Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 16
HÚS EYBILAGÐIST AF FLDIÁ Fimmtudagur 2. janúar 1964. wV\AA/WVWWVVVAAA^A< Jólaget-1 raunin | Lausnir i jólagetraun Vfsi þurfa að berast til ritstjórnar blaðsins fyrir 15. janúar. i| »A(VWWS«^WVWWWV Verkfalli FÍH frestað til 18. janúar Verkfalli Félags fsl. hijóðfaeraleik ara hefur verið frestað til 18. janú- ar að beiðni veitingamanna. Aðeins einn samningafundur hefur verið haldinn og náðist ekki samkomulag á honum. SELTJARNARNÍS! í GÆR Ibúðarhúsið Teigur að brenna Skömmu fyrir hádegið f gær varð mikill eldsvoði f húsinu Teigi á Seltjamarnesi. Húsið er talið ó- nýtt, ásamt öllu sem i því var. Fólk bjargaðlst nauðuglega út, enda allir f fasta svefni. Munaði litlu að ungur piltur kafnaði í reyk, en honum var bjargað meðvitund- arlausum út. Húsið Teigur er gamalt timbur- hús, einlyft með íbúðarrisi og stendur á háum steinsteyptum kjallara. Eigandi þess er roskin ekkja, Oddný Kjartansdóttir, bjó hún f húsinu ásamt syni sínum Ingimundi Steindórssyni og konu hans og 5 börnum, sem öll voru komin nokkuð á legg, þau elztu um eða yfir fermingaraldur. Á rishæðinni voru svefnherbergi, þar sem eldri bömin sváfu, og þar var gestkomandi maður, Ólafur Árnason, sem svaf f einu herberg- inu. Hitt fólkið svaf á neðri hæð- inni. Fólkið mun hafa vakað fram eft- ir nóttu svo sem gerist og gengur á nýársnótt. En klukkan langt gengin 11 vaknar Ólafur og verð- ur þess var að það er reykur í herberginu hjá honum. Hann flýtir sér þá fram á gang, sem allur er orðinn fullur af reyk. Ólafur vekur fólkið og segir að það muni vera kviknað f húsinu, enda gýs á samri stundu upp eldur sem magn- ast ört við það er hurðir voru opnaðar og gegntrekkur myndað- Framh. á bls. 5 Benzínið kostarnú 5,70 kr. Ittriim Björguðust út ánáttfötum Benzfnhækkunin kom til fram kvæmda í morgun. Kostar benzínið nú kr. 5,70 á Ifter en var áður 4,20 kr. pr. Ifter. Eins og áður hefur komið fram f frétt Vont veður, en ekki til skaða Akranesi i morgun. — Hér var hart veður, en ekki til skaða, sagði Sigurður Vigfússon fréttaritari Vísis á Akranesi, er blaðið spurði hann frétta af veðrinu f gærmorgun. — Þó hefði getað hlotizt tjón af, sagði hann, — í bátahöfninni, ef menn hefðu ekki gætt bátanna. Sigurður kvað allflesta bátana búa sig á línuveiðar, þó ekki alla, enda beitulítið. Þrír bátar hafa róið í desember og aflað sæmilega af ýsu og þorski. um hækkar benzínið fyrst og fremst vegna nýrra laga um vegamál, sem samþykkt voru á þingi fyrir skömmu en þau lög gera ráð fyrir þvf að stórauknu fjármagni verði varið til vega- gerðar. í hinum nýju lögum um vega mál var gert ráð fyrir að hækka þyrfti benzínið um allt að 1,30 kr. pr. líter vegna vegafram- kvæmda. En 20 aura hækkunin, sem á sér stað þar umfram staf ar m. a. af hækkuðum sölu- launum olfufélaganna vegna ný- afstaðinna kauphækkana og ann arrar hækkunar á rekstursgjöld um og vegna aukins söluskatts en söluskatturinn leggst á hinn nýja benzínskatt einnig. Ekki varð bess vart, að benzín væri neitt hamstrað fyrir ára- mót vegna hinnar væntanlegu hækkunar. Þrátt fyrir hækkun- ina mun benzín enn vera hið ódýrasta f Evrópu hér á landi. — Mér, tókst að bjarga bux- unum mfnum og konan tók sængina með sér út. Það var líka það eina sem okkur tókst að bjarga. Allt innbúið brann og húsið er talið ónýtt, sagði Ingimundur Steindórsson, sem bjó ásamt fjölskyldu sinni að Teigi á Seltjamarnesi, þar sem mikill eldsvoði varð á nýársdag. Fréttamenn frá Vísi hittu Ingi- mund í morgun, þegar hann var að skoða húsið eftir bmnann. Gífurlegur eldur var f húsinu og Iæsti hann sig um öll her- bergi hússins. 1 morgun var búið að bera mest af húsgögn- Framh á bls. 5. Ljósmynd þessa tók I. M. ljósmyndari Vfsis f brunarústunum f morgun af Ingimundi og tveimur af sonum hans. Aflakóngur og verkalýðs- foringi meðal orðufólks Forseti íslands sæmdi eftir- talda borgara riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu í gær: Ásgeir Guðmundsson fyrr- verandi óðalsbónda frá Æðey fyrir búnaðarstörf, Eðvarð Sig- urðsson alþingismann, formann Verkamannafélagsins Dagsbrún ar, fyrir störf í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar, Eggert Gísla- son, skipstjóra á Sigurpáli frá Gerðum, fyrir sjómennsku, Ey- þór Tómasson, forstjóra Lindu á Akureyri, fyrir iðnaðar- og fé- lagsmálastörf, frú Oddnýju A. Metúsalemsdóttir, Ytri-Hllð, Vopnafirði, fyrir garðyrkju og félagsmálastörf, frú Sesselju Sigmundsdóttur, forstöðukonu hælisins að Sólheimum í Grlms- nesi, fyrir störf í þágu vangef- ins fólks, og Þórð Guðmunds- son skipstjóra á Akraborginni fyrir sjómennsku og skipstjórn arstörf. Hinn 27. desember var Einar B. Guðmundsson hrl. formaður stjórnar Eimskipafélags Islands sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar fyrir störf I þágu við- skipta og samgöngumála. BIFREIÐ VELTUR Það slys vildi til 30. desem- ber, að stór vöruflutningabifreið frá Kaupfélagi Borgfirðinga, er var á leið suður frá Akureyri, fór út af veginum við Bægisárbrú. Náði bifreiðin ekki beygjunni á brúna og féll niður í árgilið. Slösuðust mennirnir tveir, er 1 bíln um voru og bíllinn gereyðilagðist. Fallið niður f gilið mun vera ein ir 6 metra-r. Lenti bifreiðin þvers- um í gilinu og lagðist á vinstri hlið milli stórra steina. Skömmu eftir að slysið átti sér stað, kl. 5 e.h. 30. desember kom þar að jeppi úr Þingeyjarsýslu. Voru tveir menn f honum. Tóku þeir eftir þvf, að brotn að höfðu staurar við brúna og hjól för bentu til þess að bifreið hefði farið út af. Sáu þeir síðan bifreið- ina niðri í gilinu og urðu þess fljótt varir, að mennirnir tveir er i henni voru, komusi. ekki út. Fór annar maðurinn í jeppanum að Syðri-Bægisá og hringdi þaðan á aðstoð. Kom lögreglan á Akureyri og læknir þegar á staðinn. Tókst að losa mennina úr bifreiðinni með því að nota vökvalyftur til þess að losa bílflakið í sundur. Mennimir voru talsvert slasaðir, báðir fót- brotnir og annar handleggsbrotinn. Auk þess höfðu þeir fengið slæm Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.