl að ég sá,
að ég hafði látið tækifærin
sleppa mér úr greipum alltof
lengi og notað lífið vitlaust, og
þá ákvað ég að byrja heldur
strax en að bíða eftir, að ég
væri búin að hálfdrepa mig, og
um Ieið og ég var byrjuð, fór
mér að líða betur. Síðan hef
ég unnið við þetta, eftir því sem
kraftar leyfðu, og hefði heilsan
verið nógu góð, væru stytturn-
ar orðnar fleiri. Það vita fáir
af mér, þvl að ég hef haldið mig
til baka — ég get ekki verið
að bramboltast við að auglýsa
mig úti um allar jarðir. En
stundum hef ég fengið viður-
kenningu, sem hefur glatt mig
og örvað. Þegar norski mynd-
höggvarinn Grimeland sá mynd,
sem ég gerði af móður minni
og sýnd var á Norðurlandasýn-
ingunni 1 Stokkhólmi 1947,
sagði hann: ,Geri þeir eins á
íslandi, þá fer vel‘. Og finnski
myndhöggvarinn frægi, Aalton-
en, sagði um ,Á heimleið1, sem
líkg var sýnd þar, að hún væri
önnur bezta myndin á sýning-
unni. ,Hún hefur klára og stóra
Framh á bls u
Gunnfríður með sjálfsmynd.