Vísir - 27.01.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 27.01.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Mánudagur 2/. jcmuar 1964. 5 Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri lótinn Jón Sigurðsson, slökkviliðs- stjóri, andaðist á laugardagsmorg- un í Borgarspítala, en hann hafði legið mjög þungt haldinn allt frá því að hann veiktist í byrjun nóv- embermánaðar síðastliðins. Jón var fæddur 10. desember 1906, sonur Sigurðar fangavarðar Péturssonar, og konu hans Guð- ríðar Gilsdóttur. Jón varð stúdent 1928 og lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1937. Eftir það starfaði hann hjá bæjarverkfræð- ingi og var deildarverkfræðingur hjá Vatns- og hitaveitunni. Slökkvi liðsstjóri var hann skipaður árið 1945. Um nokkurra ára bil gegndi hann einnig starfi vatnsveitu- stjóra og ýmsum trúnaðarstörfum öðrum og tók virkan þátt í félags- málum. Jón var kvæntur Karenu Guðmundsdóttur, Eiríks stór- kaupmanns, og eignuðust þau tvær dætur, Elísabetu og Sigríði. Jón var mikill drengskaparmað- ur og naut almennra vinsælda. — a. Bófur — Framh. af bis. 1. Talið er, að aðeins hafi liðið 5 mín. frá því Hrönn slitnaði upp þar til báturinn hafði oltið heil- an hring í fjörunni. ,,Það er hörmuleg sjón að horfa á bát- ana velta á sjónum úti á ból- inu í afspyrnroki, vitandi það, að ekkert sé hægt að gera, ef þeir slitna upp,“ sagði frétta- ritari Vísis í Þorláksþöfn. Hrönn var keypt til Þorláks- hafnar í sumar vestan af ísa- firði, og er eigandi Karl Karls- son, skipstjóri. Nýr og glæsilegur bátur, Friðrik Sigurðsson, eign þeirra bræðra Friðriks og Guðmundar Friðrikssona, lá einnig úti á bólinu. Þeir bræður fóru strax út í bátinn um nóttina. Héldu þeir til í bátnum yfir nóttina og höfðu vélina í gangi. Um morg- uninn sigldu þeir Friðriki Sig urðssyni til Grindavíkur. Engar skemmdir urðu á húsum né hafnarmannvirkjum af völdum veðursins í Þorlákshöfn. OKAFLIAF SÍLD Áframhald er á mokafla á slld- armiðunum þegar gefur. í morgun fengu þeir fáu bátar, sem voru á miðunum, 6 bátar, ágæt köst er birta tók1, en undir morguninn lygndi eftir að bræla hafði verið alian daginn í gær og mestalla nóttina. í fyrrinótt var metveiði. Þá — aðfaranótt laugardags — voru margir bátar á miðunum í Meðallandsbugtinni og nam afli um 40 báta nærri 50,000 tunnum og var þetta þvl langbezta veiði- nóttin á allri vertíðinni og þetta var yfirleitt góð síld, og sumir bátarnir fengu nær eingöngu á- gæta og stóra síld, hæfa til flök- unar og söltunar eða um 80%. Þeir fóru með aflann til Reykja- víkur, Akraness og Suðurnesja, auk Vestmannaeyja. Orsök þess hve fáir báta.r eru á miðunum nú er sú, að margir voru ókomnir á miðin eftir langa siglingu og los- un, og sumir biðu þess að lægði. Um afla eftirtalinna báta að- faranþtt laugardags er blaðinu kunnugt: Hamravík 1500, Faxi 1800, Ásbjörn 1100, Óláfur Magn- ússon 1250, Rifsnes 140, Lómur 1350, Snæfell 1600, Helga 1800, Arnfirðingur 1500, Elliði 1650, Árni Magnússon 2000, Auðunn 1400, Vigri 1700, Ögri 1700, Húni II 1000, Grótta 1700, Engey 1700, 4 slnsasf — Framh. af bls. 16. á þeim þriðja. Allir bílarnir skemmdust, langmest þó þeir sem skullu fyrst saman, enda eru þeir báðir stórskemmdir. Stúlka sem sat í framsæti hjá ökumanni þeim, sem árekstrinum olli kastaðist fram úr sætinu og lenti með höfuðið á spegli og síðan á bílrúðuna. Hún skarst á enni og var flutt í slysavarðstof- una, þar var búið um sár hennar en að því búnu Ieyft að fara heim. Hraði bifreiðarinnar var svo ofsalegur að hemlaför hennar mældust 20 metrar þótt upp bratta brekku væri að fara, enda mun ökumaðurinn hafa viður- kennt fyrir lögreglunni að . hann hefði verið á ólöglegum hraða. Þriðji stóráreksturinn varð í morgun á 9. tímanum suður í Fossvogi. Á mótum Fossvogs- vegar og Reykjanesbrautar rák- ust tvær stórir amerískir bílar á í ofsahörðum árekstri og stór- skemmdust báðir. Annar svo að ólíklegt þykir að það svari kostn- aði að gera við hann. Ökumenn beggja bílanna slösuðust, skárust í andliti, en þó ekki alvarlega að því er talið var. Farþegi sat I framsæti annars bílsins og ein- mitt hægra megin, þar sem aðal- höggið varð. Hann slapp við meiðsli og þykir það ganga ótrú- leika næst. Áreksturinn er talinn hafa or- sakazt af því að annar ökumanna kveðst hafa fipazt í akstri. Segir hann að ljós fólksbifreið hafi komið af Fossvogsvegi inn á Reykjanesbrautina rétt í þeirri andrá sem áreksturinn varð og við það hafi hann sveigt bíl sín- um til hliðar og um of inn á veg- inn. Rannsóknarlögreglan biður ökumann þessarar ljósu bifreiðar að koma til viðtals. Krossgátuverðlaun Dregið hefur veriö n:n verðlaun I krossgátunni frá 18. ianúar. Hlýfur þau Magnús Jónsson, Skúlaskeið 6 í Hafnarfirði og má hann vitja 500 króna verðlauna í skrifstofu blaðsins. Akraborg 1600, Margrét 1700, Sigurkarfi 1600, Hrafn Svein- bjarnarson III 1600, Guðbjörg 1600, Bergur 1400, Pétur Sigurðs- son 1200, Gulltoppur 1000, Víðir II 950, Fákur 800, Huginn 400, Ársæll Sigurðsson II 800, Hafþór 700, Árni Þorkelsson 650, Ófeigur II 900, Guðm. Þórðarson 500, Marz 1100, Kópur 900, Hafrún 600, Reyn ir VE 800, Þorgeir 900, Halldór Jónsson 950. Frú Sigþrúður Guðjónsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins í Reykjavík afhendir Sigurði Sigurðssyni Iandlækni áttundu milljónina í barnaspitalasjóðinn. Barnaspítalinn mun i ar „í gær afhenti frú Sigþrúður Guðjónsdóttir mér eina milljón króna frá Kvenfélaginu Hringn- um í Reykjavík t'l barnaspítal- ans, sem verið er að koma upp í nýju Landspítalabyggingunni, og er það áttunda milljónin sem Hringskonur safna og gefa til barnaspítalans af sínum lands- kunna áhuga og dugnaði“, sagði dr. Sigurður Sigurðsson land- Iæknir í samtali við Vísi í morg un. Lét hann fylgja mikil viður- kenningarorð um starfsemi Hringsins í þágu barnaspítala- málsins. Vísir innti landlækni eftir því hvenær hinn nýi barnaspít- ali Hringsins myndi geta tekið til starfa. „Við viljum mjög gjarnan að hann geti tekið til starfa á þessu ári ,helzt upp úr miðju ári, og má hafa það eftir mér að stefnt sé að því að hann taki til starfa í ár, sagði Iand- ' læknir. Það hafa orðið slæmar tafir á þessari aðkallandi fram kvæmd vegna verkfalia á sl. ári. En við vonum samt að þetta geti orðið“. Skák Framh. af bls. 16. sína skák í bið en þeir lentu í miklu tímahraki og urðu að leika 8-10 leiki á nokkrum sekúndum og úr þeirri orrahríð kom Johannessen út með 2 peð yfir og biðskák, sem er sigurvænleg fyrir hann. í 9. umferð, sem tefld var í gær vann Wade Gaprindasvili og átti frumkvæðið allan tímann og tefldi mjög vel, Gligoric vann Ingvar, er gerði skyssu í miðtafli sínu. Jo- hannessen vann Magnús Sólm. í örstuttri skák og Tal vann Arin- björn eftir að sá síðarnefndi hafði varizt vel. Drottningarkaup á ó- hentugum tíma leiddu hins vegar til tapaðs endatafls. Hér birtist skák þeirra Tals og ArinBjarnar: Hvftt: Tal Svart: Arinbjörn Guðmundsson. Spánski leikurinn. 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be" 6. Hel - b5 7. Bb3 - <16 8. c3 - 0- 0 9. h3 — Raö 10. Bb2 - c5 11. d4 - Dc7 SötoBaBSKS. X :.3M 12. Rbd2 - cxd4 13. cxd4 - Hd8 14. Rfl - d5 15. Rxe5 — dxe4 16. Rg3 - Bd6 * 17. Bf4 - Bb7 18. Hcl - Db6. 19. Rxe4 — Rxe4 . 20. Bxe4 — Bxe4 21. Hxe4 - Db7 22. Hel - Rc4 23. Dg4 - HacS 24. Bg5 — Rxe5 25. dxeo — Hxcl 26. Hxcl - Be7 27. Bf6 - Bxf6 28. exf6 — g6 29. Df4 - Db6 30. Hc7? (Tal sagði á eftir að hann teldi, að hér hefði Hel verið betri leik- ur). 30..........h5 31. g3 - Dd6 32. HcS - Kh7 33. HxH - DxH 34. De5 - Dc8 35. De7 - Kg8 36. Ith2 - Deb? (Svartur hefur mikla jafnteflis- möguleika, ef hann fet ekki í drottningarkaup. Eru þau kaup mestu mistök). 37. Dxe6 — fxe6 38. g4 — hxg4 39. hxg4 — g5 . 40. Kg3 - Kf7 41. Kf3 - Kxf6 42. Ke4 - gefið. Guðmundur Pálmason og Frey- steinn gerðu jafntefli í gær, en skák Friðriks og Jóns Kristinsson- ar fór í bið. Friðrik á að eiga unna biðskák en ósamlitir biskupar veita Jóni vissa viðnámsmöguleika. Jón átti heldur betri stöðu gegn Frið- rik til að byrja með en í mið- tafli tókst Friðrik að snúa á Jón og fékk tvö peð yfir. Staðan, þegar skákin fór í bið var þessi. m tl Skák Inga R. og Trausta Björns sonar var frestað vegna veikinda Inga. Biðskákir verða tefldar í kvöld og skýrast línurnar þá taisvert i mótinu. •samaeaBIBi ■83

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.