Vísir - 09.12.1963, Blaðsíða 12
VISIR
Mánudagur 9. desember 1963
1
9 bátar með
Viðburðarík hríngferð Gullfoss
Gullfoss kom úr annarri vetrar
ferðhringferð sinni f morgun.
Yfir 100 farþegar fóru í hring-
ferðina og einnig kom stór hóp-
8 ur námsmanna heim með skip-
inu. í þessari ferð flutti skipið
• mikið magn af jóiatrjám, þar á
meðal er eitt stórt tré, sem er
gjöf frá Osló til Reykjavíkur og
verður það reist á Austurvelli,
innan skamms.
Fréttamenn frá Vfsi skruppu
um borð í Gullfoss út á ytri-
höfn f morgun og ræddu við
farþega og skipshöfn. Allir virt-
ust farþegamir vera mjög á-
nægðir með ferðina, enda var
sérstaklega gott veður og fáir
sjóveikir. Þessi önnur vetrar-
hringferð Gullfoss var nokkuð
viðburðarík. Um það bil, sem
skipið lagðist að bryggju f K-
höfn skeði sá sorglegi atburður,
að einn farþeganna varð bráð-
kvaddur. Var hann fluttur í
sjúkrahús og fór 2 .stýrimaður
með f sjúkrabifreiðinni. Á leið
inni til sjúkrahússins skeði það
óhapp að sjúkrabifreiðin lenti í
hörkuárekstri, en svo heppilega
vildi til að stýrimaðurinn, Guðni
Ingvarsson, slapp nær ómeiddur
í Kristjánsund í Noregi urðu
fimm farþegar strandaglópar og
urðu þeir að fljúga til Skotlands
og taka skipið f Leith. Kristján
Aðalsteinsson .skipstjóri, sagði
okkur að upphaflega hefði verið
ákveðið að skipið færi frá Krist
jánsund kl. 12,30, en sfðan hefði
brottför verið frestað til kl. 15.
Farþegum var tilkynnt það og
skilti settupp við land-
ganginn. Nákvæmlega kl. 3 var
allt tilbúið og landgangurinn
tekinn. Kristján sagði að rétt
eftir að skipið hefði látið úr
höfn hefðu hann og 1. stýrimað
ur kfkt með kíki í land og eng-
an farþega séð. Eftir 4 — 5 tfma
siglingu kom f ljós að fimm far-
þega vantaði og setti skipstjór-
inn sig þá f samband við af-
greiðslumann Efmskip og bað
hann að greiða fyrir stranda-
glópunum. Kristján taldi það ó-
gerlegt að fylgjast með því,
hvaða farþegar kæmu til skips,
nema um væri að ræða nýja
farþega, enda væri það aldrei
gert. Það er svo af þessum 5
farþegum að segja, að þeir tóku
flugvél og komu um borð í
skipið í Leith.
í gærkvöldi opinberuðu trúlof
ur sfna um borð f Gullfossi Elís
Meyvantsson, bryti á Ægi og
Jóhanna Finnbogadóttir. Þau
Elís og Jóhanna kynntust fyrst
í ferðinni og smfðaði 1. vélstjóri
hringana.
Hjúkrunarkonur safnajóla-
gjöfum tilbarna í Grænlandi
Á Síðasta fundi Hjúkrunarfélags
Islands var kosin nefnd til þess að
annast jóiagjafasöfnun til Græn-
Ienzkra bama. Söfnunin fer fram
f samvinnu við Hjálpræðisherinn
og verður tekið á móti gjöfum í
Herkastalanum. Flugfélag Islands
hefur tekið að sér að flytja gjaf-
irnar til Grænlands, en síðasta
flugferð verður 18. desember og
verða því gjafirnar að hafa borizt
fyrir þann tíma.
Undanfarin ár hafa danskir skát-
ar safnað jólagjöfum handa græn-
Ienzkum börnum, og á síðasta
fundi Hjúkrunarfélags íslands kom
fram sú hugmynd að ungar hjúkr-
unarkonur tækju að sér svipaða
söfnun. Einnig hafa Aðventistar
sent til Grænlands 170 kg. af barna
fatnaði, en Aðventistar reka heilsu
hæli í Godthaab á Vestur-Græn-
landi og þaðan bárust fyrir nokkru
tilmæli um að söfnuðurinn á ís-
landi sendi börnunum fatnað. Söfn
unin gekk mjög vel og fór einn
Faxinn með 170 kg. af bamafatnaði
til Grænlands í morgun. Mest voru
það úlpur, lopapeysur, ullarvettling
ar og nærföt sem send voru.
Hjálpræðisherinn hefur tekið að
sér að taka á móti gjöfum fyrir
hjúkrunarkonurnar og ætti fólk
sem áhuga hefur á því að gefa ein-
hverja smáhluti að fara með þá í
Herkastalann. Síðan ætla hjúkr-
unarkonumar að pakka gjöfunum
inn, áður en þær verða sendar til
Grænlands.
Fréttamenn Vísis skruppu niður
í Herkastala í dag og hittu þar að
máli Óskar Jónsson. Sagði hann
að gjafirnar væru þegar farnar að
berast og sýndi hann fréttamönn-
unum fullan kassa af leikföngum,
sem safnazt hafa, en að sjálf-
sögðu kemur margt fleira til greina
eins og t.d. föt.
Flugfélag íslands hefur tekið
að sér að flytja gjafirnar til Græn-
Iands og verður síðasta flugferðin
til Grænlands fyrir jól 18. desem-
ber.
Flokksstjórnarfundur kommúnista:
A ðgerðum frestuð
til fíokksþings
Óskar Jónsson, ásamt einni herkonunni með nokkur af þeim leikföng-
um, sem safnað hefur verið handa grænlenzkum börnum.
Ljósm. Vísis B. G.
5 þús. tunnur
Nokkrir bátar fengu síld í gær-
kvöldi og nótt, samtals 5000 tn.
og var mestur afli á bát 1200 tunn
ur. Síldin veiddist djúpt út af Jökli,
um 45 sjómílur, dálftið sunnar en
áður. Sildin er ágæt.
Aflinn var sem hér segir: Hafrún
350, Oddgeir 400, Kristján Valgeir
1000, Sólrún 350, Sigurpáll 900,
Sólfari 40, Hilmir II 1200, Eldey
100 og Ásbjörn 160.
Fimsn ára áætlun um
leikvelli í Reykjavík
Flokksstjórnarfundi Sósíalista-
flokksins lauk í nótt. Munu ekki
hafa verið teknar á fundinum nein
ar endanlegar ákvarðanir í skipu-
lagsmálum flokksins, en nefnd var
kosin, sem skila á áliti á næsta
flokksþingi.
Eins og Vísir hefur áður skýrt
frá var búizt við hörðum átökum
á fundinum um framtíð Sósíalista-
flokksins, þar eð nokkrir af for-
ingjum flokksins vilja breyta Al-
þýðubandalaginu f flokk og Ieggja
Sósfalistaflokkinn niður. Talið var
þó um það leyti sem fundurinn
hófst, að málinu yrði frestað vegna
hinna miklu átaka er nú ættu sér
stað í kaupgjaldsmálum. Þær fregn
ir, er Vfsir hafði af fundinum I
morgun benda til þess, að sú hafi
orðið niðurstaða fundarins.
Úrslit í sund-
knuttleik
Vísir átti í morgun tal við Jónas
B. Jónsson, fræðslustjóra, sem er
formaður barnaheimila- og Ieik-
vallanefndar Reykjavíkurborgar, og
skýrði hann frá því að nú hefðu
verið lagðar fram tillögur frá nefnd
inni, sem gera ráð fyrir að unnið
verði að leikvallagerð fyrir allt að
tvær milljónir króna árlega næstu
5 árin.
tillögur um framkvæmdir á næstu
5 árum og sent til borgarráðs sem
sitt álit, og lagt ákveðið til að borg
arráð fari eftir þeim. Samkvæmt
þessum tillögum er gert ráð fyrir
að gerður verði einn smábarna-
gæzluvöllur á hverju ári, og önnur
leiksvæði eins og tillögurnar bera
með sér og fé hrekkur til hverju
sinni.
Auk þess hefir bamaheimila- og
leikvallanefnd sent frá sér tillögur
um þarfir nýrra hverfa fyrir leik-
velli og leiksvæði, það er að segja
hverfa sem ekki eru farin að byggj
ast en verið er að skipuleggja, og
mun vera tekið tillit til þeirra til-
Iagna við skipulagningu þeirra.
Auglýsendur
athugið
Tekið á móti auglýsingum til kl.
6 í dag fyrir blaðið á morgun.
1 kvöld fer fram úrslitaleikur i
haustmótinu f sundknattleik i
Sundhöll Reykjavikur milli KR og
Ármanns. Að auki verður keppt
i þrem sundgreinum, Hrafnhlidur
Guðmundsdóttir gerir mettilraun i
100 metra bringusundi, og keppt
verður í 100 m. bringusundi karla
og 50 m. flugsundi drengja.
Unnið hefur verið í fræðsluskrif
stofunni að athugun á þeim svæð
um fyrir vestan Elliðaár, sem hægt
er að nota sem leikvelli eða leik-
svæði, samin skýrsla um þá athug-
un og lögð fyrir barnaheimila- og
leikvallanefnd. Upp úr þessari
skýrslu hefir nefndin síðan unnið
DAGAR
TIL
JÓLA
Alþjóðlegt skúkmót / Reykþvík
Vísir hefur nú fengið það
staðfest, að aiþjóðlegt skákmót
verður haldið hér i Reykjavik
um miðjan janúar. Á því munu
mæta fimm erlendir og frægir
skákmeistarar, en 9 íslendingar
munu taka þátt f þvi.
Mótið á að hefjast 12. janúar.
Það er Skáksamband tslands og
Taflféiag Reykjavikur, sem
gengst fyrir keppninni. Fyrstu
verðlaun eru ákveðin 400 doll-
arar.
Boð hafa verið send til eftir-
greindra meistara. 7rá Rúss-
landi Tal fyrrverandi heims-
meistari og Gabrindasvili heims
meistari ’.venna. Frá Englandi
Penrose. Frá Hollandi Prinz og
frá Júgóslavfu Parma. Það verð
ur ekki vitað fyrr en seinna
hvort þeir sem boðið er geta
komið, að skáksambönd þessara
landa munu þá velja aðra til far
arinnar.
Þessir tslendingar taka þátt
i mótinu: Friðrik Ólafsson, Ingi
R. Helgason, Guðmundur Pálma
son, Arinbjörn Guðmundsson,
Freysteinn Þorbergsson, Ingvar
Ásmundsson, Jón Kristlnsson,
Magnús Sólmundarson og
Trausti "jömsson.
Á mótinu verður tækifæri fyr
ir íslenzku þátttakenduma að ná
í alþjóða meistaratitil, ef þeir
standa sig vel og sennilega einn
ig möguleiki fyrir Inga að ná 1
stórmeistaratitil.