Vísir - 27.01.1964, Qupperneq 1
Johnson var óhræddur við
íslenzku kommúnistana
Johnson Bandaríkjaforseti hann hafi ekki verið mikið bíó sl. haust til að mótmæla
skýrir frá því í stuttri lýsingu hræddur við kommúnistana, heimsókn hans til islands. Birt-
á heimsókn sinni til íslands, að sem stilltu sér upp við Háskóia- ist þessi stutta lýsing f síðasta
hefti af hinu viðfræga banda-
ríska landfræðitímariti National
Geographic Magazinc, en þar
lýsir Johnson forseti för sinni
til Norðurlandanna. Fylgja
greininni margar mjög fallegar
ljósmyndir.
Johnson forseti segir m.a.: —
Fyrir utan samkomuhús háskól-
ans, þar sem ég flutti ræðu,
hafði hópur kommúnista safnazt
saman til að mótmæla tengslum
við NATO. Um 200 flokkslínu-
menn báru þar spjöld og mátti
lesa á þeim: „Við viljum hlut-
laust ísland“ og „Gegn erlend-
um áhrifum“. Höfðu þessir mót-
mælamenn tekið sér stöðu með-
fram leið minni, en mér fannst
engin ástæða til að forðast þá.
Mikill fjöldi fólks, sem var
greinilega mjög vinveittur mér
gekk með mér og beint gegn
um kommúnistahópinn. Það
urðu einhver slagsmál þar auð-
vitað, en ég hafði ekkert að
óttast þegar svo margir víking-
ar v.oru á mínu bandi.
Myndin er tekin austur í Þorlákshöfn snemma í gærmorgun. Hrönn hefur oltið heiian hring og bæði siglutrén eru brotin. Ljósm. H. B.
VÍSIR
Það óhapp vildi til I Þorláks-
höfn snemma á sunnudagsmorg
uninn, að Hrönn, 54 tonna bát,
rak upp f fjöru, og brotnaði
hann þar f sjón. Aðfaranótt
sunnudags hvessti skyndilega
af suðaustri með þeim afleið-
ingum, að Hrönn slitnaði upp,
þar sem hún lá úti á bólinu.
Annar bátur, Friðrik Sigurðs-
son, lá þar einnig, en það er nýr
og glæsilegur bátur. Eigendur
bátsins komust út f hann strax
um nóttina og dvöldust I honum
til morguns, er þeir sigldu bátn-
um til Grindavfkur. Engar
skemmdir urðu á mannvirkjum
af völdum veðursins.
Það var á aðfaranótt sunnu-
dags, sem hvessti skyndilega af
suðaustri, og mun veðurhæðin
hafa komizt upp í 8 vindstig.
Vélbáturinn Hrönn, sem er 54
mótið i Lldó.
— 8 Kvikmyndin um
Kristine Keeler.
— 9 Nauðsyn á nýju
Alþingishúsi.
tonn að stærð, lá úti á bólinu.
Klukkan rúmlega átta á sunnu-
dagsmorgun slitnuðu legu-
færi bátsins og rak hann upp í
fjöru við Norðurvararbryggju,
sem er milli 200 og 300 metra
vegalengd. Hrönn valt síðan
heilan hring í fjörunni, og
brotnuðu bæði siglutrén. Segja
má, að báturinn sé alveg ger-
ónýtur, eða aðeins spýtnahrúga.
Framh. á bls. 5
Birgir Þorgilsson
yfirmaður
millilandoflugs
Flugfélag Islands hefur nú á-
kveðið að ráða Birgi Þorgilsson
yfirmann millilandaflugs félags-
ins. Birgir er ganiall og traust-
ur starfsmaður félagsins, mun
hafa starfað hjá þvf í 15 ár.
Hann var f fyrstu forstöðumað-
ur skrifstofu Flugfélagsins f
Hamborg og síðan í Kaupmanna
höfn. Hann tekur nú við starfi
því er Birgir Þórhallsson gegndi
áður.
Kommúnistar töpuBu
Þróttar-kosningunum
Sigurður Sigurjónsson kjörinn formaður
Kommúnistar töpuðu Vöru-
bflstjórafélaginu Þrótti við
stjómarkjör nú um helgina. —
Hafa kom ninistar farið með
völd í félaginu sl. 4 ár og hin
megnasta óstjórn ver'ð á félag-
inu f formannstfð Einars Ög-
mundssonar. Formaður hefur nú
verið kjörinn Sigurður Sigur-
jónsson.
Úrslitin urðu þau, að A-listi
kommúnista hlaut 98 atkvæði,
en B-listi iýðræðissinna hlaut
101 atkvæði og alla menn
kjörna.
Hina nýju stjórn skipa þess r
menn: Sigurður Sigurjónsson,
formaður, Erlingur Gfslason,
varaformaður, Pétur Hannesson
ritari, Pétur Guðfinnsson gjald-
keri og Ásmundur Guðmunds-
son, meðstjórnandi. Varamenn
eru Lárus Bjarnason og Stefán
Hannesson.
Vísir náði sem snöggvast tali
af hinum nýja formanni Þrótt-
ar, S gurði Sigurjónssyni, í
morgun.
— Hafið þér verið vörubíl-
tjóri lengi?
— Já, síðastliðin 18 ár.
— Setið áður í stjórn Þrótt-
ar?
— Ég var um nokkurra ára
skeið ritari félagsins, er Frið-
leifur Friðriksson var formaður.
— Þér þekkið því vel hags-
munamál vörubílstjóra?
— Það má segja það?
— Hver verða helztu verk-
efni hinnar nýju stjórnar?
— Ja, við munum vinna að
þvf að tryggja bílstjórum sem
víðtækast vinnusvæði og sem
mest atvinnuöryggi.
— Hvernig er atvinnuástand-
ið hjá vörubílstiórum núna?
— Janúar og febrúar eru á-
vallt verstu mánuðirnir og það
er eins nú.
— Viljið þér nokkuð segja
um stjórn kommúnista á Þrótti?
— Ekki annað en það að hún
hefur einkennzt af óstjórn.
Sigurður Sigurjó'nsson
Vísir óskar hinum nýja for-
manni til hamingju með for-
mannskjörið og allra heilla f
starfi 'fyrir stéttarfélag sitt.