Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 9. desember 1963, 5 Handknattleiksúrslitin: Fram og Ármann Ármann varð Reykjavíkurmeist- ari í meistaraflokki kvenna, van Val 13:10 I hörkuleik um helgina, en Fram var þegar búin að sigra í mfl. karla og auðveldur sigur yfir iR skipti ekki máli, en jók aðeins á stigaforskotið. Önnur úrslit f sfðustu leikjum f Reykjavfkurmótinu f handknatt- leik voru sigur KR yfir Þrótti f mfl. karla með 14:13 og í sama flokki vann Ármann Val í hörku- leik með 11:10. Lokahóf var haldið á eftir í Sig- túni og þaðan eru myndirnar sem fyigja. I Ármannsstúlkumar sem sigruðu 1 Reykj avíkurmótinu. Sigurvegarar með verðlaun. Diana fyrirliði 2. fl. Ármanns til vinstri, Sigríður Sigurðardóttir til hægrl, en hún var fyrirliði Vals í 1. fl. vill nefndin ítreka það, sem áður hefur verið marg yfirlýst við ríkisstjóm og atvinnurekendur, að launahlutfall milli verka- manna og tíma -og vikukaups- iðnaðarmanna verður ekki breytt núna með samþykki verkalýðshreyfingarinnar." í þessari ályktun voru upp- mælingamenn undanskildir og gefið í skyn, að samstarfsnefnd- in gæti fallizt á, að ákvæðis- vinnumenn fengju minni hækk- un en aðrir. Þessu mótm. múr- arar og pípulagningarmenn harð lega. Þegar ályktun samstarfs- nefndar verkalýðsfélaganna var Iögð fyrir allar saminganefndir allra verkalýðsfélaganna neituðu fulltrúar múrara og pípulagningarmanna að sam- þykkja ályktunina nema henni yrði breytt. Lét Hannibal þá vísa henni aftur til samstarfs- nefndarinnar en engin breyting var gerð á ályktuninni og sögðu fulltrúar múrara og pípulagning armanna sig þá úr samstarfs- nefndinni. Laxness — Framh. af bls. 1. sveit og borg. Gaman að sjá þeirra félags — eða samyrkju- búskap, sem mér skilst að gangi mjög vel, að sjá hvernig þeir rækja eyðimörkina. Vatn er þjóð nýtt í ísrael, ríkið leggur vatns leiðslurnar. í eyðimörkinni rækta eyðimörk. Vatn er þjóð einnig fundið ýms jarðefni' í eyðimörkinni, t.d. jarðgas og kaolin, og nú reisa þeir borgir í eyðimörkinni til að vinna þessi efni, þar sést ekki stingandi strá, sólbreiskja mikil. RÉTTLÍNUKOMMÚNISTI. Skáldið var ekkert nema alúð- in, rabbaði áhyggjulaust um Gyðingana og riki þeirra, en brá til meiri ákafa og hita þegar umræðurnar snerust að löndum hans og meðferð þeirra á sið- ustu bókinni, Skáldatíma. Vikið var að ritdómi Gunnars Bene- diktssonar í Þjóðviljanum, tali hans um Stalin og heilaþvotti á skáldinu. — Ég skil sjónarmið Gunnars Benediktssonar mjög vel. Hann er réttlínukommúnisti með skoð anir frá 1930, skoðanir, sem Rússar eru að reyna að losa sig við. Hann greip Þjóðviljann, sem fréttamaður hafði komið með og veifaði honum. Þessi grein er um Stalin, það stendur bók- menntir fyrir ofan, þeir setja einhverja menningarlega fyrir- sögn á þetta, sem er allt um Stalin. PÓLITÍSK SÁLSÝKI — Hvað ætlið þið blaðamenn að gera gagnvart svona hugsun arhætti, sem er orðinn landlæg- ur á íslandi. Pólitíkin er orðin einskonar fgerð I heilanum á ís- lendingum. Það er ekki vegna pess aö peir viti meira um pon- tík en aðrir, nei, aldeilis ekki, og þessi stjórnmálabarátta, sem hér er háð, ekki er hún merki- legri eða tilþrifameiri en annars s,taðar þekkist. Hér eru menn ekki skotnir inni á kaffihúsum. En það læknast ekkert í þessari kyrrstöðu. — Við erum nú einu sinni með einangraðra móti, á hjara veraldar, ef svo má segja? — Við erum stórt land, svar- aði Laxness og lagði áherzlu á orð sín með vfðri handsveiflu. — Við höfum meira vatn, meira loft, já, og eigum meira land en nokkur önnur þjóð. — íslendingar geta ekki talað við aðra menn, þeir verða eins og börn við hliðina á útlending- um. Einu umræðurnar af ein- hverju raunhæfu viti eiga sér stað hjá einstöku manni úr Bún- aðarfélaginu, já, og kannske verkfræðingafélaginu. — Þér eruð farinn að spyrja alveg eins og þessir menn sem eru haldnir hinni pólitfsku sál- sýki, það kemst ekkert annað að hér á landi. Þér voruð að segja að við ættum einhverja góða menn til að blása lífi f menning una hérna uppi á Islandi, gefið mér nöfn og adressu. Fréttamaður nefndi eitt nafn, sem hann hafði mætur á. Skáld- ið yppti öxlum, en það var ekki ljóst hvort svarið var jákvætt eða neikvætt. Frúin brosti góðiátlega, sýnd ist jafnvel vera skemmt, kannske yfir einhverju sem skáidið hafði ekki látið uppi. Gos@y — Framh. af bls. 1. hæð en nokkru sinni áður, og mældist í meir en 2ja kílómetra hæð. Þá bar það líka við á laug- ardaginn, að miklar sprengingar komu hver á eftir annarri úr gígnum og mjög skyndilega. — Er gígurinn ennþá lokað- ur? — Nei, rifið brotnaði niður á laugardaginn. Það kom skarð f það og sjór fellur að nýju inn í gfginn. — Er gosefnið nokkru þétt- ara en áður? — Ef þetta gos væri úr land- gíg, væri um fljótandi hraun að ræða. En hér er þvf ekki til að dreifa. Efnið f eynni er allt laust, megnið sandur. Þó eru allstórar bombur á vfð og dreif. Eina bombuna fékk ég hjá Frökkunum á dögunum og komst að raun um að hún inni- heldur mjög þétt basalt. — Ætlaðir þú ekki að verða á undan Frökkunum til að ganga á land í eynni? — Ég hafði ekki neinn sér- stakan áhuga á því fyrr en hægt væri að komast að vís- indalegum niðurstöðum. Til þess hefði maður þurft að kom ast alla’ leið upp á gígbarminn. — Og það er ekki gerlegt? — Nei, allt of mikil áhætta. Og jafnvel þótt það tækist, heppnin elti mann, er ekki hægt fyrir alvarlega þenkjandi menn og ábyrga að gefa slíkt for- dæmi. Hins vegar tel ég það f sjálfu sér ekki mjög hættulegt að fara f iand á eynni í góðu veðri ef lagi er sætf. Vest- mannaeyingar hefðu t. d. vel getað gert það, hefðu þeir kært sig um. Þeir hafa manna bezt aðstöðu' til að fylgjast með háttum gossins og gátu, ef þeir hefðu viljað, sætt lagi með því að bíða við eyjuna f góðu veðri og grípa tækifærið þegar gosið lá niðri. En vísindalega þýð- ingu hefur ferð þangað ekki nema maður hafi góðan tíma til að athafna sig og rannsaka það og skoða sem rannsaka þarf. M. a. þarf maður að kom- ast upp á gfgbarmana og sjá niður í gfginn. — Er eyjan alltaf að stækka? — Hún er alltaf að lengjast og er nú orðin á 2. kílómetra að lengd, eða nánar til tekið 1020 metrar. Breiddin er 700 — 800 metrar og í sfðustu hæðar- mælingu sem ég veit um mæld- ist hæðin 112 metrar. Sögðu sig úr — Framh. af bls. 1. kauphækkun til verkamanna og 4% kauphækkun til iðnaðar- manna auk verulegra skatta- hlunninda fyrir hina lægst laun uðu, kom samstarfsnefnd verka lýðsfélaganna saman og gerði ályktun um tillögurnar, þar sem þeim var mótmælt harðlega. í þessari ályktun sagði m.a. „Þá Hjartkær eiginmaður minn EIRÍKUR LEIFSSON andaðist að heimili sínu, Suðurgötu 26, aðfaranótt 8. þ.m. Alma Leifsson. Móðir okkar, BJÖRG CARLSDÓTTIR BERNDSEN frá Skagaströnd, andaðist fimmtudaginn 5. desember. — Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni kl. 1 y2 e. h. þriðjudaginn 10. des- ember. Jarðsett verður frá Skagastrandarkirkju fimmtu- daginn 12. desember kl. 2. Sigríður Ólafsdóttir, Theodór Ólafsson, Steinþór Ólafsson. EQI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.