Vísir - 27.01.1964, Blaðsíða 16
VÍSIR
Mánudagur 27. janúar 1964
Maður týnist austur í FSóa
Umfangsmikil leit
Sá atburður gerðist á bæ
austur I Flóa í gærmorgun að
36 ára gamall maður, sem var
að mjólka Uti í fjósi með bróð-
ur sínum, gekk út, og hefir ekki
sézt síðan þrátt fyrir mikla leit.
Þegar maðurinn kom ekki aftur
var farið að grennslast eftir
honum á næstu bæjum, og þeg-
ar leitin bar engan árangur var
sporhundurinn Bangsi frá Hafn-
arfirði fenginn til aðstoðar I
gær. Hann snuðraði fyrst tölu-
vert heima fyrir, en tók stefn-
una tiltölulega fljótt á læk, sem
er skammt frá bænum og veltur
nú fram kólmórauður í vexti.
Ekki vildi hundurinn þó stað-
næmast lengi við lækinn held-
ur leitaði hér og þar, og var
fremur á honum að sjá að hann
væri f óvissu.
Þegar þessi tilraun bar eng-
an árangur var afráðið að leita
aðstoðar Hjálparsveitar skáta í
Hafnarfirði, og var hún kvödd
til leitar snemma í morgun með
tilkynningu í útvarpinu rétt fyr-
ir • dagskrárlok í gærkvöld.
Sveitin lagði af stað austur fyr-
ir fjall í morgun í 6 —8 jeppum,
en hafði ekki fundinn hinn
týnda mann er blaðið fór i
prentun.
4 SLASAST 06 MAR6IR
BÍLAR STÓRSKCMMAST
Þrír miklir árekstrar urðu í
Reykjavík um helgina, meiri eða
minni slys á fólki í þeim öllum
og sumir bflanna svo illa famir
á eftlr aS þeir mega heita ónýtir
í einum þessara árekstra er
bifreiS ekiB meS ofsahraSa upp
brekku unz hön lendir á
annarrl bifreiS og ýtir henni á
undan sér á tvær aSrar bifreiSir,
sem allar skemmdust og a. m. k.
tvær stórlega.
Á Nóatúni við gatnamót Skip-
holts urðu tvö umferðarslys um
helgina, sem bæði orsökuðust af
of hröðum og ógætilegum akstri.
Á laugardagskvöldið klukkan
rúmlega 10, ók stúlka bifreið
norður Nóatún en þegar hún var
að komast að gatnamótum Skip-
holts gekk maður af vestri gang-
stétt Nóatúns út á götuna og
þvert í veg fyrir bifreiðina. Bif-
reiðin var á mikilli ferð, mun
meiri en telja verður hæfilegt
miðað við umferð og aðstæður,
að þvf er lögreglan tjáði Vísi og
skipti það engum togum að mað-
urinn varð fyrir bifreiðinni. Við
áreksturinn virðist hann hafa
kastazt upp á vélahlifina og bor-
izt siðan með bifreiðinni unz hún
nam staðar. Þá kastaðist maður-
inn af vélarhúsinu og niður í
götuna. Hann var fluttur í slysa-
varðstofuna og síðan í Landa-
kotsspítala. Um meiðsli hans er
blaðinu ekki kunnugt. Hinn slas-
aði heitir Baldur Steingrímsson
verkfræðingur Baldur'sgötu 9.
1 gærkveldi varð harður á-
rekstur við þessi sömu gatnamót,
þ.e. Nóatúns og Skipholts,, er
skeði á 12. tímanum fyrir mið-
nætti. Þá er stórum amerískum
bíl ekið með ofsahraða suður
Nöatúnið og ætlar hann fram úr
Volkswagenbíl rétt áður en kom-
ið var að mótum Skipholts. 1
sömu andrá kemur bifreið úr
Skipholtinu inn í Nóatúnið og
við það sveigir Volkswagenbíll-
inn til hægri, en ökumaður tekur
um leið eftir ameriska bílnum
sem var að komast upp að hlið
hans og gat sloppið á síðustu
stundu. En það er af ameríska
bilnum að segja, að þegar þessi
atburður skeði verður hann að
sveigja til hægri, en þar var ó-
hægt um vik þvi þar stóðu kyrr-
stæðir bilar I röð beint fyrir
framan. Ökumaðurinn hemlaði,
en það dugði ekki til, bifreiðin
skall með feikna afli á þeirri
fremstu sem einnig var stór ame-
rískur bfll. Hann kastaðist aftur
á bak og lenti á næsta bíl og sá
Framh. á bls. 5
Myhdin er tekln skömmu eftlr að
slyslð varB. Lögregluþjónar og
slökkviliðsmenn taka manninn upp
af götunni og koma honum fyrir á
börunum. Lengst til vinstri sést á
bifreíSina sem ók á manninn.
Ljósmynd Vfsis. B.G.
Þannig lelt bíll'nn út eftir áreksturinn.
TAL ER EFSTUR
Á SKÁKMÓTINU
Biðskákir í kvöid
Skákmótið í Lídó hélt áfram um
helgina og fóru 2 umferðir fram.
Er Tal nú langefstur með 81/2 vinn
ing, en næstur er G1 goric með 7
vinninga og biðskák, en Friðrik
með 6*/2 og tvær biðskákir.
Á laugardag fór 8. umferð fram
og urðu þessi úrslit: Gaprindasvili
vann Jón Kristinssón. Tal vann
Trausta Björnsson og Freysteinn
vann Wade. Jafntefli gerðu Arin-
björn Guðmundsson og Guðmund-
ur Pálmason, Magnús Sólmundars.
og Ingvar, en skák Friðr.ks Ólafs-
sonar og Gligoric fór í bið. Tefldu
þeir Griinfeldt-vörn og fékk Frið-
rik heldur frjálsa stöðu úr byrj-
uninni, en svartur átti trausta
stöðu og árásaráætlunin nokkuð
vandfundin. Þar kom að Gligoric
náði drottningarkaupum og eftir
það var frumkvæðið hans. Virð.st
Gligoric hafa betri stöðu, en skák-
in líklpg til jafnteflis.
Johannessen og Ingi fóru með
Framh. á bls. 5
1ÝBRÆBISSINNA R
SKRUBUI IBJti
Lýðræðissinnar sigruðu glæsi-
lega við stjórnarkjörið í Iðju,
félagl verksmiðjufólks í Reykja
vík. Hlaut B-listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs 798 atkv.,
og alla stjórnarmenn kjörna. A-
listi kommúnista hlaut 282 at-
kvæði, en C-listl Framsóknar-
manna hlaut 191 atkvæð:. B-
listinn bætti við sig 1% atkv.
frá þvi í fyrra en kommúnistar
töpuðu sama magni. Kjörsókn
var nú mun minni en i fyrra. B-
listinn hiaut nú 61,5%, A-list-
inn hlaut 21,7% og C-listinn
hlaut 14,5%.
Stjóm Iðju er skipuð þessum
mönnum: Guðjón Sv. Sigurðs-
son er formaður, Ingimundur Er
lendsson, varaform., Jón Bjöms
son, ritari, Steinn I. Jóhanns-
son, gjaldkeri, Klara Georgsd.,
Guðm. Jónsson og Jóna Magn-
úsdóttir meðstjórnendur.
í Dagsbrún urðu úrslitin þau
að A-listi stjómar og trúnaðar-
mannaráðs, sem komniúnistar
stóðu að, hlaut 1295 atkv., en
B-listi iýðræðissinna hlaut 465
atkv. I fyrra hlutu kommúnist-
ar 1389 atkv., en B-listinn 630.
Mun minni kjörsókn var nú en
í fyrra.