Vísir - 27.01.1964, Qupperneq 9
VISIR . Mánudagur 27. janúar 1964,
*
9
•• - ■•••■«•■ o
<•> •
Verður nýtt þinghús reist hér.
Of þröngt Alþingishús
og tillögur til úrbóta
Eflaust minnast menn
nokkurra umræðna á Alþingi
fyrir fáeinum dögum, um
húsnæðisvandamál Alþingis
°g byggingu fyrirhugaðs ráð
húss við norðurenda Tjam-
arinnar. Ekki voru allir sam-
mála * í þeim umræðum, en
eitt komu ræðumenn sér sam
an um: Húsnæðismál Alþing-
is em í öngþveiti.
Þegar Alþingishúsið var tek-
ið I notkun árið 1881 voru þing-
menn 36 talsins. 1 dag eru þeir
60. Þingsaiir eru þess vegna
orðnir alit of litlir. Borðum og
stólum hefur verið raðað þétt
saman svo að þingmenn eiga
ekki beinlínis greiðan aðgang
frá sætum sínum upp í ræðu-
stólinn, a. m. k. þeir sem sitja
innarlega í röðinni. — Nefndir
þingsins eru 21 talsins, en nefnd
arherbergi aðeins fjögur. Þing-
flokkar hafa hver sitt þrönga
og ófullkomna flokksherbergi.
Herbergjanna vegna má ekki
verða fjölgun á flokkum á Al-
þingi. Bætist nýr flokkur inn í
þingið verður að finna honum
samastað I leiguhúsnæði úti í
bæ. Dæmi um þetta er þegar
Alþingi varð að leigja að-
stöðu utan þinghússins fyrir
Þjóðvarnarflokkinn á sínum
tima. Þingmenn skortfr þá að-
stöðu sem nauðsynleg er talin
í nútímalegum þinghúsum,
vinnuherbergi eða skrifstofur,
þar sem þeir geta starfað að
málum sínum og veitt umbjóð-
endum sínum eða öðrum sem
til þeirra leita móttöku. Ríkis-
stjómin hefur engan fastan
samastað í þinghúsinu. Bóka-
safn og lestrarsalur Alþingis eru
ekki umtalsverðir hlutar þing-
hússins, nema fyrir þá sök að
bókasafnið er ekki nema nafnið
eitt, liggur á víð og dreif, og
lestrarsalurinn gegnir jafnframt
hlutverki vélritunarherbergis,
biðstofu eins konar almenn-
ings. — í lestrarsalnum er
aðeins möguiegt að láta nokk-
ur hefti af dagblöðum liggja
frammi. Þá skortir áheyrenda-
palla fyrir erlenda sendimenn,
aðstaða blaðamanna til að fylgj-
ast með daglegum störfum þings
ins er raunaleg, og áheyrenda-
pallar almennings þröngir og ó-
aðlaðandi. Þá má ekki gleyma
því að skrifstofa Alþingis býr
við húsnæði í allra minnsta
lagi. Matstofa er engin. And-
dyrið hefur lengi verið notað
sem setustofa og fyrir daglegar
kaffiveitingar. Starfsfólk Alþing
is er um 50 manns og ýmiss kon
ar aðstaða fyrir það með öllu
ófullnægjandi.
jþað er með öðrum orðum ým-
islegt út á gamla Alþingis-
húsið við Austurvöll að setja.
Þrengslin, sem lýst hefur verið
og aðstöðuskorturinn, hafa
lengi verið öllum augljós og til-
finnanleg. Jafnlengi hefur verið
rætt um nauðsyn þess að byggt
yrði nýtt Alþingishús eða sér-
stök bygging fyrir ýmsa starf-
semi Alþingis. Einnig kom upp
tillaga um að byggð yrði við-
bygging við Alþingishúsið, en
þótt einhverjir hafi verið þess-
ari tillögu fylgjandi fyrir nokkr-
um árum virðist hún nú vera
úr sögunni. Ástæðan fyrir því
er einföld, viðbygging myndi
eyðileggja hinn sérstaka stíl,
sem er á Alþingishúsinu. Það er
eins og allir vita hlaðið úr
höggnu grágrýti, gamaldags og
sérstætt i útliti, teiknað af
dönskum húsameistara og margt
skorið við nögl við byggingu
þess. Ekki er ljóst hvor hinna
tveggja tillagna, sem nú eru efst
á baugi, á rneiru fylgi að fagna.
Það hefur ekki verið kannað.
Hins vegar eru allir sammála
um nauðsyn skjótra aðgerða.
Bent hefur verið á að Alþingi
hafi upphaflega eignazt nærliggj
andi lóðir, t. d. þar sem Góð-
templarahúsið stendur nú svo
og Ióðina þar sem Listamanna-
skálinn stendur. Á þeim tíma,
sem húsið var byggt, voru lóðir
verðlausar eða því sem næst,
jafnvel kringum Tjörnina. Það
þótti því engin ofrausn að láta
nokkrar slíkar fylgja húsinu. Á
eignarlóðum Aiþingis væri hægt
að byggja sérstaka byggingu,
sem yrði á einhvern hátt tengd
Alþingishúsinu, t. d. með neð-
anjarðargöngum. Þetta er ein
hugmyndin. önnur er sú að AI-
þingi kaupi upp nokkrar lóðir
og byggi mikla byggingu vest-
an við Alþingishúsið, byggingu,
sem menn hugsa sér að gæti náð
út að Suðurgötu, fullbyggð. —
Þetta hefur talsverð útgjöld í
för með sér og hefur ekki verið
kannað né rætt nægilega vel.
Þá kemur til greina að byggt
verði nýtt Alþingishús við suð-
vesturenda Tjarnarinnar, á lóð
þar sem frystihúsið lsbjörninn
stóð í eina tíð. Þetta þykir mörg
um heillaráð. Þeir hafa jafn-
framt sagt, að gamla Alþingis-
húsið gæti þá orðið dómhöll
Hæstaréttar, eða gegnt ein-
hverju öðru álíka merkilegu hlut
yerki, eins og það 4 skilið að
gera. Ef byggt yrði á lóð is-
bjarnarins myndu fyrirhugað
ráðhús, Alþingishúsið og t. d.
Miðbæjarbarnaskólinn geta
myndað kjamann í byggingum á
þessu svæði, líkt og Alþingis-
húsið gamla, Landsbankinn og
Útvégsbarikinn áttu að gera.
| •‘usminldt jrttmk
Tjetta eru hugleiðingar þing-
manna. Tillögurnar hafa ver
ið ræddar í þeim nefndum, sem
skipaðar hafa verið til að fjalla
um húsbyggingarmál Alþingis.
Einhverjar lauslegar teikningar
hafa verið gerðar í samræmi
við einstaka tillögu, aðeins til að
menn eigi auðveldara með að
átta sig á þvl sem um er að
ræða. En lokaákvörðun hefur
aldrei verið tekin um eitt né
neitt, þrátt fyrir margra ára at-
hugun og skipun nokkurra
nefnda.
jVTeginástæðan fyrir þvl er ef-
laust sú, að forsetar þings-
ins, sem eiga eðli málsins vegna
að hafa forystu I byggingarfram
kvæmdum Alþingis, koma og
fara. Þeim gefst ekki tími til að
skapa sér þá aðstöðu til for-
ystu I málinu, sem æskileg væri.
Nú er starfandi nefnd, skipuð
forsetum beggja deilda og sam-
einaðs Alþingis, auk eins full-
trúa frá hverjum stjórnmála-
flokkanna. Nefndin hefur ýmis-
legt rætt, og þar m. a. komið
fram ný tillaga, tillagan um
byggingu vestan við Alþingis-
húsið. Þá hefur nefndin m. a.
kvatt á sinn fund húsameistara
ríkisins og borgarstjóra, en
Reykjavlkurborg gaf fyrir all-
löngu vilyrði um ísbjarnar-lóð-
ina. Jafnframt hefur verið tal-
ið að bygging nýs ráðhúss og
byggingarmál Alþingis væru I
vissum tengslum vegna staðsetn
ingar. Húsameistari ríkisins hef-
ur nú til athugunar ýmsa mögu-
leika, sem bent hefur verið á,
og mun væntanlega skila nefnd
inni greinargerð um niðurstöð-
ur slnar. Spurningin er aðeins
hvort unnt verði eftir athugan-
ir núverandi nefndar að knýja
þingmenn til að koma sér sam-
an um lokaákvörðunina. Hingað
til hafa skoðanir verið ákaflega
skiptar og það með öðru dregið
úr áhuga manna á því að knýja
fram lausn. Hins vegar felst I
þessu að alþingismenn hafi sjálf
ir að vissu leyti vanrækt hús-
byggingarmálið, eins og kom
fram I umræðunum á Alþingi
á dögunum, og megi þeir sjálf-
um sér um kenna hvemig kom-
ið er.
Þeir hefðu þó tæplega þurft
að hika af ótta við að ekki feng-
ist niðurstaða. Um staðsetningu
og aðsetursstað Alþingis var eitt
sinn mikið deilt. Margir vildu
setja þing á Þingvelli við öx-
ará. Fjölnis-menn höfðu eins og
kunnugt er fært rök að því, að
Alþingi ætti sögulega að vera
á Þingvöllum. Jón Sigurðsson
varð hins vegar til að andmæla
þeim sem þannig hugsuðu og
taldi sýnt að ísland yrði að eign-
ast sanna höfuðborg, með stjórn
araðsetri og Alþingi á sama
stað. Reykjavík var fyrir flestra
Frh. á bls. 16.